Morgunblaðið - 01.06.1961, Side 23
Fimmtudagur 1. júní 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
23
Chaíle og Zeller dœmdir í
15 ára hegningarvinnu
Tarís, 31, maí (Reuter-NTB) —
SEINT í kvöld var kveðinn
upp í París dómur í máli
frönsku hershöfðingjanna
Maurice Challe og Andre
Zeller, sem meðal annarra
stóðu að uppreisninni í Alsír
á dögunum. Voru þeir báðir
dæmdir í fimmtán ára hegn-
ingarvinnu. Áður hafði sak-
sóknarinn gegn þeim til-
kynnt, að hann mundi ekki
krefjast dauðadóms yfir
þeim, heldur þyngsta fang-
elsisdóms — tuttugu ára.
/
Saksóknarinn Antonin Besson
kvaðst hafa tekið þessa ákvörð-
un eftir heillar viku „sálarstrið“.
Hann hefði getað krafizt dauða-
refsingar en þyngsta fangelsis-
— /?æðo konungs
Framh. af bls. 15.
skóggræðsluna á íslandi og ann-
arra menningarmála.
Einnig á vorum tímum hefur
ísland þýðingarmiklu hlutverki
að gegna í norsku menningarlífi.
í klassískum menntum, bók-
menntum, og myndlist hefur fs-
land unnið frábær afrek. Fjörið
Og krafturinn í menningarstarf-
semi á íslandi kemur glöggt í
ljós, þegar litið er til þess að
svo fámennri þjóð, sem talar sér
staka tungu, hefur ekki aðeins
tekizt að koma á stofn eigin há-
skóla, en hefur einnig nóg aflögu
til að veita verulegt menningar-
legt framlag til annarra þjóða,
og hafa önnur norræn lönd ekki
sízt notið þar góðs af.
t Með tilliti til sameiginlegrar
sögu vorrar og erfða hefur það
verið sérstök gleði og ánægja
fyrir oss í Noregi að sannreyna,
að hið sjálfstæða, íslenzka lýð-
veldi hefur með öllu móti leitazt
við að vernda og styrkja enn
frekar sambandið við Noreg og
önnur norræn lönd. Fimm sjálf
stæð norræn ríki hafa nú náið
samstarf og stýra með því nor-
rænum erfðum fram á við.
Á vorum tímum er nauðsyn
orðin á sam*tarfi ríkja í milli.
Auðlindir hinna einstöku
norrænu landa eru takmarkaðar
á sviði efnahags ög mannfjölda,
og það er því eðlilegt, að lönd
vor leitist við að skapa sam-
stöðu og samvinnu á sem flest-
um sviðum.
Nú er sambandið vor á meðal
sterkara en nokkru sinni fyrr.
Á hinum ólíkustu sviðum eru
sköpuð sambönd og samstarf
aukið, í Norðurlandaráði, á reglu
legum fundum utanríkisráðherra
vorra, tíðum umræðufundum ann
arra ráðherra vorra, embættis-
manna og einstaklinga. f Noregi
óskum vér, að þessi þróun megi
ná sem mestri útbreiðslu til
gagns fyrir sameiginlega hags-
muni landa vorra.
í efnahagslegu samstarfi í
Evrópu hafa lönd vor staðið
hvort öðru nærri, og svo vona ég
að verði framvegis í þeim nýju
samtökum þróunar og samstarfs,
sem nú munu brátt verða veru-
leiki.
i ísland og Noregur leitast við
að leysa öryggismál sín innan
þeirra sömu takmarka í samá-
byrgð og skuldbindandi samstarfi
við ríki sem reist eru á sömu
grundvallarreglum og sam-
félög vor. Skilningur á erf-
iðri aðstöðu lítilla landa á háska
tímum ásamt þeirri ósk vorri að
tryggja frelsi þjóða vorra og
leggja fram vorn skerf til að
tryggja friðinn í heiminum, hef
ur skorið úr um stefnu landa
vorra í þessu máli.
Möguleikar landa vorra til að
refsing nægði — ef dómarinn
vildi fallast á, að þeir yrðu
dæmdir til tuttugu ára hegn-
ingarvinnu.
Besson skýrði frá þessu í nær
þriggja klukkustunda ræðu, sem
hann hélt fyrir herréttinum, sem
fjallaði um mál hershöfðingj-
anna. >ar sagði hann m. a., að
þeir Challe og Zellet hefðu
framið alvarlegt brot gagnvárt
frönsku þjóðinni og lögum
Frakklands og væri það hlut-
verk réttarins að binda endi á
hið glæpsamlega atferli þeirra.
— ★ —
Við vitnaleiðslumar var með-
al annars um það rætt, að
Challe hefði sagt, áður en upp-
reisnin fór út um þúfur, að
hann gerði sér vonir um að
halda völdum í þrjá mánuði
a. m. k. til þess að fá sigrað
uppreisn Serkja. Zeller hafði
áður sagt, að uppreisnarmenn
hafi vonazt eftir liðsinni frá
hafa áhrif á þróun heimsmál-
anna hljóta að vera mjög tak-
markaðir af megni voru og mann
fjölda. En á alþjóðavettvangi
getum vér þó haft áhrif að því
leyti, sem vér sýnum hæfni til
að skapa þjóðum vorum hagsæld
og hamingju, gæta lýðræðislegra
réttinda Og manngildis, hvers
einstaks borgara og halda um
leið uppi virku samstarfi til að
leysa þau vandamál, sem eru
um megn hvorn landinu um sig.
Það er einlæg ósk mín, að
lönd vor, og öll Norðurlönd gangi
alltaf þessa leið og leggi þar
með fram sinn skerf til alþjóð-
legs samstarfs, sem geti haft þýð
ingu fyrir samræmda og friðsam
lega þróun í veröldinni.
Ég færi í dag öllum fslending
um hlýjustu kveðjur og beztu
óskir frá öllum löndum mínum
heima í Noregi, og með þessum
orðum mæli ég fyrir minni for-
seta íslands og konu hans, og
ennfremur íslands og allrar hinn
ar íslenzku þjóðar.
Spáni, Portúgal, S.-Afríku, e.t.v.
einhverjum ríkjum S.-Ameríku
eða frá ísrael. Hefði það enn-
fremur verið von þeirra að
„bæta mætti Bandaríkjamönnum
við þennan lista“.
Myrtur
París, 31. maí (NTB-Reuter) —
TILKYNNT var í París í
kvöld, að Rafael Trujillo,
einræðisherra Dóminikanska
lýðveldisins hefði verið myrt
ur. Hefði utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna borizt um
þetta staðfestar fregnir og
það sömuleiðis, að ríkis-
stjórnin hefði stjórn landsins
í sinni hendi. — Ekki er
frekar kunnugt um hvernig
atburð þennan hefur borið
að höndum.
Verkíallsboðun
Akranesi, 31. maí.
f GÆR var fundur haldinn í
Verkalýðsfélagi Akraness Og
rætt um kaupgjaldsmálin. í
fundarlök var samþykkt að
boða verkfall 10. júní, ef samn-
ingar hefðu ekki náðst fyrir
þann tíma. — Oddur.
— Gestir
Framh. af bls. 15.
ráðsritari, Benedikt G. Waage, for-
seti ÍSI, ungfrú María Xara-Brazil,
Birgir Thorlacius, ráðuneytisstjóri,
Ragnar Jónsson, forstjóri, frú Ragn-
heiður Blöndai, Helgi Elíasson,
fræðslumálastjóri, Sigurður Jóhanns-
son, vegamálastjóri, frú Ásta Eiríks-
dóttir, Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri,
Jón Magnússon, fréttastjóri og norsk
ur blaðamaður.
Allsherj ar-
atkvæSagreiSsian-
LAUNÞEGAFELÖGIN, sem
nú eiga í vinnudeilu, efna í
dag til funda um sáttatillög-
una.
Dagsbrún heldur fund í
Gamla Bíó kl. 14 og hefst alls
herjaratkvæðagreiðsla í skrif-
stofu félagsins strax að fund-
inum loknum Og stendur fram
á kvöld. Á morgun verður at-
kvæðagreiðslan frá kl. 14 til
21.
Félag járniðnaðarmanna
heldur fund í Xðnó, niðri kl.
20.30 Og að fundinum loknum
hefst atkvæðagreiðslan. Held
ur hún áfram á morgun í skrif
stofunni að Skipholti 19 og
stendur frá kl. 14—21.
Félag ísl. rafvirkja heldur
sinn fund í Edduhúsinu kl.
8.30 í kvöld. Atkvæðagreiðsl-
an hefst í fundarlök og stend-
ur til miðnættis, en á morgun
verður henni haldið áfram í
skrifstofunni í Skipholti 19,
frá kl. 17 til 22.
Félag skipasmiða heldur
fund í baðstofu iðnaðarmanna
kl. 8,30 í kvöld og atkvæða-
* greiðsla verður á eftir. Á
morgun heldur atkvæða-
greiðslan áfram í Skipholti 19
frá kl. 20 til 23.
Félag fsl. rafvirkja heldur
fund að Freyjugötu 27 kl. 8,30
í kvöld og verða atkvæði
greidd 1 fundarlok. Atkvæða-
greiðsla fer einnig fram á
morgun, en í gærkveldi hefði
ekki verið ákveðið á hvaða
Trésmiðafél. Reykjavíkur
tíma hún skyldi fara fram.
heldur fund í Framsóknarhús-
inu í kvöld kl. 8,30. Atkvæði
verða greidd strax að fundi
loknum og á morgun heldur
hún áfram að Laufásvegi 8, kl.
14—22.
Málararfélag Reykjavíkur
heldur fund í Breiðfirðinga-
búð kl. 21 í kvöld. Atkvæða-
greiðsla verður strax á eftir
og síðan á morgun kl. 15—21.
Sveinafélag pípulagninga-
manna heldur fund í Aðal-
stræti 12 kl. 20 í kvöld. At-
kvæði verða greidd í fundar-
lok að Freyjugötu 27 — fram
til kl. 23. Síðan á morgun kl.
18—22.
Múrarafélag Reykjavíkur
heldur fund sinn að Freyju-
götu 27 kl. 18,30 í kvöld og
verða atkvæði greidd til kl.
22. Á morgun verða þau
greidd kl. 17—21.
Ekki tókst blaðinu að fá
fregnir af fundarstað og fund-
-artíma Félags blikksmiða.
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfirði heldur fund kl. 14
í dag í Bæjarbíó. Allsherjar-
atkvæðagreiðsla verður síðan
í Verkamannaskýlinu.
Stjórnarfundur er boðaður
hjá Vinnuveitendasamband-
inu kl. 14 í dag og mun hann
ákveða fyrirkomulag og til-
högun atkvæðagreiðslunnar.
Bvar verSur
konungurídag
Dagskrá Noregskonungs
í DAG, fimmtudaginn 1. júní, er dag-
skrá Noregskonun^ svoliljóðandi:
Heimsókn í Háskóla íslands.
Ardegisbúningur eða dökk föt.
Kl. 9:45 Forsteahjón koma í Ráðherra
bústaðinn.
Kl. 9:45 Fylgdarlið ekur að Ráðherra-
bústaðnum. Bifreiðaskrá 6.
Kl. 9:52 Ekið frá Ráðherrabústaðnum
að Háskóla íslands. Bifreiðaskrá 7.
Kl. 9:55 Komið að Háskóla islands.
Kl. 10:45 Ekið frá Háskóla íslands að
Þjóðminjasafni. (Bifreiðaskipan ó-
breytt).
Heimsókn f Þjóðminjasafnið.
Kl. 10:50 Komið að Þjóðminjasafni.
Kl. 11:45 Ekið frá Þjóðminjasafni að
Ráðherrabústaðnum. (Bifreiðaskip
an óbreytt).
Kl. 11:50 Forsetahjón islands aka frá
Ráðherrabústaðnum að Bessastöð-
um (í forsetabifreið 2).
Heimsókn að Bessastöðum.
Ardegisbúningur.
Kl. 12:10 Ekið frá Ráðherrabústaðnum
að Bessastaðakirkju (um Hring
braut og Reykjanesbraut). Bif-
reiðaskrá 8.
Kl.12:30 Guða(þjónusta í Bessastaða-
kirkju.
KI. 13:05 Messulok.
Kl. 13:15 Hádegisverður að Bessastöð-
um.
Kl. 14:50 Brottför frá Bessastöðum að
Ráðherrabústaðnum og Hótel
Borg. Bifreiðaskrá 9.
Kl. 15:15 Komið að Ráðherrabústaðn-
um (Hótel Borg, norska sendi-
herrabústaðnum).
Móttaka Reykjavíkurbæjar.
Ardegisbúningur eða dökk föt.
Kl. 15:50 Forsetahjón koma í Ráð-
herrabústaðinn.
Kl. 15:50 Fylgdarlið ekur að Ráðherra
bústaðnum. Bifreiðaskrá 10.
Kl. 15:55 Ekið frá Ráðherrabústaðnum
að Melaskóla (um Hringbraut,
Furumel og Nesveg). Bifreiðaskrá
11.
Kl. 16:00 Móttaka Reykjavíkurbæjar 1
Melaskóla.
Kl. 17:15 Ekið frá Melaskóla að Ráð-
herrabústaðnum. (Bifreiðaskipan
eins og bifreiðaskrá 11).
Kvöldverður í Ráðherrabústaðnum.
Klæðnaður: Kjólföt, heiðursmerki.
Kl. 19:00 Forstehjón koma að Ráð-
herrabústaðnum.
Kl. 19:00 Fylgdarlið ekur að Ráðherra-
bústaðnum. Bifreiðaskrá 12.
Kvöldverður í Ráðherrabústaðn-
um.
Hátíðasýning í Þjóðleikhúsinu.
Klæðnaður: Kjólföt, heiðursmerkf.
Kl. 20:30 Ekið frá Ráðherrabústaðnum
að Þjóðleikhúsi. Bifreiðaskrá 13.
Kl. 20:37 Konugur og forsetahjón aka
frá Ráðherrabústaðnum að Þjóð-
leikhúsi. (Sjá bifreiðaskrá 13).
Kl. 20:42 Konungur og forsetahjón
koma akandi að aðaldyrum Þjóð-
leikhússins.
Kl. 20:45 Hátíðasýning í Þjóðleikhúsi.
Að lokinni sýningu í Þjóðleikhúsi
verður ekið að Ráðherrabústaðn-
um. (Bifreiðaskrá 14).
Síðan aka forsetahjón til Bessa-
staða og föruneytið norska að
Hótel Borg.
MeistaraféSag liúsasmiða
heldur félagsfund í nýja Iðnskólanum (gengið inn
Vitastígsmegin) í kvöld kl. 20,30.
Fundarefni: Tillaga sáttasemjara-
STJÓRNIN.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á sjötugs
afmæli mínu. — Drottinn blessi ykkur öll.
Ragnheiður Eiríksdóttir, Sólbakka
Hjartanlega þakka ég öllum þeim mörgu ,skyldum
og vandamönnum f jær og nær sem sýndu mér vinsemd og
virðingu á margvíslegan hátt á 80 ára afmæli mínu 22/5.
Guðbjörg Þorláksdóttir Vídalin,
Njálsgötu 33, Reykjavík.
HERMANN GUNNARSSON
sem lézt laugardaginn 27. maí verður jarðsunginn mánu-
daginn 5. júní kl. 3 e.h. — Jarðað verður frá Fossvogs-
kirkju.
Aðstandendur
Maðurinn minn, faðir okkar og sonur,
BRAGI BRYNJÓLFSSON
bóksali
verður jarðsunginn fi'á Fossvogskirkju föstudaginn 2.
þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Dóra Thoroddsen og börn,
Katrín Jónsdóttir Brynjólfur Magnússon
JÓN EIRfKSSON
magister,
frá Hrafntóftum,
verður jarðsunginn fr,á, Oddakirkju föstudaginn 2. júní
kl. 2 e.h.
Fyrir hönd aðstandehda.
Sigurður Þorsteinsson.
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát
og útför
DOROTHEU BJARNADÓTTUR
F. h. aðstandenda.
Bjarni Jónsson.