Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 11
Fimm'tudagur 1. júnl 1961
m n r r. jry n j 4 r> 1 ð
II
1» Ó T T nú sé nser einvörð-
ungu rætt um verkfall og
konungskomu gengur lífið
að mestu sinn vanagang úti
á landsbyggðinni. Veðurguð-
irnir ýmist herja með krafti
eða fara mildum höndum
um bændur og búalið. Vor-
verkin eru unnin í sveitinni
og börnin hætta í skólunum.
— • —
Vopna- Fréttaritari okkar á
firði Vopnafirði, Sigurjón
Jónsson skrifar 26. þ.
m. að veturinn hafi verið mjög
mildur og snjóléttur þar eystra,
en vórið misviðrasamt. Hafa þar
að undanförnu skipzt á sterkir
hitar og nístandi kuldar. Gróður
er þó töluverður og mun sauðfé
ganga vel fram ef ekki koma
hörð áfelli nú á sauðburðinum,
sem víðast hófst um 20. maí.
Vinna er lítil á Vopnafirði um
háveturinn að venju, segir Sig-
•urjón ennfremur, en í apríl tók
hraðfrystihúsið til starfa og bætti
það mikið úr atvinnuleysinu. Má
segja að starfræksla þess sé fund
ið fé fyrir kauptúnið þar sem sú
vinna lengir atvinnutímabilið
um minnst tvo mánuði.
Það hafa eingöngu verið aðkomu
bátar, sem hafa lagt upp afla
sinn á Vopnafirði fram að þessu
því fiskur hefir ekki verið nær
en norður við Langanes og heima
bátarnir of litlir til að sækja svo
langt. Nú er verið að gera til-
raun til»að bæta úr bátaskortin-
um.
Hinn 23. þ.m. kom 43 lesta bát-
ur til Vopnafjarðar, eign Ólafs
Antonssonar og hefir hlotið nafn
ið Höfðaklettur. Verður hann
gerður út á handfæri og línu-
veiðar. Þá mun Friðrik Höj-
gaard og fl. búmr að kaupa 4%
tonns trillubát.
Að undanförnu hafa fjórir
trillubátar stundað hákarlaveið-
ar og eru þeir búnir að fá 33 há-
karla. Lætur nærri að hver há-
karl sé 5 þús. króna virði.
Veiðimenn óttast að hafa misst
línur í norðangarðinum sem gekk
hér yfir 23.—25. þ.m. Byrjað var
að undirbúa síldarverksmiðjuna
•undir vertíðina um siðustu mán-
aðamót. Verða nú starfrækt í
fyrsta sinn soðvinnslutæki sem
nú er verið að ljúka frágangi á.
Búizt er við að á komandi síld-
arvertíð verði starfræktar hér 3
söltunarstöðvar. Vantar þá mik-
ið af verkaflóki yfir síldarver-
tíðina, segir Sigurjón að lokum.
— • —
Mykju- Fyrir nokkru skrifaði
nesi Magnús Guðmundsson í
Mykjunesi í Holtum um
skólaslit barnaskólans að Lauga-
landi, sem fram fór við hátíð-
lega athöfn. 78 börn gengu und-
ir árspróf og þar af 18 fullnað-
arpróf.
í vetur kenndi Axel Andersen
sendikennari Í.S.Í. knattspyrnu
og handknattleik við skólann í
imánaðartíma. Þá var og kennd
leikfimi, þjóðdansar, söngur og
bókband auk hinna föstu náms-
greina. Sundnámi er og lokið.
Heilsufar var gott í skólanum í
vetur. Við skólaslit fór fram
sýning á handavinnu og vöktu
smíðisgripir athygli.
Enn er ekki lokið að fullu
byggingu skólans og mun henni
haldið áfram í sumar.
Sæmundur Guðmundsson flutti
skólaslitaræðu og árnaði nemum
heilla og blessunar.
— • —
Borgarfirði Nýlega barst blað-
eystra inu fréttabréf af
eystra frá Ingvari
Ingvarssyni á Desjamýri. Segir
hann að um páskana hafi snjóað
og dagana á eftir verið rytju-
veður. Þegar upp birti var kom-
inn mdkill snjór og jarðlaust um
alla sveit. Var þá farið að huga
að útigangshestum, sem voru í
Breiðuvík. Voru þeir þá í algeru
svelti og slæmar horfur á að
hægt væri að ná þeim heim. Fóru
8 menn suður til að troða slóð
fyrir hestana Og höfðu með sér
hey. Tókst þeim að rekja sig eft-
ir hávöðum og koma hestunum
heima á einum degi.
Um sumarmál hlýnaði og gerði
blota og krapaelg. Var færð
slæm fram í byrjun maí, en jeppa
fært víðast. Njarðvíkurskriður
voru slæmar yfirferðar. Fisks
varð vart um mánaðamótin apríl
-maí og afli sæmilegur eftir það.
Róðrar voru almennt ekki hafn-
ir í byrjun mánaðarins en 1—4
bátar á sjó. Fiskur er saltaður.
Skepnuhöld eru sæmileg nema
hvað nökkuð hefir borið á því að
ær létu lömbum sínum. Menn eru
misjafnlega settir "með hey en
ekki búizt við vandræðum ef
sæmilegt verður fram úr.
— • —
Selfossi Aðalfundur Læknafé-
lags Suðurlands var
haldinn á Selfossi laugardaginn
20. þ.m. á heimili Kjartans Magn
ússonar sjúkrahússlæknis, skrif-
ar Guðmundur Geir Ólafsson
blaðinu. — Mættir voru 9 læknar
af félagssvæðinu.
Auk venjulegra aðalfundar-
starfa var rætt mjög ýtarlega um
hið mikla ósamræmi í gjaldskrá
lækna, þar sem læknar í dreif-
býlinu sitja við mjög skarðan
hlut, þar eð þeir vinna eftir gjald
skrám frá 1932 með smávegileg-
um breytingum miðað við verð-
lag, en Reykjavíkurlæknar hafa
sniðið sína gjaldskrá eftir núgild
andi verðlagi. Var fulltrúa fé-
lagsins, sem sitja munu aðalfund
Læknafélags íslands nú í sumar
falið að ræða þessi mál ýtarlega
við starfsbræður þar, enda nú vá
fyrir dyrum vegna læknaleysis
víða á landsbyggðinni.
Samþykkt var tillaga á fund-
inum til sýslunefndar Árnessýslu
þess efnis, að minnsta kosti einn
læknir eigi sæti í stjórn sjúkra-
hússins á Selfossi. Fundarmenn
skoðuðu sjúkrahúsið á Selfossi
undir stjórn sjúkrahússlæknis og
lýstu ánægju sinni yfir því mikla
starfi, sem þar er unnið.
Mót Þá ritar sami frétta
hestamanna ritari um Fjórð-
ungsmót hesta-
manna, sem haldið verður á Rang
árbökkum dagana 15. Og 16. júní
n.k. Kosin hefir verið fram-
kvæmdastjórn mótsins og eiga
sæti í henni Albert Jóhannsson,
Skógaskóla, Einar Þorsteinsson
ráðunautur, Sólheimahjáleigu,
Sigurður Haraldsson, Hellu, Jón
Bjarnason, Selfossi Og Bragi
Runólfsson, Selfossi.
Framkvæmdanefndin hefir síð-
an haldið nokkra fundi varðandi
mótið.
— • —
Þúfum Frá Þúfum við ísa-
fjarðardjúp er blaðinu
símað að þar háfi óveðrið ekki
valdið sköðum svo vitað sé. Hinn
27. maí er veður orðið ágætt og
snjórinn nær horfinn. Vegavinna
er þá ekki enn byrjuð, enda
Þorskafjarðarheiði ófær Og hafði
bætt fönn á fjallvegi í hretinu.
Bolungar- Fyrir nokkru síðan
vík var sýndur sjónleik-
urinn Gullna hliðið eftir Davíð
Stefánsson í Bolungarvík við
góðar undirtektir. Síðan var far-
ið með hann í leikför um Vest-
firði, til ísafjarðar, Patreksfjarð-
ar, Þingeyrar og Súgandafjarðar.
Leikstjóri var Gunnar R. Han-
sen og málaði hann einnig leik-
tjöld. Með hlutverk Jóns Og kerl-
ingar hans fóru þau SigOrður E.
Friðriksson Og Ósk Guðmunds-
dóttir og hlutu góða dóma. Þykir
hér í mikið ráðizt Og er þetta í
fyrsta sinn sem Gullna hliðið er
sett á svið á Vestfjörðum.
— • —
Vestmanna- Um hvítasunnuna
eyjar var brotizt inn í
lyfjabúðina í Vest-
mannaeyjum og þar stolið glasi
af ritalini og nokkru að öðru
eitri. Verknað þennan framdi
ungur piltur, sem áður hefir
komizt í kast við lögregluna.
Hafði hann gefið tveimur piltum
af eitrinu og kömst þannig upp
um hann. Sjálfur notaði hann
10—12 töflur.
— • —
Sýslufundur Páll Pálsson á Þúf
N.-ls. um ritar blaðinu
um aðalfund sýslu
nefndar Norður-ísafjarðarsýslu.
Voru á fundinum gerðar margar
ályktanir. Helztu útgjaldaliðir
eru: Til menntamála 47.000 kr.,
berklavarna og annarra heil-
brigðismála 26.000 kr., atvinnu-
mála 25.000 kr. og ýmis önnur
útgjöld um 20 þús kr. Helztu
tekjuliðir eru niðurjöfnunargjald
sýslusjóðs 130 þús Og tekjur sýslu
vegasjóðs 137 þús.
Samþykkt var áskorun til
þings og stjórnar að sjá læknis-
vitjunarsjóðum fyrir auknum
tekjum, þar sem starfsemi þeirra
með núverandi tekjum gerir
sjóðina óstarfhæfa vegna hins
sívaxandi kostnaðar við læknis-
vitjanir. Skorað var á vegamála-
stjórnina að láta moka Þorska-
fjarðarheiði hið fyrsta. Þá sam-
þykkti sýslunefndin áskorun um
að útvega sýslusjóðum nýja tekju
stöfna, einnig var samþykkt að
hefja undirbúning að byggingu
nýs djúpbáts, þar sem Fagranes-
ið er að verða gamalt og úr sér
gengið, einkum vél skipsins.
Fleiri ályktanir gerði fundurinn
um ýmis héraðsmál.
Félagsvist
Spiluð verður félagsvist
í Félagsheimili Kópavogs
í kvöld kl. 9.
ALLIR VELKOMNIR!
Spilaklúbbur Kópavogs.
S herb. íbúðarhœð
mjög vönduð og sólrík í villubyggingu við Kirkju-
teig til sölu. Fallegt útsýni og ræktuð lóð. Sér
inngangur og sér hitaveita. Laus strax.
STEINN JÓNSSON hdl.
lögfræðistofa — fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 14951 — 19090.
VEIÐIMENN
Höfum fyrirliggjandi
sænsk „GISLAVED“
veiðistígvél.
No. 40—45
Verð kr 436,65
Fyrirliggjandi úrval af sportveiðarfærum.
AU STURSTRÆTI 10
Sportvörudeild
Hús á Grenimel
er til sölu. Húsið er um 90 ferm, 2 hæðir, kjaHari
og ris. — Upplýsingar gefur:
Málflutningsskrifstofa
Vagns E. Jónssonar
Símar 14400 og 16766
Til sölu
er húseignin Reykjardalur í Mosfellssveit. íbúðar-
húsið er nýlegt og vandað timburhús um 200 ferm.
Bílskúr er viðbyggður. Hitaveita er í húsinu. Rækt-
að land og útihús geta fylgt.
Upplýsingar gefur:
MALFLUTNINGSSKRIFSTOFA
VAGN E. JÓNSSON, hdl.,
Símar 14400 og 16766
tóleij
Laugavegi 33
í^Ný sending amerískir
nælonsloppar
Hvítir,
Allar stærðir
Verð frá 618.—
Einnig hvítir
POPLIN - SLOPP AR
Sendi gegn póstkröfu
um allt land.
ObbbbbbbbbbbbfcÍDbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
Rúdulistar
Gerekti
Gólflistar
0V
. .. . . Siml 35697
ggingavorur h.f. taugoveg i78
o’o’acro’o’crao’o’orcr