Morgunblaðið - 16.01.1962, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16 jan. 1962
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem glöddu okkur á
sjötugsafmælinu 5. og 12. des. sl. með heimsóknum,
gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur ölL
Einar Jónsson, 4malia Björnsdóttir,
Mýrum.
Móðir okkar og tengdamóðir
JÓNÍNA ÞORSTEINSDÓTTIR
Nýlendugötu 18,
lézt í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn
14. janúar.
Unnur Einarsdóttir,
Karl Einarsson,
Ingunn Jónsdóttir.
Maðurinn minn
MAGNÚS ÞORSTEINSSON
er lézt 11. þ.m., verðui jarðsunginn frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 18. þ.m. kl. 1,30.
Blóm vinsanlegast afþökkuð.
Fanný Ásgeirsdóttir.
Föðurbróðir okkar
BENEDIKT B. ÓLAFSSON
15 Lorraine Ave., St. Vitaí, Man.
andaðist í W.nmpeg 12 janúar síðastliðinn.
Einar Jón Óiafsson, Lydia Björnsson.
Móðir okkar
JÓNÍNA STEINUNN JÓNSDÓTTIR
Túngötu 8, Siglufirði,
verður jarðsungin miðvikudaginn, 17. janúar f á Dóm-
kirkjunni í Reykjavík ki. 13,30.
Börnin.
Útför eiginmanns míns
ANDRÉSAR JÓNSSONAR
Grímsstöðum,
fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 17. jan.
kl. 10,30.
Blóm afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna
er vinsamlegast bent á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Athöfninni vei'ður útvarpað.
Sigríður Einarsdóttir.
Hjartans þökk þeim, sem sýndu mér vinsemd í tilefni
af fráfalli míns elskulegar sonar
JENS RÖDGAARD JESSEN
Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Við fráfall
ELÍNAR EGILSDÓTTUR
þökkum við innilega alla vináttu við hana og okkur
sýnda hluttekningu við útför hennar .
F. h. systur og anna.ra vandamanna.
Guðrún Sigurðardóttir.
Okkar innilegasta þakklæti til allra fyrir auðsýnda
samúð og hjáipsemi við fráfall mannsins míns
KJARTANS EINARSSONAR
tiésmíðameistara, Hvolsvelii.
Sérstaklega þökkurn við Magnúsi Kristjánssyni og
frú fyrir þeirra miklu aðstoð og hjálpsemi í okkar garð,
svo og starfsfólki Kaupfélags Rangæinga og kirkjukór
Stórólfshvolskirkju.
Fyrir hönd barna, foreldra, systkina og annarra
vandamanna.
Katrin Aðalbjörnsdóttir.
Hjartanlegustu þakkii tii allra þeirra nær og fjær,
sem sýnt hafa samúð og vináttu í veikmdum við andlát
og jarðarför
ÞÓRUNNAR EIRÍKSDÓTTUR
Mörtungu.
F. h. vandamanna.
Jón Ólafsson.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd
við fráfall
ÚLFARS JÓNSSONAR
læknis.
Guðný Ámundadóttir og börn,
Jakobína S. Guðmundsdóttir,
og systkini hins iátna.
Guðmundur Gunn-
laugsson kaupmaður
F. 5. nóvember 1899
D. 12. janúar 1962.
HÉR hefir mikill drengskapar-
maður kvatt jarðlífið og endur-
fæðst til betra lífs. En mikinn
drengskaparmann kalla ég þann,
er alla ævi nefir gætt þess dyggi-
lega að breyta svo, að enginn
annar fái .nem hans vegna. Slíkir
menn berast lítt á, þeirra leið
liggur fjarri hávaða og ærslum
iífsins, því ad þeir eru friðarins
menn, og peir starfa í kyrþey að
fögrum og göfugum hugsjónum.
Orðstir þeirra lifir því alltaf
meðal þeirra er kvnntust þeim
bezt. Og hann verður þeim ör-
uggt vegabréf yfir landamæri
hins nýja heims.
Allt vort ævistarf mótast af
þrennu: Heimilislífi, skiptum við
aðra menn, og þeim hugsjónum,
sem vér berum í brjósti.
Ungur að árum kvæntist Guð-
mundur eftirlifandi konu sinni,
Þorvaldínu Ólafsdóttur, gáfaðri
Og mikilhæfri konu. Sem heimilis
faðir var hann fyrirmynd ann-
ara, ljúfur og ástríkur jafnt í
blíðu og stríðu, umhyggjusamur
svo af bar og sá vel fyrir öllu.
Um breytni hans gagnvart öðr-
um mönnum hefir þegar verið
sagt, að hann vildi engum mein
gera, en kappkostaði að láta gott
af sér leiða.
En um það hvernig hann vann
að hugsjónum sínum, þá höfum
vér talandi tákn þar sem er Hall-
grímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarð
arströnd. En mér til efs að sú
kirkja væn komin, ef Guðmund-
ar hefði ekki notið og konu hans.
Þau hjónin voru bæði einlægir
trúmenn og dáðu mjög Hallgrím
Pétursson hinn mikla „ljóðsvan
trúar“ á íslandi. Þeim var það
því óblandið fagnaðarefni þegar
hafizt var handa um að reisa
guðshús í Saurbæ til minningar
um nann. En þeim urðu það
einnig sár vonbrigði þegar fram
kvæmdir iögðust niður og ekki
var annað sýnna en menn hefði
gefist upp á kirkjubyggingunni.
Þá var það að Guðmundur
gekk fram fyrir skjöldu sem sjálf
boðaliði til þess að knýja verkið
áfram. Þau voru bæði sannfærð
um það hjónin, að guðs blessun
mundi fylgja því starfi og þá
mundu alltaf opnast nýir vegir
þótt engin fær leið virtist fyrir
stafni. Þeim varð að trú sinni.
Árum saman var Guðmundur
vakinn og sofinn að hugsa um
þetta mál og hver úrræði væri
líklegust. Hmn vakti Landsnefnd
Hallgrímskirkju til starfa, og auð
vitað eiga þeir mætu menn, sem
í þeirri nefnd voru, sinn heiður
af því að kirkjan komst upp. En
ég held að ég geri engum þeirra
rangt til þótt ég eigni Guðmundi
aðalheiðurinn af því. Það voru
hans ráð sem dugðu bezt og sívak
andi eldlegur áhugi. Og segja
má að margur sem meira barst á,
hafi ekki reist sér Og sínum fram
kvæmdum slíkan bautastein, sem
hann gerði þar.
Amerísk fjölskylda i Stamford Connecticut
(hjón með tvö börn) óskar eftir
eftir stúlku
sem getur séð um heimilið meðan húsmóðirin vinnur
úti hluta úi degi. Frí ferð til Bandaríkjanna og kaup
eftir samkurnulagi. Upplýsingar hjá
G. HELGASON & MELSTED H.F.
Hafnarstræti 19.
3/a herb. kjallaraíbúð
í smíðum til sölu við Álftamýri. Sér hitalögn.
Sér þvottanús. Sanngjarnt verð og skilmálar.
STEINN JÓNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoii — Símar 1-9090 og 1-4951.
Öllum vinum mínurn nær og fjær, sem heiðruðu mig
með nærveru sinni, heillaóskaskeytum og gjöfum á
fimmtugsafmæli mínu 13. jan. 1962 færi ég mínar
innilegustu þakkir. — Lifið heil.
Þorsteinn Jónsson. Skógum.
Hjartans þakkir til bama og tengdabarna og annarra
vina er glöddu mig á sextugsafmælinu mínu 7. jan. 1962.
Guð blessi ykkur ölL
Guðríður Gunnlaugsdóttir,
Sunnuhvoli, Hveragerði.
Lokað í dag
frá kl 12—4 vegna jarðarfarar
Guðmundar Gunnlaugssonar kaupmanns.
VÖRUHÚSIÐ og
SKÓBÚÐ REYKJAVÍKUR
Snorrabraut 38.
Guðmundur var ekki skóla-
genginn, en hann var sjálfmennt-
aður maður og hafði mjög farsæl
ar gáfur. Hann las mikið og hafði
yndi af því að eiga góðar bækur
og tala um efni þeirra. Einkum
hafði hann yndi af fögrum ljóð
um og kunni vel að meta skáld-
skap.
Nú ríkir söknuður í hug okkar
vina hans. ÍJtför hans er gerð í
dag. Við sendum ekkju hans,
Erlu dóttur þeirra og manni henn
ar og börnum innilegar samúðar-
kveðjur.
Á . Ó.
Vinarkveðja.
f skyndi brostinn sé ég silfur-
strenginn, —•
en sækir minning þakklát hug-
ann á.
Víst er, að hér er góður drengur
genginn
þá götu, er sérhver eitt sinn
fara má.
Man ég þitt bros, og handar-
takið hlýja
og hjarta, er sló í vinarbarmi
traust,
og ekki vildi fórnarstiginn flýja,
en fól sig Guði í trúnni efalaust.
Hrein var og full þín alúð huga
og handar,
hálfunna verkið þér var aldrei
nóg,
samúð þín rík með öllu því, sem
andar,
örlitlu fræi, sprota í lágum skóg,
Gleði þér vöktu litur bæði og
lína
þess lands, er þig á brjóstum
sínum ól,
árfagrir morgnar, sogn er skarta
og skína,
skjallhvítir jöklar roðin aftan-
sóL
Sígur að kvöldi, silfurstrengur
brestur,
sagan er þessi, snúinn annar nýr.
Kemur og fer hinn gönguhraði
, gestur,
er glaður sig á morgni að heim-
an býr.
Og enn er horfinn góður gestur
sýnum.
Guðs hönd þig leiði og blessi.
Farðu veL
Eg gleðst af því þú varst á vegi
mínum,
og vinskap þakka, bros, hið
hlýja þeL
Sigurjón Guðjónsson,
Saurbæ.