Morgunblaðið - 16.01.1962, Side 9
Þriðjudagur 16. jan. 1962
MORGVNBLAÐIÐ
9
Sextugur í gær
Vaiur Gísiason leikari
Visnasafnarinn
frá Haukagili
ÞEIR sem voru á frumsýningu
í Þjóðleikhúsinu sl. fimmtudag
á Húsverðinum, munu vart trúa
því, að leikarinn, sem bar hita
og þunga þeirrar sýningar og
stóð í sviðsljósunum frá byrj-
un til enda, standi rétt á sex-
tugu. Á honum voru engin elli
eða þreytumörk að sjá. Þessi
leikari er Valur Gíslason. Sjald-
an eða aldrei hefur hann sýnt
stórbrotnari leik í nokkru hlut-
verki. Þar koma fram beztu
þættir í listsköpun hans. Mikil
innlifun, vandvirkni og hnit-
miðuð nákvæmni í hverri hreyf
ingu og tilliti. Valur hefur hér
sem oft áður krufið hlutverk
sitt til mergjar og komizt inn
að innsta kjarnanum. Davies,
flakkarinn umkomulausi, verður
í meðförum hans, aumkunar-
legur einstæðingur, en svo trúr
og raunsær, að leikhúsgestum
mun finnast þeir hafa þekkt
hann alla ævi.
Valur er fæddur hér í Reykja
vík 15. jan. 1902. Á yngri árum
lagði hann á margt gjörfa hönd
og fram til ársins 1950, er Þjóð-
leikhúsið tók til starfa, vann
hann að skrifstofustörfum og
varð sem aðrir, er unnu að leik-
list að byrja æfingar og leik
eftir langan starfsdag. Þannig
var búið að íslenzkum leikur-
um fram á siðustu ár. Valur
lét sitt fyrsta hlutverk í „Þrett-
ándadagskvöldi“ eftir William
Shakespeare, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur árið 1926. Eftir það
lék hann hjá L.R. allt fram til
ársins 1950 og um margra ára
skeið var hann einn af aðalleik-
urum þess. Valur tók snemma
virkan þátt í félagsmálum og
var í mörg ár í stjórn L.R. og
formaður þess í þrjú ár.
íslenzk leikarasamtök eru til-
tölulega ný af nálinni. Þaukomu
ekki til sögunnar fyrr en nokkr
um leikurum gafst kostur á að
lifa mannsæmandi lífi af leik-
starfi sínu. Þá fyrst varð leik-
urum það ljóst að þeir urðu að
bindast samtökum til að gæta
hagsmuna sinna. Einn þeirra
brautryðjanda, sem fyrst kom
auga á þetta var Valur Gísla-
son. Hann hefur unnið mikið
og margþætt starf í félagssam-
tökum leikara. Verið formaður
Fél. ísl. leikara í 11 ár, eða
lengur en nokkur annar og
hefur, að öllum öðrum ólöstuð-
um mótað þau samtök allra
manna mest. Hann hefur einnig
verið fulltrúi íslenzkra leikara í
Norrænu leikhússamtökunum, í
stjórn þeirra, og setið mörg
leikaraþing og fundi fyrir hönd
stéttar sinnar hér. Það er jafn-
an erfitt og vanþakklátt starf
að standa í samningum og þarf
þar að sýna lipurð og fulla
einurð ef því er að skipta. Þessi
störf hefur Valur oftast allra
annast fyrir leikara.
Fyrir allt þetta þakka íslenzk-
Ir leikarar Val af heilum hug
og vita, að þeir eiga öruggan
og traustan fulltrúa, þar sem
hann er.
Þegar Þjóðleikhúsið tók til
starfa 1950 var Valur fastráðinn
leikari við þá stofnun. Leikferil
hans þar er óþarfi að rekja,
svo kunnur er hann öllum lands
mönnum. Honum hafa verið fal-
in fleiri aðalhlutverk en nokkr-
um öðrum í Þjóðleikhúsinu og
hefur hann leyst þau öll af
hendi með miklum ágætum.
Valur átti þess ekki kost að
stunda leiklistanám, sem mjög
tíðkast á seinni árum, en hann
notfærði sér annan skóla, sem
er öllum öðrum skólum gagn-
legri í þessum efnum og það
er skóli reynslunnar.
Þegar litið er um öxl yfir
leiklistarferil Vals, verður öll-
um ljóst, hvað hann hefur vax-
ið í list sinni allt fram á þenn-
an dag. Hin margbreytilegu við-
fangsefni hafa aukið víðsýni
hans, svo að hann hefur aldrei
staðnað í túlkun sinni á leik-
sviðinu, heldur þroskazt og
stækkað með verkefnunum.
Hann er óhræddur að kanna
nýjar leiðir og sparar hvorki
tíma né erfiði til að ná sem
beztum árangri. Slíkt er eðli
góðra listamanna.
Eg veit að íslenzkir leikarar
færa Vali Gíslasyni hugheilar
áranaðaróskir á sextugsafmæli
hans og þakka hcnum mikil og
giftudrjúg störf í þeirra þágu.
Klemenz Jónsson.
A BAKSÍÐU Tímans, 17. des.
sl. birtist viðtal við Sigurð Jóns-
son frá Haukagili, er nefnist:
Forðið ferskeytlunni úr klóm
gleymskunnar.
Þar er margt athyglisvert, þótt
annað orki tvímælis, að mín-
um dómi. Blaðamaðurinn spyr:
„Megum við skjóta á nokkr-
ar möppur hjá þér til að skreyta
með baksíðuna?“
Sigurður raðaði upp 8 bréfa-
bindum með um 3000 vísum i
hverju.
„Þetta er nú orðið ágætt",
segir blaðamaðurinn, — og síð-
ar:
„Hvað áttu margar svona
öskjur? “
„Ætli þær séu ekki rösklega
16“, segir Sigurður. — Er senni-
lega að safna í þá seytjándu.
Næsta spurning:
„Hverjir eru aðrir mestu safn
arar á landinu“. Svar:
„Ég veit það nú ekki. Það
eru ýmisir að fást við þetta.
En ég þekki ekki vinnubrögð
annara safnara“. Sigurður gat
þess ekki við blaðamanninn, að
af þessum 16 öskjum, sem hann
segist eiga, eru 8 frá mér. Hann
lét þess heldur ekki getið, sem
hann veit þó, að þessar 8 öskj-
ur ,sem hann fékk úr mínu
safni, er aðeins örlítið brot af
því, sem ég hefi safnað á minni
löngu ævi. Blessaður maðurinn.
Hann þekkir bara engan safn-
ara, nema sjálfan sig. Um vísna
söfnun almennt segir Sigurður:
„Það er nauðsynlegt að skrá
á sem gleggstan hátt allt, sem
vitað er um vísuna, — annars
gætu þetta orðið leiðinleg mis-
tök og blotnað í ö lu púðrinu."
Þetta vil ég undirstrika.
Vísnasafnarinn má aldrei
gleyma þeirri frumskyldu að
afla réttra heimilda, ef kleift
er, — og fara rétt með, bæði
vísu og heimildir. Athugum nú,
hvemig Sigurði sjálfum tekst
þetta. Vísa, sem hann birtir eft-
ir Jón Pálmason, getur verið
prófsteinninn.
Frá hendi Sigurðar er visan
þannig:
Dregur grímu á dal og fjall,
daufa skímu veitir.
Leggur Tímans lygaspjall
líkt og hrím á sveitir.
„Þetta orti Jón við lestur dag-
blaðsins Tíminn. Og hún er
meira að segja hringhend," bæt-
ir Sigurður við. En þessi vísa
er ekki ort við lestur Tímans.
Það skiptir reyndar ekki máli
fyrir annan en Sigurð sjálfan,
sem vill gera ágizkun sína að
staðreynd. Hitt er öllu verra,
fyrir Sigurð, að vísan er afbök-
uð, í henni eru tvær villur, í
annarri og fjórðu hendingu. Það
er víst auðveldara að kenna
heilræðin en halda þau. Þó vil
ég ráðleggja kunningja mínum,
Sigurði vísnasafnara, að hringja
til Jóns Pálmasonar, svo að
hann geti birt vísuna rétta í
næsta blaðaviðtali.
Blaðamaðurinn spyr:
„Gerir þú ekki vísur sjálf-
ur?“
Svar:
„Nei, það skulum við ekkl
nefna. Það liggur ekki fyrir
mér. Söfnunin hefur setið fyrir
öllu öðru.“
Þarna er Sigurður lítillátur
um of. Hvers vegna ekki segja
frómt frá. Auðvitað yrkir þú
Siggi. Ég skal meira að segja
nefna eitt tækifæri, sem þér
gafst til þess að sýna hvað í
þér býr á því sviði.
Fyrir nokkrum árum varð ég
fyrir því að fótbrotna, en það
er ekki talið neitt sérstaklega
eftirsóknarvert áttræðum manni,
Þú heimsóttir mig, á sængina,
til að hressa upp gamlan kimn-
ingja og færðir mér tvær frum-
ortar vísur.
Þær hljóða svo:
Situr fyrtur gleði og glaum,
grimm er hirting nauða.
Léleg birta og æfin aum
illa girtum kauða.
Þyngist neyð og þrýtur svafl,
þreyta sveið í taki.
Öll hans reið og ásta brall
er að heiðabaki.
Ójú, góðir hálsar. Hann yrklr
blessaður drengurinn — meira
að segja hringhendur. Og senni-
lega er hann kraftaskáld, því að
beinbrotið gréri.
Einar Þórðarson
frá Skeljabrekku.
Skrifsfofusfarf
Reglusamur ungur maður óskast til skrifstofustarfa
hjá stóru fyrirtæki í bænum. Verzlunarskóla eða
hliðstæð menntun nauðsynleg, Uppl. um menntun
og fyrri scórf sendíst afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofu-
starf — 7298“ fyrir miðvikudagskvöld.
Til leigu
nú begar 2—3 skrifstofuherberg: í Miðbænum.
Upplysmgar í síma 14855.
POCKET
BOOKSI
Aðalumboðsmenn_á Islandi:
Snabj örnIíónsson& Gj.íi.f
THE ENGLISH B00KSH0P
Hafnarstræti 9, Reykjavík. Símil-1936. Símnefni: Books.
Stór sending af nýjum bókum komin
Ilerrafrakkar kr. 200,—
Greiðslusloppar kvenna kr. 100,—
Ullar-kemputeppi kr. 195.—
Mollskinns-herrabuxur kr. 230,—
Kven-kakibuxur kr. 55,—
Ódýrar crepesokkabuxur
Odýr kven-náttföt — Nærföt o. fl.
ÖDVRT
VERKSMIÐJUÚTSALAN
Laugavegi 66