Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. júni 1961
Bazar
verður í Góðtemplarahúsinu í dag kl. 3 e.h. — Margt
gott og ódýrt.
Bazarnefnd IOGT
Höfum fyrirligffjandi.
Vatnskassa í jeppa
Verð kr. 1900,00 með söluskatti.
Blikksmiðjan GRETTIR.
HúsnœUi
Skrifstofu- eða iðnaðarhúsnæði (ca. 50 ferm.) ný-
standsett til leigu nú þegar. Engin fyrirframgreiðsla.
Upplýsingar í síma 22786 kl. 9—12 f.h.
V erz/ unarhúsnœði
Til leigu er ca. 100 ferm. verzlunarhúsnæði rétt við
Laugaveginn, neðarlega. Góð geymsla fylgir. —
Laust strax. Tilboð merkt: „V — 1551“, sendist afgr.
Mbl. fyrir laugardag.
Þeir, sem hafa hugsað sér að sækja um
leyfi til veitingasölu
í sérstökum skálum eða tjöldum í sam-
bandi við hátíðasvæðið 17. júní, vitji um-
sóknareyðublaða í skrifstofu bæjarverk-
fræðings (hjá Jóhannesi Magnússyni)
Skúlatúni 2.
Skylt er að koma með t jöldin til skoðunar
í Ahaldahús Reykjavíkurbæjar 15. og 16.
júní kl- 2—5.
Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 6. júní
n.k.
Narfi Halldórsson
Minningarorð
Dauði ég óttast eigi
afl þitt né valdið gilt,
í Kristi krafti’ ég segi;
kom þú sæll, þá þú vilt.
H. P.
| NARFI Hallsteinsson andaðist á
j Sjúkrahúsi Akraness 21. marz sl.
eftir margra mánaða hetjulega
j baráttu opnum sjónum við ó-
læknandi sjúkdóm, án þess að
mæla æðruorð. En aftur á móti
orkti harm eldheit trúarljóð fram
á síðustu situndu. Sum þeirra gat
hann fest á blað. Sjálfsagt hafa
þó fleiri farið með honum eða
réttara sagt, stigið -upp til guðs
ásamt bænum hans, óheyrð af
mannlegum eyrum.
Narfi Hallsteinsson var fædd-
^ ur að Litlu-Fellsöxl í Skil-
mannahreppi 27. apríl 1894. Þar
bjuggu þá foreldrar hans, hjón-
in Steinunn Eiríksdóttir og Hall
steinn Ólafsson. Þaðan fluttust
þau yfir í Leirár og Melasveit.
Fyrst að Laxárbakka og síðan
aldamótaárið að Skipanesi og eft
ir átta ána búskap þar að Skor-
holti. Við þann bæ eru svo syst-
kinin (böm þeirra) 9 að tölu,
jafnan kennd. Af þeim eru nú
3 'bræður dánir.
Narfi heitinn Hallsteinsson var
trésmíðameistari að mennt. —
Hann bjó á Læk í Leirársveit frá
*
BEZT AÐ AUGLÍSA
I MOBGUNBLAÐINU
1930—’43, ógifltur og barnlaus og
var því stundum einn. En þrátt
fyrir það húsaði hann jörðina,
átti gott og arðsamt bú og rækt-
aði mikið. Hann seldi Ingvari
bróður sínum land undir nýbýl-
ið Langholt og er nú búið stór-
búi á báðum þessum jörðum. —
Þegar ég og mín fjölskylda flutt
umst að Skipanesi fyrir 20 árum,
bjó Narfi á Læk, sem sagt næsta
bæ. Hann var því meðal þeirra
fyrstu, sem tók í hönd mína og
bauð mig og fjölskylduna vel-
komna í sveitina. Þá sagði hann
mér, að býli okkar væri sitt
bernskuheimili. Hér hefði hann
átt heima frá 6 ára aldri til
fermingar. Eg gat lesið úr svip
hans og orðum átthagatryggð og
ræktarsemj til jarðarinnar. Hann
sagði mér líka, að hér í Skipa-
nesbökkunum væri móhella og
úr henni hefði hann fengið sitt
fyrsta smíðaefni. Erfiðast þótti
honum áhaldalitlum að ná í úr
henni nógu góðum stykkjum til
smíðanna. En þegar það tókst,
skar hanm út úr þeim alls komar
dýramyndir og báta. Vannst við
það tvennt, góð leikföng og ódýr
handa bræðrum hans og hann
gat þjónað Qg þroskað meðfædd-
an hæfileika. Síðar lærði hamn
eins og áður er sagt, trésmíðar
og stundaði húsabyggingar um
sinm.
Nokkru efltir að hann hætti
búskap fluttist hann til Reykja-
víkur og kom sér upp smíða-
verkstæði og stundaði þá aðal-
lega útskurð. Að sögn þeirra,
sem þeim verkum hans eru kunn
ugir, munu margir hlutir hans
hreinustu listaverk, sambærileg-
ir við verk viðurkenndra lista-
manna. Narfi var maður mjög
fjölhæfur, jafnvígur á starf sjó-
mamnsins, bóndans og iðnaðar-
mannsins, enda vann hann öll
þessi störf jöfnum höndurn um
ævina.
Þá var hanm félagslyndur í
betra lagi. Einkum mun Ung-
mennafélag sveitarinnar hafa
notið góðs af félagsihyggju hans.
Hanm var greindur vel, skóld-
Skrifstofuhúsrnæði
3—4 samliggjandi skrifstofuherbergi í Aðalstræti
götumegin til leigu strax.
Uppl. í síma 24080 á venjulegum skrifstofutima.
Miðstöðvarketilf,
Kyndingartœki
Notaður miðstöðvarketill, hitaflötur 4—5 ferm.,
ásamt sjálfvirku kyndingartæki, óskast til kaups.
Friðrik Jörgenseri
Ægisgötu 7 — Símar: 1-10-20 — 1-10-21
mælitur, reglusamur og söngmað
j ur góður. Kom allt þetta sér vel
á þeim árum, er félagar sjálfir
urðu að vera allir skemmtikraft
ar á samkomum sínum. Á íþrótba
mótum ungm.félaganna jók
hann að mun hróður síns félags.
Kom heim með stóra sigra í
glímu og kappslætti. Enda orð-
lagður heyskaparmaður.
Ekki hef ég heyrt að hlaup
hafi verið meðal íþróttagreina á
þessum árum (en þó getur það
vel verið). En Narfi átti óskráð
niet í hlaupum í minni eldri sam
ferðamanna sinna, er hann hljóp
með meðal handa fársjúkum
bróður sínum frá Akranesi upp
að Skorholti á ótrúlega skömm.
um tíma, svo að slíkt hefði mátt
til stórafreka telja. Þó Narfi
Hallsteinsson ætti hrausta sál f
hraustum líkama og væri gefið
meira þrek en meðalmanni, þá
var hann sérlega hógvær í fram-
komu og frekar hlédrægur og f
hjarta lítillátur, eins og ved krist
ins manns er háttur.
Hann sýslaði í búskapnum við
ungviði af mikilli nákvæmni.t.d.
vissi ég til að honum var svo
sýnt um að láta hænur unga út
eggjum, að ég hugsa að hver
húsmóðir hefði verið stolt yfir
svo góðum árangri, sem hann
náði. Taminn hest átti Narfi,
sem hann nefndi Öðling. Þótti
mér það fallegt nafn. — „Já,
og hann ber það líka vel“, sagði
Narfi. Eg trúði því og gat ráðið
gátuna. Hesturinn var í öðlings
höndum eins og allar skepnur í
búi hans.
Tvö til þrjú síðustu æviárin
dvaldi Narfi heitinn að mestu J
Skorholti hjá systkinum sínum.
sem þar búa. Var hann þá þegar
farinn að kenna sjúkdóms þess,
sem að lokum varð honum að
bana. Ein svo lengi sem nokkur
tök voru á, vamn hann af kappi
og alúð við bústörfin.
Kveðjuathöfn um Narfa Iiall.
steinsson fór fram í Akraness-
kirkju 29. marz sl. Hana flutti
séra Jón M. Guðjónsson. Sama
dag var hann jarðsettur að Saur
bæ á Hvalfjarðarströnd af pró.
fastinum séra Sigurjóni Guðjóns
syni.
Fjölmenni var við jarðarför
hins vinsæla heiðursmanns. Sól-
skin í heiði og jörð var hjúpuð
hvítum páskasnjó.
Blessuð sé rnining hans og
styrkur frá guði með systkinum
hins látna sem sakna sárt góðs
bróður.
Ó. I. J.
Atvinnu- 09 verzianaskrá 1961
Félag íslenzkra stórkaupmanna hefir gefið út „Atvinnu- og Verzlanaskrá 1961“,
sem hefir að geyma nöfn þeirra aðila hér á landi, ásamt fleiri upplýsingum, sem
stunda verzlunar-iðnaðar og þjónustustörf.
Gert er r,áð fyrir að skrá þessi verði gefin út árlega, aukin og endurbætt. Er þetta
fyrsta heildarskrá af þessu tagi, sem gefin er út hér á landi.
Skráin fæst í flestum bókaverzlunum í Reykjavík og Hafnarfirði, hjá Eyþóri
Tómassyni, heildverzlun á Akureyri og í skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 8.
Skráin er einnig send gegn póstkröfu út á land.
FÉLAG fSLENZKRA STÓRKAUPMANNA.