Morgunblaðið - 12.01.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1962, Blaðsíða 12
12 MORCl’NTtT4T)IÐ Föst”rfa«rur 12 ianúar 1962 Ú tflutningsfyrirtœki vantar hið fyrsta traustan skrifstofumann, helzt með nokkra reynslu. Enskukunnátta skilyrði. — Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „7658“. 'bbbbbbbbbbbbbtbbbtabbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Nýkomið Baðherbergisskápar Handklæða-slár og hengi eins og þriggja arma yggingavörur h.f. Siml 55697 Lougoveg 178 b b b b b b b b b b b ,b Lokað eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Raf^eymahle&slan Síðumúla 21. Maðurinn minn GÍSLI JÓN GÍSLASON frá Gullhúsá, er lézt 6. jan. verður jarðsunginn frá Akranesskirkju laugardaginn 13 jan. kl. 2 e.h. Guðmundína Ingimundardóttir. Minningarathöfn um ÚLh’AR JÓNSSON lækni, fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 12. janúar kl. 3 e.h. Guðný Ámundadóttir og börn. Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HALLDÓRU HALLDÓRSDÓTTUR frá Valdastöðum, fer fram laugardaginn 13 þ.m. og hefst með kveðjuat- höfn í Fossvogskirkju kl. 10,30 f.h. — Kveðjuathöfninni verður útvarpað. — Síðan verður jarðsungið frá Reyni- vallakirkju kl. 13,30 e.h. — Hópferðabifreiðar verður til staðar hjá Fossvogskirkju, fyrir þá sem vilja fara til Reynivaliakirkju. — Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, eru minntir á minnmgarsjóð Þorkels Guðmunds- sonar. Börn,tengdabörn og barnabörn Ég þakka hjartanlega TJ ngmennafélagi Njarðvíkur og öllum þeim sem ióku þátt í þeirri höfðinglegu gjöf, sem mér var færð. — Guð blessi ykkur öll. Bjarney Guðjónsdóttir, Borgarveg 19, Ytri Njarðvík. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda vinsemd og samúð við fráfall og útför systur okkar REBEKKU HJÖRTÞÓRSDÓTTUR ída Hjörtþórsdóttir, Emilía Skagfjörð, Lúðvík Hjörtþórsson. Hjartans þakkir til allra þeirra fjær og nær, sem sýnt hafa samúð og vináttu við fráfall og jarðarför sonar okkar, ÓSKAIíS BJARNASONAR Hveragerði Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Tómasson og börn. Þakka innilega auðsýnda samúð og hlýhug, sem okk- ur ættingjum var sýnd við útför föður míns, ÓSKARS G. JÓHANNSSONAR Sólvallagötu 3 Björn Jóhann Óskarsson Úlfar Jónsson læknir SÚ HARMAFREGN barst hingað til lands síðari hluta nóvember mánaðar, að Úlfar Jónsson hefði orðið bráðkvaddur suður á Míami í Bandaríkjunum. Þessi fregn setti mig hljóðan og þeg- ar frá liðu stundir fóru ýmsar löngu gleymdar svipmyndir af honum að birtast, eins og gamalli myndabók væri flett. Kunningsskapur okkar hófst um 10 ára aldur. Við áttum þá heima á sömu slóðum í Vestur- bænum, en Úlfar var sonur Jakobínu og Jóns Björnssonar kaupmanns. Lékum við okkur þar með nágrönnunum, rennd- um okkur á sleðum, vorum í boltaleik, fórum út í Örfirisey til að leika okkur í fjörunni, fórum í skeljastríð og veiddum marflær, ufsa og önnur sjávar- dýr. í leikjunum var hann mjög röskur, enda sterkur og þrótt- mikill og vildi vera þar sem mest reyndi á. En furðuverk fjörunnar vildi hann skoða gaum gæfilega, fiskarnir og skeljarnar voru opnaðar. líffærin skoðuð og síðan lesið um þýðingu þeirra og starfsemi. Þá kom fermingin. Úlfar stóð fyrir framan prestinn í Dómkirkj unni með sálmabókina í hend- inni, stór þreklega- og fallega vaxinn, Ijóshærður og bláeyg- ur og bjartur yfirlitum. Mér fannst hann þá bera af flestum þeim mannsefnum. er á kirkju- gólfinu stóðu þann daginn. Um þetta leyti hófst skólagang- an fyrir alvöru. Farið var snemma á fætur á morgnana og setið lengi dags í skólanum, Bernsku- leikirnir breyttust í gönguferð- ir um bæinn og farið var að ræða vandamál líðandi stund- ar og undur veraldarinnar af mikilli speki og óskeikulleik. Úlfar stóð vel að vígi í þeim um ræðum, vegna þess að hann var mjög bókhneigður og má segja að hann læsi hverja bók, er hann komst yfir og þær voru margar og efnið margvíslegt Meðan við félagar hans vorum að stauta okkur fram úr Geirsbók í Menntaskólanum, las hann hverja bókina af annarri á dönsku og ensku og brátt bætt- ist þýzkan við. Hann sóttist eftir að lesa heildarútgáfu eftirlætis- höfunda sinna og helzt á frum- málinu. Um það leyti, sem við bekkjarsystkini hans í Mennta- skólanum vorum að lesa þurra upptalningu í bókmenntasögu af höfundum og verkum þeirra, skrifaði hann grein í skólablað- ið um ritverk eins eftirlætishöf- undarins. í hópi skólafélaga var Úlfar hrókur alls fagnaðar og hló hátt og hlátur hans smitaði langt út frá sér. Eftir því sem árin liðu hættu gönguferðirnar um bæinn, en við tóku skíðaferðir og fjallgöngur. Úlfar fór hæst í brekkurnar og renndi sér niður á fullri ferð. í fjallgöngunum var hapn í far- arbroddi og stefndi á tindinn. Honum var það eiginlegt að setja markið hátt og leggja sig allan fram að ná því. Hann lauk stúdentsprófi 1940 með ágætri einkunn og hóf nám í iæknadeild Háskólans um haust ið. Árið eftir kvæntist hann ynd islegri konu Guðnýju Amunda- dóttur. Þegar í læknadeildina kom, urðu straumhvörf í lífi hans, því nú beindist áhugi hans og atorka að einu marki, að læknisfræðinni. Fyrir utan náms bækurnar las hann kynstrin öll af fræðibókum í grein sinni, svo að námið sóttist mjög vel og lauk hann þar prýðilegu prófi. Síðan hélt Úlfar til Bandaríkj- anna til framhaldsnáms og valdi blóðsjúkdóma sem sérgrein. Er hér var komið rofnaði samband okkar að mestu, en fréttir bár- ust öðru hverju um velgengni hans þar vestra. Að loknu nokik- urra ára sérnámi kom hann hingað heim til að litast um eft- ir framtíðarstöðu hér og kynnast frekar starfsskilyrðum þeim, er hér voru fyrir hendi. Úlfar leit frá öndverðu á læknisfræðina sem vísindagrein og fannst tíma góðra lækna illa varið að þeysast í bifreið um bæinn til að vitja sjúklinga eða vera á lækningastofu við að pensla háls á fólki eða gefa því sprautur. Hann taldi sig geta gert mest gagn með rannsóknum á orsökum og eðli sjúkdómanna. Óskaði hann þess að fá aðstöðu til rannsókna jafnhliða læknis-- starfinu. Þótti honum skilyrðin Sigufþótf Jór\ssor\ & co I lcx PtNíXlf&lv'cul/Í U . Ódýru janöusku rennilásarnir í öllum stærðum og litum. til þeirna hluta hvergi nærri nógu góð hér heima. Hann vildi brjótast áfram. ná meiri full- komnun, rannsaka viðfangsefnin og draga ályktanir, vera þar sem svigrúmið er mest og læknavis- indin á hæstu stigi. Því sótti hann um bandarískan ríkisborgararétt og hvarf vestur, vitandi það, að þar er samkeppnin hörð, og þeir einir fá frama sem sýna næga kunnéttu og dugnað í starfi. Þar þýðir nú ekki að státa af því að vera alinn upp í Vesturbænum. Nokkru síðar fór hann til Parísar, þar sem hann var rúm tvö ár læknir við bandariska hersjúkrahúsið. í þann mund er hann hvarf aftur vestur kom hann hingað heim. Hann var þá orðinn lífsreyndur heimsmaður, þrekinn og dálitið feitlaginn, sama bjarta glæsimennið, vin- áttan óbreytt og glaðværi hlát- urinn eins og áður. Þegar vestur kom bárust litl« ar fréttir af honum um hríð, fyrr en sá frétt komur, að hann er setztur að í Miami á Flórida i Suðurrikjunum, starfandi sem prófessor við læknaháskólann þar. Jafnframt er hann læknir við stórt sjúkrahús og hefur um- sjón með víðtækum vísinda- rannsóknum í sinni fræðigrein. Þá hófst starfið fyrir alvöru, enda voru námsárin orðin tutt- ugu. Enn er samj áhuginn og dusm- aðurinn. Hann skrifar margar ritgerðir um læknisfræðileg efni í tímarit. ferðast um og flytur fyrirlestra, starfar frá morgni til kvölds. Fyrir tveim árum kom hann hingað í síðasta skiptið; var hann þá á leið til læknaþings um krabbameinsrannsóknir, sem haldið var í Rómaborg. Hélt hann þar fyrirlestur og skýrði frá þeim rannsóknum sem gerðar höfðu verið á heimaslóðum hans. Þegar heim kom hélt starfið áfram, nú er dagurinn orðinn of stuttur og nðttin of löng. Eftir sex ára dvöl þar syðra er hann mikilsmetinn í sinnl fræðigrein, nafn hans er ekki óþekkt meðal þess hluta bandarísku lækna. stéttarinnar, er við vísindarann. sóknir fæst og til hans er leitað í æ ríkara mæli. Börnin eru orðin þrjú og fer- tugsafmæli hans er haldið há- tíðlegt. Glæsilegt hús er reist I fögru umhverfi, þar sem sum- arið er eilíft og blómin anga allt árið. Svo er lífi hans skyndilega lok ið. Æfikvöldið kom um miðjan dag. Æfin varð stutt en það var oft eins og hann væri að flýta sér. Úlfar setti markið hátt og stefndi stöðugt fram á við, og ég efa, að margir landar okkar hafi glæsilegri feril að baki sér og hann og það á svo skömmum tíma. Þegar við vinir hans kveðjum hann nú erum við hryggir. Sagt er, að maður komi í manns stað, en í stað svo góðs vinar kemur enginn. , Ólafur Fálsson. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.