Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. janúar 1962
MORGVNBLAÐIÐ
5
■MW
1
Þrjár nýjungar á M\i
— kalt borð, nýr bar, nýr söngvari —
VeitingaÍLÚsið Röðull hefur fyrir skömmu
tekið upp þá nýjung að hafa „kalt borð“,
á boðstólum í salarkynnum sínum á efri
hæðinni. Þetta er létt, kalt borð, ög reynd-
ust réttirnir sérlega ljúffengir, er frétta-
mönnuon var boðið að kynna sér krásirnar
í síðustu viku í boði frú Helgu Marteins-
dóttur og Ragnars Magnússonar, en þau
veita Röðli forstöðu. Mest áherzla er lögð á
létta rétti, sem aðallega em unnir úr síld,
fiski, ál, ávöxtum, grænmeti og sa'Aiti. Eink-
um eru síldarréttimir fjölskrúðugir. Alls er
hægt að velja á milli 30 og 40 rétta. Kalda
borðið er gert eftir dönskum og sænskum
fyrirmiyndum, enda hefur Sigurbjörg Ein-
arsdóttir, sem sér um kalda borðið, numið
matargerðarlist bæði í Danmörku og Sví-
þjóð. — Kalda borðið er framreitt milli kl.
7 og 9 á kvöldin.
NÝ VÍNSTÚKA.
Þá hefur verið opnaður nýr bar á Röðli.
Eins og gestir Röðuls vita, hefur aðeins einn
bar verið á Röðli, sá stóri á neðri hæðinni,
þar sem sjónvarpstækið er. Nú hefur verið
gerð mjög snotur og þægileg vínstúka innst
(nyrzt) í stóra salnum á efri hæðinni. Skúli
Norðdahl teiknaði stúkuna, Jónas Sólmunds
son sá um allt tréverk og Amper hf. annað-
ist lýsingu. Barstjóri er Jón Jóhannesson og
barþjónn Hreiðar Svavarsson.
NÝR SÖNGVARI FRÁ U.S.A.
Ungur vestur-íslenzkur söngvari hefur
verið ráðinn til Röðuls. Hann heitir Harvey
Árnason og er frá smábænum OrtomviUe,
í vatnarókinu Miohigan í Bandaríkjunuim.
Faðir hans, sem rekur^ húsgagnafyrirtæki,
er bróðir Hjörvarðs Árnasonar listfræðh
ings, sem veitir Guggenlheim-listasafninu
í Minneapolis forstöðu. Faðir Harveys heit-
ir Árni Bjarki Árnason. Hann er fæddur í
Winnipeg og er kvæmtur konu af írsikum
ættum.
Harvey Árnason er 27 ára gamall. Hann
’i
I
Harvey Árnason, nýi söngvarinn á Röðli.
hefur hingað til unnið við fyrirtæki föður
síns, en jafmframt lagt stund á söng. Hann
hefur sungið opiniberlega við fjóra stóra
skemmtistaði vestra. Blaðamenn ræddu
nokkra stund við Harvey, sagðist honum svo
frá, að sig hefði langað til að kynnast íslandi,
og hefði faðir hans styrkt hann til ferðar-
innar með því ófrávíkjanlega skilyrði, að
hann lærði íslenzku til hlítar. Hann kvaðst
vonast til þess, að hann gæti unnið fyrir
sér með söng á íslandi, og ætti það að
vera auðvelt, þar eð hann hefur skemmti-
lega rödd, sem hann beitir mjög vel. í
fyrsta skipti, sem hann söng hér á sam-
koanu, fékk hann ókeypis auglýsingu, er Jón
Leifs bannaði honum að
syngja, þótt á lokaðri félagssamikomu væri,
þar sem hann skorti atvinnuleyfi hért Það
hefur hann nú að sjálfsögðu fengið.
Harvey Árnason tók fram, að sér líkaði
sérlega vel bæði við land og þjóð eftir þau
kynni, sem hann hefur af því haft frá hing-
aðkomu sinni. Sérstaklega kvaðst hann á-
nægður með að syngja með hljómsveit Áma
Elfars, sem væri framúrskarandi góð.
til að stjórna flugvélinni andar-
tak, svo að ég fái frið?
— ★ —
Emil Hellsengreen danskur
Jeikari var svo góðlegur á svip
inn að margir urðu til þess að
trúa honum fyrir vandræðum sín
um og sorgum. Kvöld eitt kom
hann inn á veitingahús, þar sem
ungur, lítt þekktur leikari var
fyrir. Hann virtist mjög hryggur
og sagði svo Helsengreen frá öll
um sínum sorgum:
— Konan mín er farin frá mér,
én þess að láta mig nokkuð vita.
Við töluðum saman í morgun,
eins og venjulega og hún sagði,
að við munduim fá nýru til há
degisverðar. Þegar ég fór á æf-
ingu, fór hún líka út að kaupa
nýrun. Þegar ég kom af æfing-
Ef þú vilt auka þekkingu þina
en vera sjáifur óþekktur, skaltu
búa í borg. Colton.
Maðurinn er eina dýrið, sem
roðnar — eða þarf þess.
Mark Twain.
Maður, sem kann ekki að brosa,
eetti aldrei að opna verzlun.
Indverskt.
ÖU byrjun er auðveld. Siðustu
ekrefin eru torveldust, enda sjald-
an gengin, Goethe.
unni, lágu nýrun í pakka á borð
inu. Við hlið pakkans var miði
er á stóð: — Eg kem ekki aft-
ur. Hér báru tilfinningarnar hinn
yfirgefna eiginmann ofurliði.
Helsengreen, sem hafði hlustað á
af mikilli samúð, lagði nú hend-
ina á öxl hans og spurði með
djúpri hluttekningu: Voru það
lambsnýru?
— x X x —
Verkamenn nokkrir höfðu á-
kveðið að hrella íra einn, sem
með þeim vann. Þeir tóku jakka
hans, er hékk ásamt fleirum í her
bergi einu og krítuðu asnahaus á.
Þegar írinn kom að sækja jakka
sinn, sagði hann — Hvað er að
sjá þetta. Hver ykkar hefur
þurrkað sér í framan á jakkanum
mínum?
Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er
vsentnlegur kl. 12 í dag frá New
York og fer til Osló, Gautaborgar,
Kaupmannahafnar og Hambotrgar
eftir skamma viðdvöl.
Flugfélag íslands h..f*: HJrímfaxi
er væntanlegur til Reykjavíkur kl.
16:10 í dag frá Kaupmannahöfn og
Glasgow. Flugvélin fer til Glasgow
og Kaupmannahaf nar kl. 08:30 í
fyrramálið.
Innanlandsflug: f dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Egilsstaða, Sauðárkóks og Vest-
mannaeyja. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar, Húsavíkur, ísa-
fjarðar og Vestmannaeyja.
Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss
er í Rvik. Dettifoss er á leið til NY.
Fjallfoss er á leið til Rvíkur. Goðafoss
er á leið til Fáskrúðsfjarðar. Gullfoss
er á leið til Leith og Rvíkur. Lagarfoss
fer frá Hafnarfirði í dag til Akraness
Reykjafoss er í Rvík. Selfoss er 1 Rvík.
Tröllafoss er í Hamborg. Tungufoss fór
frá Fur 7. jan. til Stettin og Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Reykjavík kl. 13.00 í dag austur um
land í hringferð. Esja er væntanleg
til Reykjavíkur í dag að austan frá
Akureyri. Herjólfur fer frá Vestmanna
eyjum kl. 21.00 í kvöld til Reykjavík-
ur. Þyrill var við Færeyjar á mið-
nætti í nótt á leið tU íslands. Skjald-
breið er á Norðurlandshöfnum. Herðu
breið er á Austfjörðum á Suðurleið.
Baldur fer frá Reykjavík í dag tU
Rifs. GUsfjarðar- og Hvammsfjarðar-
hafna.
Eimakipafélag Reykjavíkur h.f.:
Katla er á leið tU Danmerkur.
Askja er á leið tU Noregs og Canada.
Jöklar h.f.: Drangjökull er í Grims-
by. LangjökuU fór frá ísafirði í gær
áleiðis tU Patreksf j arðar og Faxa-
flóahafna. Vatnajökull er á Norður-
landshöfnum.
Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er 1
Reykjavík. Arnarfell er á Húsavík.
JökulfeU lestar á Ausfjarðahöfnum.
Dísafell er í Reykjavík. Litlafell er
á leið til Reykjavíkur frá Eyjafjarð-
arhöfnum. Helgafell er á Dalvík.
HamrafeU e*. væntanlegt tU Reykja-
víkur á morgun frá Batumi. Skaan-
sund fór 5. þ.m. frá Akranesi áleiðis
tU HuU. Heeren Gracht er í Rvík.
ÁHEIT OC GJAFIR
Áheit á Keldnakirkju. N.N. kr. 150
Þ.O. Heiðarb. 100. G.Ó. Hólum 100.
Fyrir hönd kirkjunnar færi ég bezta
þakklæti. Keldum 27. des. 61. Guð-
mundur Skúlason.
Jólasöfnun Mæðrastyrksnefnðar:
Loftleiðir starfsf.3700, Lögreglustöðin
starfsf. 1865 og Garðar Gíslason h.f.
starfsf. 400.
Kærar þakkir.
Söfnin
Listasafn íslands verður lokað um
óákveðinn tíma. ,
Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er
opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga
frá kl. 1.30—4 e.h.
Þjóðminjasafnið er opið sunnud.,
þriðjud., fimmtud. og laugard. kl.
1,30—4 e. h.
Listasafn Einars Jónssonar er lok-
að um óákveðinn tíma.
Minjasafn Reykjavíkurhæjar, Skúla
túni 2. opið dagrega frá kL 2—4 e.h.
nema mánudaga.
Bæjarbókasafn Reykjavíkur —
ardögum og sunnudögum kJ 4—7 e.h.
Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug-
Laugardaga kl. 13—15.
Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts-
um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna
kl. 8:30—10.
daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu-
daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka
daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu-
daga 2—7.
tJtibú Hólmgarði 34: Opið 5—7 alla
virka daga, nema laugardaga.
Ameríska Bókasafnið, Laugavegi 13
er opið 9—12 og 13—21, mánudaga, mið
vikudaga og föstudaga, 9—12 og 13—18
þriðjudaga og fimmtudaga
Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju
daga og fimmtudaga í báðum skólun-
um. í
Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum:
Opið alla virka daga kl. 13 til 19. —
Kona vön afgreiðslu í fata- og vefnaðarvöru- verzlun óskar eftir atvinnu Uppl. í síma 37027. Herbergi I Stórt einhleypingsherbergi í nýju húsi til sölu. UppL l símum 15605 og 15489.
Handrið úi jámi, úti,' inni. Vanir menn. Vönduð vinna. Fjöliðjan hf. Sími 36770. Einhleyp kona óskar eftir húsnæði, sem næst Miðbænum, helzt hjé eldra fólki. Uppl. í síma 10612 milli kl. 5—7.
Sængur Nælon sængur (léttar og hlýjar sem dúnsængur). Garðastræti 25. Sími 14112. Oska eftir að taka að mér vélritun í heimavinnu. Tilboð merkt: ,.Vélritun — 7655“ sendist blaðinu fyriir fimmtudag.
Róleg, ung bamlaus hjón óska eftir 2—3 herbergja íbúð nú þegar, eða uim næstu mán- aðamót. UppL í síma 92-7416. Bátur Sjómaður óskast í félag um 22 tonna bát (lítil útb.). Til'b. sendist Mbl. fyrir nk. laugardag, merkt: „Út- gerð — 7657“.
Steypuhrærivél sem ný, 75 1. hrærivél, raf- drifin til sölu. Uppl. á Lindargötu 50 ki. 7—8 e h. Hafnarfjörður Kona óskast til húsverka nokkra tíma á dag. UppL á síma 50982.
Barnarúm 2 gerðir. Húsgagnavinnustofa Sighvatar Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Sími 10274. Stúlka með barn á fyrsta ári óskar eftir ráðs konustöðu á fámennu heimili í Reykjavík. UppL í sírna 14280.
Stúlka með bam á fyrsta ári, óskar eftir ráðskonustöðu, helzt í Reykjavik. Uppl. í sima 37116. Unga stúlku með gagnfræðaprófi vantar atvinnu í 3—4 mán. Tilb. merkt: „Janúar — 7699“ sendíst til blaðsins fyrir miðvivkudagskvöld.
Permanent litanir geislapermanent, gufu permanent og kalt perma- ner.t. Hárlitun og hárlýsing Hárgreiðsiustofan Perla Vitastíg 16A — Sími 14146 ATHUGTÐ að borið sare>an að útbreiðslu er langtum óáýrara að auglýsa í Morgunblaðitm, en öðrum biöðum. —
Til sölu
Vegna brottflutnings er til sölu við tækifærisverSi
strauvél, dagstofuhúsgögn, borðstofuhúsgögn, svefn-
herbergis-sett, radiofónn, ísskápur o. fl. — Upplýs-
ingar í síma 10852 þriðjud. 9. og miðvikud. 10. jan.
milli kl. 5,30—7,3C s.d.
100—150 ferm.
afgreiðslu og vinnupláss
óskast
á götuhæð. — Upplýsingar gefur Guðmundur Atla-
son, sími 24366 og eftir kl. 6 í síma 50472.
Til sölu
2ja herb. kiallaraíbúð í Norðurmýri. Nánari upp-
lýsingar gefur
Málflutningsskrifstofa
Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar
i og Guðmundar Péturssonar
Aðalstræti 6 — Símar 1-2002 1-3202, 1-3602
Við höfum flutt
skrifstofur okkar í Hafnarliúsið, Tryggvagötu 2
III. hæð.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.
Sími 11150 — Símnefni: Northship