Alþýðublaðið - 03.12.1929, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1929, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBfcAÐIB 3 Beztu fyrknesku cigaretturnar í 20 stk. pökkum sem kosta kr. 1,25, eru: Statesman. i Tnrkish Westminster Cigarettnr. A. V. I hverjam pakka ern samskonar fiallegar landslagsmyndlr og iCommaader~eigarettup«Skkum Fást i ðllam verzlunum. Snðnrheimskantsflng Byrds. Hættulegt ferðalag. w. , _ • FB., 2. dez. Loftskeyti frá „Litlu Ameríku", bækistöð Byrds, herma, að hættu- meiri flugferð en flugferð Byrds yfir suðurheimskautið muni vart hafeí verið farin nokkru sinni. Fyrsti hluti leiðarinnar frá „Litlu Ameríku" er tiltölulega langur. Svo koma háir fjallgaróar, 10— 15 jþúsund feta háir, og sunnan við fjallgarðana er heimskauts- hásléttan, 8 þúsund til 10 iþúsund feta há. Erfxðast var að hefja flugvélina upp yfir fjall- garðana. Byrd valdi leiðina yfir Linskriðjökulinn, Beggja megin við flugvélina voru háir kletta- veggir, en neðan undir henni ultu ísjakar niður eftir skriðjöklinum. Beint fram undan var ísveggur, sem flugvélin varð að komast yfir. Flugmönnunum var dauðinn vís, ef flugvélinni hlektist á. Vind- hviður snarpar köstuðu flugvél- inni upp og niður. Flugvélin komst í 10 'þúsund feta hæð, en komst ekki hæiTa upp, fyrr en Byrd greip til þess ráðs að varpa matvælabirgðunum útbyfðis. Bal- chen reyndi að nota uppstígandi loftstrauma til þess að koma flug- vélinni hærra og heppnaðist loks að fljúga yfir fjallgarðinn í 12 þúsund feta hæð. Byrd stefndi nú yfir háslétt- una til heimskautsins, þótt vafa- samt væri, hvort benzínforðinn myndi endast. Fyrirsjáanlegt var, að óveður var í vændum. Byrd flaug í stórum boga kringum suðurskautið og snéri svo heim- leiðis. Flugvélin var nú hátt í lofti og gekk því betur heimleiðis yfir fjallgarðinn. Stórhríð skall á í „Litlu Ameríku" skömmu eftir að Byrd kom þangað aftur úr heimskautsfluginu. Byrd tók margar myndir á leiðinni og fann áður óþektan fjallgarð. Ofviörið á Siglufirði. FB., 2. dez. Frá Siglufirði er símað: Af- skaplegt norðaustanrok og stór- brim var í nótt og morgun. „Ás- Iaug“, fisktökuskip „Kveldúlfs", var' nærri strönduð, en var bjarg- að á seinasta augnabrágði. Þök eru fokin af nokkrum útihúsum og skemd á mörgum húsum, þar á meðai á bræðslustöð ríkis- ins. Eitt íbúðarhús skemdist tals- vert við það, að þak af öðru húsi fauk á það. Nokkrir hjallar fuku alveg. Sjávarólga er svo mikil, að þvær yfir hafnarbryggj- una. „Nonni“ og „Alden" liggja hér. Svar til Go J. 1 Alþýðublaðinu í dag birtist grein eftir G. J. með fyrirsögn- inni „Málverkasýning Finns Jóns- sonar“. Sökum þess, að þessi langa grein er í raun og veru hatram- leg skröksaga um íslenzka mál- ara, dauða og lifandi, þá ber að svara henni með nokkrum orðum. 1 fyrstu staðhæfir höfundurinn, að íslenzkir málarar máli og teikni ekkert annað en landslög. Hann undanskilur þó tvo, Kjarval og Finn. I öðru lagi reynir hann að hrakyrða landslagslist og tel- ur hana vera „eftirlegukind" frá þeim tíma, sem lélegar sam- göngur voru á laudinu! Er það satt, að íslenzkir mál- arar máli eingöngu landslög? — Ég svara þessu eindregið neit- andi. Ásgrímur Jónsson, okkar elzti og líklega mest þekti mál- ari, hefir alt af frá því að hann fyrst fór að mála, málað svo að segja jöfnum höndum landslög og önnur viðfangsefni, t. d. marg- ar altaristöflur, óteljandi við- fangsefni úr þjóðsögunum; sum- ar þeirra eru snildarverk. Ég skal nefna: „Djákninn á Myrká", vatnslitamynd í eigu Guðm. Ein- arssonar myndhöggvara. Þjóð- sagnamyndir Ásgríms í Lesbók- inni eru hverju mannsbarni hér kunnar. Auk þess hefir Ásgrímur málað margar myndir úr Islend- ingasögum og úr nútíðarlífi þjóð- arinnar áuk andlitsmynda, en þö hefir Ásgrímur sjálfsagt náð dýpst í landslagsmyndunum og sýnt í þeim mesta skáldgáfu. Kunnara er en svo, að þörf sé að taka það fram hér, þótt G. J. viti það ekki, að Ásgrímur er Sparið yður tima og peninga með því að aka i gjaldmælÍKbifreiðum §#“ Steindórs. af mörgum talinn meðal beztu landslagsmálara á Norðurlönd- um. Kristín Jónsdóttir hefir einnig málað og teiknað fjölda manna, blóma og dauðra muna (Nature morte) mynda og eru alkunnust málverk hennar úr nútíðarlífi þjóðarinnar. Sama er að segja um Júlíönu Sveinsdóttur og Egg- ert Laxdal. Jón Stþfánsson er ef til vill sá íslenzkra málara, sem hefir sýnt mesta fjölhæfni í að velja „mótív“. Hann hefir málað fjölda landslagsmynda, sjávar, bæja, hafna, háfjalla, sléttna, skýja, stóð á afréttum, altaristöflu, and- litsmyndir, fólk, blóm og margt fieira. Ég skal geta þess, að eir konumynd, sem hann hafði á ís- lenzku sýningunni i Kaupmanna- höfn og í Þýzkalandi, var af mörgum listdómendum talin snildarverk, sem væri sambært því bezta, sem málað væri á því sviði. Ötalinn er enn einn af mál- urum okkár, Gunnlaugur Blöndal. Hann er aftur á móti undantekn- ing að því leyti, að hann svo að segja málar ekki landslög. Gunn- laugur hefir haft verk á sýning- um í París, Kaupmannahöfn, Þýzkalandi og í Tokio og hvar- vetna vakið eftirtekt. Get ég i því sambandi mint á það, að Helge Jacobsen, stjórnandi Glyp- totheksins, keypti af honum eitt verk: „Nakin kona“. Guðmundur heitinn Thorsteins- son málaði þjóðsagnamyndir, stofuböll og margt fleira, löngu áður en Finnur Jónsson byrjaði að mála, og ætti G. J. að muna eftir minningarsýningu eftir hann hér i Reykjavík fyrir nokkrum árum. Ótaldir eru allir yngri mál- arar, sem einnig mála alt jöfn- um höndum. Því næst vil ég með fáum orð- um víkja að þeim fádæma mis- skilningi, að landslagslist okkar sé bara léleg stæling ljósmynda, sem skilja má af því, að G. J. lítur svo á, að ljósmyndavélin geti komlð í stað landslagsmál- aranna. Þetta er fádæma bjána- háttur, því sérhver góður málari notar viðfangsefnið til þess að vinna úr og sýna það, sem hann er mest hrifinn af, og á þann hátt opinberar hann oss sitt sér- einkenni. Hann skapar sitt lista- verk. Þetta gildir jafnt landslög sem annað. G. J. gæti bara sann- fært sjálfan sig um þetta með því að fara með Ijósmyndavél- ina sína á einhvern stað, sem einhver af okkar þektari málur- um hefir staðið og málað, og borið síðan saman ljósmyndina jog „landslagspentunina“, Ef svo ljósmyndin sýndi eins góða út- komu, þá væri því ekkert til fyr- irstöðu, að eins mætti gera með hvert annað viðfangsefni, hvort sem væri fjárhópur í snjó með smalann gangandi á eftir eða karla með flöskuna sína með bæjarburstir í baksýn. Ef ljós- myndin fullnægði listakröfum þjóðar vorrar, þá sé ég heldur ekki annað en að i G. J. gæti einnig sparað þá tvo meistara, Kjarval og Finn, sem hann svo mjög dáir. Þetta skrif G. J. ber vott um, að hann hefir enga útlenda list séð og illa fylgst með íslenzkri list. G. J. hefir engan rétt til að taka sér slík gífuryrði í munn eins og þessi: „Það er eins og íslenzkir málarar hafi ekki svo fasttæka eftirtektargáfu, að þeir geti gripið á lofti og sett fram það, sem leiftur fljót tilviljunin bregður upp fyrir þeim og ekki heldur svo frjósamt hugarafl, að þeir með því geti skapað og sett fram feguxð, sem þeir hafa ekki litið líkamlegum augum — vanti skáldskapargáfu." Sönn list miðast jafnan við það, hvernig það sem hrærir sig í sál listamannsins, opinberast í litum, formi og línum. Háfleyg viðfangsefni verða oft að lélegu listaverki í höndum andlega fá- tækra listamanna, en aftur hið einfaldasta og óbrotnasta við- fangsefni getur orðið að dýrðlegu listaverki, ef á penslinum heldur maður, sem ræður yfir auðugri sál. Reykjavík, 24. nóv. 1929. Jón Þorleifsson. Dollar. Húsmæður, hafið hug- fast: að DOLLAR er langbezta pvottaefnið og jafn- framt það ódýrasta i notkun, að DOLLAR er algerleg óskaðlegt (samkvæmt áður auglýstu vottorði frá Efnarannsóknarstofu rikisins). Heildsölubirgðir hjá: Halldnri Eirlksspi Hafnarstræti 22. Sími 175.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.