Morgunblaðið - 04.01.1962, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 04.01.1962, Qupperneq 18
18 MORGVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 4. jan. 1962 900 keppendur á Handknatt- leiksmeistaramóti íslands Fjölmennasta tþróttamót sem hér hefur verið haldið — Stendur / 3 / mánuði i ruma HANDKNATTLEIKSMÓT íslands hefst 20. janúar. — Lokaundirbúningur mótsins með niðurröðun leikjanna er nú í fullum gangi. Undir- búningur að slíku móti er ekkert smáverk. Hjá engri íþrótt eru húsnæðisþrengsl- in og vandræðin jafnmikil en jafnframt er þetta fjölmenn- asta íþróttagreinin. íslands- mótin í handknattleik hafa á mörgu mundanförnum árum verið fjölmennustu og stærstu íþróttamót sem hér hafa verið haldin, en nú eru öll met slegin í þeim efnum. * MIKILL UNDIR- BÚNINGUR I mótinu taka þótt 81 lið í ýmsum aldursflokkum karla og kvenna. Ef reiknað er með 11 í liði, sem er lágmark, verða kcppendur 891 talsins. Leikir mótsins verða 162 tals Brazíla eSa Italía vinna segir ungverski þjálfarinn UNGVERSKI knattspyrnu- þjálfarinn Lajos Baroti hefur spáð því að annaðhvort Braz- iliumenn. eða ítalir sigri í heimsmeistarakeppninni í kmattspymu í Chile. Lét hann spá þessa í ljósi við blaðamenn er hann fór um London á héim lcið cftir 5 vikna ferð með ung verska landsliðinu um Suður- Ameriku. Staðhæitirnir eru Brazilíu- mönniim í vil, sagði hann og maelir hann manna heilastur því lið hans lék bæði í Chile og Uruguay. „Sumir liðsmanna minna voru veikit mestan hluta tím- ans“ hélt Baroti áfram. „Vatn- ið veikti þá og ferðalögin voru erfið. En það var snjallt að fara þessa för til þess að læra hvar erfiðleikarnir kreppa að“ sagði Baroti. Rússar hafa einnig verið á ferð á sömu slóðum til að kanna aðstæðurnar. ins og það er erfitt að raða slíku niður í hús sem er allt of lítið og ófullkomið að mörgu öðru leyti. Þ-á er og mikill vandi með niðurröð- un dómara og annað sem sjá þarf um. Vinnur sérstök 3ja manna nefnd að þessu og fékk Mbl. lauslegar upplýs- ingar um niðurröðunina hjá einum nefndarmanna, Sigur- geir Guðmannssyni, framkv- stjóra ÍBR. * f ÞRJÁ MÁNUÐI Sigurgeir sagði að leik- kvöldin yrðu sennilega 34. Verð ur öll keppnin að Hálogalandi, utan tveggja leikkvölda, sem verða í KR-húsinu og eins leik- dags í húsi Valsmanna. Mótið stendur yfir í rúma 3 mánuði, úrslitin verða 15. apríl á uppstigningardag. ★ SEX LIÐ I II. DEILD Til marks um hina miklu útennslu handknattleiksins er þátttakan í 2. deild. 1. deild karla er „lokuð“, þ.e. a.s. aðeins 6 lið hafa setu í þeirri deild. Fram til þessa hafa 2—4 lið tekið þátt í keppni 2. deildar. Nú verða þau 6. Haukar í Hafnarfirði koma nú fram á sjónarsviðið á ný og Kópavogur sendir lið, svo og Keflavík. í deild- inni keppa og Ármann, sem féll úr 1. deild í fyrra, Akur- nesingar og Þróttur. Mjög stutt virðist í það að deildaskipting verði tekin upp í mfl. kvenna. Þar er mikil þátttaka og ber það grósku vott. Spennandi sundkeppni I KVÖLD verður nýstárleg sund- keppni í Sidney í Ástraliu. Þang- að er kominn hópur japanskra •sundmanna og keppnin í kvöld er sú fyrsta af fjórum sem fram fer í Ástralíu. Þar sem hér er um að ræða 2 af stærstu sundveld- um heims verður þe.tta athyglis- verð keppni. Fremstur Japana er skriðsundsmaðurinn Yamanaka •sem átt hefur mörg heimsmet. Honum er spáð sigri í lengri vegalengdum — en sigur hans er engan veginn öruggur eða auð- unninn því Ástralíumenn eiga líka sína góðu garpa. Unglinga vantcu til að bera blaðið víðsvegar um bæinn ★ MANNASKIPTI OG NÝ FÉLÖG Hafnfirðingar hafa borið ægishjálm yfir önnur félög í handknattleik. Hafa þeir keppt undir merki FH. Nú hafa Hauk- ar endurvakið starfsemi sína og endurheimta einhverja af þeim mönnum, sem áður fóru yfir í FH. — Má búast við að innan skamms verði bæði Hafnarfjarð arfélögin í fremstu röð íslenzkra liða. Haukar hafa áður fagnað frægð og frama, m.a. orðið ís- landsmeistarar í karlaflokki. Hjá öðrum liðum verða einn- ig einhverjar mannabreytingar. Matthías Ásgeirsson, hinn góð- kunni leikmaður ÍR, mun nú leika með Keflvíkingum. Hann er þjálfari þar syðra. Þá mun Frímann Gunnlaugsson, sem áð- ur lék með KR, leika með Breiðabliki í Kópavogi. Hann er þjálfari þar syðra og búsett- ur þar. Þetta eru einkunnarorð Austurríkis- manna sem undirbúa Olympiul. 1964 „Hveríum aftur til skynseminnar byggjum, lítið, nóg og fallegt" „HVERFUM aftur til skyn- seminnar — til „viðráðanlegra leikja“ er vígorð Austijrrík- ismanna sem vinma nú ósleiti- lega að undirbúninigi Vetrar- Olympiuleikanna 1964. Aust- urríkismenn benda á smæð þjóðar sinnar og takmarkaða getu lítillar borgar sem Inns- bruck til ótæmandi glæsi- meninsku í byggingum fyrir slika leiki. En þeir hafa þó margt í und- irbúningi og má líklegt telja að þeim takizt vel að sameina skynsamlega f járfestingu fyrir leikana og þó glæsilegar og fagrar byggingar og góða Olympíulciki. Það cr orðin hefð að ís- leikvangurinn sé miðdepill hverra vetrarleika. Þessari hefð verður haldið í Innsbruck þó setnángar- og lokahátíöin verði við Bergisel stökksvæð- ið vegna betri aðstöðu þar til móttöku fjölda manns. En ís- leikvangurinn í Innsbruck verður ævarandi minnisvarði um fegurð og glæsileik í bygg ingum, eins og myndin, hér að olan sýnir. Innsbruck er mikil íþrótta- borg. Þar er sérstakt svæði nefnt „Ticoli-svæðið" sem er háborg íþrótta. Þar eru knatt- spyrnuleikvangur, frjáls- íþróttavellir og sundsvæði. Nú bætist ísleikvangurinn við — fegurri og glæsilegri en allt hitt. Og þetta svæði verður til öfundar mörgum öðrum borg- um heims. ísleikvangurinn verður um- girtur 400 m braut, sérlega fal- lega lagaðri. Innan hringsins verða 2 ísvellir. Arkitektarn- ir Hans Buchrainer og Otto Grubner gerðu teikningar en Buchrainer fylgdist einn með byggingu vegna alvarlegs slyss er Grubner varð fyrir. Arkitektarnir ferðuðust víða til að sjá samsvarandi velli og Innsbruckvöllurinn mun hafa summu allra nýjunga. Það er ríkið sem byggir völlinn. Leikvangurinn rúmar 8000 áhorfendur. Aðalbygging vall- aríns er 30x60 metrar. En þar sem áhorfendasvæðin eru myndast bygging 95 metra löng, 65 m. breið og 23 m. há. Aukaálma er byggð fyrir blaðamenn, útvarpsmenn og sjónvarpið. Vélasamstæður eru í öðrum enda byggingarinnar og heyrast ekki. öll hugsanleg aðstaða er fyr ir blaðamenn á þessum stað. Þeim er ætluð 320 sæti og séð fyrir símaiínum og öllu öðru, sem nauösynlegt er. 25 klef- ar eru fyrir útvarpsmenn og 25 fyrir sjónvarpstökumenn. Leikvangurinn er því ekki ein ungis fynr 8000 manns er þar rúmast heidur fyrir milljónir úti í heimi sem munu fylgjast með Vetrarleikunum 1964 gegnum blaða-, útvarps- og sjónvarpsmenn. Bollalogt um drótt í riðla í Chile MIKIÐ er nú bollalagt um nið- urröðun í riðla í lokakeppni heimsmeistarakeppninnar í knatt spyrnu sem fram fer í Chile fyrri hluta júní. Draga á 1 riðla 17. jan. í Santiago. Fram hafa komið ýmsar radd- ir um að takmarka að einhverju leyti gildi dráttar í riðla. Hefur verið á það bent að óheppilegt yrði ef t. d. Suður-Ameríkuríki lentu í sama riðli, eða ef komm- únistaríkin skipuðu sérriðil en slíkt gæti hæglega hent við dráttinn. Enn hefur þó ekki ver- ið neftt um það ákveðið hvaða takmarkanir verða hafðar. 16 ríki leika í úrslitakeppn- inni. Þeim verður skipt í 4 riðla og leikur hver riðill á sín hverj- um ataðnum í landinu. Höfuð- stöðvarnar fjórar eru Arica, Vina del Mar, Racagua og Santi- ago. Sigurvegarar í hverjum riðli koma svo saman til endan- legrar úrslitakeppni. A 'sTmi 'A 3V333 VAUT TIL LEI&U: 3{\TU)yru7i Velskóflur ^Kranabílar 7)rattarbílar ¥lutningaua<jr>ar þuN6AVINNUV£LAR’% Sínr»í34333

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.