Morgunblaðið - 04.01.1962, Síða 3
Fimmtudagur 4. jan. 1962
MORGUNBL AÐ1Ð
3
BETTINA
BROSIR Á NÝ
TÆP tvö ár eru liðin síðan
kvennagullið fræga, Ali Khan,
lenti í bifreiðaslysi í París og
beið bana. I bílnum var
einnig unnusta hans, Bettina,
þekkt sýningarstúlka í París-
Hún hélt lífi en var þeirrar
skoðunar að hiin liti aldrei
framar glaðan dag.
EN tínninn græðir öll sár.
IBettina hefur aftur höndlað
hamingjuna. Það gerðist á sól-
bakaðri strönd Sikileyjar,
þangað sem hún flúði til þess
að reyna að gleyma. Á Sikil-
ey hitti hún ítalskan greifa,
Lorenzo Attolico, og til að
gera langa sögu stutta: I»au
urðu á'stfangin og Bettina
brosir á ný.
GLAUMURINN og þeytingur-
inn fram og aftur, sem ein-
kenndi líferni Ali Klians, og
Bettina hreifst af, er langt
fjarri. Nú alta hjónakornin í
kerruvagni um kyrrláta akra
Sikileyjar og segjast fullkom-
lega hamingjusöm.
Vinstri-villa „ellisjúk-
dómur kommúnismans"
— segir Janos Kadar og líkir klofningn-
um vegna Albaníu við ósamkomulagið
milli Lenins og Trotskys
JANOS Kadar, ungverski komm-
únistaforinginn, skrifaði um dag-
inn grein í Pravda, málgagn rúss
neska kommúnistaflokksins, og
líkti þar klofningi þeim, sem nú
er upp kominn meðal kommún-
ista í Albaníu, við ósamkomulagið
milli Lenins og Trotskys á sínum
tíma. Grein Kadars tók upp nær
einn fjórða af venjulegu frétta-
íúmi Pravda — og þótti það
einkum athyglisvert vegna þess,
að fulltrúaráðstefna rússneska
kommúnistaflokksins um hug-
sjónafræðileg spursmál hafði haf
izt daginn áður í Kreml. Krúsjeff
ávarpaði ráðstefnuna, en þess var
aðeins getið lauslega í blaðinu.
Kadar dregur í grein sinni al-
gerlega taum Rússa — og gerir
harða hríð að Enver Hoxa og
„skósveinum" hans. í því sam-
bandi varpar Kadar m. a. fram
þeirri spurningu, hvort vera skuli
„ein eða fleiri miðstöðvar í hinum
kommúníska heimi“ — en hvergi
minnist hann þó á Kínverja beint
eða hið nána samband þeirra og
Albana í seinni tíð. Hins vegar
þykir hinn herskái tónn í grein-
inni benda til þess, að engar veru
legar breytingar hafi orðið á
ástandinu síðan á 22. flokksþing-
inu — og gjáin milli Moskvu og
Peking sé enn jafn djúp og breið
sem þá kom í ljós.
Kadar segir m. a. í greininni,
að albanskir kommúnistar hafi
ekki upp á neitt að bjóða nema
„ævintýrastéfnu, falskan radíkal-
isma og innantómar svívirðingar
um heimsvaldasinnanna, sem
ekki geti orðið þeim til nein
tjóns“ (þ. e. „heimsvaldasinnun-
um“). — Kadar lætur svo um
mælt á einum stað í grein sinni,
að vinstri-villa virðist nú vera
orðin að „ellisjúkdómi". Ekki
segir hann neitt um það, hvaða
kommúnistar þjáist af „ellisjúk
dóminum“. Hins vegar má á það
benda, að Enver Hoxa er ekki
enn fimmtugur — en aftur á móti
er Mao Tse-tung hinn kínverski
nú 68 ára að aldri. — Kadar rifj
ar upp, að Lenin hafi „ekki af
tilviljun" — talað um vinstri-
villu stefnu sem „barnaveiki
kommúnismans“. „En, því mið-
ur“, heldur hann áfram, „virðist
okkur nú á sumum, sem þetta sé
orðinn ellisjúkdómur“. Kveður
hann þann sjúkdóm geta orðið
hinn hættulegasta þegar miklir
valdamenn taki hann.
íslendinga-
fundur í Oslo
I
LANDAR í Osló minntust að (
vanda 1. desember með því að j
koma saman til veizluhalds. Und- |
irbúning að þessum fagnaði önn-
uðust þau Guðrún Brunborg, Sig-
urður Hafstad og Markús Einars-
son, form. stúdentafélagsins og
stóð hófið í stúdentagarðinum á
Sogni. Söfnuðust gestir saman í
hinni einkar vistlegu fslendinga-
stofu, sem er á efstu hæð í einni
byggingunni, og úr gluggunum
þaðan er prýðisgott útsýni yfir
mikinn hluta borgarinnar. Þessi
stofa er nú miðstöð félagslífs fs-
lendinga í Osló, og hefur frú
Brunborg átt mestan þátt í að
koma henni upp.
En vitanlega var stofan of lítil
til veizluhaldsins, því að þarna
munu hafa verið 90—100 manns,
flest ungt fólk. Stóð hófið því í
veitingasal stúdentagarðsins, og
sá forstöðukonan þar um fram-
leiðsluna. Maturinn var vitan-
lega fyrst og fremst ágætt hangi-
ket, gjöf frá Flugfélagi íslands,
og svo pönnukökur, sem frú Brun
börg mun hafa „lagt í búið“, en
„kverkavætan" með matnum
mun hafa komið frá ambassadorn
um, Haraldi Guðmundssyni, sem
því miður var ekki viðstaddur.
Borðhaldinu stjórnaði Þór Jakobs
son og vOru margar ræður haldn-
ar og mikið sungið. Ræðu fyrir
deginum flutti Skúli Skúlason, en
einnig fluttu stuttar ræður frú
Brunborg, Sigurður Hafstad, P.
Wendelbo aðalræðismaður, sem
einu sinni var norskur ræðismað-
ur heima, en er nú nýkominn til
Oslóar ásamt Helgu konu sinni,
eftir 9 ára starf í Marseille. Þá
talaði og forst.jóri stúdentagarðs-
ins og Jón Thor Haraldsson
flutti skemmtilegan „prologus".
Að borðhaldinu loknu skemmti
fólk sér við dans til kl. 2.
Listi gekk milli manna um end
urstofnun íslendingafélagsins, á
breiðara grundvelli en áður og
skrifuðu 63 sig á hann sem með-
limir. Á sú tala eflaust eftir að
hæjtka mikið.
Á Garði í Sogni búa nú 15 ís-
lenzkir námsmenn, karlar og kon-
ur, og una vel hag sínum. Það er
ómetanleg stoð íslenzku náms-
fólki í Osló, að hafa fengið bú-
stað í þessum mikla stúdentabæ.
Þar geta búið um 1100 stúdentar.
En yfir sumarmánuðina eru stú-
dentabústaðirnir notaðir sem gisti
hús fyrir útlenda ferðamenn.
Gestur.
SIAKSTTI Wll
Ný vinnulöggjöf
Mikið hefur undanfarin ár ver-
ið rætt um nauðsyn nýrrar vinnu
löggjafar í stað hinnar eldri, sem
að mörgu leyti er ófullkomin og
úrelt orðin.
Jón Þorsteinsson, einn af þing-
mönnum Álþýðuflokksins, ræðir
þetta mál nýlega í grein er hann
ritar í tímarit Samhands ungra
jafnaðarir.anna. Telur hann nauð-
synlegt að setja nýja vinnulög-
gjöf, þar sem m.a. verði ákvæði
um að stórauka sáttastarf í
vinnudeilum. Telur hann að þá
verði ríkissáttasemjara og hér-
aðssáttasemjara gefið meira vald
en þeir nú hafa. Kemst Jón m.a.
að orði um þetta atriði á þessa
leið:
„Það ætti að vera óheimilt að
boða til vinnustöðvana nema
vinnudeilan hafi áður verið til-
tekinn tíma í höndum sátta-
semjara."
Allsherjaratkvæða-
greiðsla fari fram
Þa telur Jón Þorsteinsson að
setja verði ákvæði um, að skylt
sé að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu, þegar tekin sé ákvörðun
um vinnustöðvun í verkalýðs-
félögunum. Kemst hann að orði
um þetta atriði á þessa leið:
„Með því að heimila ekki að
verkalýðsfélög hoði vinnustöðv-
un á annan hátt en þann, að
fram fari allsherjaratkvæða-
greiðsla, sem allir félagsmenn
geti tekið þátt í, þá er notuð
miklu lýðræðislegri aðferð, og
þá er alltaf tryggt að ekki sé
farið út í slíkt stórræði, sem
vinnustöðvun er, nema því aðeins
að raunverulegur meirihluti í
verkalýðsfélaginu sé því sam-
þykkur.“
Enginn friðartónn
í Tímanum
Tíminn birtir í gær forystu-
grein um hina hófsömu og vit-
urlegu áramótaræðu Bjarna
Benediktssonar. Er enginn frið-
artónn í málgagni Framsóknar-
flokksins í þessari forystugrein.
Þvert á móti ræðst það með
sköir.mum á Bjarna Benedikts-
son og endurtekur í leiðinni
gamla sleggjudóma um að við-
reisnarráðstafanir núverandi
ríkisstjórnar hafi fyrst og fremst
miðað að því að skerða hag
„lágtekjufólks.“ Síðan kemst
Tíminn að orði í fyrrgreindri for-
ystugrein á þessa leið:
„Það er eftir slíkan verknað,
sem Bjarni flytur svo áramóta-
ræðu um stéttafrið!
Sjá ekki allir heilindin og til-
ganginn. sem hér býr á bak við?
Það á að stimpla þá ófriðarmenn,
sem vilja fá það aftur, sem tekið
var ranglega af þeim með geng-
islækkuninni! Þeir. sem. stóðu
að henni, eru friðarenglarnir'! Er
hægt að feta betur í fótspor
þýzka meistarans?"
Morgunblaðið telur rétt að les-
endur þess og þjóðin öll fái að
kynnast því, hvernig Tíminn tek-
ur ábyrgum og öfgalausum
ábendingum forsætisráðherra
landsins um nýjar leiðir til þess
að tryggja alþjóð raunverulega
bætt lífskjör.
Kommúnistar hófsamari
Kommúnistamálgagnið gerir
ræðu forsætisráðherra á gaml-
árskvöld einnig að umtalsefni í
forsíðugrein í blaðinu í gær. Er
það töluvert hófsamara en Tím-
inn. Birtir það kafla úr ræðu
forsætisráðherra og dregur af
henni þá ályktun, að tímakaup
verkamanna sé a. m. k. 50% of
lágt. Komir.únistablaðið fagnar
ummælum forsætisráðherrans
um 8 stunda vinnudaginn,