Morgunblaðið - 09.01.1962, Blaðsíða 19
Þriðjudagur 9. janúar 1962
MORCVTSBLAÐIÐ
19
Herdís
leikur
hand-
leggs-
brotin
UM KL. 9:30 í gærmorgun, er
Herdís Þorvaldsdóttir leik-
kona, var á leið á leikæfingu
í útyarpinu, varð hún fyrir
því óhappi að renna til á bón
uðum gangi. Bar hún fyrir sig
hendina, með þeim afleiðing-
um að handleggurinn brotn-
<| aði.
Herdís leikur seim kunnugt
er Margréti, þjónustustúlku
hjá sýslumanninum í Skugga-
Sveini. Strax í gærmorgun
voru gerðar ráðstafanir til að
æfa aðra leikkonu til að taka
við. En skömmiu seinna
hringdi Herdís til þjóðle.ikhús
stjóra og kvaðst mundu leika
sitt hlutverk eftir sem áður,
en næsta sýning er í kvöld.
„Sýningin verður að halda á-
fram“ er einkunnarorð leik
ara, og þótti það á sínum tíma
mikið hreystiverk í Bretlandi
—* Járnbrautarslys
Frh. af bls. 1.
hánn hafi reynt með vasahníf
að skera brakið frá konu sem
sat við hlið hans. En hún var
þá látin. Þá reyndi hann ásamt
öðrum hermanni að losa mann,
sem var klemmdur milli stál-
bita. En hann var þá einnig lát-
inn og skyndilega stóðu þeir
með fótlegg í höndunum. Seinna
settist hann við hlið deyjandi
manns og var heldur ekki unnt
að bjarga honum.
Verzlunarmaður nokkur, sem
var í hraðlestinni á leið til
vinnu sinnar í Utrecht, skýrði
frá því að hann hafi komizt lif-
andi úr árekstrinum vegna þess
að hann fékk ekkert sæti í lest-
inni. Hann stóð í lestargangin-
um þegar hann heyrði ærandi
hávaða, sá vagninn leggjast sam
an og farþegana klemmast fasta
í sætum sínum. „Ég var í
fremsta vagninum og ég get
ekki skilið hvemig ég lifði þetta
af,“ sagði hann.
Lík hinna látnu verða flutt
til kirkju í Utrecht, én þar í
borg munu sjálfboðaliðar taka
á móti ættingjum hinna látnu.
Kauði krossinn í Utrecht hefur
opnað sérstaka skrifstofu þar
sem upplýsingar em gefnar um
elysið og líðan hinna særðu.
TVEIR VAGNAR EFTIR
Klukkan níu í kvöld höfðu
björgunarmenn enn ekki kom-
izt inn í tvo vagna og er ótt-
azt að 1 þeim séu að minnsta
kosti tíu manns. Þá segjast björg
unarmenn einnig hafa séð
nokkrar konur undir vögnimum,
en ekki komizt að þeim enn. —
Telja þeir sennilegt að þær séu
látnar. Má búast við að yfir 100
jnanns hafi farizt í árekstrinum.
Um 1000 manns vinna að björg-
un farþeganna.
Jan de Quay forsætisráðherra
kom á slysstaðinn í dag ásamt
nokkrum öðrum ráðherrum og
ráðuneytisstjórum til að fylgj-
ast með björgunarstarfinu. En
ekki er búizt við að því ljúki
fyrr en á morgun.
★
Mesta járnbrautarslys sögunn-
ar varð í Ölpunum árið 1917
þegar frönsk herflutningalest
fór út af teinunum. Með henni
fórust um 600 hermenn.
Samsongur í Kristskirkju
Herdis í hlutverki Margrétar,
hjá leikkonunni Vivian Leigh,
er hún stóð á sviðinu tveim
ur dögum eftir að hún hand-
leggsbrotnaði. Og nú ættar
Herdís sízt að standa henni á
sporði í því.
— Utan úr heími
Framh. af bls. 10.
ísl. króna á ári, og olíulindirnar,
sem óðum eru að þverra, gefa
af sér svipaða upphæð.
,Ef Indónesar myndu eignast
þetta landsvæði, er hætt við að
sá vafasami ávinningur yrði
Sukarno fjárhagslega um megn,
þar sem fjárhagur Indónesa er
ekki beysinn. í fyrsta lagi yrði
hann að leggja í gífurlegan kostn'
að við innrásina á eyna — talið
er, að til þess þurfi um 16.000
manna lið — og ströndin er allt
annað en árennileg — hrjóstugir
klettar, myrkir frumskógar og
mýrar. Menn hans myndu þurfa
að berjast við a. m. k. 5.000
manna lið Hollendinga við hin
erfiðustu skilyrði. Jafnvel þótt
innrásin tækist giftusamlega fyrir
Sukarno, myndi það veitast hon-
um erfitt að stjórna og efla
landið, því að hann á í rauninni
nóg með sitt eigið vanþróaða
land, sem teiur um 95 milljónir
íbúa.
Sagt hefur verið, að Sukarno
hafi verið hvattur til þessa, er
Indverjar réðust inn í Goa Portú-
gala; en það er allt annað en
hlaupið að því að vinna Nýju
Guineu. En Sukarno hefur sjaldn-
ast látið stjórnast af skynsem-
inni einni, og Nýja Guinea gæti
Orðið jafnuggvekjandi Og blóðug
ur vígvöllur og Laos og Kongó,
svo ekki sé tekið dýpra í árinni.
— Molotov
Frh. af bls. 1.
héldu áfram árásum á hann,
en ekkert heyrðist frá honum
sjálfum.
Fyrir hálfum mánuði spurðu
fréttamenn Krúsjeff forsætisráð
herra um Molotov. Sagði for-
sætisráðherrann þá að flokkur-
inn væri að rannsaka málið.
Engar frekari upplýsingar hafa
verið gefnar.
Austurríska sendiráðið í
Moskvu sagði í dag að Molotov
hefði ekki sótt um vegabréfsárit
un þar, en verið gæti að hann
hefði enn gilda áritun frá Vin.
ÞAÐ er yfirleitt ánægjuefni,
þegar tónleikar eru vel sóttir,
og sjaldgæft, að ástæða sé til
að kvarta yfir of miklu fjöl-
menni í tónleikasal. En á sam-
söng þeim, sem Kvennakór
Slysavarnafélagsins og Karlakór
Keflavíkur efndu til í Krists-
kirkju í Landakoti sl. sunnudag,
brá svo við, að þar var ekki
einungis setinn hver bekkur,
heldur stóðu menn þétt milli
bekkja langt inn eftir kirkj-
unni og í forkirkju.
Fólk, sem stendur upp á end-
ann í þéttri iðandi kös í regn-
blautum yfirhöfnum, er ekki í
ákjósanlegri aðstöðu til að njóta
tónleika. Og lítil von til annars
en að það valdi ónæði og trufl-
un einnig þeim, sem hafa verið
svo heppnir að fá sæti. Hætt
er við, að nokkuð margir af
þeim, sem þarna voru, hafi ekki
haft af tónleikunum það gagn
sem skyldi, aðeins vegna þess að
alltof mörgu fólki hafði verið
hleypt inn í kirkjuna. Eru þetta
leið mistök, bæði gagnvart þeim,
sem tónleikana fluttu, og hin-
um, sem þama voru komnir til
að njóta þeirra.
Sá, sem þessar línur ritar,
hélzt við í kirkjunni aðeins
stutta stund og heyrði ekki
nema upphaf tónleikanna. Fyrstu
lögin, sem kvennakórinn söng,
hljómuðu mjög vel, söngurinn
var áferðargóður og hreinn, en
ef til vill helzt til átakamikill
viðkvæmu lagi eins og „Ó,
Jesúbarn kært“ eftir Bach. Ein-
söngur Snæbjargar Snæbjamar
var einnig mjög blæfagur og
meðferð hennar á tveimur lög-
um eftir Pál Isólfsson látlaus
og innileg. Eftir þessa byrjun
harmaði undirritaður að geta
ekki hlýtt á framhald hinnar
löngu og fjölbreyttu efnisskrár,
þar sem í vændum var orgel-
leikur dr. Páls ísólfssonar, ein-
söngur Eyglóar Viktorsdóttur
og tvísöngur þeirra Snæbjarg-
ar, svo og söngur Karlakórs
Keflavíkur ásamt einsöng Sverr
is Olsen, og loks samsöngur kór-
anna. — Herbert Hriberschek,
sem hefir verið söngstjóri beggja
kóranna nokkur siðustu ár,
stjórnaði þeim á þessum tón-
leikum.
Jón Þórarinsson.
Fyrsti róður
línubátanna
SANDGEKÐI, 8. jan. — Línubát-
arnir komu úr fyrsta róðri á vetr-
arvertíð á laugardaginn. Var afl
inn frá 3 lestum upp 18% lésit. ■—
Guðmundtrr Þórðarson var þeirra
hæstur. — P. P.
Kenmsla
Les með skólafólki
tungumál, stærðfræði, eðlis-
fræði og fl. og bý undir lands- og
stúdentspróf. Dr. Ottó Amaldur
Magnússon, Grettisgötu 44 A.
Sími 15082.
& i
fíM
'ISIIIÍ M^^OUNUM-
Sölubúð
Vesturgötu 15 er til leigú frá næstu mánaðamótum
Upplýsingar í síma 17866.
Einbýlishús
á fallegum stað í Kópavogi til sölu. 1. hæð 4 herb. og
eldhús, ris óinnréttað. stór ræktuð lóð. Skipti á 5
herb. íbúð í sambýlishúsi æskileg.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, hrl.
Laufásvegi 2. Sími 19960
Bókarastaða
Opinber sknfstofa óskar að ráða duglegan og reglu-
saman bókara annað hvort strax eða fyrsta apríl.
Umsóknir merktar: „Bókari — 7297“, sendist afgr.
Mbl. fyrir 20. þ.m. ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf og meðmælum ef fyrir hendi eru.
Laun samkvæmt launalögum.
Nauðungaruppboð
eftir kröfu Árna Gunnlaugssonar hdl., fer annað og
síðasta uppboð á Vb. Hrefnu GK 374 fram í bátn-
um sjálfum við syðri hafnargarðinn í Hafnarfirði
föstudaginn 12. jan. kl. 2 s.d.
Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu
ÖBYGCI - ENDING
Notio aðeins
Ford varahfuti
FOR.D- umboðið
KR. KRISTJMSSON H.F,
Suburlandsbraut 2 - Sími; 35*300
Félagslíi
Enn er hægt að bæta nokkrum
í frúar og old boys flokka
Fimleikadeildar Armanns. Æf-
ingar hjá frúarflokk er á mánu-
dag kl. 9 og Old boys miðviku-
dag kl. 7.
Fimleikadeild Ármanins.
Knattspyrnufélagið Valur,
knattspy mu deild.
5. flokkur.
Skemmtifundur verður haldinn
í félagsheimilinu í dag kl. 3.
Bingó, kvikmyndasýning o. fl.
Mætið allir Stjómin.
Sunddcild Ármanns.
Sundæfingar eru hafnar að
nýju eftir áramótin og eru á
þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 18.45—20.15. Sundknattleikur
er æfður á mánudögum kl. 21.50.
Fjölmennið.
Sunddeild Ármanns.
Sunddeild KR
Sundæfingar hefjasf að nýju
í kvöld eftir jólahléið. Þær eru
á þriðjudögum og fimmtudögum
kl. 18.45 og föstudögum kl. 19.30.
Mætum öll vel og stundvíslega!
Nýir félagar tali við þjálfarann,
Kristj án Þórisson. Stjórnin
Knattspymufélagið Valur,
knattspyrnudeild.
Meistara- og 1. flokkur.
Munið að fyrsta æfing ársins er
í kvöld kl. 8.30 í íþróttahúsinu.
Fjölmennið stundvíslega.
Þjálfari.
■.... ............. ■■ ■
Knattspyrnufélagið Valur,
knattspymudeild.
3. flokkur.
Athugið að æfingarnar verða
framvegis á miðvikudögum kl.
8.30—9.20. Næsta æfing verður
þ*S á morgun kl. 8.30. Fundur
verður eftir æfinguna. Fjölmenn
ið stundvíslega. Þjálfarar.
Valur handknattleiksdeild.
Æfingar verða framvegis sem
hér segir:
Þriðjudagar:
Kl. 18.50, 2. flokkur kvenna.
Kl. 19.40. meistarafl. kvenna.
Kl. 21.20, meistara-, 1. og 2. fl.
kvenna.
Miðvikudagar:
Kl. 1940. 3. flokkur karla.
Föstudagar.
Kl. 18.50 3. flokkur karla.
Kl. 20.30, meistara- og 2. fl. kv.
Kl. 21.20, meistara-, 1. og 2. fL
karla.
Sunnudagar:
Kl. 11.05, 4. flokkur karla.
Stjórnin.
Körfuknattleiksdeild Ármanns
Æfingar deildarinnar hafa
breytzt þannig:
Mfl. karla: sunnud. kl. 2 10,
Hálogalandi. — miðvikud. kl. 9.30
íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.
2. fl. karla sunnud. kl. 1.30,
Hálogaland — mánud. kl. 9.20,
Langholtsskóli.
3. fl. karla mánud. kl. 8.30,
Langholtsskóli — föstud. kl. 9.30,
íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.
4. fl. drengja miðvikud. kl. 8.45_
Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar —
föstud. kl. 7.40, Langholtsskóli.
Kvennaflokkar: miðvikud. kl. 8
íþróttahús Jóns Þorsteinssonar.
Fjölmennið,
nýir félagar velkomnir.