Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 10
MORGUNBL AÐ1Ð ■Þriðjudagur 9. janúar 1962 10 JMiwaiiiilifflfrifr Ctgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aýgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 2248u. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 3.00 eintakið KAPP ER BEZT MEÐ FORSJÁ lllir stjórnmálaflokkar á íslandi segjast hafa mik- inn áhuga á að afla þjóðinni nýtízkulegra og fullkominna framleiðslutækja. Sá áhugi er góðra gjalda verður. En í þessu sambandi verður að minnast hins fornkveðna, að kapp er bezt með forsjá. Því aðeins getur þjóðin haft full not af fullkomnum fram- leiðslutækjum, að þau séu rekin á heilbrigðum grund- velli. Það væri gagnslítið að hrúga inn í landið dýrum og góðum tækjum, ef þjóðin kynni ekki með þau að fara og gæti ekki rekið þau, þann- ig að þau sköpuðu arð og at- vinnu. Reynsla undanfarinna ára sannar því miður, að í þess- um efnum hefur mikill brest ur á orðið. Jafnhliða upp- byggingu atvinnuveganna hefur verðbólga og jafnvæg- isleysi oft mótað svip efna- hagslífsins. Hin nýju fram- leiðslutæki hafa verið rekin með sívaxandi tapi, sem síð- an hefur verið velt yfir á al- menning með ýmsum aðferð- um. Lengst gekk þetta á valdatímabili vinstri stjómar innar. Hún hafði að vísu lofað því að'tryggja halla- lausan rekstur atvinnutækj- anna og lækka skatta og tolla. En niðurstaðan varð sú, að þessi stjórn, sem þótt- ist ætla að stjóma fyrst og fremst með hagsmuni al- mennings fyrir augum, sleppti verðbólgunni laus- beizlaðri eins og óargadýri á fólkið og lagði síðan á það sligandi opinberar álögur. Allt var þetta háttalag svo háskalegt og heimskulegt, að vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum eftir aðeins rúm- lega 2ja ára valdaskeið. Núverandi ríkissjtórn hefur látið sér verða fordæmi vinstri stjórnarinnar víti til varnaðar. Hún gerði þrotabú vinstri samvinnunnar upp, kmfði vandamálin til mergj- ar og hikaði ekki við að gera það sem gera þurfti. Enda þótt kommúnistar og Fram- sóknarmenn hafi á alla lund reynt að torvelda viðreisnar- starfið hefur það þó borið mikinn og heillaríkan árang- ur. Lánstraust þjóðarinnar út á við hefur verið endurheimt, sparifjármyndun hefur stór- aukizt, lausaskuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp og verðbólguhugsunarháttur upp bóta- og styrkjakerfisins er á hröðu undanhaldi í husmm þjóðarinnar. Það sem mestu máli skipt- ir er að þjóðin geri sér það alltaf ljóst, að hún getur ekki eytt meiru en hún aflar. Hún verður að miða lífskjör sín við afraksturinn af fram- leiðslunni á hverjum tíma. Ef hún ekki gerir það, þá duga ný og fullkomin fram- leiðslutæki ekki til þess að viðhalda hér góðum lífskjör- tun og atvinnuöryggi. Þetta verða allar ríkis- stjómir að hafa í huga, jafn- hliða því sem þær styðja einstaklings- og félagsfram- tak í landinu til uppbygging- ar bjargræðisveganna. Eina raunhæfa leiðin til þess að tryggja framfarir, aukna fjöl breytni í atvinnulífinu og margvíslegar aðrar umbæt- ur á öllum sviðum þjóðlífs- ins, er að þjóðin kunni fót- um sínum forráð og miði kröfur sínar til lífsins gæða við raunverulegan afrakstur af störfum sínum. Allt ann- að er hégómi og blekking. KOSMIIMGA- SKJALFTI NEHRIJS Vffirlýsingar Nehrus, forsæt- isráðherra Indlands og félaga hans í Kongressflokkn um um að þeir kunni að grípa til vopna gegn ná- grönnum sínum, Pakistanbú- um og Kínverjum ,til þess að leysa landsvæði undan yfir- ráðum þeirra, sýna greini- lega, að mikill kosninga- skjálfti hefur gripið forsætis- ráðherrann og menn hans, en eins og kunnugt er fara þing kosningar fram í Indlandi á næstunni. Telja ýmsir, að fylgi Kongress-flokksins, sem lengst af hefur verið mikið og öruggt í landinu, kunni nú að standa höllum fæti. Til dæmis hefur Krishna Men- on, landvarnarráðherra Nehr us, verið talinn standa mjög höllum fæti í kjördæmi sínu. En það er einmitt hann, sem hefur verið aðalhvatamaður- inn að árás Indverja á Góa. En svo virðist sem Nehru sjálfur telji það vænlegt tíl sigurs í kosningunum að beita hótunum um vopnaðar árásir á Pakistan og jafnvel Kína. En þetta framferði hans hefur óneitanlega orðið til þess að svifta hann þeim dýrðarljóma, sem hann hef- ur viljað láta leika um nafn sitt sem einlægs friðarsinna og sáttasemjara í alþjóða- málum. Hollendingar hafa kennt nokkrum Papúum vopnaburð og Jijálfað þá til lögreglustarfa. Pessir óárennilegu herramenn eru t.d. í lögreglu hinna innfæddu. Steinaldarmennin a Nyju Guineu Sumir ættflokkar Papúa stunda enn mannát og hausaveiðar EF SUKARNO Indónesíufor- seti lætur verða úr þeirri hótun sinni að ráðast inn í Nýju Guineu, munu menn hans þurfa að berjast þar örðugri baráttu við erfiðustu skilyrði í einu frumstæðasta og óárennilegasta landi heims. Eyjan lýtur að hálfu stjórn Hollendinga — Ástra- líumenn stjórna svo austur- hluta hennar — og er eyjan sönn paradís mannfræðinga, náttúrufræðinga og safnara frumstæðra listaverka. ★ Flestir af hinum 700.000 Papú- um, sem byggja hollenzka svaeðið, búa enn við steinaldarskilyrði. Margir klæðast eingöngu pilsum, sem þeir gera sér úr stilkum orkídea, og meðal þeirra eru enn kynflokkar, sem stunda mannát og hausavciðar. í könnunarleið- angri, sem farinn var nýlega til eyjarinnar (í þessum leiðangri tók m. a. þátt sonur Nelsons Rockefeller, sem einmitt fórst í leiðangrinum) varð þess víða vart, að Papúarnir áttu í blóðug- um erjum út af mannahausum, sem þeir seldu vísindamönnunium, er þangað komu. Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að hin frumstæða menn- ing Papúanna hefur verið rann- sökuð að nokkru ráði. Sumir ættbálkarnir hafa enn ekki fund- ið upp hjólið og geta ekki enn gert sér einföld leirílát. Þeir þekkja ekkert til járns eða stáls. Einu klæði þeirra eru gerð úr trjáberki, og gjaldmiðill þeirra er sniglaskeljar. Nokkrir ættflokkar, eins og þeir, sem byggja Baliem-dal á miðri eynni, trúa á stokka og steina, m. a. svínakjálka og fugla- klær. Þegar konur vilja tjá sorg sína, láta þær höggva af sér fing urgómana með steinexi. Krafa Indónesa til Nýju Guineu byggist að mestu á þvi, að landið var eitt sinn hluti af hollenzku Austur-Indíum. Hollendingar svara því til, að Papúar séu ekki indónesískir1, heldur melanesískir, og þeir hafa stungið upp á því að fela Sameinuðu Þjóðunum stjórn landsins, þar til innfæddir geti sjálfir skapað sér viðunandi kjör. Á því virðist hins vegar lítill vafi, að Hollendingar hafa haft sig mjög í frammi við að efla framþróun Og menningu á eynni, síðan Indónesar tóku a3 líta hana hýru auga. Nýju Guineu í byrjun síðustu ald ar. En það var ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, að tekið var að reyna að mennta Papúanna fyrir alvöru. Nú eru um 30.000 Papúar í undarbúningsskólum, og einn stundar háskólanám í Hol- landi. Nokkrir Papúar eru nú hylltir sem verðandi stjórnmála- æiðtogar, meðal þeirra ungur maður að nafni Herman Womsi- wor, sem var „tekinn í fóstur“ aí bandarískum hermönnum á Nýju Guineu árið 1944 og varð síðar dugandi copra- og brotajárnssali. Um 2.000 Papúar vinna í þágu ríkisins, þótt fæstir skipi virðing- arstöður. Hollendingar verja einnig sem svarar um 1500 milljónum króna á ári til efnahagslegrar uppbygg- ingar á Nýju Guineu og vonast til þess að geta hagnazt á nikkel- og kobaltnámum í fjöllunum f nágrenni Holiandiu. Þeif vinna að rannsóknum á gúmmí- kaffi- og kókórækt. En Nýja Guinea er, þegar öllu er á botninn hvolft, fátækt land. Útflutningsvörurnar eru copra, krydd og krókódíla- skinn, og gefur þetta af sér sem svarar rúmlega 100 milljónum Frh. á bls. 19 . Á þessari mynd sjást tveir menn, sem áreiðanlega verða i fararbroddi, ef Indónesar ráðast til landgöngu á Nýju Guineu: Til vinstri er R. E. Martadinata aðmíráll, yfirflotaforingi Indó- nesíu, og til hægri Abdul Nasution hershöfðingi, yfirmaður herforingjaráðsins og öryggismálaráðherra. í miðjunni er herforingi frá Thailandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.