Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 20
20 MORCTJNRLAÐIÐ Fostudagur 5. jan. 1962 r Margaret Summerton HÚSiÐ VIÐ SJÖINN Skáldsaga 35 ■J líka, en svona fór það nú samt, oA V»i'ív-» or íarin Viane CAnaraATI veit maður aldrei. Ef nokkurt gagn vseri í því, skyldi ég leyfa þér að gera það þúsund sinn- um.. en líklega yrði bara ekkert gagn í því, eða hvað finnst þér? >ú ert miklu betri við mig en ég á skilið, sagði ég og hló hálf skjálfandi. Ég komst í svoddan uppnám, og viskíið baetti ekki úr skák. Ég var farin að geta trúað því ailra ótrúlegasta. En núna í morgunmálið? Ég leit á hann og sá, að hann var ekki lengur hlæjandi, og heyrði hann segja: Ekkert er öðruvísi en það var í gærkvöldi. Hverju trúir þú nú. Charlotte? Er nokk- uð nú, sem þú sért alveg hárviss um? í>að vil ég vita, elskan mín. Ef það er, hvort ég haldi, að Esmond sé í lífshættu af þeim Lísu og Tarrand majór, þá er svarið nei. Ég held, að eina hætt an sem hann er í stafi af þér og svo Edvinu ef hún er búin að tala við Adkins. Hann leit frá mér og röddin var eins og hann væri djúpt hugs andi: Mér finnst það nú ótrúlegt, að þegar þú átt um það að velja, að trúa annaðhvort Lísu eða mér, þá skulirðu trúa henni. ar síns og ætlar að láta sér líða vel þar. Ég var alveg að missa takið á sjálfri mér og hélt áfram: f>ú setur fram allskonar fáranlegar hugmyndir, en ruglar fyrir okk- ur imi þau atriði, sem máli skipta og þú.... Röddin í mér bilaði þegar hér var komið. Hann svaraði engu, en lofaði mér að jafna mig í nseði. En þeg ar ég hafði gert það, fann ég, að röddin í mér var ekki nógu sterk til þess að draga þá vegalengd, sem miili okkar var. Ég færði mig því naer honum af ásettu ráði og stóð nú hjá honum. Ég verð að biðja þig afsökunar á því, sem ég gerði í gærkvöldi. I>að var óafsakanlegt, og mér þykir fyrir því. Hann leit við og brosti tii mín, svo biíðlega, að, snöggvast datt mér í hug, að honum fyndist allt, sem gerzt hefði kvöldinu áður væri ekki annað en ljótur draum ur. f>að er þér fyrirgefið, Char- lotte og það fúslega, sagði hann, vingjarnlega. f>að er í fyrsta sinn, sem kvenmaður hefur gefið mér á hann. Ég vona. að það verði líka í síðasta sinn, en það f>ú snýrð út úr fyrir mér, sagði ég. f>að eina sem mér er áhugamál, er að Esmond fái sitt tækifæri til að sleppa — síðasta tækifærið. Þú hefur þessvegna.. Haltu áfram! Gefstu ekki upp við síðustu hindrunina, heldur stökktu yfir hana. Og hvað var það svo um mig.. ? Þú hefur fundið upp þessa kenningu um Lísu og Tarrand, til þess að ég leyfi þér að fara til Adkins. Þú vilt láta afhenda Esmond lögreglunni. Það kann að vera, að þú hafir aldrei getað þolað harm og þetta eigi að vera hefndin fyrir það. Nei varaði hann alvarlega. Þú ert algjörlega að vaða reyk. Já, en ég get bara ekki séð kjamann í þessari röksemda- færslu þinni, sagði ég. Mér finns-t hún hafa ekkert við að styðjast. Hvenær ásettu þau sér að gera út af við hann.. var það áður en Danny dó? Var það lika með í samsærinu.... ? Ég veit ekki. Mark var hugs- andi. Við skulum segja, að það hafi ekki verið. Ef því hefði ver- ið trúað, að fráfall Dannys staf- aði af eldsvoða og slysi. hefðu þau enga þörf á að losna við Es- monfi. En jafnskjótt sem hann var grunaður af lögreglunni, varð hsnn að vandræðabagga fyrir Lísu og Tarrand. Ég held, að þessi ráðagerð hafi komið upp snögglega hjá tveim manneskjum, sem vissu ekki sitt rjúkandi ráð.. tveim manneskj- um sem voru ástfangin hvor af annarri. Þú ert hvort sem er viss um að þau séu að draga sig sam- an. Ef svo er, hvaða möguleika hafa þau þá. meðan Esmond er á lífi? spurði Mark. Ég veit ekki. Lísa gæti vel ver- ið ein þessara kvenna, sem get- ur elskað tvo menn samtímis. Hún gæti vel.... Ég gerði ofur- litla þógn. Það gætu verið marg- ar ástæður. En kom þú með eina rökfærslu fyrir því, að Esmond verði ekki látinn sleppa til Frakk lands. Það er bara af því að öll ráða- gerðin er freklega tortryggileg. svaraði hann með ákafa. Þessi svokallaða strok-ráðagerð er svo grágötótt, að það væri hægt að sjá sól og stjörnur gegn um göt- in. Það er hugsmíð manns, sem aldrei hefur hugsað eina hugsun til enda á ævi sinni og er auð- trúa bjáni. En Tarrand er a'lveg það gagnstæða. Hann er snjall að skipuleggja. Og Lísa er enginn bjáni heldur. Esmond er sá eini sem gæti haft nokkra trú á þess ari ráðagerð. Ef þér nægir þetta ekki, þá líttu bara á það, sem verður þeg ®r Edvina deyr. Setjum svo, að Lísu takizt að halda í eitthvað af erfðarétti Esmonds, hvað þá? Lísa fer til Esmonds í einhverj- um felustað í einhverju tortryggi legu landi og þau taka upp aftur sambúð sína.. en þurfa sífellt að vera á hrakningi. af ótta við að verða fundin! Heimurinn er orðinn svo lítill nú á dögum. Þú mátt heldur ekki gleyma því, að Tarrand á talsvert í hættu líka. Ef Esmond yrði tek inn, færður til Englands og dreg inn fyrir lög og dóm fyrir morðið á Wargrave, yrði hann meðsek- ur! En sérðu ekki, Charlotte hélt hann áfram, að ef Esmond dæi áður e Adkins gæti sannað, að hann hefði verið á lífi, eftir að hann var talinn drukknaður. þá væri framtíðin hjá Lísu og Tar- rand björt og brosandi. Ég svaraði í örvæntingu minni, af því að það var eina vopnið, sem ég átti nú eftir: En þér skjátl aðist hvað Fóstru snerti.. Var það? Hvernig veiztu það? Hún Lísa.... byrjaði ég. Hann yppti öxlum, tók eitt skref áfram eftir pallinum. Ég hélt að hann væri að fara og greip í arm hans. Þegar hann sneri sér að mér, spyrjandi á svipinn, sagði ég: Þú býrð til sögu. sem er svo hryl'li- leg, að enginn gæti trúað henni og svo ypptir þú bara öxlum og gengur burt. Andlitið á honum sortnaði af reiði. Charlotte, ég hef þegar sagt þér, iivað ég vil gera og það er eina það skynsamlega ráð, sem tekið verður. Þegar ég sagði í gærkvöldi niðri á Sjávarhóli, að ég mundi ekki fara í lögregluna, á þíns leyfis, þá datt mér alls ekki í hug, að þá myndir verða svo meinsöm að neita mér um það leyfi. Annars hefði ég aldrei lofað neinu, og ég vildi óska að ég hefði aldrei gert það. En ætlarðu ekki að halda lof- orðið? Spennan í and'Htinu á honum linaðist og hann svaraði and- varpandi: Jú. Hversvegna? spurði ég. Hversvegna? Og þú spyrð mig um það! Af því að ég elska þig, og ef maður elskar einhvern vill maður gera hann hamingjusam- an. Það er prófsteinninn á ást- ina. Hann sneri andlitinu á mér að sér og ég lokaði augunum. En áður en varir okkar mættust, dró ég mig frá honuun. Hann sagði dapurlega: Og þú trúir ekki einusinni því? Ég reyndi að útskýra þetta fyr ir honum, en það tókst ekki. Það var ekki það að Mark væri mér lítilvægari en Esmond, heldur hitt að við mundum aldrei fá að vita hve miki'ls virði við værum hvort öðru, nema Esmond væri frjáls maður. Hann sagði: Ef ég geri það, sem ég er sannfærður um, að getur gefið Esmond eina tæki- færið er líklegt, að hann geti komið sér áfram í lífinu, þá kem ur upp á milli okkar draugur, sem ekkert í heiminum getur kveðið niður. Ef ég fer að ósk þinni, er líklegast, að Esmond deyi. Af tvennu illu vil ég heldur sjá af Esmond og vinna þig. Og það skrítna er að þú munt a'ldrei fá að vita, hvort ég breytti rétt eða rangt. Esmond fer burt úr húsinu annað kvöld og ef mér ekki skjátl ast og hann kemst aldrei til Wellmouth, get ég ekki sannað þér það. Þú heldur þá áfram að ímynda þér, að hann lifi ham- ingjusamur í sólskininu, þangað til einn góðan veðurdag. að Lisa kemur og segir þér, að einhver af þessum leynisnápum hafi kom ið til hennar skilaboðum þess efnis, að Esmond hafi dáið á Majorka eða í Tanger eða Casa- blanca.... Vegna þess, sem ég veit og þú veizt, þá syrgir hún hann svolit- inn tíma og giftist síðan Tarr- and. Nei þú færð aldrei að vita dánardag Esmonds, Charlotte. Ef ég tryði þér — sem ég nú ekki geri — þá mundi það þýða það sama sem ég hefði drepið hann. Er það ekki það, sem þú ert að reyna að koma að?, sagði ég. Að ef ég kem í veg fyrir, að þú farir í lögregluna. muni Es- mond týna lífinu og að það sé mér að kenna? Nei! Orðið kom snöggt og 7Vappdræffi HÁSKÓLANS — Flýttu þér nú góða. Við getum notið útsýnisins á myndinni, þegar við komum heim. >f >f X- GEISLI GEIMFARI >f X- X- Að hverju spurðir þú Mvstikus, Lúsí? v — „Hvar er Pétur?“ En allt í einu .... Skot úr geisla- byssu, sem hittir ekki Geisla. — Verið öll kyrr!! Það er lög- regluvörður við allar dyr. Ég er Geisli geimfari úr öryggiseftirliti jarðar! 'hörkulega, en svo mýktist rödd- in aftur. Þú gleymir nokkru. Ef það er rétt hjá þér að Adkins hitti Edvinu, getur svo farið, að allt málið sé tekið úr okkar hönd um. Adkins hefur gert húsleit fyrr. sagði Esmond mér. Hversvegna fann hann hann þá ekki? spurði ég. Vegna þess, að það er ekki heiglum hent að leita í því húsi, nema maður þekki hvern fer- þumlung í því, og það er ein- mitt þessvegna, sem Adkins kynni að fá hjálp hjá Edvinu. SHlItvarpiö Föstudagur 5. Janúar 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi: Valdimar Örn- ólfsov>n stjórnar og Magnús Pét- ursson leikur undir. — 8:15 Tón leil w — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. ii 13:25 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16:00 Veðurfr. — TónL 17:00 Fréttir. — Endurtekið tón- listarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 í»á riðu hetjur um héruð": Ingi- mar Jóhannesson segir frá Gunn ari á Hlíðarenda. 18:20 Veðurfr. — 18:3Q Harmonikulög. 19:00 Tilkynningar 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand mag.). 20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20:35 Frægir söngvarar; VIII: Maria Callas syngur^ 21:00 Ljóðaþáttur: Óskar Halldórsson cand. mag. les kvæði eftir Bjarna Thorárensen. 21:10 Gestur í útVarpssal: Þýzki píanó- leikarinn Manfred Grasse leikur verk eftir Ravel, Úartók og Liszt. 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnus- ar eftir J. B. Priestley; I. lestur (Guðjón Guðjónsson þýðir og les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn (Stefán Jónsson fréttamaður). 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klasslsk tónlist, a) Hollywood Bowl sinfóníu- hljómsveitin leikur marsa; A1 fred Newman stjórnar. b) Igor Gordin syngur óperuar íur; sinfóníuhljómsveit Don alds Voorhhees leikur með. c) Balletttónlist úr óp. „Faust'* eftir Gounod. (Colonnehljóm- sveitin leikur, Pierre Dervaux stjórnar). 23:20 Dagskrárlok. Laugardagur 6. Janúar (Þrettándinn) 8:00 Morgunútvarp. (Bæn. — 8:03 Morgunleikfimi: Valdimar Örn- ólfsson stjórnar og Magnús Pét- ursson leikur undir. — 8:15 Tón leikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tón- leikar — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt- ir). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson,), 16:00 Veðurfregnir. Bridgeþáttur (Hallur Símonars.), 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds- son). 17:00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrat Kristján Davíðsson listmálari vel ur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dag skrárefni útvarpsins. 18:00 Barnatími í jólalokin (Anna Snorradóttir): a) Þrettánda- og nýársrabb. b) Ævintýraskáldið frá Óðinsvé- um; áttunda kynning. c) Framhaldssaga litlu barnannat „Pipp fer á flakk“; IV. d) „Ljúfa álfadrottning**, fram- haldsleikrit með söngvum eft ir Ólöfu Árnadóttur; VI. og síðasti þáttur. — Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Söngstjórit Sigurður Markússon. 19:00 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Sönvarar og hljómsveit: SiguríJ ur Björnsson og Guðmundup Jónsson syngja íslenzk lög með Sinfóníuhljómsveit íslands; PáU Pampichler stjórnar. . 20:15 Leikrit: „X duftsins hlut” rftlí Halldór Stefánsson. — Leikstjórij Gísli Halldórsson. Leikendurs Rúrik Haraldsson, Guðbjörg Þof bjarnhrdóttir, Halldór Karlsson, Jón Sigurbjörnsson, Baldvin Hali dórsson, Valur Gíslason, Valdi- mar Lárusson og Porsteinn Ö, Stephensen. 21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jónaa son efnir til kabaretts í útvqj*ps- sal. Hljómsveitarstjóri Magnúj Pétursson. 22:00 Fréttir og veðuríregnir. 22:10 Danslög, þ.á.m. leikur hljómsvelf Rúts Hannessonar gömlu dans- ana og hljómsveit Svavars Gestt ný danslög eftir islenzka höf- unda. Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason syngja með hljómsveit Svavars Gests. 01:00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.