Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1962, Blaðsíða 14
14 MORCTJivnT 4R1Ð FSstudagur 5. jan. 1962 Þakka innilega öllum sem sýndu mér vinarhug og tryggð á áttræðisafmæli minu 18. des. síðastliðinn. Guð blessi ykkur öli. Signrrós Kristjánsdóttir, Sólvangi, Hainarfirði. Ollum þeim mörgu sem minntust mín á sjötugsafmæli mínu 10. sept. s.l. með gjöfum, skeytum, heimsóknum og margs konar sæmd þakka ég innilcga. Guð gefi ykkur öllum gott og farsælt komandi ár. Páll Pálsson, Þúfum. Hjartans þakkir fyrir blóm, gjafir, heillaskeyti, og heimsóknir á sjötugs-afmæii mínu. Edmund Eriksen, Skeggjagötu 25. mmmmmKmmmmmmm:m.mmmj Konan mín MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR andaðist að heimili sínu Hörpugötu 3 3. janúar. Sigurður Pétursson. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar ÞORSTEINN A. ARNÓRSSON fyrrverandi skipstjóri andaðist í Bæjarspítalanum 3. janúar. Fyrir hönd aðstandenda. Helga S. Þorgilsdóttir og börnin. Faðir okkar ÓSKAR GLADSTONE JÓHANNSSON lézt að heimili sxnu SóivaJlagötu 3 Reykjavík þann 24. desember síðastliðinn. Utförin ákveðin þriðjud. 9. jan. kl. 2,30 frá Fríkirkjunni. Björn Jóhann Óskarsson, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Sjöfn Óskarsdóttir. Þökkum innilega auðsynda samúð við andlát og jarðarför KRISTÍNAR KRISTMANNSDÓTTUR Húki, Miðfirði. Sérstaklega þökkum við öllum þeim. er veittu okkur ómetanlega aðstoð við útför hennar. Stefán Jónasson, Jónas Stefánsson, Kristmann Stefánsson, Ása Stefánsdóttir, Sveinn Jóhannesson, Helga Stefánsdóttir, Sigurður Guðmundsson. Innilegustu þakkir til allra sem vottuðu mér samúð við fráfall systur minnar SIGRlÐAR sveinsdóttur 1 frá Sunnuhvoli, og heiðruðu minningu hennar á margvíslegan hátt. Steinunn Sveinsdóttir, Nýjabæ, Eyrarbakka. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför konu minnar og móður okkar GOÐRÍÐAR HARALDSDÓTTUR frá Garðshorni. Þórarinn Þorsteinsson og börn, Litlo-Bæ, Vestmannaeyjum. Innilegt þakklæti fyrir vinsemd og samúð sýnda við andlát og jarðarför mannsins míns KJARTANS ÓLAFSSONAR frá Vestra-Geldingaholti. Elísabet Jónsdóttir, bróðir hins látna, dætur og tengdasonur. Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför GUÐFINNU SVEINSDÓTTUR fiá Háa-Rima Systkinin frá Háa-Rima, tengdabörn, barnabörn og aðrir ættingjar. mmmmm^mmiimmmmmm^mvi Jóhanna Þorste'nsdóttir - Minnins FÖSTUDAGINN 22. desember síðastl. andaðist á heimili sinu, Laugaveg 80, Jóhanna I>orsteins dóttir,' ekkja Gísla Bjömssonar frá Elliðavatni. Hún var á ní- tugasta aldursári, fædd 15. ágúst 1872 í Álfhólum í Vestur-Land- eyjum. Foreldrár hennar voru Þorsteinn Jónsson bóndi þar og Jóhanna Pálsdóttir kona hans. Jóhanna Þorsteinsdóttir var elzt af sex systkinum, átti tvo bræður og þrjár systur. Enn eru á lífi systur hennar tvær og annar bróðirinn, Guðfinna bú- sett hér í bæ, en Þóranna og Þorgeir austur í Landeyjum. Þar bjuggu líka systkinin, sem lát- in eru, Guðrún og Páll. Jóhanna ólst upp hjá foreldr- um sínum í Álfhólum og þar var hún fram til tvítugsaldurs. Þá fór hún hingað suður til náms í ljósmóðurfræði og lauk því námi með góðum vitnis- burði. Árið 1898 var hún skip- uð ljósmóðir í Eiðaumdæmi og dvaldist þar eystra um eins árs skeið. Eftir það gegndi hún ljós- móðurstörfum á Álftanesi og átti heima á Hliði, þar til hún giftist Gísla Björnssyni frá Ell- iðavatni 14. maí 1900. Gísli var þá verzlunarmaður hjá Gunnari Gunnarssyni kaupmanni. Seinna gerðist hann starfsmaður bæj- arins, var um skeið fátækrafull- trúi og síðar innheimtumaður. Því starfi hélt hann meðan heilsa og kraftar entust. Hann andaðist 1. febrúar 1956. Þau Gísli og Jóhanna settust fyrst að á Laugaveg 27, og hér í bæ bjuggu þau allan sinn bú- skap á ýmsum stöðum, síðast f húsi sínu á Laugaveg 80. Þau eignuðust eina dóttur, Guðrúnu, sem dvalizt hefur alla tíð í for- eldrahúsum. Auk þess ólu þau upp frá sjö ára aldri systurdótt- ur Gísla, Bergþóru Halldórsdótt- ur, sem giftist Erlendi Steinari Ólafssyni, og eru þau búsett hér í bæ. Árið 1922 byggði Gísli sumar* bústað á Reykjum í Ölfusi, en þá jörð átti hann og aðrar fleiri þar. í sumarbústaðinn leiddi liann hveravatn úr Litla-Geysi og notaði bæði til neyzlu og baða. Þau Gísli og Jóhanna trúðu á lækningamátt hvera- vatnsins og varð þeim að trú sinni, því að þar fékk Guðrún dóttir þeirra aftur heilsu sína, en hún hafði þá verið sjúkling- ur á Vífilsstöðum og var víst ekki langt líf hugað af læknum þeim, sem hana stunduðu. Ýms- ir sjúklingar aðrir dvöldust hjá þeim í Guðrúnarskála og fengu þar bót meina sinna. Naut sín þar vel sá hæfileiki, sem ríkur var í fari Jóhönnu, að hjúkra sjúkum og hlynna að þeim, sem bágt áttu. Hún átti líknarhend- ur og var alltaf boðin og búin til hjálpar, þar sem veikindi vorU eða bágar ástæður. Þess munu margir vinir hennar og nágrannar minnast með þakk- læti. Annað var í fari hennar þessu skylt, hversu meðfærin hún var við blóm og gróður, Það gat engum dulizt, sem í ná- grenni hennar bjó þar eystra á sumrin. Það hygg ég hafi verið hennar mesta unun að hlúa að öllu þvi, sem aðhlynningar þarfn aðist, og má af því marka inn- ræti hennar. Sambúð þeirra Jóhönnu og Gísla var með ágætum. Gagn- kvæmt traust og fölskvalaus tryggð entist þeim þá rúmlega hálfa öld, sem þau bjuggu sam- an. Til þeirra var gott að koma, enda var oft gestkvæmt á heim- ili þeirra og gestrisni mikiL Gísli var glaður og reifur heira að sækja, og hógværð og still- ing og góðvild húsfreyjunnar gerði sitt til að laða gesti og gera þeim glaðar stundir. Mörg síðustu ár ævinnar var Jóhanna þrotin að kröftum og heilsu og þurfti mikillar umönn unar við. Naut hún þá þess, sem hún hafði til unnið með líknsemi sinni við þá, sem áður þurftu á hennar hjálp að halda. Til hinztu stundar naut hún umhyggju og ástúðar dóttur sinn ar, sem jafnan var vakin og sof in við að veita henni alla þá að- hlynningu og hjálp, sem í henn- ar valdi stóð. En sú stund kemur að hönd- um allra, að öll mannleg aðstoð þverr og dvínar. Þau tímamót eru nú hér orðin. Eftir lifir minningin ein í hugum ástvina og annarra, sem hana þekktu, fögur minning um góða konu. Gefi nú guð henni gott nýtt ár á landi lifenda. Fr. G. ,1 Atvinna Höfum atvinnu fyrir duglegar og reglu- samar stúlkur við ýmis störf. VINNUMIÐLUNIN Laugavegi 58 — Sími 23627. Vörubifreið Innkaupastofun Reykjavíkurbæjar óskar að kaupa vörubifreið fyrir 4—C tonna leyfilegan hlassþunga, með dieselhreyfli og vökvasturtu. Til greina kemur að kaupa nctaða bifreið í góðu ástandi. Tilboð óskast send skrifstofu vorri Tjarnarg. 12 fyrir 20. þ.m. INNKAUPASTOFNUN REYJAVÍKURBÆJAR. Vélstjórafélag íslands — Kvenfélagið Keðjan. Árshátíð verður í Þióðleikhúskjallaranum föstudaginn 12. jan. n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Mætið vel og stundvíslega. Skemmtinefndin. Ungur hagfræðmgur óskar eftir starfi á sviði rekstrar- eða þjóðhagfræði Góð kunnátta í enskum og þýzkum verzlunarbréfa- skriftum. Tilboð sendist blaðinu merkt: „7382“. Til sölu Efri hæð ásamt risi, alls 5 herbergi á hitaveitu- svæðinu nálægt miðbænum, tvöfalt gler, svalir. Útborgun 120 þúsunu. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL. Lauíásvegi 2 — Sími 19960. NAUÐUIM&ARUPPBOD Vélbáturinn Hrefna GK 374, þinglesin eign Markúsar B. Þorgeirssonr, verður eftir kröfu Arnar Þór hdl. o. fl. seldur á nauðungaruppboði, sem frcim fer í bátnum sjálfum við syðri hafnargarðinn í Hafn- arfjarðarhöfn föstudaginn 5. jan. n.k. kl. 2 e.h. —- Uppboð þetta var auglýst í 102. — 105. — 106. tölubl. Lögbirtingablaðsins. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.