Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 13
Fostudagur 5. Jan. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 13 Welensky neitar S> en býður l Thant til Rhodesiu Um áramótin lokuðust margir þjóðvegir í Bretlandi vegna snjókomu. Á gamlárskvöld festist fjöldi bifreiða á leiðinni milli Brough og Bowes í Yorkshire og er talið að í þeim bifreiðum hafi verið um þúsund manns. Bólusótt í Þýzkalandi Diisseldorf, Jj. jan. (NTB) Heilbrigðismálastofnunin í Genf tilkynnti í dag, að bólu sótt hefði stungið sér niður í Diisseldorf í Þýzkalandi. — Þrír hafa þegar tekið veikina og tuttugu hafa verið settir í sóttkví. Auk þess hafa heil- brigðisyfirvöld borgarinnar eftirlit með 30 mönnum, sem ekki hafa enn verið einangr- aðir. — Bólusetning hafin Frá því í morgun hafa þúsund- ir manna í Dússeldorf verið bólu settar og 200 rúmum er haldið auðum í sjúkrahúsunum fyrir bólusóttarsjúklinga. Fólk fær ekki að yfirgefa borg ina, nema það sýni bólusetning- arvottorð. Sá, sem fyrst tók bólusóttina er vestur-þýzkur verkfræðingur, sem kom heim frá Liberiu fyrir mánuði. Hann er nú á batavegi, en kona hans og sonur, sem einn- ig tóku veikina eru ennþá alvar- lega veik. Varúðarráðstafanir á Norður- löndum Norski heilbrigðismálaráðu- nauturinn sagði í dag, að Norð- menn myndu þegar í stað ræða við heilbrigðisyfirvöldin í Sví- Bandartskur hermaður Itorfir á austurþýzku „alþýðulögregl- una“ leita í skolpræsi í Berlín að flóttamönnum frá Austur- Þýzkalandi. Á spjaldinu efst stendur: Þér eruð að yfirgefa Bandaríska svæðið. — Leitin í skolpræsunum hófst, þegar kommúnistayfirvöldin fréttu að margir flóttamenn hefðu notað L þau til að komast yfir í vesturhluta Berlínar. þjóð Og Danmörku, því að í gildi væri samningur milli landanna um sameiginlegar varnir, þegar slíkum farsóttum skyti upp. — Sagði hann, að varúðarráðstafan ir yrðu gerðar þegar á morgun, ef þurfa þætti. Salisbury, h- jan. (NTB) BÍKISSTJÓRN Rhodesiu hefur neitað að verða við beiðni U Thants, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um stöðvar fyrir eftirlitsmenn SÞ í landinu. U Thant bar fram tillögu um að eftirlitsmenn frá SÞ verði sendir til Rhodesiu og annarra landa, er liggja að Katanga. — Eiga þeir að vera staðsettir á flugvölluin og þjóðvegum og hafa eftirút með því, að vopn og leiguhermenn verði ekki fluttir til Katanga. Welensky neitar í desember sl. skýrði tals- maður hersveita SÞ í Katanga frá þvi, að her Katangastjórnar hefði fengið þungar sprengju- flugvélar, mannaðar leiguher- mönnum frá Rhodesiu, meðan á bardögunum stóð. Forsætisráðherra Rhodesiu, Sir Roy Welensky, hefur neitað þessum ásökunum. Býður U Thant til Salisbury Ríkisstjórn Rhodesiu lét fylgja neitun sinni boð til U Thants um að koma til Salisbury til viðræðna, ef takast mætti að leiðrétta misskilning SÞ á ástandinu á landamærum Kat- anga og Rhodesiu og stjórn- málastefnu landsins yfirleitt. Einnig skýrði stjórn Rhodesiu framkvæmdastjóranur- frá því, að henni væri ekki á móti skapi að alþjóða Rauði krossinn yki eftirlit sitt á járnbrautunum frá Ndola til Katanga og hefði einnig eftirlit á þjóðvegum og flugvöllum. Ríkisstjórnin kveður það ætíð hafa verið stefnu sína að hindra herflutninga til Katanga og seg- ist nýlega hafa gert ráðstafanir til að auka eftirlitið á landa- mærunum. Heroin Moji, 4. jan. (NTB) f NORSKU skipi, sem kom til Moji á Japan í dag, fundust her- oinbirgðir að verðmæti um það bil 12 millj. ísl. króna. Skipstjórinn, sem er norskur, segist hafa fundið heroinið í ein- um björgunarbátanna. Skipið „Hai Hing“ kom til Jap- ans frá Bangkok og verður þar á meðan á rannsókninni stendur. Ólátaseggirnir veittu lögregluþjónunum harða mótspyrnu í Falconer-leikhúsinu. Hér sjást lög- regluþjónarnir vera að fjarlægja nokkrar stúlkur. Úlæti á leiksýningum siðvæðingarhreyfingarinnar Undanfarið hefur mdkið verið rætt um kínverska leik- flokkinn, sem er á sýningar- ferðalagi um Norðurlönd með leikritið „Drekinn", í skfindin- avisku blöðunum. Er hér um að ræða 40—50 manna leik- flokk, sem er í árs sýningar- ferðalagi um heiminn á veg- um siðvæðin-garhreyfingar- innar (MRA). Bæði í Osló og Kaupmlanna- höfn kom til nokikurra átaka, þegar leikurinn var sýndur. Mestur gauragangurinn varð í Falconer-leikhúsinu í Kaup- mannahöfn á nýjársdag, þegar „Drekinn" var frumsýndur þar í borg. Um 100 ungmenni höfðu mælt sér mót í leikhús- inu og voru ákveðin í að hleýpa upp sýningunni. Tjald- ið hafði varla verið dregið frá, þegar þau tóku að stappa í gólfið, hrópa og flauta, jafn- framt því sem kastað var yfir salinn hrúgum af flugmiðum. Á þeim voru prentuð ókvæð- isorð um siðvæðingarhreyf- inguna og forystumenn henn- ar, sérílagi kínverska ráð- herrann Ho Ying-chin. Lögreglan og blaðaljós- myndarar komu þjótandi á vettvang; var auðséð að óróa- seggirnir höfðu gert ljósmynd- urunum aðvart, og voru þeir ósparir á að ljósmiynda átök- in. Eftir röskan hálftíma hafði lögreglunni tekizt að fjarlægja ólátabelgina. Var farið með 44 þeirra til yfir- heyrslu en þeim sleppt skömmu síðar. En af sýning- unni er það að segja að tjöldin voru dregin frá að nýju og lauk henni, án þess að fleira sögulegt gerðist. Morgunblaðið hafði spurnir af því í gærkvöldi að komið hefði til tals að kínverski leik- flokkurinn kæmi hingað til lands með leikrit sitt, en end- anleg ákvörðun um það hefði enn ekki verið tekin. Einnig að a.m.k. tveir íslendingar hefðu séð leikritið í Osló, Har- aldur Guðmundsson sendi- herra, og Stefnir Helgason. Stefnir Helgason skýrði Mlbl. svo frá, að til engra óláta hefði komið á þeirri sýningu, sem hann var staddur á, og sér hefði virzt leikhúsgestir taka leiknum mjög vel. Hefði hann verið fluttur á kíinversku, en túlkaður jafnóðum á norsku. Hann hefði lesið bæði góða dóma og harða gagnrýni um leikritið í norsku blöðunum, en að sínu áliti væri það sterk ádeila á vinnubrögð komimún- ista. ' í stuttu máli sagt fjallaði leikritið um það, þegar komm- únistar brutust til valda í Kína og fólkið tók að flýja úr landi. Þeirra á meðal flúði heil fjölskylda, að einum und- anteknum, yfir í frjálsræðið. Þegar sverfa tók að þeim, sem eftir sat, tók hann til þess ráðs að flýja líka. Síðan kom efnis- hyggjan til sögunnar og pen- ingagræðgin, og þá fyrsit kæmi siðvæðingarhreyfingin fram á sjónarsviðið. — Þó erfitt sé að skilja ýmsa þætti leikritsins, hafði ég mjög gaman af að sjá það, sagði Stefnir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.