Morgunblaðið - 01.06.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 01.06.1961, Síða 24
FRELSl mannkynsins — Sjá Ms. 9. rogatttMðfrifr IÞRÓTTIR Sjá bls. 22. Akureyri, 31. mai. KL. 13 í dag var slökkviliðinu tilkynnt, að eldur væri tuppi í verkstæði á Oddeyrartang-a, norð an Gránufél.götu Þegar slökkvi liðið kom á staðinn var mikill eldur laus í trésmíðaverkstæði Páls Friðfinnssonar og einnig hafði kviknað í allstóru geymslu- húsi, sem þar stendur nálav t. Hús þessi voru að aUmiklu leyti járnvarin timburhús. Úr trésmíðaverkstæðinu tókst að bjarga flestum vélum, svo og mestu af efni, sem geymsluhús- inu, þar sem Hafnarbúðin hafði að mestu leyti vörubirgðir sínar, tókst ekki að bjarga nema litlu einu. Tjónið í því húsi er mjög mikið. Hús þessi voru fremur lágt vátryggð, svo og það, sem inni brann og skemmdist. Tj<jn þetta er talið nema nokkrum hundruðum þúsunda króna. Elds- upptökin eru talin vera þau, að kveikt hafi verið í rusli milli hús anna. Nokkur norðanstormur var á, er þetta gerðist, og því magn- aðist eldurinn fljótt. — I>á er þess að geta, að langt er þarna í vatnsleiðslur og brunahana, og tafði það slökkvistarfið nokkuð í fyrstu. — St. E. Sig. Fólksfjöldinn í Tjamargötunni. ■**•*" Hefur skotið Lögfrœðingur ASÍ fellst á, Skotar unnu 3:0 SKOZKA liðið St. Mirren lék fyrsta leik sinn hér á landi í gær- kvöldi og mætti gestgjöfum sín- um, Valsmönnum. Skotarnir sigr uðu með 3:0. í hálfleik stóð 2:0. Leikurinn var daufur Og lé- legri en búizt hafði verið við. Skotarnir höfðu mun meiri hraða og tækni en Valsmenn og höfðu yfirburði frá upphafi. Þeir vOru hinsvegar klaufskir í markskot- um, og sköpuðu sér ekki verulega góð færi. Hraðinn var þeirra eina boðorð. Valsmenn fengu aldrei tækifæri til uppbyggingar, um það sáu Skotarnir með hraða sínum. Fyrsta markið skoraði Miller innherji eftir eina mínútu. Ann- að markið Clunie miðvörður úr vítaspyrnu, og hið þriðja hægri innherji 8 mín. fyrir leikslok. Bezta tækifæri Vals var víta- spyrna, sem þeim tókst ekki að nýta. veiðibjöllur UNDANFARNA daga hafa 46 veiðibjöllur verið skotnar við Tjörnina. „Þetta gerum við til þess að reyna að vernda ungana“, sagði Leo Smith, sá sem reynir að halda veiðibjöllunni á Tjörn- inni í skefjum. Hann hringdi til blaðsins vegna fréttarinnar í gær um ungana á Tjörninni og hina gráðugu veiðibjöllu. Leo er snemma á fótum, fer venjulega niður að Tjörn um 4 leytið á morgnana og er þar fram undir kl. 7. „Það er ekki reglulega þægi legt að stunda þessa iðju eftir að fólk er komið á ról“, sagði Leo. E.O.P. mótið í kvöld í KVÖLD kl. 8 verður annað frjálsíþróttamót sumarsins. Það er E.O.P. mót K.R. Mótið verður á Melavellinum og meðal þátttakenda eru allir beztu frjálsíþróttamenn bæj- arins. Sáttatillaga um kjör verkakvenna Sömu lœkkanir í krónutölu og til verkamanna 1 GÆR lögðu sáttasemjarar fyrir vinnuveitendur og verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði sáttatillögur í vinnudeilunni. Samkvæmt henni er gert ráS fyrir, að verkakonur fái á alla taxta sína sömu hækkun að krónu- tölu og sáttasemjari lagði til að verkamenn fengju á lægsta taxta sinn. Þar semj kvennakaup er lægra en karla verður hækkunin sam kvæmt tillögunni nokkuð hærri að hundraðshluta á lægri töxtum verkakvenna. Lágmarkskaup verkakvenna yrði þá kr. 17.38 og aðrir taxt- ar kr. 18.32, kr. 19.16 og kr. 21.91, sem er sama og hámarks- kaup verkamanna samkvæmt miðlunartillögunni í þeirra deilu. Auk þess er gert ráð fyr- r nokkurri tilfaerslu milli taxta. Stöovun ótélagshundinna manna AKUREYRI, 31. maí — Aftur hefur lifnað yfir iðnaðinum hér á Akureyri, enda þótt Iðja, fé- lag verksmiðjufólks, sé í verk- falli. Þegar verkfallið skall á stöðvaðist öll verksmiðjuvinna. En samkvæmt samkomulagi beggja deiluaðila var leitað álits lögfróðra manna um það, hvort það bryti í bága við vinnulög- gjöfina, að þeir starfsmenn, sem ekki væru í félagi verkfalls- manna, héldu áfram störfum. Reyndist það engan veginn and- stætt anda vinnulöggjafarinnar og voru því aftur hafin störf í ýmsum verksmiðjum hér. Iðnrekendur höfðu einnig ósk að eftir því, að málið yrði lagt fyrir félagsdóm, en úr því varð ekki þar eð lögfræðingur ASI, Egill Sigurgeirsson, taldi sig ekki geta flutt málið fyrir hönd umbjóðenda sinna. Ákvæði vinnulöggjafarinnar væru ský- laus í þessu máli. Vigfús Þ. Jónsson, fyrrum for maður Iðnrekendaféiags Akur- eyrar, sem nú hefur gengið í fé- óheimil aðilar leituðu til lögmanna sinna og bæðu 'þá um persónu- legt álit á ágreiningsatriðum — og, ef um misræmi yrði að ræða, að lóta málið þá ganga til fé- lagsdóms til úrskurðar. Meginágreiningsatriðin voru: Hvort þeir karlar eða konur, sem ekki væru í verkfallsfélögum, mættu vinna í verksmiðjum eft- ir að verkfalli hefði verið lýst yfir — og, hvort eigendur verk- smiðjanna, fjölskyld-ur þeirra og verkstjórar gætu unnið í verk- smiðjunum áfram án þess að brjófca vinnulöggjöfina. Lögfræðingur iðnrekenda er Páll S. Pálsson hrl. og lögfræð- ingur ASI er Egill Sigurgeirsson hrl. Samdægurs barst s'keyti frá Páli S. Pálssyni, þar sem hann taldi öruggt að vinnulöggjöfin heimilaði slíka vinnu. Hins vegar barst ekkert svar frá lögfræðingi ASÍ, en Jón, form. Iðju sagðist hafa átt sím- tal við Egil Sigurgeirsson og kvað Jón skýringar hans e'kki vera í öllu samhljóða áliti Páls S. Pálssonar. Vigfús kvaðst þá hafa, með samþykki Jóns, haft samband við Pál S. Pálsson og beðið hann að setja sig í sam- band við lögfræðing ASÍ og búa málið síðan til úrskurðar félags* dóms. Undirtektir lögmanns ASÍ um aðild að þessu máli urðu endan- lega þær, að hann sagðist ekki sjá ástæðu til þess að leggja mál ið fyrir félagsdóm, þar eð hér gæti ekki verið um neitt deilu- mál að ræða. Vinnulöggjöfin bannaði ekki atvinnurekendum að lóta ófélagsbundna menn vinna áfram. , 4 Þessi málalok eru að okkar á- liti þýðingarmikil, sagði Vigf'ús að lokum, og teljum við okkur skylt að kynna þau þeim aðílum, sem nú eiga í deilum. Sem fyrr segir er vinna hafin í allmörgum verksmiðjum á Ak uxeyri, m.ia. í Dúkaverksmiðj. unni, Verkstæði Albents Sölva. sonar, Efnagerð Akureyrar o.fl. því allmikill fjöldi starfsmanna er ekki innan þeirra samtaka, sem nú eiga í verkföllum. > lag fsl. Iðnrekenda, sagði í við- tali við Mbl. í dag, að vegna ýmissa árekstra, sem orðið hefðu í verkföllum, þá hefðu iðnrek- endur ræfct við formann Iðju, Jón Ingimarsson, strax á fyrsta degi verkfallsins og hefði það orðið að samkomulagi, að báðir Dómsmálaráð- herrann fór utan DÓMSMÁLARÁÐHERRA, Bjarni Benediktsson, ætlaði utan í morgun til þess að sitja fund dómsmálaráðherra Evrópuráðs- ríkjanna, sem mun standa yfir í París næstu daga. í för með ráð herranum verður Baldúr Möller, deildarstjóri í dómsmálaráðu- ' neytinu. Tíminn svívirðir sáttasemjara HINIR nýju leiðtogar í verk- fallsbaráttunni, foringjarnir í Framsóknarflokknum, ganga orðið furðulega langt í bar- áttunni fyrir því að kollvarpa efnahag landsins. Vilja þeir sýnilega sanna það áþreifan- lega, að þeir taki kommún- istum fram í einu og öllu. í gær talar Þjóðviijinn um tillögur sáttasemjara sem „til boð ríkisstjómarinnar“, en Tíminn gengur feti Iengra og nefnir málamiðlunartillöguna „tilboð atvinnurekenda“. Með því er blaðið að reyna að gefa í skyn, að sáttasemjar- arnir séu einhvers konar handbendi vinnuveitenda. — Fréttafölsun er ekki ný á nál inni í þessu blaði, en ósvífn- inni í garð sáttasemjara verð- ur að mótmæla sem bæði ó- drengilegri og heimskulegri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.