Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 9
Fimmtudagur 1. júnl 1961
MORCl’NBL 4Ð1Ð
9
Frelsi mannkynsins
er hinn þoglí gestur við viðræðuherðið í Vín
MIKIL leynd hefur hvílt yfir
fyrirætlunum Nikita Krúsjeffs,
forsætisráðherra Sovétríkjanna 1
sambandi við ferðalag hans um
kommúnistaríkin Úkraníu og
Tékkóslóvakíú sem áningastaði á
leiðinni til Vínarborgar, þar sem
hann á fyrir höndum viðræður
við Kennedy, Bandaríkjaforseta.
Hefur verið talið, að hann hyggð
ist halda sérstakan fund með leið
togum kommúnistaríkjanna i
Austur-Evrópu einhversstaðar á
leiðinni — þá sennilega í Brati-
slava í Tékkóslóvakíu — og ráðg
azt við þá áður en hann ræddi
við Kennedy. En samkvæmt síð
ustu fregnum frá Tékkóslóvakíu
virðist enginn slíkur fundur fyrir
hugaður. Er haft eftir talsmanni
tékkneska utanríkisráðuneytis-
ins, að Krúsjeff muni einungis
ræða við Antoinu Novotni, for-
seta Tékkóslóvakíu.
Þá er það haft eftir góðum
heimildum í Prag, að það sé
„meira en hugsanlegt", að al-
mennur kommúnista-„toppfund-
ur“, eins og talað hefir verið
um, verði haldinn eftir viðræð-
ur þeirra Krúsjeffs og Kenn-
edys í Vínarborg — enda gef-
ist þá betri tími til viðræðna
en nú. Krúsjeff heldur til Vín-
arborgar árla á föstudagsmorg-
un, og er því skammur tími til
steínu.
Það virðist almenn skoðun
stjórnmálamanna sem annarra
— jafnt á Vesturlöndum sem í
Austur-Evrópu, að Þýzkalands-
málið og Berlínarmálið muni
mjög bera á góma í viðræðum,
þeirra Krúsjeffs og Kennedys.
Til þess benda meðal annars við-
ræður Kennedys við Macmillan,
Adenauer og nú við De Gaulle
og viðræður Novotnis, við Krús-
jeff og Ulbricht, forsætisráðherra
Austur-Þýzkalands, sem var ný-
lega á orlofsferð í Tékkóslóva-
kíu.
Vestrænir stjórnmálasérfræð-
ingar í Moskvu telja, að Krúsjeff
muni fara hægt í sakirnar í
Berlínarmálinu um sinn og ekki
setja það mál á oddinn í sumar.
Benda þeir meðal annars á, að
hann muni ekki kæra sig um, að
22. flokksþing kommúnista, sem,
halda á í Moskvu í október nk.,
hverfi í skugga svo mikilvægs
ista, Izvestia, þar sem rætt var
um hina „storkandi“ fyrirætlun
V-Þjóðverja, að ætla að kalla
þing sitt saman x Berlín. Kvart-
ar blaðið mjög undan því, að ráð-
herrar V-Þýzkalands ferðist tíð-
um til Berlínar en slíkt háttalag
kunni mjög að hafa hættur í för
með sér.
Kennedy sjálfur hefur látið
hafa eftir sér, að ástæðan fyrir
því, að hann fari nú til Vínar-
borgar til fuhdar við Krúsjeff
sé fyrst og fremst sú, að þeir séu
fulltrúar þjóða, sem báðar séu
velbúnar kjarnorkuvopnum og
beri því brýna nauðsyti til að
þeir hittist og skýri skoðanir
sínar hvor fyrir öðrum. Hann
sagði ennfremur í ræðu um sl.
helgi, að hinn þögli gestur við
viðræðuborðið þeirra yrði frelsi
mannkynsins.
Kennedy fylgja mörg ráð
reyndra manna.
Ekkert skortir á, að Kennedy
fari til þessa fundar velbúinn
ráðleggingum bandamanna sinna
— en dálítið vill bera við að
forystumenn Vesturveldanna
greini á um hver sé beztur hátt-
ur á viðræðum við Krúsjeff.
Tímaritið U.S. News & World
MacmiIIan: — Verið tungu-
mjúkur og talið mikið við Krús-
jeff sjálfan. Eigið einhver tromp
á hendi en leynið þeim vel.
Adenauer: — Hliðrið í engu til
við Krúsjeff um framtíð Berlín-
ar. Munið, að Krúsjeff virðir
sjálfsöryggi og þrjózku. Verið
hæfilega kumpánlegur — þá
kann yður að verða eitthvað
ágengt.
De Gaulle: — Verið rólegur en
ákveðinn við Nikita Krúsjeff.
Leynið ekki „trompum" yðar.
Gerið það fullkomlega ljóst, að
Bandaríkin hafa yfir að ráða
vetnisafli og muni beita þvi, ef
með þarf, til þess að halda stöðu
sinni í Vestur-Berlín.
— ★ —
Ráð de Gaulle, Frakklandsfor-
seta hafa ef til vill einna mest á
hrif á það hvernig Kennedy hag
ar viðræðunum við Krúsjeff. Við
ræður þeirra Kennedys og de
Gaulle höfðu verið ákveðnar 31.
maí til 2. júní í París og tilkynnt-
ar opinberlega, áður en Krúsjeff
féllst á uppástungu Kennedys um
viðræðufund þeirra í Vínarborg.
Og það var ekki fyrr en Kenne-
dy hafði ráðgazt um það við de
Gaulle, að hann ákvað fund
þeirra Krúsjeffs 3. júní.
De Gaulle, sem er orðinn sjö-
tugur að aldri og mjög svo reynd-
ur stjórnmálamaður, er albúinn
að gefa Kennedy hver þau ráð,
sem hann óskar, varðandi við-
ræður við Krúsjeff. De Gaulle
er þeirrar skoðunar, að Kennedy
verði að nota tækifærið á«Vínar-
fundinum til þess að fullvissa
Krúsjeff um, að hik Vesturveld-
anna við að berjast á stöðum eins
og Laos breyti engu um ákvarð-
anir þeirra og staðfestu þegar
um mikilvæga staði er að ræða,
svo sem Berlín.
De Gaulle telur, að skammt
undan sé mikil hætta búin Vest-
urveldunum og hinum frjálsa
heimi. Hann lítur að nokkru á
Krúsjeff sem vindhana, sem er
uppblásinn af stolti yfir því að
hafa sent mann • út í geiminn,
stöðugur í sigurvissu kommún-
ista í Laos og hæðinn vegna mis-
taka Bandaríkjamanna í Kúbu-
málinu.
Krúsjeff hefur þegar varað við
pólitísks ágreiningsmáls. Hins
vegar er engin vissa fyrir hendi
í þessum efnum, enda benda
sumir á það sem aðdraganda
stórra tíðinda, að Rússar hafa nú
nýlega rofið menningarsamskipti,
sem komið hafði verið á milli
þeirra og Vestur-Þjóðverja. Vest
ur-Þjóðverjar höfðu krafizt þess,
að Berlín yrði aðili að þeim
menningarsamningi, en Rússar
neitað og hætt við allt saman.
Ennfremur benda menn á grein,
sem birtist í málgagni kommún-
Report birti í síðasta hefti grein
sem, fjallar um þessi margvislegu
ráð hinna reyndu forystumanna
Bretlands, Þýzkalands og Frakk-
lands og fylgir sú grein hér á
eftir í lauslegri þýðingu.
★
Þ e g a r Kennedy, forseti, fer
til fundar við Krúsjeff í Vínar-
borg fylgja honum mörg ráð
helztu forystumanna Vesturveld
anna. Kjarni ráðlegginga þeirra
helztu, Macmillans, Adenauers
og De Gaulle er þessi:
því, að nú sé úirunninn sá trest-
ur, er hann hafi gefið Vestur-
veldunum til svars við kröfum
hans í Berlínarmálinu. Hann hót
ar nú að gera sérstakan friðar-
samning við Austur-Þýzkaland,
sem geri því fært að þröngva
Vesturveldunum út úr Berlín.
Þar að auki álítur de Gaulle, að
sú skoðun Bandaríkjamanna, að
nauðsynlegt sé að efla þær her-
sveitir, sem búnar séu venjuleg-
um vopnum, gefi Krúsjeff ástæðu
til að ímynda sér, að Vestur-
veldin muni ekki beita kjarn-
orkuvopnum.
Með þessa skoðun á Krúsjeff
vill de Gaulle, að Kennedy geri
það algerlega ljóst, að Vestur-
veldin séu reiðubúin styrjöld —
kjarnorkustyrjöld ef nauðsynleg
er — til þess að verja Berlín.
Frakklandsforseti vill, að Banda
ríkjaforse$i segi forsáetisráðherra
Sovétríkjanna, að Bandaríkin
standi að baki þeim orðum, er
de Gaulle lét sér um munn fara
fyrir tveim árum, er hann sagði:
Ameríka, England og Frakkland
munu ekki leyfa neinum að
hindra flutninga hermanna til og
frá Berlín. Reyni einhverjir að-
ilar að hindra þá flutninga eru
þeir þar með að fremja óvinsam-
legt athæfi gegn Vesturveldun-
um og eru ábyrgir fyrir af-
leiðingunum.
Ráð de Gaulle beinast einkum
að Berlínarmálinu, því að þar
sér hann mesta hættu á því, að
styrjöld brjótist út vegna mis-
skilnings. Til þess að koma í veg
fyrir hugsanlegan misskilning
vill de Gaulle, að Kennedy brýni
eftirfarandi fyrir Krúsjeff:
• 1. Ef Austur-Þjóðverjar
blandi sér 1 samgöngur
Vesturveldanna . til Berlínar
muni ekki aðeins verða hafnir
flutningar í lofti, heldur muni
Vesturveldin setja viðskiptabann
á Austur-Þýzkaland.
• 2. Ef A-Þjóðverjar hætti
á að skjóta niður flugvélar
Vesturveldanna, muni þau svara
þeirri skothríð í sömu mynt.
• 3. Ef sovézkur herafli
blandi sér í slík viðskipti
hvort heldur er á landi eða í
lofti, verði þar með hafin styrj-
öld.
• 4. Ef styrjöld hefjist milli
bandarískra og sovézkra her-
sveita megi eins búast við kjarn-
orkustyrjöld, — Vesturveldin
hafi ekki aðeins kjarnorkuvopn
helóur séu reiðubúin að beita
þeim ef þurfa þykir.
De Gaulle telur, að þá fyrst er
Krúsjeff hefur verið gerð ljós
afstaða Vesturveldanna í Berlín-
armálinu, eigi Kennedy að hefja
máls á öðrum vandamálum. Varð
andi slík mál skortir hinn franska
forseta heldur ekki ráð.
Samvinna eða kalt stríð.
Um Laos gæti de Gaulle sagt:
— Hvað sagði ég ykkur ekki? —
í þrjú ár hefur hann haldið því
fram, að ógerlegt sé að koma á
andkommúnísku skipulagi í Laos.
Nú telur hann jafnvel of seint
að koma á hlutlausu Laos, en
þó sé ómaksins vert að reyna.
Varðandi Suður-Vietnahm er
skoðun de Gaulle þessi: Eyðið
ekki tíma, fé og kröftum til þess
að berjast gegn skæruliðum —
allra sízt með bandarískum her-
mönnum. Látið stjórnina bjóða
einhverjum af forystumönnum
stjórnarandstöðunnar í sinn hóp
og látið Krúsjeff vita, að þið
séuð þarna enn.
De Gaulle er þeirrar skoðun,
. að Bandaríkjamenn hafi bfeytt
óviturlega í Kúbumálinu — m.a.
vegna þess að þeir voru einir á
báti. Hann ráðleggur þolinmæði
og hæglyndi og vill að Krúsjeff
verði sagt, að annaðhvort skuli
hann standa utan málefna Suður-
Ameríku eða hann muni hafa
verra af.
Þá telur de Gaulle ennfremur,
að Kennedy ætti að láta Afríku-
málin sem mest afskiptalaus.
Flækist Bandaríkin ekki um of
í málefni Norður-Afríku, ætti
að vera mögulegt að takmarka
áhrif kommúnista þar.
Ðe Gaulle telur, að Kennedy
ætti að einbeita sér að því í
Vínarborg, að sannfæra Krúsjeff
um, að Bandaríkin hafi vald og
muni beita því valdi til varnar
i mikilvægum svæðum í Evrópu.
Á svæðum, sem minna máli skipti
ætti Kennedy að sýna Krúsjeff,
að samvinna sé heppilegri en
kalt stríð. Hann telur, að Kenne-
dy ætti að leggja áherzlu á þann
ávinning, sem samfara væri slíkri
| samvinnu. í því sambandi legg-
ur de Gaulle áherzlu á eftirfar-
andi:
• 1. Sameiginlega áætlun
Vesturs og Austurs um
geimrannsóknir í friðsamlegum
tilgangi.
• 2. Sameiginlegt átak Aust-
urs og Vesturs á sviði vís-
inda og læknisfræði, þar á meðal
á sviði krabbameinsrannsókna.
• 3. Sameiginlega a ð s t o ð
Austurs og Vesturs við
vanþróuð lönd einkum í Asiu og
Afríku.
• 4. Víðtæk samskipti á
sviði menningar og menntamála
til þess að lyfta járntjaldinu og
efla persónuleg kynni fólks af
ýmsum þjóðernum, sem stuðiað
gæti að því að minnka þörfina
fyrir vopnabúnað.
„Takið þessu með ró — og talið“.
Ráðleggingar Harold Macmill-
ans, forsætisráðherra Bretlands,
eru dálítið á annan veg en Frakk
landsforseta. Macmillan hefur
ráðlagt Kennedy, að forðast allt
það, er leitt geti til þess að fund*
ur þeirra Krúsjeffs fari út um
þúfur. Hann álítur, að Vestur-
veldin séu það ofan á í barátt-
unni við kommúnismann — rúss
neska þjóðin krefjist m.a. sífellt
meira frjálsræðis og meiri vel-
megunar af hinu kommúníska
þjóðskipulagi — að það knýji
stjórnarvöldin til meiri samninga
lipurðar á alþjóðavettvahgi. Það
sem Macmillan er einkum hug-
leikið er þetta:
• 1. Varðandi Asíu. — Reyn-
ið að sannfæra Krúsjeff
um, að Vesturveldin hyggist
halda því, sem þeir geta varið,
en séu fúsir til að samþykkja
hlutleysi annarsstaðar — að því
tilskyldu, að um hreint hlutleysi
sé að ræða, en ekki aðeins milli-
bilsástand, áður en kommúnistar
hrifsi yöldin.
• 2. Gerið Ijóst, að Vestur-
veldin muni verja stöðu
sína í Berlín en varizt að hleypa
málinu í strand m,eð of mikilli
hörku, og viðurkennið ekki Aust-
ur-Þýzkaland.
• 3. Höldum áfram að reyna
að koma á afvopnun og
banni við tilraunum með kjam-
orkuvopn, þrátt fyrir máiþóf
Sovétmanna.
Macmillan er þeirrar skoðunar,
að Krúsjeff kæri sig ékki um
stórstyrjöld, að hann óski eftir
banni við tilraunum með kjarn-
orkuvopn og vilji að einhver ár-
angur náist í viðræðum um af-
vopnun. Ef hann fái nægilegan
tírna, kunni einhverju að verða
um þokað í þá átt. Því segir for-
sætisráðherra Breta við Kenne-
dy: — Takið þessu með ró og
haldið áfram að ræða við Krús--
jeff. Þegar- Vínarfundinum er
lokið þá efnið til annars fundar
með hcnum og ræðið við hann
aftur og aftur og aftur.
Fyrst og fremst áliugi á Berlín.
Adenauer kanzlari hefur lagt
á það, áherzlu við Kennedy, að
V'estur-Þjóðverjar hafi fyrst og
fremst áhuga á Berlínarmalmu.
Adenauer telur réttast, að
Kennedy sýni ekki aðeins stað-
festu í Berlínarmálinu heldur
Framh. á bls. 17.