Morgunblaðið - 01.06.1961, Side 3
Fimmtudagur 1. júní 1961
MORVUNBL ÁÐ1Ð
3
KLUK.KAN á slaginu 7 í gær-
morgun kom varðskipið Óð-
inn til móts við konungsskipið
Norge og herskipið Bergen.
Þau voru þá komin fyrir
Reykjanestána. Veður var
dimmt og skyggni slæmt. Svo
sem 45 mín. áður höfðu skip-
in komið fram á ratsjá varð-
skipsins. — Skipsmenn á
Óðni voru allir kallaðir upp
á þiljur lítilli stundu fyrir 7,
og stóðu þeir í heiðursröðum
á þyrilvængjuþilfarinu og
framan við brúna. Norski fán
inn hafði þá verið dreginn að
hún á fánastöng yfir rat-
sjárspegli. — Eíríkur skip-
herra Kristófersson og Gunn-
ar Bergsteinsson skipherra
stóðu á stjórnpalli, er kon-
ungssnekkjan skreið framhjá
í 450 m. fjarlægð. Með því að
draga norska fánann að- hún,
var skipherranum
gefið til kynna að
yfirstjórnar hans við innsigl
inguna til Reykjavíkur. — Yfirmenn og hásetar
Lítilli stundu eftir að skipin
Óffni stóffu heiffursvörff á þilfari varffskipsins,
Reykjavíkur í gærmorgun.
eftir komuna
Noregskonungur hafði ekki
landsýn fyrr en út af Grdttu
höfðu mætzt barst skeyti frá
skipherranum á Bergen D 304
er bauð Óðin velkomin í
„Kongedelingen“. — Nokkru
síðar barst Óðni ósk um það
að hann tæki forustuna fyrir
skipunum. Var Óðinn settur á
fulla ferð og fór hann skammt
frá skipunum er hann brun-
aði framúr þeim. Mátti þá
glöggt sjá Noregskonung hvar
hann stóð með foringjum
skipsins á opnum stjórnpalli
skipsins. Var siglt með rúm-
lega 15 sjóm. hraða inn undir
Gróttu.
Magni kom til móts við
skipin hjá Gróttu. Þeim varð
það á að gleyma að heilsa á
Magna. Var augljóst að við
því hafði verið búizt á kon-
ungsskipinu, þar sem Magni
kom veifum prýddur stafna á
milli. Þegar hér var komið
hafði mikið birt í lofti. Mátti
til dæmis glöggt sjá Keili all-
ann, þar sem hann reis upp
úr svartri auðninni. Þokan
byrgði Esjuna og Akrafjall.
Búizt hafði verið við því að
Magni færi á undan skipunum
inn á ytri höfnina. En senni-
lega af því hann gleymdi að
heilsa, var lítt skeytt um ferð-
ir hans um borð í konungs-
skipinu og herskipinu, a. m. k.
fyrst í stað. Þau héldú fullri
ferð lengi vel og Magni dróst
langt aftur úr, þó öllu véla-
afli hans væri beitt. —
Töldu Óðinsmenn sýnt að
aldrei hefði Magni komizt í
hann krappari, en allt fór vel
um síðir, er Magni „stakk sér
grunnleiðina" og konungs-
skipið hægði ferðina verulega.
Magni leiðbeindi því á legu-
plássið.
Frá skipunum mátti sjá mik’
inn fjölda af súlu er þau
sigldu yfir Faxaflóa í gær-
morgun. Var það falleg sjón
að sjá flug súlunnar rétt yfir
haffletinum líkast löngum
öldufaldi. — Þá sást stórt mar
svín í kjölfari konungsskips-
ins, er það var út af Gróttu.
Á Óðni veltu menn því fyrir’
sér hvort konungsskipið
myndi vera gott sjóskip, og
töldu það velta talsvert. Enn
það kemur ekki að sök, því
Ólafur konungur er allra
manna sjóhraustastur, sagði
einhver.
Þegar skipin sigldu með
hægum virðulegum skriði
inn á höfnina, birtist Akra-
borgin allt í einu á sjónar-
sviðinu. Það var engu líkara
en að hún myndi ætla að
sigla framúr konungsskipinu
er það seig inn á lygna ytri
höfnina. — En svo var slegið
af ferðinna.
Þegar skipin þrjú konungs-
skipið Norge, Bergen og
Óðinn höfðu varpað akkerum,
voru fánaborgir dregnar að
hún á þeim. — Skipsmenn
tóku sér stöðu á þilfari og
skömmu fyrir kl. 11 lagði kon-
ungsbáturinn af stað- frá
Norge. — Sigldi kóngurinn
fyrst út að Bergen, en skip-
verjar hylltu konung sinn
með húrrahrópum er hann
sigldi framhjá.
Litlu síðar fóru Gunnar
Bergsteinsson skipherra yfir í
Norge við annan mann og
Eiríkur skipherra yfir í Berg-
en og bauð skipherranum þar
að snæða með sér hádegisverð
um borð í Óðni. Þannig skipt-
ust hinir norsku og íslenzku
sjóliðsforingjar á gagnkvæm-
um vinaboðum í skipum sín-
um, þar sem þau lágu á ytri
höfninni, meðan bæjarbúar
fögnuðu Noregskonungi, ný-
komnum af hafi.
Alþjóðamótinu
I Eyjum aflýst?
VESTMANNAEYJUM, 30. maí.
— „Nú er þaff skuggalegt“, sagffi
Steinar Júlíusson, afgreiffslumaff-
ur Flugfélagsins. „Illa lízt mér á
aff Alþjóða sjóstangaveiðimótið
verffi haldiff aff þessu sinni, ef
ekki rætist úr meff verkföllin
næstu daga“.
Steinar hefur f vetur unnið
mikið starf til undirbúnings sjó-
stangaveiðimótinu og miklu fé
hefur verið varið til auglýsinga
erlendis. Von var á 60 erlendum
þátttakendum í byrjun júní og
í Vestmannaeyjum er verið að
leggja síðustu hönd á undirbún-
ing.
„En tvísýnt þykir nú, að hinir
erlendu keppendur komizt hing-
að svo að ekki er annað sýnt
en aflýsa verði mótinu. Er það
mjög bagalegt, eins og gefur að
skilja. Ekki aðeins vegna þess
hve mikið hefur verið starfað í
sambandi við undirbúning, held-
ur vegna útlendinganna. Mikið
orð hefur farið af mótinu, sem
hér var haldið í fyrra, en hætt er
við þeim fækki, sem áhuga hafa
á að sækja mótið næst, þegar
það verður haldið", sagði Stein-
ar.
„Við ætlum þó ekki að láta
það falla alveg niður. Ef við af-
lýsum Alþjóðamótinu, þá verður
það haldið í haust — en í stað
þess höfum við í vor lítið mót
fyrir íslendinga og Bandaríkja-
menn af Keflavíkurflugvelli.
Væntum við þess, að 40—50
manns sæki það mót“.
Ferð
á Eyjaf jallajökul
UM NÆSTU helgi efna Farfuglar
til ferðar 'á Eyjafjallajökul. Á
laugardag verður ekið austur að
Seljavöllum og gist þar í tjöld-
Á sunnudaginn verður svo
genigið á jökulinn.
Upplýsingar um ferðina verða
gefnar á skrifstofu Farfugla á
Lindargötu 50.
Á fimmtudagskvöld kl. 9 verða
sýndar litskuggamyndir af jökl-
inum og nágrenni hans.
Reykjavíkur-
tinibrið stöðvaði
Helgafell
TVÖ skip hafa nú bætzt við flot-
ann, sem stöðvazt hefur í Reykja
víkurhöfn í verkfallinu. Þetta
eru Helgafell og Skjaldbreið.
Helgafell kom að austan, en þar
hafði það losað timbur. Þegar
komið var að timburhlöðunum,
sem merktir vöru Reykjavík var
ekki um annað að gera en sigla
hingað. Undir Reykjavíkurtimbr
inu er timbur til annarra staða á
landinu, sagði einn skipsmanna
við fréttamann Mbl. í gær. „En
við getum ekki losnað við það
fyrr en Reykjavíkur-timbrinu
hefur verið skipað upp. Það hefði
komið sér betur að setja það
neðst á botninn. Skipið hefði þá
ekki stöðvazt strax“, sagði hann.
STAKSTEIIVAR
Afstaða almem .ings
til verkfallanna
Verkföllin hafa affeins staffiS
nokkra daga. Engu aff síður er
afstaða almennings tii þeirra
J þegar Ijós. Allur þorri fslendinga
harmar þessi átök. Þjóðinni er orff
iff ljóst, aff allt affrar leiðir verð
ur nú að fara i baráttunni fyrir
raunhæfum kjarabótum en meff
aa atvinnutækin voru frumstæff,
arffur af starfi hennar lítill og
kaupgjaldið Iágt. Reynsla síffustu
ára sannar þetta líka á ótvíræffah
hátt. Þrátt fyrir kauphækkanir
hafa launþegar ekki bætt kjör sín
aff sama skapi og kaupið hefur
hækkaff. Hiff stöðuga kapphlaup
milli kaupgjalds og verfflags hef
ur skapaff dýrtíff og verffbólgu,
sem gleypt hefur kauphækkanim
ar og dregið úr kaupmætti laun
anna.
Bæffi hér í Reykjavik og út un*
allt land verffur nú vart mikils
uggs gagnvart verkföllunum. Mik
ill meirihluti þjóffarinnar lítur á
þau sem pólitísk hermdarverk, er
hafa þann tilgang fyrst og fremst
aff torvelda framgang viffreisnar
stefnu núverandi ríkissjórnar.
(
Sagan endurtekur sig
Sagan frá vetrinum 1955 hefur
endurtekiff sig. Þá hófu kommún-
fctar og fylgiliff þeirra pólitísk
verkföll, sem stefnt var gegn þá-
verandi ríkisstjóm. Þau verkföll
voru löng og hörff en meff þeim
var knúin fram wmiísj grunn
kaupshækkun. Afleiffing þeirrar
kauphækkunar varff sú aff kaup-
gjald í landinu hækkaffi aff meffal
tali um rúml^a =■£■;« á árinu. Af
því leiddi síffan stórfelda verff-
bólguöldu og kapphlaups milli
kaupgjalds ©g verfflags.
Þegar vinstri stjórnin tók viff
völdum ái miðju ári 1956 lét hún
þaff verffa sitt fyrsta verk aff taka
meginthluta kauphækkunarinnar
frá 1955 af fólkinu aftur. Jafnvel
kommúnistar treystu sér þá ekki
til þess að mótmæla því aff fram-
leiffslan gat ekki boriff þessa kaup
hækkun. Hún hafffi heldur ekki
orffiff launþegum aff því gagni,
sem haldiff hafffi veriff fram, meff
an á verkföllunum stóff.
Innstæður bænda aukast
f síffasta „íslendingi“ er m.a.
komizt aff orði á þessa leiff:
„Mjög var ritstjóra Dags tamt
aff ala á því í fyrrasumar og raun
ar allt fram eftir vetri, aff efna-
hagsráffstafanir ríkisstjórnarinn-
ar kæmu eurkum hart niður á
bændum og myndu þeir flosna
upp af jörffum sinum hópum sam-
an. Þá kannast allir viff barlóm
Karls Kristjánssonar alþingis-
manns, er hann líkti ástandinu viff
Móff uharðindin!
Spá þessara maima effa öllu
heldur óskhyggja hefur þegar lát
iff sér til skammar verffa. Þing
eyskir bændur stórauka innstæff
ur sínar hjá Kaupfél. Þingeyinga
og Dagur segir, eftir aff hafa
skýrt frá því aff eyfirskir bændur
fái meira en verfflagsgrundvallar
verff fyrir framleiffslu síðastliff-
ins árs: „Þessi niffurstaða hlýtur
aff teljast mjög hagstæff og bænd
um gleðiefni.“
Þessi ummæli málgagns Fram
sóknarflokksins á Akureyri
stinga vissulega mjög í stúf viff
hallærishjal Karls Kristjánsson
ar. Sannleikurinn hrekkur ein-
staka sinnum upp úr blöðum
Framsóknar. En þaff er vanalega
óvart og oftast taka þau þá um-
mæli sín aftur. Svo áskapað er
þeim aff segja ósatt.