Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 17

Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 17
Fimmtudagur 1. jönl 1961 MORGVNBL4fí I 0 17 ★ ALLMARGIR Norðmenn og vinir Noregs voru viðstadd- ir athöfn þá, sem fram fór suður í Fossvogskirkjugarði í gærdag við minnismerkið um fallna norska hermenn frá síðustu heimsstyrjöld. Þar lagði Ólafur Noregskon- ungur blómsveig að steinsúl- unni, sem gnæfir yfir graf- reitinn. Sjóliðar af K.N.M. Bergen, 90 talsins, höfðu gengið fylktu liði neðan frá höfn og suður í Fossvogs- kirkjugarð, þar sem þeir stóðu heiðursvörð meðan á athöfninni stóð. Meðal við- staddra voru nokkrar norsk- ar konur, er klæddust þjóð- búningi Norðmanna. Þegar Noregskönungur kom að grafreitnum gekk næstur hon um séra Harald Hope, sem íslend íngum er að góðu kunnur fyrir einlægan áhuga og vináttu í garð íslands. Var hann hempuklæddur og bar Fálkaorðuna. Séra Harald Hope flutti minn- ingarræðu sína á nýnorsku. Minntist hann í henni hinna mikilhæfu þjóðhöfðingja Norð- manna í stríði og friði Hákonar og Ólafs V., — minntist þeirra, Noregskonungur heilsar heiðursverði við minnismerkið um norska hermenn í Fossvogskirkjugarði. — Við hlið konungs gengur séra Harald Hope. — Margir Norðmenn búsettir hér voru viðstaddir athöfnina. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) .Fra Koncjen’ HátíðBeg stund í Fossvog skirkjugardi er hér gáfu líf sitt í þágu föður- landsins. Þeir hefðu kosið að verða lagðir til hinztu hvíldar á norskri grund. — Hvergi annars staðar utan Noregs en einmitt á íslandi, höfðu þessir menn vilj- að hvíla. Hann minntist hins nána sambands milli íslands og Noregs og færði íslendingum þakkir fyrir þann hlýhug, sem minningarreiturinn sýndi. Við athöfnina var sunginn sálmurinn Gud signe vort dyre fedreland. — Síðan lagði Ólafur Noregskonungur blómsveiginn mikla að súlunni og heilsaði með hermannakveðju. Algjör þögn ríkti í fulla mínútu, en þá söng karlakór norska þjóðsönginn. Blómaskrúðið í veignum var í fánalitum Noregs. Á borða við hann stóð gullnu letri FRA KONGEN. Er konungur gekk úr kirkju- garði, heilsaði hann upp á Bryn- jólf Jóhannesson leikara. Hann var meðal þeirra, er áttu drýgst- an þátt í því að minnisvarðinn var reistur. — Þakkaði konungur Brynjólfi fyrir síðast, er hann var við vígslu minnisvarðans. Þá var sólskin hér og svo fallegt veður, að það verður mér jafnan minnistætt hve hér var þá fagurt yfir að líta. — En veðrið í dag er því miður ekki eins fagurt og þá. í könungsfylgdinni var biskup- inn yfir íslandi og kvaddi kon- ungur hann við sáluhlið kirkju- garðsins. — Yfirforingjar á Berg- en gáfu mönnum sínum stuttar fyrirskipanir og þeir hófu rösk- lega göngu til Reykjavíkur og voru trumbur barðar. Konungur hraðaði för sinni suður í Ráðherrabústað til þess að vera til taks er á hans fund gengu allir sendiherrar hér í Reykjavík. Komu þeir í sínu fín- asta diplomata pússi. Var fyrstur á vettvang sendiherra Sambands- lýðveldisins Þýzkaland. í gærkvöldi klukkan 5,30 lagð- ist norska herskipið Bergen að Ægisgarði. Starfsmenn simans fóru um borð og komu þar fyrir síma til afnota fyrir yfirmenn. Laust fyrir klukkan 6 hlupu fyrstu norsku sjóliðarnir frá borði í landgönguleyfi og voru hressir í bragði. — Kenneiiy Frh af bls. 9 neiti með öllu að viðurkenna austur-þýzku stjórnina. — Því verði hún viðurkennd muni Krúsjeff hæt.a á að reyna að taka Berlín. — Verið öruggur — en fastur fyrir þar sem um mik- ilvæg málefni er að ræða, er ráð Adenauers. Þessi ráð forystumanna Vest- urveldanna fylgja John F. Kenne dy á fund Krúsjeffs í Vínar- borg. En þegar hann er seztur auglitis til auglitis við Krúsjeff forsætisráðherra Sovétríkjanna verður enginn þeirra við hlið hans. Hinn ungi Bandaríkjafor- seti verður þá einn með einræð- isherra hins kommúníska heims. Félag járniðnaðarinanna FÉLAGSFVNDUB verður haldinn fimmtudaginn 1. júní 1961 kl. 8,30 í Iðnó niðri. Dagskrá: Tillaga sáttasemjara. JUlsherjaralkvæðagreiðsk um tillöguna hefst að fundi loknum á fundarstað og heldur síðan áfram á föstudaginn 2. júní þá kl. 2—21 e.h. í skrifstofu félagsins að Skipholti 19 3. hæð. Stjórn félags járniðnaðarmanna. ingarm Félagsfundur í sveinafélagi pípulagningamanna verður í kvöld kl. 8 að Aðalstræti 12 uppi. Fundarefni: Kynntar tillögur sáttasemjara ríkisins. Eftir fundinn verður allsherjaratkvæðagreiðsla um tillöguna í skrifstofu félagsins að Freyjugötu 27 til kl. 11 e.h. og sama stað á morgun kl. 6—10 og er þá lokið. STJÓRNIN. — Ræða forseta Framh. af bls. 15. einstakra höfðingja til að gerast einráður landshöfðingi. Það var brot gegn hugsjón landnáms- ins, og mundi enn leiða til er- lendra yfirráða hjá fámennri þjóð. Hæfilegt jafnræði og dreif ing auðs og valda er enn þann dag í dag, höfuðstoð almennrar farsældar og fullveldis, og er svo með fleiri þjóðum, enda er auður vald og vald auður. Ég nefni þetta ekki til ásök- unar, heldur til áminningar fyr- ir oss sjálfa. Hvar myndi það lenda, ef allt ætti að erfa og engu að gleyma, sem á milli ber einstaklingum, og í viðskiptum milli þjóða, öld eftir öld? Mun ekki hollari regla Mikkjáls eng- ils, sem Síðu-Hallur vildi eiga sér að vin, að muna og meta allt meir, sem vel er gert, að mála- lokum og elsta dómi. Sá ætti að vera háttur kristinna þjóða. Sjónarmið eru og fleiri en eitt. Meðal Norðmanna eru það að sjálfsögðu hinir gifturíkustu at- burðir, er Noregur var samein- aður eftir HafuirsfjaTðarorustu, og norska þjóðin eftir Stikla- staðabardaga. Og vel s'kiljum vér gildi konungsdómsins í Nor egi, eigi síz.t eftir hina þriðju sameining og þjóðarsigur í lok síðustu heimsstyrjaldar. Við eig ungj, málverk eftir Revold, þar sem Hákon konungur og Ólafur krónprins stíga á land við Heið- ursbryggjuna að lokinni styrj- öld. Ég lít oft á þessa mynd, við kvæmum huga. Það var stór stund, þrungin af sorglegum minnmgum, stolti og 'fögnuði. Konungdæmið á sér djúpar og sterkar rætur í Noregi, og í því á Snorri sinn þátt. Nöfnin Hákon Ólafur og Haraldur, segja til. Þegar ætt Haralds hárfagra var aldauða, komst Noregur einn ig undir erlend yfirráð, og varð að lúta erlendum hagsmunum um liangan aldur. Þetta var bræðrabylta Norðmanna og fs- lendinga. En síðan hin þjóðlega viðreisn hóifst, höfum vér átt sam leið til frelsis og frama, og minn umst samt nú vorra fyrri sam- bandsþjóða með bróðurhug. Nor egur mun þó jafnan hafa farið fyrir — allt að heilli öld í sum- um greinum, enda er aldursmun urinn á Háskólum Noregs og fs- lands eitt hundrað ár. Vísast var það skógurinn, sem setti fjárhagslega fætur undir norsku þjóðina á átjándu öld, því á skógar- en ekki sjávar-, afurðum var verzlunin frjáls. Minnir það mig á þrá Íslefídinga eftir að klæða land sitt skógi. Máske er það langfeðgahvöt, frá því landnámsmenn lótu skógi vaxin óðöl, og hrepptu berangur norðurhjarans. Vel er þessi stund fallin til, að þaka Norð- mönnum alla þá hjálp, sem þeir hafa látið oss í té í skóræktar- starfinu. Er nú farið að hilla undir glæsilegan árangur. Það er að vísu margt, sem vér höfum vorum norsku ná- frændum fyrir að þakka, þó nú verði fátt talið. Þeirra fordæmi var oss jafnan hvöt í viðreisnar- og sjálfstæðisbaráttu. Þeirra stór felldu, nútíma bó'kmenntir voru í mínu ungdæmi vor þjóðareign, og þaðan barst oss hin herssandi, þjóðlega ungmennafélags hreyf ing. Og ekki gleyma vorir norsku vinir heldur, á líðandi stund, endurreisn Skálholtsstaðar. Þetta er frændrækni, sem vér fögnum. Betur er Snorra launað eftir dauðann, eins og raunar Óiafi konungi helga líka, og flestum dýrlingum. Nú þegar ég læt máli mínu lokið, skulum vér aftur beina huganum að hinum örlagaríku artburðum styrjaldarinnar. Oss standa fyrir hugskotssjónum norskar hetjur á sjó og landi, aif tökur og fangabúðir. Hákon kon ungur og Ólafur krónprins standa í skógarlundi, og svörður inn rótast upp í kring um þá af skotum og sprengjum. Það var eldskírn. Þeir voru tákn þjóðar og landvjrna, og því eltir á röndum. Vér skiljum hina örð- ugu ákvörðun, að fara úr landi til að halda baráttunni áfram. En það var sókn og ekki flótti. Áður var merkinu skotið niður svo hart, eins og gerði Þórður Fólason í Sti'klastaðabardaga, að stöngin sitóð, unz þeir stigu aftur heilum fótum á frjálsa jörð. Oft voru veður válynd og útlit uggvænlegt á þessum árum. En svo drjúg var Noregs gifta, að það reyndist vera ný sögunótt, yfir norska fold. Þjóðfrelsi, heim ilishelgi, mannréttindi og mann- gildi er ekkert fleipur, heldur lífsskilyrði og norræn leiðar- stjarna. Það ætti öllum að geta lærzt í Ijósi, eða öllu heldur myrkva þessara örlagatíma. Góðir gestir, ég bið yður að rísa úr sætum, og drekka ásamt mér, heillaskál Herra Ólafs hins fimmta, Noregskonungs, fjöl- skyldu hans og norsku þjóðar- innar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.