Morgunblaðið - 01.06.1961, Side 14
14
MORCinShlAÐlÐ
Fimmtudagur 1. júní 1961
— Noregsbréf
Framh. af bls. 13
Eins og gefur að skilja, stend
ur Lövlien oft einn uppi í þing
inu, en þykir standa sig furðu
vel. Hann er snjali og þrekmik
ill ræðumaður, með víðtæka
þekkingu á stjórnmálum. Hann
þykir viðkynningargóður og vin
eæll meðal þingmanna, þrátt fyr
ir stjórnmálaskoðanir sínar.
Hinn nýi flokkur —
sosialisti.sk folkeparti.
Hann er eins og gefur að skilja
algert spurningamerki í stjóm-
málunum og stærst spumingin
er sú hvort honum tekst að
Ikoma að manni eða mönnum
ef hann býður fram í haust. Aðal
mál hins nýja flokks er afvopn-
un, afvopnun hvað sem það kost
ar — því líf mannkynnsins ligg
ur við að hægt verði að stöðva
hervæðingarbrjálæði heimsveld-
anna. Noregur á skilyrðislaust
að afsala sér öllum atomvopnum
og segja sig úr NATO. Þetta er,
eins og af þessu má sjá, Þjóð-
vörn þeirra hér í Noregi og þeir
eiga líka sinn Gils, ungan guð-
fræðistúdent, Furre, trúi ég
hann heiti. Hann kvað vera bráð
vel gefinn, hraðmælskur og
brennandi í andanum. Er talið,
að hann verði efstur á listanum
hér í Osló, ef til framboðs kemur.
Málgagn þessa nýja flokks er
ritið Orientering, sem hefur ver
ið gefið út af vinstri-krötum,
mönnum, sem hafa verið óánægð
ir með afstöðu flokksins í land
varnarmálum. Þetta blað hefur
litla útbreiðslu og virðist áhrifa
lítið. En þótt fylgi flokksins sé
ekki mikið gæti það þó nægt til
þess að Alþýðuflokkurinn tapaði
meiri hluta sínum.
Heldur Alþýðuflokkurmn meiri-
hlutanum?
í síðustu kosningum fékk Al-
þýðuflokkurinn 48,33% allra
greiddra atkvæða. Þó að það sé
ekki hreinn meirihluti, sýnir
þessi háa prósenttala vel styrk-
leika hans meðal kjósendanna.
Hann er búinn að fara með völd
in í sextán ár samfleytt. Það hatfa
verið stöðugir uppgangs- og vel
gengnis tímar eins og í öðrum
Evrópulöndum vestan járntjalds
síðan um stríð. Og fólkið og kjör
þess ber þessa augljós merki.
Atvinna er nóg, því að fjárfest-
ingin er mikil og ör. Raforkan
vex með nýjum virkjunum, ný
iðnfyrirtæki risa upp og önnur
eru stækkuð. Iðnverkafólki í
kaupstöðum og öðru þéttbýli
fjölgar stöðugt, en vinnandi
höndum fækkar við landbúnað
og skógarhögg. Samt vex fram-
leiðslan þar með aukinni tækni.
í kaupstöðum er vinnuvikan 45
stundir, svo að fríið er mikið.
Fólkið gengur prúðbúið og sæl-
legt um götumar og skoðar í
búðargluggunum nýja lúxusbíla
og sjónvarpstæki eða fer inn
á ferðaskrifstofurnar til að leita
ráða um hvemig það á að verja
sumarfríinu sínu. Svona lítur
það út, hið sanna „alþýðulýð-
veldi“ — velferðarríkið — eins
og það hefur þróazt undir stjórn
Alþýðuflokksins — sumir segja:
þrátt fyrir stjóm Alþýðuflokks-
ins — síðan eftir stríð.
Áhyggjur ráðherrans.
En þessi glæsilega mynd hefur
nátúrlega sína skugga. Það er
eins og kröfumar til meiri lífs
þæginda hafi vaxið ennþá meira
en framfarimar hafa verið s.l.
áratug. Að vísu hafa kaupkröf-
urnar ekki valdið eins alvarleg
um trutflunum í atvinnulilfinu
hér í Noregi eins og í Danmörku.
En verkfallsihótanir hafa verið,
mjög margar í vor, stundum
komið til framkvæmda, en stund
um hefur kaupið verið hækkað
án þess að til verkfalla hafi kom
ið. Forsætisráðherrann sagði í
ræðu á þjóðhátíðardaginn, 17.
maí, að í vor hefðu verið meiri
árekstrar á vinnumarkaðinum
heldur en nokkru sinni síðan á
þriðja tug aldarinnar. Og þó væri
ekki hægt að bera þetta saman:
síifellt batnandi lífskjör og stöð-
ug atvinna í dag, — skortur og
atvinnuleysi áður fyrr. Frekari
orðum fór ráðherrann ekki um
þessar staðreyndir, en það var
áhyggjuhreimur í orðum hans.
Hinsvegar var enginn áhyggju
blær yfir fólkinu þennan fagra
og bjarta þjóðhátíðardag. í tvo
og hálfan klukkutíma streymdu
30 þús. böm Oslóborgar um göt-
urnar undir blaktandi fánum
við dunandi musik litklæddra
lúðraþeytara. Og fólkið, sem
allt virtist I nýjum fötum, horfði
hrifið á þennan glaða barnahóp
ganga fyrir kónginn, sem stóð
einn, svartklæddur í hvítu sól
skininu á hallarsvölunum og veif
aði til barnanna með pípuhattin-
um sínum. Og fólkið sagði: „Það
er langt síðan kóngurinn hefur
staðið einn á hallarsvölunum 17.
maí“. Svo sagði það ekki meira.
En það var auðheyrt, að því
þótti leiðinlegt, að nú gat Ást-
ríður prinsessa ekki staðið við
hlið hans. Hún hafði valið sér
annað hlutskipti, og nú horfði
hún á þessa hátíðlegu ,'íkrúð-
göngu út um einn hallarglugg-
ann.
Þessi 17. maí var einn hlýj-
asti og bjartasti dagur, sem kom
ið hefur á þessu vori. Sólin ljóm
aði á heiðum himni, og mildur
blær bar angan frá nýútsprungn
um sírenum í hallargarðinum að
vitum manns. Daginn eftir sögðu
blöðin, að sjaldan eða aldrei
hefði fólkið lifað jafn fagran og
gleðiríkan þjóðhátíðardag.
Þau virtust ekki gefa neinn
gaum að áhyggjum og hinum ó-
beinu aðvörunarorðum forsætis
ráðherrans.
Osló 19. maí,
G. Br.
Gróðrarstöðin við Itliklatorg
Símar: 22-8-22 og 19775
V iðski pti
og efnahagsmál
Gengisskráning
30. maí 1961
1 Sterlingspund ...... 106,14 106,42
1 Bandaríkjadollar .... 38,00 38,10
1 Kanadadollar ........ 38,48 38,58
100 Danskar krónur .... 548,35 549,80
100 Norskar krónur .... 530,25 531,65
100 Sænskar krónur .... 736,45 738,35
100 Finnsk mörk .......... 11,85 11,88
100 Franskir frankar .... 774,55 776,60
100 Belgískir frankar .... 76,05 76,25
100 Svissneskir fr... 877,70 880,00
100 Gyllini ........... 1057,60 1060,35
100 Tékkneskar kr...... 527,05 528,45
100 V-þýzk mörk ........ 957,20 959,70
1000 Bírur .............. 61,23 61,39
100 Austurr. sch. ........ 145,95 146,35
100 Pesetar .............. 63,33 63,50
Friverzl unarsvæði
Evrópu
I ríverzlunarsvæði Evrópu
(EFTA) er nú rúmlega eins árs.
Bandalagið tók til starfa 3. maí
1960. En að því standa, eins og
kunnugt er, sjö lönd, þ.e. Bret-
land, Noregur, Svíþjóð, Dan-
mörk, Sviss, Austurríki og
Pórtúgal. Fríverzlunarsvæðið
hefur þegar haft mikil
áhrif á viðskiptamál Evrópu, en
framtíð þess þykir nokkuð óljós.
Grundvallarmarkmið ríkjanna
sjö með stofnun Fríverzlunar-
svæðisins er, að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til að ná
samkomulagi við Markaðsbanda
lag sexveldanna, þannig að einn
markaður myndist í Vestur-Ev-
rópu. Og með því að stuðla að
samvinnu Evrópuríkja og bætt-
um efnahag þeirra hyggst
bandalagið efla viðskiptin við
aðra heimshluta og stuðla að að-
stoð við vanþróuð lönd.
Efnahagssamvinnustofnun Ev-
rópu (OEEC) gerði ítrekaðar
tilraunir til að koma á sameig-
inlegum markaði allra aðildar-
ríkja sinna, jafnvel þó að
Markaðsbandalagslöndin sex
tengdust enn nánari böndum.
Þessar tilraunir fóru út um
þúfur, en hafa nú að einhverju
leyti verið teknar upp aftur.
Markaðsbandalagið er í eðli
sínu meira en nafnið gefur til
kynna, það er einnig stjórn-
málalegt samband, sem hugsan-
lega getur orðið allnáið í fram-
tfðimii. -Þetta útilokar þátttöku
sumra OfiEC-landanna, og þá
fyrst og fremst þeirra, sem
ekki eru aðilar að NATO. Sér-
staða Breta, vegna samveldis-
landanna, og mismunandi sjónar
mið þeirra og Frakka ollu þó
ekki síður erfiðleikum. Aðildar-
ríki Efnahagssamvinnustofnun-
arinnar skiptust því í þrjá að-
skilda hópa: sexveldi Markaðs-
bandalagsins, sjöveldi Fríverzl-
unarsvæðisins og löndin fjögur
(ísland, írland, Grikkland og
Tyrkland) sem lentu utan við
hvoru tveggja.
Fyrir skömmu bættist við
áttundi aðilinn að Fríverzlun-
arsvæðinu, það er Finnland, sem
mun njóta nokkurrar sérstöðu
vegna viðskiptanna við Rúss-
land. Aðild Finna er vel tekið
af öðrum þjóðum bandalagsins
og hefur verið bent á, að með
þessu sé bandalagið orðið meira
en hrein efnahagsleg stofnun,
þar sem aðild Finna getur haft
töluverða pólitíska þýðingu.
Aðalmarkmiðið er þó eftir
sem áður hið sama, það er að
segja hugsanleg samvinna við
Markaðsbandalagið. —• Bretar
hafa staðið fyrir viðræðum um
þessi mál að undanförnu. Við-
ræður hafa farið fram milli
Breta og Þjóðverja, og einnig
milli Breta, Itala og Frakka.
Ráðherrafundur „EFTA“-land-
anna hefur lýst yfir þvi, að
þessar viðræður séu í fullu sam
ræmi við tilgang bandalagsins,
en samt er nú talað um að
framtíð þess sé óljós einmitt
vegna þessara viðræðna. Heyrzt
hefur, að í athugun sé, að Bret-
ar gerist einhvers konar aðilar
að Markaðsbandalaginu, en þeir
voru einmitt upphafsmenn og
langstærsti aðilinn að Fríverzl-
unarsvæðinu. Danir, sem hafa
ríkra hagsmuna að gæta bæði á
mörkuðum í Bretlandi og í
Þýzkalandi munu telja sig þurfa
að fylgja Bretum í þessu máli.
Svíar eru hins vegar aðaltals-
menn þess að Fríverzlunarsvæð-
ið, sem heild, geri samning við
Markaðsbandalagið. Þetta var
bæði stefna OEEC og eins hið
upphaflega markmið með „Frí-
verzlunarsvæðinu". Þó virðist
Bretum nú hafa dottið í hug að
fara sínar eigin leiðir án tillits
til framtíðar Fríverzlunarsvæðis
ins. En þeir hafa það sér til af-
sökunar, að Fríverzlunarsvæðið
er nánast stofnað sem mótvægi
á móti Markaðsbandalaginu, en
ekki með þeim hugsjónalega
grundvelli um sameiningu Ev-
rópu, sem að nokkru stendur á
Clœsileg hœð
til sölu í tvíbýlishúsi við Safamýri. Hæðin er 144
ferm, 6 herbergi, eldhús með borðkrók, bað, skáli
o. fl. Sér þvottahús á hæðinni. Stór bílskúr upp-
steyptur. Hæðin er seld uppsteypt með járni á þaki.
Upplýsingar eftir kl. 20 í síma: 34231.
ÁBNI STEFÁNSSON, hrl.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími 14314
Við Miðhœinn
Helmingur eignarinnar Þingholtsstræti 11 (hús og
eignarlóð) er til sölu. Húsið er nú allt atvinnuhús-
næði. Tilboð, sem greini verð og greiðsluskilmála,
afhendist undirrituðum.
ÁRNI STEFÁNSSON, hrl.
Málflutningur — Fasteignasala
Suðurgötu 4 — Sími 14314
bak við stofnun Markaðsbanda*
lagsins.
Mikið er um þessi mál rætt
í Evrópu um þessar mundir,
enda hafa þau mikla þýðingu.
Ýmsar skoðanir eru uppi um
það hver niðurstaðan muni
verða og hallast sumir að því,
að þrátt fyrir allt muni við-
ræður Breta við Markaðsbanda-
lagið leiða til þess, að samvinna
takist milli sex- og sjöveldanna.
Þykir það mæla með þessari
skoðun, að Bretar muni ekki
fallast á annað, en að slíkt til-
lit verði tekið til samveldisland-
anna, að hin löndin innan EFTA
geti einnig náð viðunandi samn-
ingum við Markaðsbandalagið.
Mó segja, að þá sé hinum upp-
haflega tilgangi náð, og þó ekki
að fullu nema að í endanlegum
samningum semji EFTA-löndin
sem ein heild. Ef lönd eins og
Sviss og Austurríki geta verið
innan þessara hugsanlegu sam-
taka standa vonir til að Finnar
geti verið það með nokkrum
hætti líka.
Náist slíkt allsherjarsamkomu-
lag um viðskiptamálin í Evrópu
benda allar líkur til, að írland,
Grikkland og Tyrkland myndu
verða tekin í samtökin áður en
langt um liði, og yrðu þá ísland
og Spánn einu löndin í Vestur-
Evrópu, sem væru utan samtak-
anna.
Þegar ísland væri orðið utan*
garðs hjá viðskiptasamtökum
þeirra landa, sem mynda
stærsta markað þess, þá er ekki
hægt að komast hjá því að taka
einhverja ákvörðun. Inngöngu S
samtökin gætum við án efa
fengið, ef okkur tekst að koma
efnahagsmálunum á heilbrigðan
grundvöll. En óvíst er hvort
slíkt gæti tekizt varanlega með
því að vera utan við samtökin,
og er því Ijóst að hverju ber að
keppa í þessu mikilvæga máli.
Vannærðar
jb jóðir
Mikil hungursneyð rikti í
Bengal-héraði á Indlandi árið
1943 og dóu yfir milljón manna
úr hungri. Á sama ári ríkti enn
meiri hungursneyð í Honan-
héraði í Kína og er talið, að þar
hafi dáið margar milljónir
manna. Þetta var á stríðsárun-
um og áttu hernaðaraðgerðirnar
mikinn- þátt í þessum hörmung-
um. —.
Síðustu átján árin hefur ekki
ríkt meiri háttar hungursneyð í
heiminum. Stöðugt bættar sam-
göngur og alþjóðleg hjálparstarf
semi eiga verulegan þátt I
þessu. En þó að fólk hafi ekki
að undanförnu dáið í milljóna-
tali úr hungri er langt frá þvi
að allir hafi nóg að borða. Er
talið að meir en þriðjungur
mannkynsins sé vannærður. —-
Hundruð milljóna manna lifa á
fæðu, sem getur ekki gefið
þeim fullan þrótt og heilbrigði,.
Matvælaskorturinn er mestur
í Suðaustur-Asíu. 1 Indlandi og
Kína og í löndunum þar á milli.
En í þessum löndum býr helm-
ingur mannkynsins. Meðal hita-
einingafjöldi í fæðu fólks á dag
í þessum löndum er um 2.300 og
meðaltalið í sumum héruðum er
um 2.000 hitaeiningar á dag á
mann. Til samanburðar má geta
þess, að hitaeiningafjöldi í dag-
legri fæðu manna í Vestur-Ev-
rópu er unt og yfir 3.000.
í Vestur-Asíu, Afríku og Suð-
ur-Ameríku er matvælaástandið
mun betra og eru að meðaltali
2.400 til 2.500 hitaeiningar að
meðaltali í daglegri fæðu manna
í þessum heimshlutum. í öðrum
löndum er hitaeiningafjöldinn
yfirleitt ekki undir 2.800 á dag,
en neyzluvenjurnar eru samt
mjög mismunandi. Þannig eru
kornvörxxr og rótarávextir helztu
orkugjafarnir í fæðu Austur-
Evrópubúa, en í Vestur-Evrópu,
Norður-Ameríku og Ástralíu
neyta íbúamir mikils af kjöti,
eggjum og mjólk.