Morgunblaðið - 12.01.1962, Blaðsíða 19
f Föstudagur 12. janúar 1962
MORGUNBLAÐIÐ
19
— Kennedy
Frh. aí bls. 1.
* Lánasjóður fyrir
Ameríkuríki
Þá kvaðst forsetinn mundu
leggja fyrir þingið frumvarp um
stofnun sérstaks sjóðs, að upp-
hæð 3 milljarðar dollara, sem
veita skal lán til langs tíma í
sambandi við áætlunina um hið
svonefnda „Framfarabandalag
Ameríkuríkja“ -— en Kennedy
sagðist hafa sannfærzt um það í
för sinni til SuðwyÁméríku ný-
lega, að umrædd áætlim hefði
komið miklu góðu til leiðar varð
andi sambúð Bandaríkjanna og
annarra landa í vesturálfu.
■jár Stuðningur við SÞ
Kennedy forseti lét það
koma skýrt fram, að hann ætli
sér að gera allt, sem í hans
valdi stendur, til þess að efla
Sameinuðu þjóðimar og styðja
aðgerðir þeirra á allan mögu-
legan hátt. Gagnrýndi hann
mjög þær þjóðir, sem neitað
hafa að greiða sinn hluta af
kostnaði við aðgerðirnar í
Kongó t. d. „Bandaríkin eiga að
vera sterkasti og trúasti aðili
þessara — að vísu — ófull-
komnu alþjóðasamtaka,“ sagði
Kennedy — og fullyrti, að SÞ
hefðu sýnt nýjan styrk á liðnu
ári. , Benti hann aðallega á
Kongó í þessu sambandi, þar
sem hann taldi nú „auknar von
ir um sættir og frið í samein-
uðu ríki“. — „Slík eru markmið
stefnu vorrar,“ bætti hann við.
•Síðan hvatti Kennedy þingið til
að samþykkja tillögu sína um
að Bandaríkin kaupi hlutabréf
af SÞ (að upphæð 100 milljón-
ir dollara) til þess að styrkja
fjárhag samtakanna — og þá
Sérstaklega í því skyni, að þau
hafi handbært fé til þess að
sinna sérstökum aðgerðum, sem
enga bið þola, — svo sem í
Kongó.
Á" Gervihnattakerfi
Kennedy skýrði þinginu frá
fyrirhuguðu frumvarpi — sem
ekki er enn samið að fullu —
um fjárframlag til þess að koma
á alþjóðlegu kerfi gervihnatta
til þess að auðvelda fjarskipti
o gsamgöngur. Gaf hann ótví-
rætt í skyn, að þær framkvæmd
ir myrtdu verða að nokkru leyti
á vegum Sameinuðu þjóðanna.
„Með samþykki þingsins höfum
við unnið ný afrek á sviði geim-
vísinda á liðnu ári,“ sagði for-
setinn. „Markmið okkar er eng-
an veginn fyrst og fremst það
að verða fyrstir til að senda
mann til tunglsins. Hér er um
að ræða mikið og vítt svið nýrra
vísinda — og þjóð vorri ber að
vera í hópi hinna fyrstu til að
kanna það. Vér bjóðum SÞ
þekkingu vora og samvinnu á
þessu sviði.“
★ Aðstoð við erlend ríki
Kennedy talaði allmikið um
fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna
við nýjar og vanþróaðar þjóð-
ir — og kvað árangur af henni
hafa orðið góðan. í þessu sam-
bandi minnti forsetinn á „frið-
arherinn" svonefnda, „sem verð-
ur vel til vina og hjálpar fólki
í fjórtán löndum — veitir því
aðstoð og leiðsögn við að byggja
upp farsælt þjóðfélag og kynn-
ir því bandarískar hugsjónir. —
Ef um eitthvert vandamál er
að ræða í þessu sambandi, felst
það í því, að vér önnum ekki
enn eftirspuminni. Hin yfir-
gripsmikla áætlun um útdeil-
ingu matvæla til eflingar frið-
inum hefir þegar fætt hina
hungruðu í mörgum löndum og
■bætt næringarkost milljóna
mannna, sem hafa megináhyggj-
ur sínar af útvegun daglegs
brauðs. Fyrrnefndar áætlanir og
aðgerðir eru mörgu fólki og stoð
og stytta. Og með því að hjálpa
fólkinu í heiminum, stuðlum vér
að friði. Sjónarmið ríkisstjórna
viðkomandi landa eru að vísu
í mörgum tilfellum allt önnur en
sjónarmið vor og skoðanir. En
atburðir í Afríku, í Mið-Aust-
urlöndum og i Austur-Evrópu
kenna oss að telja aldrei neina
þjóð glataða og leidda inn í her
búðir kommúnismans. Vér styðj-
um nýjar og veikar þjóðir, sem
— vegna sögu sinnar, landfræði-
legrar legu eða skorti á hem-
aðarstyrk — telja sig neyddar
tii að standa utan við öll ríkja-
bandalög — svo sem vér sjálfir
gerðum um 1 angt skeið. En
sjálfstæðu Laosríki, náð aftur
vegi kommúnismans — og það
er grundvöllur vors eigin sjálf-
stæðis og frelsis.
Á liðnu ári höfum vér til
dæmis barizt fyrir hlutlausu og
sjálfstæðu Laosríki, ráða aftur
samstöðu við aðalbandamenn
vora í því máli — og krafizt
þess, að vopnahlé væri undan-
fari samninga. Enda þótt enn
sé eftir að ná samkomulagi um
framkvæmanlegt eftirlit til þess
að tryggja sjálfstæði Laos, hef-
ir hingað til tekizt að koma í
veg fyrir frekari útbreiðslu borg
arastyrjaldarinnar og nýja fram
sókn kommúnista.
Fullnægjandi lausn méla í La
os mundi jafnframt hjálpa til að
koma á og tryggja frið í Viet-
nam, þar sem óvinurinn hefir
undanfarið gengið æ lengra í
árásum og hermdarverkum. —
Árásaröflin, sem nú leika laus-
um hala í þessu landi, reka
ekki „frelsisstríð“ — því að
Vietnam er þegar frjlást. Það
er styrjöld, sem miðar að und-
irokun — og vér munum veita
harða mótspyrnu.“
JC NATO — og Berlín
Að lokum ræddi Kennedý
forseti nokkuð um Atlantshafs-
bandalagið — og kvað það hafa
blómgazt mjög á liðnu ári, gagn-
vart miklum ögrunum. NATO
hefði ekki aðeins aukið herstyrk
sinn á landi, sjó og í lofti —
heldur einnig skipulagt hann
miklu betur en áður. Betur
mætti þó, ef duga skyldi —
en „eining okkar og samstaða
hefir verið efla, svo að vart
verður með orðum lýst eða í
tölum talið,“ sagði Kennedy —
og hélt áfram: „Ógnunin við
Berlín er enn fyrir hendi. Á sl.
sex mánuðum hafa vestrænu
bandlagsríkin gert það lýðum
ljóst, svo að ekki verður um
villzt, að hvorki verður gefið
eftir varðandi réttinn til þess að
hafa lið í Berlín, frjálsar sam-
göngur við borgina né frelsi
tveggja milljóna Vestur-Berlín-
arbúa. Og vér höfum ekki lát-
ið það liggja í láginni, að til
þess að tryggja þessi réttindi
og skuldbindingar vorar, séum
vér í senn reiðubúnir .til viðræðna
þegar hentar — og til að berj-
ast, ef nauðsyn krefur. Sérhver
aðili Atlantshafsbandalagsins
stendur með oss í sameiginlegri
skulbindingu um að varðveita
þetta tákn (Berlín) um vilja
hins frjálsa manns til að vera
áfram frjáls og láta ekki hneppa
sig í fjötra.
Ég get ekki á þessu stigi spáð
neinu um það, hvað verður um
frekari samningsumleitanir varð
andi Berlín. Ég get aðeins sagt,
að vér munum ekki láta neitt
tækifæri ónotað til þess að ná
friðsamlegri lausn, sem allir geta
sætt sig við. Ég trúi því, að
unnt sé að finna slíka lausn —
og þar með verði bætt sambúð
vor og Sovétríkjanna, ef leið-
togarnir í Kreml vilja aðeins
viðurkenna þau grundvallarrétt-
indi og hagsmuni, sem um er
a ðræða — og hagsmuni og á-
hugamál alls mannkyns, sem er
friður.“
Minningarorð
Framh. af bls. 9.
Reykjavík. Þau giftust 14/6 1946.
Frá þeim degi tók Helga við
heimilisstjórn hjá Þorsteini og |
börnum hans, og gekk þeim öllum i
í móðurstað með 'stakri prýði.
Þeim hjónum v^rð ekki barna
auðið. I
Þorsteinn var lengi formaður)
í Bolungarvík en flutti síðan til I
ísafjarðar og var nokkur ár
skipstjóri á Djúpbátnum.
Öll þessi störf fórust Þorsteini
vel úr hendi. og á ég margar
góðar minningar frá ferðum mín
um um Djúpið með honum.
Á þeim tíma voru bátar til
þeirra ferða litlir, og bryggjur
fáar, en Þorsteinn leysti öll þau
störf vel af hendi. Fyrir það vil
ég nú þakka honum, sem og fyrir
vinskap við okkur og hjálpsemi.
Færi ég ekkju hans og börn- :
um innilegustu samúð okkar
systkina.
Reykjavík, 10. janúar 1962,
Ásgeir Guðmundsson
________frá Æðey.
Félagslíf
Knattspyrnudeild Vals
Innanhússæfingar í íþróttahús-
inu verða sem hér segir í vetur:
Meistara- og 1. fL: Þriðjud. kl
8,'30—9,20 Föstud. kl. 10,10—11
II. flokkur: Föstud fel. 7,40—8,30
III. flokkur. Miðvikud. kl. 8,30—
9,20. IV. flokkur: Miðvikud. kl.
6,50—7,40 A og B. Sunnud. kl.
2,40—3,30 C og D. V. flobkur:
Sunnud. kl. 1—1,50 C og D. —
Sunnud. bl. 1,50—2,40 A og B.
Stjórnin
Knattspyrnudeild Vals
Meistara- og 1. flokkur. Munið
æfinguna í kvöld kl. 10,10. —
Þjálfari
Knattspyrnudeild Vals
2. flokkur. Munið æfinguna i
kvöld kl. 7,40. Kaffifundur verð-
ur eftir æfinguna. Fjölmennið
stundvíslega. Nefndin
Ármenningar
Skíðaferðir í Jósefsdal um
helgina. Farið laugardag kl. 2 og
sunnudag fel. 9, Farið frá BSR
Skíðadeild Ármanns
Sundmót Sundfélags Hafnarfj.
fer fram mánudaginn 22. jan.
'kl. 8,30 í Sundhöll Hafnarfjarðar
Keppnisgreinar: 200 m bringu-
sund barla, 100 m skriðsund
karla, 50 m baksund karla, 100
m bringusund kvenna, 100 m
skriðsund kvenna, 100 m bringu
sund unglinga, 50 m bringusund
sveina, 50 m bringusund drengja,
50 m skriðsund drengja, 50 m
baksund drengja, 50 m bringu-
sund telpna, 50 m skriðsund
telpna, 4x50 m bringusund karla,
4x50 m bringusund kvenna. —
Þátttaka tilkynnist Garðari Sig-
urðssyni Köldukinn 26 Hafnarf.
eða í síma 50145 fyrir 15. jan. —
Stjórnin
Stúlkur óskast
til starfa í frystihúsi voru á komandi vertíð.
Fæði og húsnæði á staðnum.
Hraðfrystihusið FROST lif.
Hafn&rfirði
H úsgagnaáklœði
Hentug á húsgögn, í gardínur, rúmteppi
Fyrirliggjndi. — Ýmsir litir.
Breidd 130 cm, — Verð kr. 87,50 pr. m.
Kristjón Siggeirsson hf.
______Laugavegi 13 — Sími 13879
Unglinga
vantai til að bera blaðið
FJÓLUGÖTU
BERGSTAÐASTRÆTI
ELBEO
Sckfearnir eru komnir. — Samseraðir
gullídregnir; mynstraðir og venjulegir.
Gjönð svo vel að líta í gluggann. ^
I * t-U
.feh. S L Cl Lækjartorgi
3. herb. íbúðir
Til sölu við Háaleitisbraut 3 herb. íbúðir tilbúnar
undir tréverk og málningu. Allt múrverk utan og
innanhúss fylgir og utidyrahurð, og stigahandrið.
Bílskúrsréttur.
MÁLFLUTNINGS OG FASTEIGNASALA
Sigurður Reyuir Pétursson, hrl.
Agnar Gústafsson, hdl.
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti
Austurstræti 14 — Símar 17994—22870
i
Ný sending kjólar
Skólavörðustíg 17
Bjóðið Windolene velkomið
og kveðjið vafnsfótuna!
Húsmæður, sem fylgjast með tímanum,
eru löngu hættar að nota vatnsfötu og
feúst víð gluggaþvottinn. Þær nota hið
vinsæla Windolene.
Rúðan verður hrein og fín með
Windolene
KRISTJÁN O. SKAGFJÖRÐ H.F.
Reykjavík
bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb1
Nýkomið
ASSA-útihurðaskrár
Ú tihur ðalamir
Bréfalokur
ggingavörur
h.f.
Slml 35697
Laugaveg 178
ccrtro-ö’cro-atra’tTo-