Morgunblaðið - 04.01.1962, Síða 16
16
MORGllNBLAÐlb
Fimmtudagur 4. jan. 1961
r----------n
Margaret Summerton
HÚSiO
VÍÐ
SJÚINN
Skáldsaga
fourtu inn í aldingarðinn. en það
var engin ástseða til að halda, að
það hefði verið Ad'kins.
Ég leit upp. 1 löngum garðstól
úti fyrir gluggadyrunum út í
garðinum sat Edvina. Á lágu
borði við hlið .hennar var silfur-
bakki en sólin ^endi geisla gegn
um séríflösku og gias. sem stóð á
bakkanum.
Hún horfði út í bláinn og enda
þótt ég kallaði til hennar. sá
hún mig ekki. Þegar ég átti ekki
nema nokkur fet eftir til hennar
kallaði ég aftur og nú með á-
kafa. Þessi einkennilegi óhreyfan
leiki hennar, rétt eins og hún
væri dauð, en með opin augu,
skelfdi mig. Ég greip í handlegg
inn á henni.
Hann hreyfðist og það gerði
höfuðið á henni líka en aðeins ör
lítið. Þá mættust augu okkar en
hennar voru eins sviplaus og hún
væri að horfa á eínhvern blá-
ókunnugan.
Ég snerti hana aftur og kallaði
með ákafa: Amma!
Nú það ert þú, sagði hún og
hreyfði sig ofurlítið um leið.
Hefurðu verið sofandi?
Sofandi? Til hvers ætti ég að
vera sofandi á þessum tíma morg
uns?
Það er svo heitt sagði ég mátt-
leysislega.
Hún lyfti glasinu. tæmdi það
og bað mig hella í það aftur.
Hefurðu setið hérna alein?
spurði ég.
Því ætti ég ekki að sitja hér
ein? svaraði hún.
Þá tók ég eftir litlum bögli hjá
henni á borðinu, en hann leit
ekki út nema eins og viskur af
umbúðapappír.
Hún *leit einkennílega á mig
lengi, en svo fór hún smátt og
smátt að brosa og sagði síðan í
hálfum hljóðum. Við hvað ertu
hrædd, Charlotte? Segðu mér
það.
1 sama bili féll skugginn af
Mark á okkur og hún leit við.
Mér létti stórum að sjá hann
þama. En þegar hann heilsaði
mér aðeins kæruleysislega um
leið og Edvinu ag beindi svo allri
athygli sinni að^henni, fann ég
til snöggs sársauka. Ég fann, að
ég gat ekki horft á hann.
Hann sagði Edvinu, að hann
hefði í hyggju að fara aftur til
London á laugardag. Hún svaraði
því engu, en kinkaði aðeins kolli,
syfjulega.
Svo varð þögn hjá okkur þang
að til Kelly kom og rauf hana.
Hann snuggaði og þefaði af fót-
unum á mér, sneri svo snöggvast
að Edvirni, en missti svo allan
áhuga á henni Og hljóp geltandi
til Marks.
Mark klappaði honum á haus-
inn og skemmti honum með því
að fleygja priki handá honum að
sækja, en þá greip Edvina fram
í: Hann Esmond átti hann. Hann
er enn að leita að húsbónda sín-
um.
Ég leit á Mark, en hann var
önnum kafinn að horfa á Kelly,
sem var að snuðra eftir prikinu
í rósarunni. Ég varð gripinn ein-
hverri skelfingu, sem ætlaði að
kæfa mig. Hversvegna hafði
Edvina nefnt Esmönd á nafn?
Því var hún ekki vön. Ég óskaði
þess heitt, að annaðhvort færi
hún inn, eða þá að mér gæfist
hugrekki til að spyrja hana, hvort
hún hefði fengið nokkra heim-
sókn um morguninn. Og forlögin
uppfylltu fyrrnefndu óskina.
Hún tók að vinda sig alla, eins
og hún var vön áður en hún
stóð upp úr sæti. Þetta dáleiðslu
kennda máttleysi var alveg horf-
ið. Ég er búin að vera nógu lengi
úti, sagði hún. Það er kominn
tími til að hypja sig inn. Hún
sneri sér að Mark. Þú ættir að
ná í hann Russel og segja hönum
að vera tilbúinn með bílinn stund
víslega klukkan fjögur.
Ætlarðu eitthvað að fara?
spurði Mark. hissa.
Við ætlum ÖH eitthvað að fara,
hvæsti Edvina. Þú, Carlotte, Lísa
og Timmy. Við ætliim að drekka
te á Sjávarhóli. Þegar þú hefur
náð í Russel, geturðu sagt frú
Russel að láta öfan í körfurnar.
Láttu þér ekki bregða svona,
Charlotte. Hvað er skemmtilegra
en að fara eitthvað út í svona
góðu veðri
Meðan hann afi þinn lifði, vör-
um við alltaf vön að fara þangað
og vera þar úti við, síðast á haust-
in. Og hvað sem öðru líður, þarf
ég að hitta hana Fóstru. Það er
tími til kominn að athuga, hvaða
vitleysuna hún er nú að gera.
Ég svaraði. Sagði Lísa þér ekki
frá því? Hann sonarsonur henn-
ar sótti hana í bíl í mörgun. Hún
ætlar að fara . . . í frí til hans,
dálítinn tíma.
Ég bjóst við. að gamla konan
þyti upp, fokvond. Þess í stað
hló hún og skríkti. Augun leiftr-
uðu grimmdarlega ög munnur-
inn skældist. Og hversu lengi
heldur hún, að hún haldist við
þar? Engin innanhússþægindi og
krakkarnir hangandi í pilsun-
um hennar allan daginn: Nei, hún
ætlar seint að læra, kellingar-
bjámnn!
Mark sagði: Ættum við ekki
að láta Tarrand vita af því, að
við séum að koma? Það er ekki
víst að honum sé þægilegt að
fa allt í einu fimm manns í te.
Það er engin ástæða til þess,
svaraði Edvina hvasst. Ég er ekki
að fara frarc. á neina gestrisni
af hans hendi og við höfum sjálf
með okkui mat. Og það mætti
kannske minna þig á, að húsið
er mín ei^n. Þegar ég leyfði Ivor
að búa þar, áskildi ég mér að
mega koma þangað hvenær sem
væri. Það er skýrt tekið fram
í byggingarbréfinu. Og hann má
prísa sig sælan, að ég skuli
aldreí hafa notað mér þennan
rétt fyrr.
Nei, þið þurfið ekki að hafa
fyrir því að hjálpa mér inn. Ég
er alveg sjálfbjarga. Ég hef sagt
ykkur það hundrað sinnum, að
allt sem ég þarf er nægilegt svig
rúm.
Hún sneri sér til, gremjulega
og um leið sopaði hún litla um-
búðapappírsvisknum ofan af borð
inu. Mark tók hann upp og
sagði: Átt þú ekki þetta, Edvina?
Hún leit á hann og hvæsti: Jú,
ég átti þetta áður en nú á Char-
iotte það. Fáðu henni það!
Hún beygði sig yfir mig meðan
ég var að opna böggulinn. í hon-
um var fornlega gullnælan með
perlum og túrkis, sem ég hafði
kosið, þegar hún bauð mér að
velja eitthvað af skartgripunum
hennar.
Fingurnir á mér skulfu. Mig
langaði mes.t til að segja, að nú
kærði ég mig ekki um næluna og
sagði því ekki neitt.
Nú þú varst að biðja mig um
hana, var það ekki? sagði hún
hörkulega. Nú áttu hana. Láttu
hann Mark festa hana á þig.
Ég leit á hana Qg þorði ekki
að neita en langaði hinsvegar
ekkert í gripinn. Á andliti henn-
ar var ekki sýnilegur neinn fjand
skapur við mig, en heldur engin
velvild.
Þegar Mark tók við nælunni,
hugsaði ég með mér: Ég þekki
hana ekkert. Þessa daga sem ég
hef verið undir hennar þaki hef
ég ekki kynnzt henni neitt. Og
af þvi að ég gat ekki skilið á-
stæðu hennar til að vera að
þröngva upp á mig þessari gjöf,
svona ónotalega, fór ég enn að
efast um hæfileika minn til að
þekkja nokkra aðra mannlega
veru.
Mark laut yfir mig þannig, að
ég sá hana ekki. Andlit hans var
svo nærri mér að ég fann andar
drátt hans á kinninni meðan
hann var að festa á mig næluna,
en heldur ekki gat ég getið mér
til um hugsanir hans.
Svo sté hann aftur á bak, svo
að Edvina gæti séð næluna á
mér. Það kumraði eitthvað í
henni, er hún ýtti frá sér stam-
andi þakklœti mínu, —svo staul-
aðist hún inn um gluggadyrnar
og lokaði þeim á eftir sér — lok-
aði okkur úti.
Mark sagði: Þú sýnist ekki
vera neitt sérlega hrifin af þess-
ari friðþægingargjöf.
Ef þú hefðir ekki farið að taka
hana upp af gólfinu, hefði hún
aldrei gefið mér hana, sagði ég.
Ég held hún hafi ætlað að gera
það, en svo verið hætt við það
aftur.
Hann færði sig ofurlítið fram
með handriðinu. Þú ættir alls
ekki að þurfa að verða hissa á
því.
En ég þykist vita ástæðuna til
þess að hún skipti um skoðun,
sagði ég. Frá því að hún lét utan
um næluna og þangað til hún
gaf mér hana, kom hún auga á
Adkins.
Mark sneri sérað mér: Hvenær?
Ég sá einhvern ganga fyrir ut-
an garðhliðið hinumegin við
tennisvöllinn. Og ég held það
hafi verið Adkins, sagði ég.
En ertu ekki viss?
Nei eins og ég sagði þér, var
hann oflangt burtu. En ég held
það haff verið Adkins og eins
held ég, að hún hafi fundið upp
á þessari ferð til Sjávarhóis,
vegna þess. að hún hafi komið
auga á hann. Hún ætlar að sjá
með eigin augum, hvort Esmond
er þar í felum.
Almennilegir leynilögreglu-
menn eru ekki að flækjast svona
kring um hús til að hitta fólk
eins og Edvinu, sagði Mark. Þeir
koma að framdyrunum og gera
þar vart við sig.
Það er vel til, að hann hafi ver
ið búinn að því áður, sagði ég..
alveg eins og hann var búinn að
gera tilraunir til að ná henni í
síma, og árangurslaust. Þú trúir
mér ekki Mark, eða hvað?
Áður en hann fengi svarað hélt
ég áfram og nú með vaxandi á-
kafa í röddinni: En þú ættir að
athuga, hvað þú hefir farið fjarri
sannleikanum, hingað ti'l. Þú sagð
ir, að Esmond væri ekki á lífi,
gæti ekki verið það. En hann
reyndist samt vera lifandi. Fóstra
gæti verið svo hættulegt vitni.
— Eg held, að við ættum að fara inn, góði. Hann er byrjaður
að rigna.
>f >f
LUCY FOX ANO THAT
WPOSTOi? 6HOULPNT
BE ALLOWEP JN THE
IOO-PLUS CLUB
GEISLI GEIMFARI
>f >f >f
—- Lúsí Fox og þessi svikari ættu
ekki að fá að koma í gamalmenna-
klúbbinn.
— Svona frú Colby, við megum
ekki vera langrækin. Ég ætla að
biðja Lúsí Fox að skrifa fyrstu spurn
inguna fyrir Mystikus!
— Óttaslegin gamalmenni ...........
Maður með geislabyssu í launsátri.
Ég vona að menn Klimmers séu
viðbúnir!
að þau gætu fundið upp á því að
gera út af við hana — það hélztu
aititvarpiö
Fimmtudagur 4. janúar
8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05
Morgunleikfimi: Valdimar Örn-
ólfsson stjórnar og Magnús Pét-
ursson leikur undir. — 8:15 Tón
leikar -r- 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leikar — 9:10 Veðurfregnir ►
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 ,,Á frívaktinni; sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk,
— Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl.
17:00 Fréttir — Tónleikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18:00 Fyrir yngstu hlustendurna /’Guð
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfr. — 18:30 Lög úr kvik-
myndum.
19:00 Tilkynningar 19:30 Fréttir.
20::0 Af vettvangi dómsmálanna CHá-
kon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari).
20:15 Kórsöngur: Alþýðukórinn syngur
Söngstjóri: Dr. Hallgrímur Hélga
son.
a) Þrjú íslenzk þjóðlög í útsetn-
ingu Jónasar Tómassonar.
b) Þrjú íslenzk þjóðlög í útsetn-
ingu Hallgríms Helgasonar.
c) Þrjú kórlög eftir Sigursvein
D. Kristinsson, Jónas Helga-
son og Hallgrím Helgason.
20:45 Austfirðingavaka: Dagskrá nijóð
rituð eystra á vegum Ungmenra-
og íþróttasambands Austurlands.
t>ar koma fram Ármann Hall-
dórsson kennari, Sigurður O. Pála
son kennari, Þórarinn Þórarins-
son skólastjóri, séra Marinó
Kristinsson, Þórólfur Friðgeirs-
son skólastjóri, Sigfús Magnús-
son bóndi og Jón Ólafsson lög-
gæzlumaðu.*. Auk þess verða
flutt lög eftir austfirsk tónskáld.
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 ,,Svalt er á seltu“: Loftur Guð
mundsson rithöfundur les bókar
kafla eftir Oddmund Ljone í þýð
ingu sinni.
22:35 Harmoníkuþáttur (Högni Jónsson
og Henry J. Eyland).
23:05 Dagskrárlok.
Föstudagur 5. jamiar
8:00 Morgunútvarp. (Bæn. —
Morgunleikfimi: Valdimar Örn-
ólfsoon stjórnar og Magnús Pét-
ursson leikur undir. — 8:15 Tón
leil ir — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón-
leikar — 9:10 Veðurfregnir —
9:20 Tónleikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:15 Lesin dagskrá næstu viku.
13:25 „Við vinnuna“: Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tónl.
17:00 Fréttir. — Endurtekið tón-
listarefni).
17:40 Framburðarkennsla í esperanto
og spænsku.
18:00 Þá riðu hetjur um héruð“: Ingi-
mar Jóhannesson segir frá Gunn
ari á Hlíðarenda.
18:20 Veðurfr. — 18:30 Harmonikulög.
19:00 Tilkynningar 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson
cand mag.).
20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og
Bj örgvin Guðmundsson).
20:35 Frægir söngvarar; VIII: Maria
Callas syngur.
21:00 Ljóðaþáttur: Óskar Halldórsson
cand. mag. les kvæði eftir Bjarna
Thorarensen.
21:10 Gestur í útvarpssal: Þýzki píanó-
leikarinn Manfred Grasse leikur
verk eftir Ravel, Úartók og Liszt.
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus-
ar eftir J. B. Priestley; I. lestur
(Guðjón Guðjónsson þýðir og
les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir.
22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist.
a) Hollywood Bowl sinfóníu-
hljómsveitin leikur marsa; A1
fred Newman stjórnar.
b) Igor Gordin syngur óperuar
íur; sinfóníuhljómsveit Don
alds Voorhhees leikur með.
c) Balletttónlist úr óp. „Faust**
eftir Gounod. (Colonnehljóm-
sveitin leikur, Pierre Dervaux
stjórnar).
23:20 Dagskrárlok.
þér hafíð ágöðavon I
Æ l alltárið!
HASK0LANS!