Morgunblaðið - 01.06.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 01.06.1961, Qupperneq 13
Fimmtudagur í. júní 1961 MORGVNniAÐIÐ 13 Alf Kjös, bómH, formaóur Hægri manna Lyng dómstjóri, leiðtogi þingflokks Hægri manna Noregsbréf frá Gísla Brynjólfssyni Flokkaskipun - Kosningahorfur í>að á að kjósa 11. september. Enda þótt þetta langur tími sé til stöfnu, er mikill kosninga- Viðbúnaður þegar hafinn. Sex flokkar eiga nú fulltrúa á jiorska Stórþingin.u. Sumir ihalda, að eftir næstu kosningar verði þeir sjö. Svo verður, ef Kommúnisitar lhald.a sínu eina sæti og ef hinn nýstofnaði „Sosialistiski þjóðflokkur" kem- wr að manni. Alþýðuflokkuriim. Af þingflokkunum er Alþýðu- ílokkurinn langstærstur, hefur hreinan meirihluta, 78 sæti af 150. Leiðtogar ‘hans, forsætisráð- herrann Einar Gerhardsen er efstur á lista flokksins í Osló. Á þeim lista eru líka einir þrír aðr ir ráðherrar. Samt er það svo, að enginn ráðherra á sæti á þingi. í>egar þingmaður verður ráð- íherra, tekur varamaður sæti Ihans. — Af 15 núv. ráðherrum eru sex kosnir á þing. Hinir níu ih' a aldrei átt þar sæti. Hægrimenn. Hægrl menn hafa 29 þingsæti. Hann er stærsti flokkur stjórnar andstöðunnar, eins og hann hef lur löngum verið í seinni tíð. Eylgi sitt á hann mest í borgun um. í>ó er formaður hans bóndi, oberst Alf Kjös. En áhrifamesti jnaður í flokki Hægrimanna sem Btendur er Lyng dómari, formað tir þingflokksins. Hins vegar er !Alf Kjös forseti óðalsþingsins. f Stórþinginu skipta allir flokkar imeð sér forsetastörfunum. Áber ondi og upprennandi stjarna hjá Hægri er hinn ungi lektor við Kennaraskólann í Osló, prestur inn og „dobul“jdoktorinn, P-er Lönning. Hann er einn af yngstu jþingmönnum, fuUtrúi fyrir Osló. Vlstrl menn. Vinstrimenn eiga 15 þingmenn tog mega muna fífil sinn fegri. Leiðtogi þeirra er Röiseland Ibóndi, forseti Lögþingsins. Hann er þingmaður fyrir V#stur-Agðir í Suður-Noregi. f þeim landshluta eiga Vinstri allmikið fýlgi. Þó er aðalvígi þeirra í sveitunum Vestanfjalls, eða sérstaklega var svo áður en kristilegi flokkurinn Iklofnaði frá þeim árið 1933. Þar og víða annarsstaðar, fylgja samt margir prestar og annað Ikirkjufólk Vinstrimönnum. For maður þeirra er mikill áhuga- maður um trúmál og lætur mik iðtil sín taka 1 hinu margvíslega trúboðsstarfi Norðmanna, sem rekið er bæði utan lands og inn an. Næst útbreiddasta blað Nor- egs, Dagblaðið, í Osló er mál- gagn Vinstri manna. Samt eiga þeir ekki nema einn fulltrúa á þingi fyrir höfuðborgina, og sumir spá að þeir haldi honum ekki í haust. Dagblaðið þykir ekki vandað um fréttir eða mál flutning, en það þykir vel skrif- að, fiytur oft æsifregnir, sem ganga í aknenning og hefur ó- hemju lausasölu, en fáa áskrif endur. Langstærsta blaðið í land inu utan Osló fylgir líka Vinstri mönnum. Það er hið ágæta og út breidda blað Bergens Tidende. Miðflokkurinn. Sentrumpartiet hét áður Bændaflokkurinn, en skipti um nafn, að því er sagt er, til að laða að sér fylgi bæjarbúa og leggja áherslu á miðflokksafstöðu sína. Mun það sýna sig í næstu kosn- ingum hvernig honum hefur tek izt það. Hingað til hefur flokk- urinn átt fylgi sitt eingöngu í sveitum og hefur ekki boðið fram í bæjunum. Leiðtogi flokks ins á þingi nú er Borten, bóndi og fylkisráðuna.utur í Þrænda- lögum. Kristilegi þjóðflokkurinn. Kristilegi flokkurinn er ekki nema tæplega þrítugur að aldri. Heyrt hef ég, að það sem hratt honum aif stað hafi verið ó- ánægja trúaðs fólks Vestanfjalls með skipun mianna á lista Vinstri manna. Hann nýtur öruggs fylg is hjá mörgum heittrúarmanna um land allt, en mest ítök á hann Vestanfjalls. Hann hefur nú 12 þingmenn, en ætti eftir fylgi sínu í síðustu kosningum að hafa 16, samanborið við aðra flokka. Misræmið stafar aif því, að í Noregi eru ekki uppbótar- sæti. Leiðtogi Kristilega flokks ins er Einar Hareide umsvifa- mikill framkvæmdastjóri og út- gerðarmaður, en gefur sér þó tíma til að sinna mjög kristileg um félagsmálum. Aðaláhugamál flokksins er að efla kristileg á- hrif í pólitíkinni Og þjóðlífinu yf irleitt. Hann gefur út blaðið Folk ets Framtid, vikublað með litla útbreiðslu, en óbeinan stuðning hefur flokkurinn í kristilegu pressunni yfirleitt, einkum Dag en í Bergen enda þótt það blað telji sig hlutlaust í flokkapóli- tíkinni. Samvinna miðflokkanna. Þrír síðastnefndu flokkarnir nefna sig oft miðflokik'ana og gera það með réttu. f vetur var mikið rætt um samvinnu þeirra í kosningunum. Minna virðist þó ætla að verða úr henni en til Tarjei Vesaas, rithöfiindur Við sundið breiða Grein þessi um samskipti íslendinga og Norðmanna ritaði Tarjei Vesaas eftir beiðni Mbl. Hanrr er nú eitt frægasta skáld Norð manna. Öðrum megin fsland, hin- um megin Noregur . Svipþungt og úfið haf ligg ur milli okkar. Báðum megin Noregshafs eru grýttar strend ur. En við það verður Noregs haf að sundi. Enn eru engar reglur til um það, hversu breitt sund megi vera — það má vera eins breitt og vera vill — ef aðeins ættarkenndin nær að brúa hafið. Þá verður það að sundi, með öllu, sem þar tilheyrir af nánum kunn- leik og vingjarnlegum sam- skiptum við þá, sem handan sundsins búa. Yfir sund eiga að vera fjörugar samgöngur og íbúarnir, — hvorum meg- in þess eiga að þekkja hverj ir aðra. Við skulum nú ekki fara í neinn mannjöfnuð eða metast um, hvað við eigum eða eig um ekki — hvorir eiga meira af grjóti eða meira hvassviðri, brattari hengiflug í sjó fram, eða söltustu síldina í tunnunni sinni. Ef þið á fslandi eigið mikið af heitu vatni, þá eig um við ennþá meira af köldu, svo að það getur fallizt í faðma, og tilgangslaust að vera að karpa um það. En ætli við vildum ekki gjarna eignast Egil Slkallagriimsson og gjalda við honum stærsta skóg Noregs? (Heyr! og Svei!). Jæja, þá erum við komnir að efninu áður en við fengj um deplað augum. Hvorki tíu villihes'tar né einn þrælaböð ull gaeti afstýrt því, að við færum að tala um bókmennt ir, þegar íslands er minnzt. Við heilsum íslandi með þakk látum huga. Okkur finnst skáldskapur mikilsverður og merkur þáttur tilverunnar — en íslendingar eru sú þjóð, sem hefur tignað skáldskap- inn hvað almennast. Sérkenni lega land. í hálfgerðu hugsun arleysi lesum við um bók- menntalíf fslands. Hina ótrú legu lestrarfýsn og bókakaup. Þar eruð þið öfundsverðir, að þrátt fyrir nýtízkulega lifn- aðarhætti, standið þið and- lega með annan fótinn aftur í Sögunni. Hver almúgamað ur hefur fornan góðskáldskap í huganum, lifir með persón um hans, þekkir hinn sak- bitna Flosa og hinn yfirlits bjarta Höskuld Hvítanesgoða jafn náið og miðlungs Norð maður þekkir einkennislit skautakóngsins Hjallis. íþróttastjörnur og fegurðar samkeppni dýrkið þið úti á íslandi engu síður en aðrir, en ykkur hefur tekizit að láta lfiandi persónur íslendinga- sagnanna þrífast jafnframt. Þar gæti okkur orðið örðugur eftirleikurinn. Það hlýtur að vera gott að vera rilhöfundur á íslandi, þar sem fólk stendur í bið röð þegar ný kvæðabók kem ur í búðirnar. Þar blómgast skáldskapurinn. Og ekki að- eins fyrir íslendinga sjálfa því að nútímaskáldskapur ís- lenzkur fer á vorum dögum um víða veröld. una og knýtir mörg bönd. — Þessi mannskipti á ungu fól'ki yfir hafið ber að efla. Við eig um smómsaman að endurnýja kynnin, sem einu sinni voru náin og innileg — enda þótt þau væru stundum ekki sem friðsamlegust — og bar margt til. í löftinu fljúga Loftleiðir skýjum ofar. Hvílíkt nafn á flugleið! Það er arnsúgur Tariei Vesaas rithöiundur Sæbratta eyjan milli Nor- egshafs og Atlantzhafs var eitt sinn ökkar eigin dóttir. Eða var hún það? Ef til vill kemur það í ijós, að það hafi verið móðir okkar, sem þar bjó, á óróatímunum þegar höfðingjarnix urðu að flýja sitt eigið land. En þetta er langt um liðið og tjóar lítt að tala um það nú. Það er þrá- lynd og sjálfstæð kona, sem hefst við úti þar — fyrst og fremst. Við gleðjumst af því að svo skuli vera, það hefur farið eins og fara átti. Tímar afskiptaleysis, hafa gengið ýfir sundið breiða en aldrei hefur sambandið rofnað með öllu, alltaf hafa einhver tengsl verið yfir haf- ið. Sagan hefur einnig verið okkur andleg fæða, enda ann- að ekki hugsanlegt — enda þótt hún sé ekki runnin okk ur í merg og bein eins og fs- lendingum. Auk þess hafa átt sér stað mikilsverð manna- skipti æskulýðs milli land- anna. fslenzikt æskufólk hef ur sótt skólana okkar, og ung ir Norðmenn hafa farið til ís lands til þess að gróðursetja barrskóg. Slíkt eykur vinátt í nafninu! Við ljúkum máli þar sem hafið var. Við breiða sundið. Og af nógu er að taka. Maður getur gengið fram á sjávar- ströndina og sagt með gamla ferjukallinu: Komdu yfir! Það var alvanalegt kall við sund, sem kallfært var yfir, og sá, sem kallaði var örugg ur um undirtektirnar. Þetta er í rauninni töfrakall, sem hefur alla tíð lökkað menn. Suhdið milli fslands og Nor egs er breitt og stormasamt. Það þýðir ekki að óska sér að komast yfir það, en jafn- vel lágróma kall getur kom- izt leiðar sinnar. Það má kalla: Hvemig líður þér? — Einnig má kalla: Manstu . . ? Eða: Við skulum hittast! Við skulum ræðast við. Og kallið kemst leiðar sinn ar, gegn um storma og stillur sé það aðeins sent af stað. Noregur heilsar íslandi sér staklega á þessu sumri. Lík- lega verður það til þess að báðir snúi sér að. grannanum, sem er þeim svo skyldur. Báð iffli megin sundsins munum við bíða fcins þráða (kalls: Komdu yfir! stóð. Hverjar sem óskir eða áætl anir flokksstjórnanna hafa ver- ið þá er hitt víst, að kjósendurn ir (fólkið í flokksfélögunum úti í kjördæmunum) hafa s.a.s. alls staðar stillt upp sjálfstæðum flokkslistum. Aðeins á einstaka stað hefur tekizt samstarf milli Sentrum og kristilega flokksins. Hins vegar ætla Hægri og Kristi iegi flokkurinn að hafa sameigin legan lista í Bergen. Telja kunn ugir að á því geti Alþýðuflokk urinn tapað einu þingsæti. — Þótt svona hafi til tekizt um „samvinnu'” ; sentrum" er tal ið að flokkar muni ge'fa út sameiginlega yfirlýsingu um hugsanlegt samstarf um stjórn eftir kosningarnar ef Al- þýðuflokkurinn missir meirhlut ann. En víst er að erfitt verður að berja saman tilkynningu, sem allir þessir flokkar geti ssett sig við og þeim ætti að einhverju gagni að koma í kosningabarátt- unni. Kommúnistar. Hinu vanþakkláta hlutverki að vera kommúnistaflokkur í norska Stórþinginu gegnir einn maður sem stendur, Emil Lövlien full- trúi fyrir Heiðmörk. Þar hafa kommúnistar jafnan helzt átt fylgi að fagna í Noregi, meðal hinna lítt launuðu erfiðismanna í skógum Heiðmerkur. Sjálfur er Lövlin (62 ára) gamall skóg arhöggsmaður og smábóndi, en vitanlega löngu hættur þeim starfa og hefur stundað blaða- mennsku og félagsstörf í þágu flokks síns nú í langa hríð. f kosningunum 1945 fengu komm- únistar 11 þingmenn og nutu þar eins og víðar baráttu Rússa gegn nazismanum í stríðinu. f næstu kosningum, 1949, fengu þeir eng an mann kiörinn. Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.