Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.06.1961, Blaðsíða 8
MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júní 1961 flf Frá höfninni meöan þjóðsöngvarnir eru leiknir. (Ljósm.: Markús) — Noregs'.onungi fagnab Framh. af bls. 1. Norge og komu þeir allir með konungi í bátnum til lands, auk föruneytis konungs, Odds Grön- volds, stallara, E. T. Lundes- gaards ,ofursta og Arne Haughs majórs. (Sjá ennfremur grein á bls. 3). Nú bjóst forseti Islands, Ás- geir Ásgeirsson og forsetafrú, að taka á móti Noregskonungi. Konungsbáturinn nálgaðist Lofts bryggjuna og forsetahjónin gengu fram á bryggjuhausinn, fyrsta spölinn á rauðum dregli, sem hafði verið lagður að bryggjunni. í fylgd með þeim var falleg stúlka, Margrét Brandsdóttir 12 ára, sem færði Noregskonungi blómvönd. Eftirvænting var í andlitum áhorfenda, ekki sízt barnanna, sem þarna voru mætt að sjá kónginn. Þau tylltu sér á tær og skimuðust um eftir honum. Svipfríður, riðvaxinn glókollur í áhorfendahópi benti fram á bryggjuna og sagði: Þarna kem- ur hann! Hvirfingin, krök af hvítmatandi augum, bærðist eins og skógur í vindi. Hann var að koma. Nýja verkamannaskýlið kom sér vel, þar voru frétta- menn norska og íslenzka út- varpsins og margir áhorfendur. Mótorbáturinn Freyr lá við bryggju norðan við skýlið með stærri áhöfn en nokkru sinni fyrr og þegar konungsbáturinn lagðist við bryggju kom slag- síða á Frey gamla. Og hann sem var búin að hlakka til að fá að hvíla sig eftir vertíðina! Mávar flugu yfir höfnina. Þeir voru í veiðihug af gömlurfi vana. Engir fiskúrgangar á bryggjunni, svo þeir urðu að láta sér nægja síli í höfninni. En þau voru ekki til að for- agta, sú kóngafæða. Allir voru íbyggnir og í há- tíðarskapi. Það var augljóst mál, að Noregskonungur átti ítök í hugum fólksins, sem var mætt til að sýna honum virð- ingu og þá vináttu, sem Jtslend- ingar bera í brjósti til frænd- þjóðarinnar norsku. Þegar konungsbáturinn lagð- ist að bryggju klukkan 11, fagn- aði forseti Islands Ólafi kon- ungi og bauð hann velkominn. Noregskonungur héilsaði og brosti. Á leiðinni upp bryggj- una skiptust þeir á nokkrum orðum, konungur og forseti, og var létt yfir þeim báðum. Þeir staðnæmdust á rauða dreglin- um og Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsöngva Noregs og Is- lands. Þegar norski þjóðsöngur- inn var leikinn, breyttist svipur á konungi á einu andartaki, bros ið hvarf af brúnu, karlmann- legu andliti hans og hann stóð teinréttur og heilsaði að her- mannasið. Meðan þjóðsöngvarn- ir voru leiknir, var virðulegur hátíðarsvipur yfir höfninni en margir áhorfendur notuðu tæki færið og tærnar til að skoða hinn orðum prýdda konung Norðmanna. Þegar þjóðsöngvarnir höfðu verið leiknir, var tekið til ó- spilltía málanna við að kynna mótttökunefndina fyrir konungi. Það gekk greiðlega. Forseti ís- lands kynnti ráðherra og aðra viðstadda, konungur heilsaði hverjum manni, fyrst að her- mannasið, síðan með handa- bandi. Að því búnu gengu þjóð- höfðingjarnir í forsetabílinn og óku til Ráðherrabústaðarins. Hér má skjóta því inn í (fyr- ir frúrnar), að Ólafur Noregs- konungur var klæddur einkenn- isbúningi norska flotans og bar fjölmargar orður. Forseti og aðrir herrar í móttökunefndinni voru í árdegisbúningi, röndótt- um buxum og svörtum síðum jökkum með pípuhatta og ljósa hanzka. Aðeins þrjár konur voru viðstaddar mótttökuna, for- setafrú Dóra Þórhallsdóttir, sem var í svartri kápu með minka- skinni og dökkan hatt með hvítu skrauti, frú Börde sendiherra- frú, sem var í svartri drakt með svartan og hvitan flauelshatt og frú Auður Auðuns, forseti bæj- arstjómar Reykjavíkur, í svartri kápu með ljósan hatt og sam- lita hanzka. Nú var ekið frá höfninni til ráðherrabústaðarins um Geirs- götu, Pósthússtræti, Hafnar- stræti, Lækjartorg, Lækjargötu og Vonarstræti og komið að Ráðherrabústaðnum um kl. 11.20. Fremst ók Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og fulltrúi hans, þá komu tveir lögregluþjónar á mótorhjólum, síðan forsetabif- reið nr. 1 með Ólaf konung og forseta íslands, þá forsetabifreið nr. 2 með forsetafrúna og frú Börde og í þriðja bílnum voru Lange, utanríkisráðherra Nor- egs, Guðmundur I. Guðmunds- son, utanríkisráðherra og fylgd- armaður Langes, Þorleifur Thor lacius deildarstjóri. Meðfram götunum sem ekið var um, stóð fjöldi fólks og fagn aði Ólafi konungi. Skemmtileg- ast var að sjá barnahópinn með norska og íslenzka fána, hann var eitthvað annað en niðurlút- ur. Börnin voru sparibúin og til hlökkunarsöm í fasi. „Bráðum kemur kóngurinn, bráðum kem- ur kóngurinn!" kölluðu sum. I svip þessarar fallegu ísl. framtíð ar var einlæg gleði. Börnin enn laus við þann huliðshjálm virðing ar og ráðdeildar sem oftast fylgir fullorðinsárunum. Þó var ekki laust við að sum þeirra væru farin að hugsa sitt af hverju: „Hvernig lízt þér á kónginn?" spurði fréttamaður Morgunblaðs ins snáða nokkum, sem stóð með norskan fána í Tjarnar- götunni. „Ágætlega,“ svaraði hann með ákveðnum svip, en dálítið undirfurðulegum augum. „Mundir þú vilja vera kóng- ur?“ , Já.“ „Af hverju?" „Af því þá mundi ég ráða yfir Is- landi?“ „Það veitir ekki af“, bætti hann við rogginn. Annar snáði, sem þama var viðstaddur, sagðist ekki vilja vera kóngur. „Hvers vegna ekki?“ spurðum við. „Af því ég vil tolla í tízkunni," sagði hann. „En þú þarna, litli karl, vilt þú verða kóngur?“ „Nei“. „Af hverju ekki?“ „Af því mig langar mest að eiga blóm í garð inum mínum.“ „Heldurðu að kóngar geti ekki átt blóm?“ „Geta þeir það líka?“ Já — já, og þeir geta átt marga blóma- garða, ef þeir vilja.“ „Þá væri mér alveg sama, þó ég væri kóngur,“ svaraði drengurinn. Annar drengur vildi verða kóngur til þess eins að fá allar orðurnar ,en þá var honum bent á að hann gæti fengið orð- ur án þess að verða kóngur. Þá sagði hann: „Þá vil ég barasta vera flugmaður." Lítil telpa kom þarna að með norskan fána. „Fannst þér gaman að sjá kóng- inn?“ spurðum við. „Já,“ svar- aði hún. „Og hvers vegna þótti þér svona gaman?“ „Af því hann er kóngur,“ svaraði hún og roðnaði lítið eitt. „Hefurðu nokkurn tíma heyrt talað um kóng áður?“ „Já, Kristján 10.“ „Var hann norskur kóngur?“ „Já, hann var konungur Islands og Noregs,“ svaraði hún feimn- islega. Litlu síðar sagði hún okkur, að hún væri ekki efst í sínum bekk. I þessum svifum komu þjóð- höfðingjarnir út á svalir Ráð- herrabústaðarins og var þeim fagnað innilega af viðstöddum. Ólafur konungur veifaði til mannfjöldans, en síðan gengu þeir aftur inn í bústaðinn. Móttökuathöfninni var lokið. Hamsfrið hœtfi í gœr MORGUNBLAÐIÐ áttl í gær tal við nokkra kaup- menn og verzlunarstjóra. Bar þeim saman um það, að hið svokallaða „hamstur“ hefði verið mesta óvera, og sterkast kváðu þeir að orði, sem mundu vöruskort stríðs áranna og haftaáranna. I>ó bæri því ekki að neita, að 1 húsmæður, sem venjulega keyptu eitt smjörlíksstykki, hefðu nú keypt tvö, og ein- staka svartsýnismaður hefði keypt vikuforða af osti o. s. frv. Einkum bar á þessu á mánu dag og þriðjudag, en á mið- vikudag, þegar miðlunartil- lagan var birt í blöðunum, urðu engin brögð að því, að fólk keypti vitund meira en vanalega. Virðist því, sem almenningur hafi treyst því, að sú tillaga myndi ná fram að ganga, og ekki talið ástæðu til að byrgja sig upp að matvörum. 4000 tunnur Akranesi, 31. maí. UM 400 tunnur síldar bárust hingað í dag. Meiri hluti síldar- innar fór í bræðslu, en hitt var hraðfryst. Höfrungur IL land- aði 1400 tunnum, Sveinn Guð- mundsson 850, Skipaskagi 850 og Haraldur 800 tunnum. 275 lestum af freðsíld var skipað út Noregskonungur heilsar Ólafi Thors forsætisráðherra. Guðmundur 1. Guðmundsson utanríkis- ráðlierra og Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra lengst til hægri á myndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.