Alþýðublaðið - 07.12.1929, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1929, Blaðsíða 4
4 AhÞÝÐUBLA0ÍÐ tekiö eftir því, að því oftar sem hann athugar þau og með þvi meiri nákvæmni og* * alúð, sero hann gerir 'það, þvi meir þrosk- ast athugunarhæfileiki hans og því meiri og fjölbreyttari fegurð uppgötvar hann í jurtarikinu. Og því elskari sem nienn eru að blómum, því athugulari eru þeir og glöggari á hvers konar mis- mun og sérkennileik." Eftirfarandi kafli sýnir, hvaða ?koðun guðfræðikennarinn telur Krist hafa haft á líkamsdauðan- um. „Dauðinn snertir að eins hinn jarðneska líkama, hann gerir hin- :um eiginlega manni ekkert, fær ekki grandað neinu því, sem and-. ans er; persónuleikinn er óskadd- ur, einstaklingseðlið ósnert, minn- ið órofið, sálargáfurnar, hugsana- og tilfinninga-lifið alt heilt og ó- skert, en miklu fremur hafið á æðra stig. — — — Hinn and- legi líkami, sem áður hefir verið falinn í hinum jarðneska efnis- líkama, fæðist við dauðann, svo að segja út úr honum. Það er hann, sem rís upp, þegaT hinn útslitni efnislíkami legst til hinn- ar síðustu hvíidar. Það er hin sanna upprisa, upprisa hins and- lega Iíkama, sem fer fram þegar eftir andlátið. Hitt er ekki annað pn misskilningur, að hinn jarð- neski líkami, sem lagður er i skaut jarðarinnar, eigi nokkuru sinni upp að risa.“ Haraldi Níelssyni var ljóst, hve jjarðbúar eru heiðnir og viltir. Hann sá eins og aðrir heilskygn- jr menn, að hernaðarþjóðirnar eru að eins að nafninu mentar ög að nafninu kristnar, 'þar sem þær slátra enn bræðrum sínum ög beita þá alls konar misrétti. Guðfræðikennarinn segir við á- heyrandann:/ „Neyð veraldarinnar hrópar á hjálp, og þú getur lagt þinn skerf til.“ Ungir menn og gamlir, konur Ðg karlar, þurfa að taka höndum saman og reyna að bæta úr því ástandi, sem nú þjáir oss. Hallgrímur Jánsson. (Jm &sa§5Í3Mi og v&glaii. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugavegi 49, sími 2234- Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 2 barna-guðsþjónusta séTa Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 messar séra Fr. H. I fríkirkjunni kl. 5 séra Árni SiguTðsson. I Landakots- kirkju kl. 9 f. m. hámessa. i Spí- talakirkjunni í Hafnarfirði kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðs- • þjónusta með predikun. — Sam- komur: Sjómannastofunnar kl. 6 e. m. í Varðarhúsinu. Á Njáls- götu 1 kl. 8 e. m. Næturvörður er næstu viku í lyfjabúð Reykjavíkur pg lyfjabúðinni „Ið- unni“. Um Natan Ketiisson og afdrif hans talar dr. Guð- brandur Jónsson fyrir Stúdenta- fræðsluna í kvöld kl. 8V2 í templ- arasalnum í Bröttugötu (áður Gamla Bíó). Styðst Guðbrandur við beztu heimildir, sem hann hefir rannsakað, um þennan ein- kennilega mann, sem svo mikið hefir verið rætt um og ritað, ekki sizt eftir að leikrit um hann hefir verið samið og leikið. — Dr. Guðbrandur kveðst hafa graf- ið upp ýmislegt, sem bregði nýju ljósi yfir ýmiss atriði þessu máli viðkomandi, og mun mönnum sjálfsagt leika forvitni á að heyra skýrt frá því. fsfisksala. „Max Pemberton" seldi afla sinn í Englanjdi í fyrra dag, 300 kassa, fyrir 830 sterlingspund, og „Sindri“ í gær, 600 kassa, fyrir 950 stpd. .Lénharður fógeti" verður leikinn annað kvöld. kl. 8. Málveikasýningu hefir Ólafur Túbals málarí þessa dagana í sýningarsalnum á Laugavegi í. Vinsmyglari dæmdur. Skipverji á „Lyru“ var nýlega dæmdur i lögreglurétti Reykja- víkur í 8 daga fangelsi og 1000 kr. sekt fyrir að flytja inn 27 flöskur af áfengi. Kolaskip kom í gær til „Kola og salts“ og „Alliance". Veðrið. fKil. 8 í morgun var 4 stiga hiti til 1 stigs frosts, 2 stiga hiti i Reykjavík. Útlit hér um slóðir: Breytileg átt og síðan norðan- kaldi. Úrkomulítið. Dálítið frost í nótt. Bœkur. Byltingln i Rússlandt eftir Ste- fán Pétursso* dr. phál. Jimiður ég nefndutf, eför Upton Sinclair. Ragnar E. Kvaran I þýddi og skrifaði eftirmála. Kommúnista-ávarptð eftir Karl I Marx og Friedrich Engels. Byltíng og Ihald úr „Bréfi til LÁru“. . „Húsið vlð Norðará“, íslenzl leynilðgreglasaga, afar-spennandi. Rök jafnaðarstefnunnar. Útgef- andi Jafnaðarmannafélag fslands, Bezta bókin 19%. Fást í afgreiðslu Alþbl. það tókst ekki, en við það slapp hún. — Nú hefir lögreglan komist að því, hvér maður þessi er. * '•'H Árshátið verkakvennafélagsins „Framtíð- arinnar" í Hafnarfirði í gær- kveldi var ákaflega vel sótt og fór hið bezta fram. Aðalbjörg Sigurðardóttir flytur fyrirlestur sinn, „Játn- ingin mín“, í bæjarþingssalnum í Hafnarfirði á morgu'n kl. 4. Heilsufarsfréttir. (Frá landlækninum.) Siðast liðna rúku (24.—30. nóv.) ágerð- ist hettusóttin hér í Reykjavík, veiktust 131. Að öðru leyti var heilsufarið svipað og næstu viku á undan. Veiktust 89 af háls- bólgu og 49 af kvefsótt. E>á viku dóu 5 manns í Reykjavík. Hijóðfæraverzlnn Helga Hall- grimssonar hefir látið gera breytingar á búð verzlunarinnar þannig, að kaupendur geta eftirleiðis í fullu næði reynt grammófóna og plöt- tur í þremur smáherbergjum, sero til þess eru ætluð. Ný klæðaverzlun. Einar og Hannes hafa opnað nýja klæðaverzlun og saumastofu á Laugavegi 21, þar sem klæða- verzlun Guðmundar Vikars var áður. „Dagsbrúnar‘-fundi verður frestað til laugardags- kvölds í næstu viku. Sjá auglýs- ingu! „J af naðarmannskona“! Margir menn leitast við að framkvæma áhugamál yðar! H. Árás var fyrir nokkru gerð á stúlku á götu hér í Reykjavík utn miðja nótt, svo sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu. Reyndi ó- kunnur maður fyrst að fá hana með sér upp í bifreið, en þegar hún neitaði vildi hann samt fá hana upp í bifreiðina engu að síður og sparkaði í hana þegar Skátafélagið „Ernir“ byrjar vetrarstarfsemi sína á morgun og treystir félögum sínum (einnig nýliðum) til að fjölmenna í barnaskólanum kl. 11 f. h. Tvær bækur. Nýlega eru komnar í bóka- verzlanir bækurnar „Þjóðlegar myndir“ og „Myndabók barna". Bóki’ „Þjóðlegar myndir“ hefir, eins og nafnið bendir til, inni að halda ýmsar sérkennilegar, þjóð- legar myndir, dregnar af Árna Ólafssyni, sem er ágætur teikn- ari. Myndunum fylgja ritgerðir. sögur og eitt æfintýri. Ætti bók þessi að vera ágæt skemtibók bæði fyrir unglinga og ekki síð- ur fullorðið fólk. Myndabók barna hefir inni að halda alþekt Landspektu i fkóaa, sviirtu meO krómleOurbotnun- nm, seljom við lyrir að eins 2,05. Vlð hShun úvalt stærsta úrvalið i borginni af alis- bonar innlskófatnaði. — Altaf eittbvað nýtt. Eirjknr Leifsson, skóverzlun. — Laúgavegi 25. &lííAapreatiiBiðjaB, Mwflspti 8, síffli 1294, tðkac aS aér «!>■ koaar tjsklíierlBp'rant- am, nva sem erllllóQ, nORðngnMÍ8», bréf, reikutaRB, kvittaui; o. s. Irv., og al- KreiSlr vlaaass tljótt o« viS réttu verSI Saxað kjðt, Kjðtfars. Kleln, Baldursgötu 14. Sími 73. Rakvélar, Rakfolöð, Rakkústar, Rakhnifar. Vald. Poulsen, Klepparstíg 29, Síml 24. MUNIÐ: Bf ykkur vanfar húf* gögn ný og vönduð — emnfg cetað — þá komíð á fomsölun*, Vatnsstlg 3, «ími 1738. NÝMJÓLK* fæst allan daginn í Alþýðubrauðgerðinni. Divanar, _ fjaðrasængur og madressur með sérstöku tæki* færisverði á Bárugötu 10. * Vandaður divan til sölu með tækifærisverði á Grundarstíg 10, kjallaranum. IHvergi betrl bol að fieni | bolaverzinn Ouðnn Einaraaonar & Einars. B Simi 595.g þulubxot, svo sem: „Fuglinn 1 fjörunni, hann heitir már“ og „Einu sinni rérum við einskipa á sjó“ o. fl. og eina sögu. Sög- unni og þulunum fylgja mjög laglegar myndir. c. Ritstjóri og ábytgðarmaðu Haraldar Gvðmufldsson, Alþýðttprm^œ^tn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.