Morgunblaðið - 04.01.1962, Page 11

Morgunblaðið - 04.01.1962, Page 11
Fimmtudagur 4. jan. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 11 Hornsteinar trúarbragðanna III. Brestir og bönd innan kristninnar eftir Arnold Toynbee London, 3. ágúst. SE KRISTINN maður á Vestur- löndum spurður að því, hver sé Ihöfuðskipting hinnar kristnu kirkju, mun hann næstum vafa- laust svara því til, að kirkjan skiptist í kaþólska kirkju og mótmælendakirkju. En sannleikurinn er hins veg- ar sá, að þessi skipting er að- eins staðbundin — og raunar ný- tilkomin — og á við tvær grein- ar innan Kristninnar, sem engan veginn eru meginþættir hennar íié miðstöð. Megingrein og mið- stöð Kristninnar er orþódoxa kirkjan, en kjarni hennar er grískur, ásamt náskyldum grein- urn í Georgíu, austurslavnesku löndunum og Rúmeníu. í vestri er svo hinn kaþólskpróte- Btantíski vængur Kristninnar, og í austri eru ennfremur tvær grein ar Kristni, monophysiska eða eineðliskirkjan og nestoriska kirkjan. ■ Oslitin keðja eineðliskirkna náði eitt einn frá Armeníu um Sýrland, Egyptaland, og Núbíu til Abbyssiníu; og báðir enda- hlekkirnir í Armeníu og Abys- siníu eru enn traustir, þótt hlekk irnir á landsvæðunum milli þess- arra landa séu nú veikir eða sem engir. Nestorianar voru hraktir burt úr Rómarveldi austur á bóginn inn í Persaveldi, og nestorísk ?,kirkjugrein“ teygði sig á Gyð- ingavísu, þvert yfir Asíu til Norður. Kína, tií Mongólíu og til suð-vesturhluta Indlands. Þessar sögulegu staðreyndir beindu augum manna að vesi- rænni Kristni. I augum orþodox- kristinna manna, eru kaþólskir og mótmælendur einungis tvær lítilvægar klofagreinar vestrænn ar Kristni. Kristin orþódox-kirkja var í rauninni innlimuð í keisaraveld- ið rómverska, og að því frum- kvæði risu svo orþódox-kristnar kirkjur, eftir að Rómarveldi leið undir lok. A dögum Ottoman- keisaraveldisins viðhéldu menn orþódox trú sinni í þeim löndum, eða þá hún kviknaði utan keisara veldisins, eins og í rússneska keisaraveldinu. I orþódox-kristn um löndurn, þar sem ríkiss'tjórnin og þjóðin hefur játað orþódox- 'kristna trú, hefúr tilhneigingin hvarvetna verið sú, að kirkjan beinlínis innlimist ríkinu. Undir stjórn Ottoman-veldisins, sem játað Múhameðstrú, voru hinir orþódox-kristnu kiikjuhöfð ingjar ennfremur stjómmálaleið- togar safnaðar síns og ekki ein- vörðungu í augum safnaðarins, heldur einnig augum Ottoman- etjórnarinnar. Mohammed ein- valdur skipaði kirkj uhöfSngj ann í Konstantinopel opinberan stjórn anda allra orþódox-kristinna pre- láta, sem voru óháðir kirkjuhöfð ingjanum í Konstantinopel í öll- um kirkjunnar málum. Þessi eögulega staðreynd varpar ljósi á afstöðu kirkjuhöfðingjans í Moskvu í dag gagnvart kommún- istastjórn Sovjetríkjanna, og auk jþess á afstöðu Makariosar erki- biskups gagnvart grísk-orþódoxa söfnuðinum á Kýpur annars veg- ar og gagnvart Kýpurstjórn hins vegar. I augum kristinna manna é Vesturlöndum kann undirgefni orþódoxu kirkjunnar við orþó- doxar ríkisstjórnir áð virðast þrælsleg. Það er satt, að síðustu 900 árin hefur rómversk-kaþólska kirkjan hampað því, að hún sé óháð rík- inu, og ef í odda skerist, sé hún ríkinu meiri. En páfadómur greip ekki til þessa, fyrr en hann var knúinn til þess, er rómverska keisaraveldið í vestri leið undir lok. Eftir siðabótina hafa ennfrem- ur lútherskar og anglikanskar mótmælendakirkjur í Evrópu lotið mæbti ríkisins, ef það játar trú þeirra, af engu minni undir- gefni en nokkru sinni orþódoxa kirkj an. Munurinn á hinum ólíku grein um kristinnar kirkju er hins veg- ar ekki nema á yfirborðinu. Grundvallartrú og afstaða hverr- ar kirkjugreinar er hvarvetna sú sarna, enda þótt sérhver kirkju- grein finni öðrum ávallt eitthvað til foráttu. Gyðingum gremst ekki að ástæðulausu hinn kristni vani, sem sýnilega virðist ólæknandi, að líta á þá, trú þeirra og sögu einungis frá kristilegum sjónar- hóli. Hin opinbera kristna kenni setning er sú. að tilveruréttur Gyðingatrúar hafi einvörðungu verið til þess að leggja hornstein ana að Kristninni. Þegar þeir hefðu lokið þessu hlutverki sínu, hafi Gyðingatrú ekki átt neinn rétt á sér og hefði átt að mást út og renna saman við kristna kirkju. Auðvitað viðurkenna Gyðing- ar ekki hina kristnu túlkun á sögu þeirra. Kristnir menn, sem frá blautu barnsbeini hafa litið á Gyðinga með augum Kristninnar ættu að reyna sér til sálubótar, þótt eríitt sé, að líta einu sinni á eigin trti með augum Gyðinga. I augum Gyðinga hafa kristnir menn keypt hina gífurlegu út- breiðslu trúar sinnar dýru og vafasömu verði. Við þessu verði var það hægðarleikur einn að blekkja þá, sem ekki játuðu Gyð ingatrú með skrumskældri mynd af hinni nýju og háleitu guðs- mynd, sem Gyðingar höfðu skap- að sér eftir þrotlaust andans erf- iði í aldaraðir. Kristnin fékk menn á sitt band, með því að að hundsa nokkra veigamestu andlegu ávinn inga, sem Gyðingar höfðu áður náð. Kristnin kryddaði eingyðis- trú Gyðinga með fjölgyðisdýrk- un, sem spámenn Israels og Júdah höfðu barizt gegn frá því á ní- undu öld fyrir Krists burð. Og kristnir menn fóru ennfremur að dæmi Grikkja, er þeim varð á sú viðbjóðslega egypzka skyssa að kenna mennskan mann við Guð. I augum Gyðinga eru kristn- ar kenningar um Heilaga þrenn- ingu og guðdómleika Krists tvö ljótustu dæmi um heiðni, meðal þeirra, sem ekki játa Gyðinga- trú. Þetta brýtur í bága við þann sannleik, sem Gyðingatrú hefur fundið; og þessi blekking er skelfileg, vegna þess að hún er sprottin frá útlægum Gyðingum, sem hljóta vísvitandi að hafa gerzt sekir um slíka synd. Lí’klega hefði Jesú ekki blöskr að síður en öðrum Gyðingum of- beldi kristinna manna gagnvart Gyðingdóm, ef hann hefði lifað að sjá gerðir lærisveina sinna. Við vitum úr Nýja Testamentinu, hverjar kröfur Jesús gerði til lærisveina sinna, og augljóst er, að þessar kröfur samræmast eng an veginn eingyðistrú, eins og Gyðingar skilja hana. En það, sem lagt er Jesú í munn í Guð- spjöllunum, er engin sönnun þess, að Jesús sjálfur hafi gert slíkar kröfur. Hvað snertir sannanir í Guð- spjöllunum, þá virðist raunin ekki vera sú, að ósátt Jesú og Farísea hafi stafað af því, að Jesús hafi haldið fast við guð- dómleik sinn. að bendir ekkert til þess, að Jesús hafi ekki verið sanntrúaður Gyðingur. Farísear fundu það honum til forattu, að harm predikaði frá eigin brjósti í stað þess að hafa yfir trúarskýr ingar Torah-'bókanna, sem í augum Farísea túlkuðu sann- leikann, samkvæmt úrskurði vit- ringa Gyðinga í margar aldir. Hvað sem Jesús hefur haldið um þær gerðir lærisveina hans að upphefja hann í guðatölu, er raunin sú, að kjarni kristinnar trúar hefur verið bundinn til- beiðslunni á Jesú sem Guði holdi klæddum. Hvað þetta mikilvæga atriði snertir, svipar Kristninni til hinnar múhammeðsku Shiite dýrkunar á Ali og Husayn, Hindu dýrkunarinnar á Vishnu og Shiva, og Mahayanisk-Búdda- dýrkunarinnar á bodhisattava. Hin ástriika og miskunnsama guðsmynd er arfleifð Kristninnar frá Gyðingatrú, og í Gyðingatrú átti þessi guðsmynd, eins og sýnt hefur verið, sér langa sögu að baki, áður en Kristnin eignaði sér hana. En sú trú, að Guð hafi sýnt kærleik sinn og miskunn- semi með því að fórna sjálíum sér, hrjáðum mannabömum til sáluhjálpar, á ekkert skylt við Gyðingatrú, heldur Mahayana; og Kristnin hefði naumast skap- að sér þessa sérkristnu guðs- mynd, ef hún hefði haldið tryggð sinni við eingyðishugmyndir Gyð inga og ekki gripið að miklu leyt (ef sú hefur verið raunin) til fjölgyðistrúar og mannadýrk- unar. A fyrstu öld Kristninnar var hugmyndin um þjáðan Guð ekki ný í Palestínu, né heldur annars staðar, þar sem lífsframfæri manna var bundið akuryrkju. Guð gróðursins, sem deyr árlega og ris upp að nýju, til þess að mannkynið megi lifa, var til í Palestínu og Föniltíu í líki Adon- is og Baal, en sagt er frá dauða og upprisu Baal í kvæði frá því 1400 f. Kr. en kvæði þetta fannst í miklum kvæðabálki í fönikísku borginni Ugarit (Ras ash: Shamrah) við Sýrlandsstrendur rétt norðan við Lattaqieh. I hinni ísraelsku sögu af Isak, sjáum við mynd af útvöldu fóm- arlambi, sem sjálfviljugur lýtur þeim örlögum að verða fórnar- lamto. Tilbeiðslan á Kristi og bodhisattava er sprottin af trúimi á það, að algóð vera fórni sér kærleiks þess sem hún ber til sér óæðri vera. Þessi trú, og sú trúarskoðun, sem fylgir henni, enu frumkjarni Kristninnar, og þessi kjarni er dreginn saman í öðmm kafla bréfs Páls til Philip. pimanna, 6—8 versi. Eigin sannfæring Kristninnar er sú, að maðurinn eigi að fara að dæmi Guðs, sem holdi klædd ist í Jesú, með því að aðhafast það, sem kærleikurinn býður hon um, jafnvel þótt afleiðingin verði sú, að maðurinn stofni sér í bráða hættu. Frá sjónarhóli Kristninn- «r eru þjáningar eitthvað, sem annað hvort ber að forðast eða hlúa að þjáninganna vegna. Þjáningar verður að horfast í augu við, sætta sig við og um- bera, ef kærleikurinn býður manni svo. Æðsta mark Kristn- innar er að lúta mannselsku sinni, ekki að forðast þjáningar með því að forðast kærleikann. Þetta er sá burðarás, sem Kristn in stendur eða fellur með. Höfðingleg g/öf FYRIR nokkm bárnst björgunar- og varðskipinu Albert, kr. 30 þús. að gjöf frá kvennadeild slysa- varnafélagsins á Akureyri Og björgunarskútusjóði Norðurlands en fyrir þessa upphæð hefur nú verið keypt 16 mm kvikmynda- sýningarvél fyrir skipið. Áhöfnin á Albert flytur hlut aðeigandi aðilum hér með inni legustu þakkir fyrir þessa höfð inglegu gjöf. I SEPTEMBER varð hryllilegt slys á kappakstursbrautinni í Monza i ltalíu. Frægasti kapp- ekill Þjóðverja, Berghe von Trips greifi, sem ók rauðum Ferrari-bíl rakst á bíl enska ökumannsins Jims Clarks Lotus, kastaðist út úr bílnum og dó samstundis, en bíllinn rann áfram inn í mannfjöld- ann og drap 15 manns og særði Raunasaga mörgum sinnum fleiri. Ferran bíllinn hefur undan- farin tuitugu ár verið talinn emn ágætasti kappakstursbíll ' í neimi. Og Enzo Ferrari, sá sem smíðað hefur þessa bíla, lifir enn. En eftir slysið lagð- ist hann rúmfastur og hefur ekki verið mönnum sinnandi síðan Og hann hefur afráðið að smíða aldrei bíl framar, og lokað snuðjum sínum I Maran ello við Modena. Enzo Ferrari lagði ekki stund á fjöldaframleiðslu. Smíðaði ekki nema 20-30 bíla á mánuði, og aðeins eftir pönt un. Lysthafendur skrifuðu hon um og tiltóku hvernig bíllinn ætti að vera, og fengu svo þann bíl, sem þeir báðu um, en hann var dýr. Kaupendurn ir voru menn, sem gátu borg- að. Ferrari sagði sjálfur: „Skiftavmir mínir eru nærri því eins brjáiaðir og ég sjálf- ur — og þeir vita að brjálsem- in kostar peninga". En þrátt fyrir verðið hefði framleiðsl- an ekki borgað sig, ef bifreiða verksmiðjurnar Fiat og Lancia hefðu ekki lagt fram fé til hennar. Ferrari-bílarnir þóttu sem sé góð auglýsing fyrir ítalska bilaframleiðslu. Og kappaksturmennirnir eru flestir auðmenn, sem hugsa ekkert um peninga. Þeir eru eins og nautabanarnir — frægðin og æsingin er þeim fynr öjIu Ferrari var af öðrum toga spunninn. Faðir hans var fá- tækur verkamaður og móðir háns vann í tóbaksgerð. En hugur Enzo hneigðist í barn- æsku að vélfræði. Kynni hans af kappfiKstursbílum urðu til þess að hann varð sjálfur kapp ekill og tók þátt í kappakstri fyrir Aifa-Romeo-verksmiðj- urnar i 7 ár. Arið 1947 stofn- aði hann eigin bílasmiðju, og var þá 47 ára. Ferrari-bílarn- ir urðu lieimsfrægir, en það var ekki heiglum hent að heimsfrægir, en það var ekki v.nna hjá Ferrari, því að hann rak umsvifalaust þá verkfræð- inga og tæknimenn, sem hon- um líkaði ekki við. Hann var allur 1 smíðinni, gaf sér ekki tíma til að tala við nema háttsetta gesti, svo sem Leopold Belgakonung og Bernhard Hollandsprins, eða þá fólk sem uaglýsingamatur var í, svo sem Onassis skipa- konung eða Brigitte Bardot. Oft hafa góðir vinir Ferraris toeðið bar.a í kappakstri, án þess að hann hafi tekið sér það nærri, en slysið við Monza . reið honum að fullu. Og ann- arri mæðu hafði hann orðið fyrir líka, einkabarn hans, sonurinn Dino, sem hafði verið ætlað að taka við fyrirtæki föður síns, fékk blóðkrabba 16 ára gamaíl og dó 25 ára, fyrir fimm árum. Ferrari hefur gert sér för að gröf hans daglega síðan, Og nafnið Dino lét hann setja á hvern einasta hreyfil sem hann smíðaði. Og móðir Dinos hefur tekið til í her- bergi nans daglega, eins og hann væn enn á lífi, og síðan hann dó heíur hún gengið sorg arklædd. — Hún hefur mætt fyrir hönd firmans á kappmót- unúm, sem Ferrari-bílar tóku þátt í, því að Enzo Ferrari þoldi ekki þá geðshræringu að horfa á bílana sína, sem börð- ust fyrir sigrinum — uppá á líf og dauða mannsins, sem við stýrið sat, og stundum þeirra, sem horfðu á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.