Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.01.1962, Blaðsíða 24
Fréttasímar Mbl. — eftir lokon — Innlendat fréttir: 2-24-84 Erlendar fréttir: 2-24-85 Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. 5. tbl. — Sunnudagur 7. janúar 1962 ikil síld í fyrrinótt * Morðaustan rok komið á miðunum í gær Jón sagði að síldin, sem veidd- ist í fyrrinótt, hefði verið skín- andi góð. Síldin sem var í Kollu- álnum væri nú búin að færa sig suður yfír Jökultunguna og væri nú í botninum á Faxadýpinu. I>eir bátar, sem fengu yfir 1000 tunnur í fyrrinótt eru: Manni 1000, Víðir II. með 1600, Guðmundur Þórðarson 1600, Björn Jónsson með 1200, Pétur Sigurðsson EA 1000, Ingiber Ól- afsson 1200, Eldborg 1100, Höfr- ungur II. 1400, Haraldur 1100, Helga 1600, Halldór Jónsson 1100, Pá-ína 1000 og Gunnólfur 1400. Margir h'nna höfðu 600—700 tunn ur. Hrafn Sveinbjarnarson II. fékk 900 tunnur 3—6 sjómílur S-SA af Eldeynni. Þar voru litlar torf- •»r Og samskonar síld og var áð- ur í Skerjadýpinu. Um 3 leytið í gær var veðrið crðið mjög slæmt Og flestir bát- ar komnir upp undir land á leið inn. Fahney var einnig á leiðinni henn. — Við erum að skarka hérna inn Rugtina og gengur seint, sagði Jón Einarsson. Sandgerði, 6. janúar LÍTIL síld hefir borizt hingað til Sandgerðis í dag. Kominn var að úm tvöleytið Mummi með 500 tunnur en Jón Garðar er væntan- legur með allgóðan afla. Fimm bátar hófu línuróðra héð an í gærkvöldi. Um afla þeirra er ekki vitað enn, en þeir fá versta veður í þessum fyrsta róðri sínum. Pétur Jónsson Og Smári frá Húsavík komu í liótt að norðan til sjóróðra hér í vetur. Fleiri aðkomubátar eru væntanlegir á næstunni. Ctgerð héðan mun verða svip- uð í vetur og á síðustu vertíð, en þá reru héðan 21 bátur er flest var. — Páll. Haile Selassie keisari Eþiópíu skrifar nafn sitt í „hina gullnu bók“ háskólans I Addis Abeba við stofnun hans. — Sjá grein Jóhann esar Ólafssonar, kristniboða á bl. 10. Akranesi 6. janúar 1 NÓTT mokuðu bátarnir upp síldinni hér vestur í miðju Jökul- djúpinu. Nokkuð mikið er af millisíld, en svo er stórsíld með. Fitumagnið var mælt í dag og reyndist frá 11—12%. Hingað bár ust í dag tæpar 7000 tunnur af 8 bátum. Aflahæstur var Höfr- ungur II. með 1400, Haraldur 1100, Anna 950, Skírnir og Sig- urður SÍ. 700 hvor, Sigurður AK, 650, Sigrún 600, Keilir 450 og Sigurfari 350 tunnur. Skipaskagi var með bilað stýri. Sumir minni bátarnir fóru fjórum til fimm klukkustundum seinna út í gær fyrir það að þeir héldu að þeir hefðu komið upp vestur og úti í Kolluál, en ekki í miðju Jökul- djúpi eins og raun var á. Óvíst er að hringnótabátarnir fari út í dag, því slæm veðurspá er. — Oddur. INÍý vatnsveita á ísafirði Bærinn fær nú 801. á sek. ÍSAFIRÐI, 6. jan. — 30. desem- byggingu stíflunnar í Úlfsá. ber s.l. var tekin í notkun ný ] Nokkrar tafir urðu á stíflugerð- vatnsveita á ísafirði. f tilefni þess inni ve8na veðurs. þannig að boðaði bæjarstjórinn, Jón Guð- jónsson, fréttamenn á sinn fund. Á fundinum mættu einnig þeir menn, sem sáu um framkvæmd verksins og gáfu þeir fréttamönn um eftirfarandi upplýsingar. Byrjað var á vatnsveitunni 8. júní s.l. sumar. í fyrsta áfanga var grafið fyrir vatnsleiðslunni, sem ligigur fm Tunguleiti á Dag- verðardal og í Stórurð, en þetta er um 5 km löng leið. Var verk þetta unnið af skurðgröfu bæj- arins. Leiðslan var lögð úr 8 tommu víðum eternit-rörum, sem fengin voru frá Vestur- Þýzkalandi og var niðurlagningu lokið um miðjan nóvembermán- uð. Þá var einnig langt komið ekki tókst að ljúka henni fyrr en 10. desember. Giæsileqt skemmist íbúðarhús af eldi 4 lestir af vatni á hvern íbúa Áður en veita þessi var tekin í notkun nam vatnsmagn það, sem bærinn fékk 35 lítrum á sek., en viðtoótin nú er um 80 lítrar á sek. Heildarvatnsmagnið til bæjarins er því um 10 þúsund lestir á sólarhring eða um 4 lest- ir á hvern ibúa bæjarins. Kostnaður við þessa Úlfsár- veitu nemur um 3,5 millj. kr., en heildarkostnaður við vatnsveitu framkvæmdir síðustu ára, þ. e. byggingu vatnssíuhúss,, sem mun | vera hið eina sinnar tegundar á fslandi, 900 lesta vatnsgeymis og áðurnefndrar veitu nemur nú um 5,6 millj. kr. Verkfræðifirma Sigurðar Thor Oddsens sá um öll tæknistörf og efnisútvegun til veitunnar. Daní- el Sigmundsson, vatnsveitustjóri, 'hafði umsjón með framfcvæmd- um. Oddur Pétursson og Jón H. Guðmundsson höfðu verkstjórn með höndum við niðurgröft og lagningu leiðslunnar og Daniel Kristjánsson ,húsasmíðame'stari, byggði stíflugarðinn. Hann ann- aðist einnig byggingu vatnssíu- hússins og vatnsgeymisins. Nú, er þessum áfanga er náð í vatnsveituframkvæmdum gera forráðamenn bæjurins sér von- ir um að tekist hafi að leysa vatnsþórf bæjarbúa í náinm framtíð- — AKS. Líkan af Arnarnesi synt UM eittleytið í gær var slökkvi- liðið kvatt að íbúðarhúsinu nr. 36 við Vesturbrún, eign Gunn- laugs Pálssonar, arkitekts, en þar var eldur íaus í þakinu. Tölu- verðar skemmdir urðu á húsinu. íbúðarhús þetta, sem er sér- Ný orðsending frá Rússum Bonn, 6. jan. (AP) VESTUR-þýzka utanríkisráðu- neytið skýrði frá því í gær, að ný orðsending hefði borizt frá Sovétríkjunum varðandi Berlín- ar- og Þýzkalandsvandamálið. Talsmaðurinn sagði, að Vestur- veldunum hafi verið kunngert innihald orðsendingarinnar, en ekki skýrði hann frá efm hennar. tega vandaö og glæsilegt, ér með Jöngu, flótu og hallandi þaki. Eldur var i lisinu, sem stoppað er með sagi og fóðrað með þil- piötum. Vai töluverður eldur þarna, og réðst slökkviliðið að honum innanfrá og hafði uppi gasgrímur. Einnig var rifið gat á þakið, og slökkt þaðan. Tók um 45 mínútur að ráða niðurlög- um eldsins. Múrhúð hrundi af vegg Hitínn af eldinum hafði þau á- hrif á járnbita, sem m. a. hélt uppi þakinu, að hann vatzt til með þeim afleiðingum að múrhúð á skilrúmi á stofuhæðinni hrundi af því. Töluverðar skemmdir urðu og af eldi, vatni og reyk. — Eldsupptök eru ó- kunn, en talin eeta stafað af raf- magni. SKIPULAGSLÍKAN af væntan- legri byggð í Amarnesi er nú til sýnis í glugga Herrabúðarinnar í Austurstræti. Líkanið er glæsi- ’.egt Og óvenjulega vel unmð, enda gert af listamönnunum Magnúsi Pálssyni og Diter Rot. Margmennt hefur verið fyrir framan gluggann síðan líkaninu var stillt út. Hverfisskipulag Arnarness þykir hafa tekizt mjög vel Og vera til fyrirmyndar, sagði Páll Magnússon, lögfræðingur, er blað ið átti tal við hann í gær. Þrjár stórvirkar vélar eru nú að verki við vegalagningu í Arnar- nesi. Jarðvegur virðist vera þar hinn ákjósanlegasti til gatnagerð- ar og húsbyggingar. Gatnagerð- inni er hagað með það fyrir aug um, að götur verði allar malbik- aðar jafnskjótt og byggðin rís. Er þá t. d. strax fjarlægður all- ur moldarjarðvegur úr götustæð- unum og sandur eða möl sem þarna er fyrir hendi. Fyrir fram kvæmdum stendur sveitarstjóri Garðahrepps, Ólafur Einarsson, lögfræðingur, Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur, og Páll Magnússon fyrir hönd land- eigenda. Mælingaverkfræðingar eru þeir Haukur Pétursson og Sighjörtur Pálmason. Gert er ráð fyrir, að húsbyggingar hefjist þarna á vori komandi. Portúgal fær lán í Angola Lissabon 5. jan. (AP) í DAG var undirritaður samn- ingur um þriggja og hálfrar j Ímilljón dollara lán. sem dem- antanámufélagiff í Angola veitir Portúgalsstjórn. Láns- féff verffur notaff til fram- kvæmda í Angola. Þetta er sjötta lániff, sem námufélagiff veitir stjórninni. — ★ — i Utanríkisráðherra Portú- gals, Adriano Moreira. undir- ritaði samninginn af hálfu 'stjórnarinnar. Sagði hann að Portúgalar myndu leitast við að standa við skuldtoindingar sínar í varnarmálum og leggja áherzlu á jákvæða þró- un efnahagsmála. — Stjórnin óskar ekki aðeins að koma á friði í N-Angola, sagði hann. Hún miin halda áfram fram- kvæmdum áætlunar, sem gerð hefur verið um lagningu vega, skólabyggingar og aðrar nauðsynlegar framkvæmdir í landinu. ! I Loftleiðir fyrir 16 LOFTLEIÐIK vörffu 16 milljón- um króna til auglýsingastarfsemi á síðastliðnu ari, sagði Sigurður Magnússon, fulltrúi félagsins, er Morgunblaðið innti hann cftir því i gær. Mestum hluta þessa fjár hei'ur veriff varið til margs kyns auglýsingastarfsemi i Bandaríkjunum, því þaðan fær félagið um helming tekna sinna. Loftleiðir auglýsa bæði í blöð um, sjónvarpi og útvarpi en auk þess hefur það ráðizt í ýmsa aðra kynnmgarstarísemi. Félagið aug- auglýsfu millj. kr. lýsir í mörgum heimsþekktum blöðum og tímaritum vestra, m. a. í Time og Life — og hefur það sýnt sig að dómi forráðamanna félagsins, að auglýsingaféð kemur aftur — og rúmlega það. Auglýsingastarfsemi Loftleiðá svo og hliðstæð starfsemi annarra íslenzkra fyrirtækja er ekki að-> eins þýðingarmikil fyrir viðkom- andi fyrirtæki, því öll auglýsinga starfsemi íslenzkra aðila stuðlar að kynningu á íslandi úti í hinum stóra heimi. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.