Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 20

Morgunblaðið - 01.06.1961, Page 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júní 1961 'Mary Howard: .. .. - Lygahúsiö - >13 (Skdldsaga) — Jæja, það er þá bezt að fara beim í gullbúrið, sagði hann að- eins og beindi bílnum út í um- ferðaþvöguna. Þegar Stephanie kom heim, ákvað hún að fara inn til Karó- línu og biðja hana um að fá að vera laus um kvöldið. Hún stanzaði aðeins til að taka upp skeyti, sem lá á forstofuborðinu. Henni til mestu furðu, var Karólína í rúminu. — Mér þykir leitt ef þú ert eitthvað lasin, sagði hún og rétti henni skeytið. Karólína brosti vesældarlega- — Það er bara sólinni að kenna. sagði hún. — Ég hef aflýst kvöld verðarboðinu í dag. Ég ætla að liggja fýrir og hvila mig. Hún leit kæruleysislega á skeytið. Það var frá Charles Jerome. Hann hafði hitt Marion konu sína Oig skilnaðarmálið var hafið. Hann mundi koma til Roque d’ Or eftir tíu daga. Karólína lagði frá sér skeytið. Tíu daga?! Svo fljótt! Hún var alls ekki reiðubúin að hverfa aftur inn í hlutverk sitt sem ást- kær unnusta — að minnsta kosti ekki með Bill svona á næstu grösum.... Hún varð þess vör, að Stephanie var eitthvað að tala við hana og hún leit á hana svip- lausum augum. — Færðirðu Bill skilaboðin mín? endurtók Stephanie. — Já, víst gerði ég það. Charles var samstundis gleymd- ur. — Við áttum einkar skemmti- legt samtal. Hún hló léttilega. — Ég er hrædd um, að það sé Bill að kenna, að ég varð að af- lýsa þessu boði. Hann tafði mig svo lengi úti í sólskininu. Hún athugaði Stephanie vandlega og hafði það upp úr því að sjá von- brigðasvipinn í andliti hennar. Og Stephanie fann til nokk- urra vonbrigða- — Ég ætla að fara og hitta hann í kvöld. — Já, en góða mín! Ég hélt þú ætlaðir að vera heima og hafa af fyrir mér í kvöld sagði Karó- lína blíðlega. — Við höfum varla getað talað orð saman síðan ég kom. Stephanie dró djúpt andann. —• Karó.... þú ert nú búin að vera heima í viku, og ég hef ekki átt éinn einasta klukkutíma fyrir sjálfa mig. Ég vildi þess vegna fá að fara út í kvöld. — Já, en þá verð ég hérna ein, Stevie. Og ég þoli alls ekki að vera ein, þegar ég er lasin. — Carter verður heima. — Ég er búin að gefa Carter frí. Ákafinn í Karólínu var nú orðinn næstum óhemjulegur. — Mér finnst það óþarfleg eigin- girni af þér að vilja.... Hún þagnaði. Stephanie horfði á hana með nýjum tortryggnissvip, og Karó- lína minntist snögglega Láru systur sinnar, hvernig hún hafði líka horft á hana með sömu, tor- tryggnu augunum og reiðin gaus upp í henni við þá hugsun. Carter sem kom inn í sama vetfangi var fljót að átta sig á öllu saman. — Hvað gengur nú að? spurði hún Karólínu, ásakandi. — Ertu nú enn að æsa þig upp? Karólina bældi niður reiði sína og neyddi sjálfa sig til að vera blíðlega. — Ungfrú Stevie vildi fara út í kvöld, en þetta er einmitt kvöldið, sem ég hafði lof- að að gefa þér frí, Carter, var það ekki? Carter horfði lengi á hana, og Stephanie skildi samsttmdis, að þetta var það fyrsta, sem þetta frí hafði verið nefnt á nafn. En Carter sagði bara rólega. — Þetta er afskaplega fallegt af þér, en ég hef bara svo margt að gera. sem ég þarf að klára í kvöld. Far þú bara út ef þú vilt, Stevie. Ég skal sjá um húsmóð- urina. — Þakka þér kærlega, Carter, sagði Stephanie. — Þetta er fallega gert af þér. Síðan sneri hún sér að Karólínu og nú talaði hún við hana í fyrsta sinn með þeirri formlegu kurteisi, sem einkaritari viðhefur við hús- bónda sinn, og án allrar hlýju í augnaráðinu: — Var það nokkuð, sem ég þyrfti að ljúka við áður en ég fer? Karólina harkaði af sér með miklum erfiðismunum. Þetta var annar ósigurinn, sem hún beið á einum og sama degi. Hún hefði getað myrt Carter. — Nei, sagði hún og reyndi enn að brosa. — Viltu bara senda hr. Jerome skeyti um, að ég hafi fengið skeytið hans. Stephanie lokaði dyrunum hægt á eftir sér og gekk inn í skrifstofuna til að skrifa skeytið. Hún fann sig einkennilega frjálsa. en um leið einmanalegri en nokkru sinni fyrr á ævinni. Síðustu blekkingar hennar um Karólínu voru nú horfnar út í veður og vind og þar með von- irnar um að finna þar sem hún var, velviljaðan og nærgætinn vin. III. Stephanie lagði f.rá sér sírnann, eftir að hafa beðið fyrir skeytið til Jerorne, og opnaði borðskúffu, til að leita að gamalli minnisbók. Þar fann hún heimilisfangið: John Cameron, 17 Hitherley Avenue, Hamstead. Nafn föður hennar. Henni hafði orðið ein- kennilega innanbrjósts í fyrsta sinn sem hún sá það — fyrstu raunverulegu sönnun þess, að hann væri í lifenda tölu. Hún tók fram pappírsörk og fór að skrifa. Hún skrifaði í hér um bil stundarfjórðung, hiklaust, og lokaði síðan bréfinu og frí- merkti það. Hún ætlaði að setja það í póst og síðan ætlaði hún að hitta Bill. Hún gekk til herbergis síns. fór í snatri í ljósbláan léreftskjól og gekk síðan út. Póstkassinn var á vegg nokkr- um við aðalgötuna, ofurlítirm spöl eftir henni í áttina til Monte Carlo. Stephanie stanzaði við kassann og velti bréfinu ofurlítið milli handa sér. Hún hafði aldrei áður skrifað föður sinum, og aldrei heyrt orð frá honum. Allt þangað til Fauré hafði minnzt á hann í dag, vissi hún það eitt um hann að hann kærði sig ekk- ert um hana, þegar hann kom aftur af vígvellinum, og svo hitt, að hér um bil fimm árum eftir að móðir hennar dó, hafði hann gift sig aftur. Hvernig skyldi hann líta út? Og stjúpa hennar? Hávaðinn sem heyrðist þegar komið var móts við vinnustofu Faurés. kom henni til að líta upp. Einhver, sem hún þóttist kannast við, íklædd róáóttum kjól, fór út úr vagninum. Það var áreiðanlega Sally. Stephanie stakk bréfinu sínu í kassann, án þess að hugsa um það frekar, og hljóp til baka eftir veginum. Þegar hún kom upp á hæðina fram undan, sá hún þar enga lifandi sálu. Hún varð steinhissa. Ekki hefði Sally getað komizt inn í þorpið á þessu augnabliki. Hvert hafði hún þá horfið? Búð- in undir vinnustofu Faurés var ramlokuð og sömuleiðis bílskúr- inn, rétt eins og Claude hefði far- ið eitthvað að heirnan — líklega í einhvern spilabankann. Stephanie varð hugsað til þess, sem frú Rowland hafði sagt þá um daginn, og sínar eigin fálm- kenndu tilraunir til að Ijósta ekki upp leyndarmálinu, Hvað sem það leyndarmál nú kynni að vera. En þá mundi hún flóttalega augnaráðið hjá Claude, þegar hann spurði hana, hvort hún hefði sagt frú Rowland, að hún hefði alls ekki séð Sally dögun- um saman. Og hafði honum ekki sýnilega orðið léttara, þegar hún kvaðst ekkert hafa sagt um það! Claude Fauré og Sally? Nei, það gat blátt áfram ekki verið! En svo minnist hún þess, hve Sally var vitleysislega róman- tísk, og í því ljósi séð. var það ekki eins fráleitt. Stephanie var áhyggjufuli, þegar hún hljóp upp skrautlegu tröppurnar' að íbúð- inni, sem var uppi yfir búðinni. Hún gat séð ljós gegn qjn hurð ina á vinnustofunni, en þegar hún hringdi, slokknaði það. Hún ^ Kc” Q 0 ** l£3e97.. ©PIB — Alex, það var gott að sjá þig! — Það er gött að þú skulir vera komin aftur Jessie! — Ég fékk ágætis hugmyndir í Evrópu um sælgætisgerð, Alex, og er með margvíslegar áætlanir! En segðu mér eitthvað um spjaldaauglýsingar Good-goo . . . Hafa þær tekizt vel? 1 — Ég veit það ekki enn, Jessie . . . Og það getur verið að þú sért mótfallinn auglýsinga-; bragðinu, sem Tripwell fann1 upp á! skrölti óþolinmóðlega með dyra- handfanginu. — Opnaðu, Sally, ég þarf að tala við þi.g. Ég veit, að þú ert þarna. Löng þögn. En svo kviknaði ljósið aftur, dyrnar opnuðust og Sally stóð frammi fyrir henni og glápti á hana. — Hvað vilt þú? spurði hún. Stephanie fannst eins og þarna væri komin allt önnur mann- eskja — aðallega eldri. Hún hafði fengið nýja og fullorðins- legri háruppsetningu og var meira máluð en hún hafði áður séð hana. Stephanie gekk inn í forstof- una, lokaði á eftir sér hurðinnil og horfði á Sally með svip sem lýsti í senn hryggð og skilningi — Jæja, svo þú hefur þá verið hérna, þegar mamma þín heldur, að þú sért hjá okkur. Sally gerði sér hroll. — Eitfc. hvað varð ég að segja. Hún gekk inn í vinnpstofuna með heljar- stóru gluggunum og málverka- stöflunum við veggina. Á grind á miðju gólfi var ófuUgerð mynd af Sally sjálfri. Fauré hafði náð mætavel snotru útliti hennar, en um leið heimskusvipnum, sem verða mundi á henni þegar hún væri orðin fullorðin kona, eftir tíu ár eða svo. Þetta var gott málverk. ÍHÍItvarpiö Fimmtudagur 1. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 T6n leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:3* Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (12:15 Fréttir). 1 12:30 IJtvarp frá guðsþjónustu 1 Bessa* staðakirkju, að viðstöddum Nor« egskonungi og íslenzku forseta* hjónunum (Biskup Islands, herra Sigurbjörn Einarsson, prédikar; séra Garðar Þorsteinsson prófast ur þjónar fyrir altari). 13:10 Tilkynningar. 13:30 „A frívaktinni'*, sjómannaþáttu* (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:0* Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. __ 16:05 Tónl. — 16:30 Veð* urfregnir). 18:30 Tónleikar: Lög úr óperum. 18:55 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:15 Norsk tónlist: a) „Galdreslátten**, «infönískiflP dans með passacaglíu eftir Harald Sæverud (Fílharmon-* íusveitin í Osló leikur; Öivin Fjeldstad stj.). b) „Karneval í París" op. 9 eftií Johan Svendsen (Konunglega óperuhljómsveitin i Covent Garden leikur; John Hollingi worth stjórnar). 20:35 Úr Heimskringlu (Helgi Hjörvar) 20:55 Tónleikar: Walter Gieseking leilc ur lýríska píanóþætti eftir Grieg. 21:15 Erindi: Framkvæmdir Frakka i Alsír (Eiríkur Sigurbergsson vitt skiptafræðingur). 21:40 íslenzk tónlist: Lagaflokkur eftií Skúla Halldórsson við ástarljóð Jónasar Hallgrímssonar (Þuríð« ur Pálsdóttir, Kristinn Hallsson* og Kristinn Hallsson og hljómsv, Ríkisútvarpsins flytja; Hans Antolitsch stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Úr ýmsum áttum (Ævar R* Kvaran leikari). 22:30 Sinfónískir tónleikar: ^ Sinfónía nr. 2 í B-dúr eftir Johan Svendsen (Fílharmoníusveitin í Osló leikur; Odd Griiner-Hegge stj.)# 23:00 Dagskrárlok . Föstudagur 2. júní 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Tón leikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfr.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15:05 Tónleikar. — 16:00 Fréttir og tilk. — 16:05 Tónl. — 16:30 Veð- urfregnir. 18:30 Tónleikar: Harmonikulög. 18:50 Tilkynningar. 19:20 Veðurfregnir. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Björgvin Guð« mundsson og Tómas Karlsson). 20:30 Tónleikar: Píanókonsert í a-moll op. 16 eftir Grieg (Dinu Lipattt og hljómsveitin Fílharmonía i Lundúnum leika; Alceo Galliera stjórnar). 21:00 Upplestur: „Kjarvalsstemma" eft ir Þorgeir Sveinbjarnarson — (Andrés Bjömsson). 21:10 íslenzkir píanóleikarar kynna sónötur Mozarts; XI: Ásgeir Beinteinsson leikur sónötu í A« •' dúr (K331). 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eft ir Sigurd Hoel; VII. (Arnheiður Sigurðardóttir). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri talar við Gunnar Hannesson verzlunar* ! stjóra um rósir o. fl. 22:30 A léttum strengjum. 23:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.