Morgunblaðið - 03.02.1962, Side 12
»
12
MORGVNBLAÐÍÐ
Laugardagur 3. febr. 1962
CTtgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Frarnkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og argreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
ÞRÖNGSÝNI
ALÞ ÝÐUBLAÐSINS
Alltaf öðru hvoru skýtur
upp í Alþýðublaðinu
nokkurra áratuga gamalli
þröngsýni, hugsunarhætti,
sem allir lýðræðisflokkar,
þar á meðal sósíaldemókrata
flokkar, hafa fyrir löngukast
að fyrir róða. Á þetta sér
, einkum stað, þegar minnzt
er á ríkiseinkasölur og þjóð-
nýtingu atvinnutækja.
■ I gær gaf að líta í Alþýðu-
blaðinu eina af þessum
gömlu ritstjórnargreinum og
er tilefnið það, að á Varðar-
fundi var rætt um nauðsyn
þess að endurskoða nokkurra
áratuga gömul lög um ríkis-
einkasölur og jafnframt bent
á hve fráleitt það væri að
reka þjóðnýtt tapfyrirtæki í
jámsmíði. Rök Alþýðublaðs-
ins í sambandi við Lands-
smiðjuna voru þessi:
„Landssmiðjan hefur und-
anfarið gegnt því ómetanlega
hlutskipti að fyrirbyggja ein-
okun á hinu mikilsverða
starfssviði sínu. Hinar smiðj-
urnar, sem smíða vélar og
- tæki og annast viðgerðir fyr-
ir sjávarútveg og aðrar at-
vinnugreinar, eru nátengdar.
Hefur Landssmiðjan oft ver-
ið eini aðilinn, sem hefur
boðið á móti þeim og því
tryggt samkeppni, sem hefur
sparað stórar upphæðir. Þetta
eitt er nóg til að réttlæta
smiðjuna, en sannarlega
mundu einkafyrirtækin hafa
stórum betri aðstöðu til að
græða á útgerðinni, ef hún
væri ekki til. Réttara væri
að efla Landssmiðjuna en
selja hana einstaklingum.“
Samkvæmt þessum utan
gátta fullyrðingum Alþýðu-
blaðsins er til dæmis Sveini
Guðmundssyni í Héðni svo
annt um hagsmuni Sindra og
Einar Ásmundssyni í Sindra
svo kærir hagsmunir Héðins,
að hvorugum kæmi til hug-
ar að leita verkefna fyrir fyr-
irtæki sitt í samkeppni við
hinn! Sannleikurinn er sá, að
allir, sem eitthvað fylgjast
með íslenzkum atvinnumál-
um, en lifa ekki í gamalli
kreddutrú, vita að á sviði
járnsmíða er mikil sam-
keppni hér í höfuðstaðnum
a.m.k. og röksemdir Alþýðu-
blaðsins því út í bláinn. En
hitt er athyglisvert, að sam-
kvæmt þessum kepningum
ætti að þjóðnýta a.m.k. eina
járnsmiðju í hverjum kaup-
stað og kauptúni út um allt
land, því að varla ætlar Al-
þýðublaðið að láta Reykvík-
inga eina njóta þeirra sér-
réttinda að búa við náð
sósíalismans. Verður því að
gera ráð fyrir, að ritstjóri
Alþýðublaðsins, sem annt er
sjálfsagt um sitt kjördæmi,
flytji nú á þingi frumvarp
til laga um Landssmiðjur
eða Vesturlandssmiðjur á
Akranesi, Borgarnesi, Hellis-
sandi, Ólafsvík og Stykkis-
hólmi. Þá væri hann sjálfum
sér samkvæmur.
Þá nefnir Alþýðublaðið sér
staklega Viðtækjaverzlun rík
isins og segir hana þjóna
„mikilsverðum tilgangi fyrir
landsfólkið, atvinnufyrirtæki
þess og menningu.“ Byggist
þetta á því, að fyrirtækið eigi
að styrkja fjárhagslegan
grundvöll sjónvarpsins og
bætir síðan við: „Eða vilja
heildsalar taka að sér að
greiða stórfé til menningar-
mála eins og þetta fyrirtæki
hefur gert?“
Höfundur ritstjórnargrein-
arinnar kemur sem sagt ekki
auga á það, að ríkið eða út-
varpið geti tekið öll gjöld,
sem því sýnist af sölu við-
tækja, þótt einkafyrirtæki
flytji þau til landsins. Morg-
unblaðið fullyrðir, að hags-
munum ríkisins væri ekki
síður borgið á þann veg, auk
þess sem landsmenn myndu
að sjálfsögðu njóta miklu
betri þjónustu og allra kosta
samkeppninnar, ef einstakl-
ingar kepptu um sölu við-
tækja. En hví ekki að reyna
að afnema bara einkarétt við
tækjaverzlunarinnar og sjá,
hvað hún gæti í samkeppni?
En Morgunblaðinu er
spurn: Ef hag þjóðarinnar er
ekki borgið nema með þjóð-
nýtingu á útvarpstækjasölu
og rekstri járnsmíðaverk-
stæðis, hví þá ekki að þjóð-
nýta t. d. flugfélögin, olíufé-
lögin, eitthvað af samvinnu-
félögunum, já og líklega inn-
flutningsverzlunina í heild.
Annars er það hryggilegt
að lesa sömu ritstjórnargrein
ina í kommúnistamálgagninu
og heiðarlegu málgagni lýð-
ræðisflokks. En það gerðu
reykvískir blaðalesendur í
gær.
ÓSIGUR
KOMMÚNISTA
17' ommúnistar eru ekki boru
■*■*■ brattir eftir úrslitin í
Dagsbrúnarkosningunum og
raunar varla við því að bú-
ast. Þar töpuðu þeir 141 at-
kvæði, en lýðræðissinnar
unnu á. Bilið milli kommún-
ista og lýðræðissinna minnk-
aði úr 920 atkvæðum niður
uz msm
Sukarno forsetl
UNDANFARIÐ hefur verið
mikið ritað og rætt um Su-
karno forseta Indónesíu, mann
inn, sem hefur hótað að fara
með her gegn Hollendingum
og leggja undir sig Hollenzku
Nýju Guineu. Sukarno, sem
verður 61 árs í júní n. k., hef-
ur aldrei sjálfur farið m.eð
herstjórn né skipulagt orust-
ur. En hann veit hvernig
hann á að fá menn til að berj-
ast fyrir hugsjónir sínar.
Nú hefur Sukarno æst mill-
jónir Indónesa upp í Hollend-
ingahatur. >eim þykir bylt-
ingin í Indónesíu ekki full-
komnuð fyrr en þeir hafa lagt
Hollenzku Nýju Guineu und-
ir sig. Og hver er svo þessi
einvaldur yfir 93 millj. sál-
um, maðurinn, sem hefur
svona mikil áhrif?
FAÐIR INDÓNESÍU
Margir hafa dregið þá
ályktun af óhófsferðalögum
Sukarnos og tildurlífi að hann
væri lítilsverður vindbelgur.
En gjörðir hans sanna að hann
er einlægur umbótamaður.
Undanfarin 30 ár hefur hann
lifað byltingar og gagnbylt-
ingar, japanska innrás, sam-
særi, ítrekaðar morðtilraun-
ir, handtökur, fangelsanir og
útlegð.
í heimalandi sínu er Su-
karno hylltur sem faðir Indó-
nesíu, en hann dvelst lang-
dvölum erlendis til að flýja
ábyrgðina sem á honum hvíl-
ir. Árangurinn er hálfgerð
ringulreið. Indónesía hefur
tekið miklum framförum á
sviði mennta og heilbrigðis-
mála. En þessi fjölmennasta
og auðugasta þjóð Suðaustur
Asíu er í stöðugri afturför
fjárhagslega. Sukarno er ein-
valdur. En hann er ekki harð-
stjóri. Einræði hans felst
frekar í því að neita öðrum
um völd en viðhafa valdbeit-
ingu. Forsetinn vitnar jöfn-
um höndum í Thomas Jeffer-
son, höfund bandarísku sjálf-
stæðisyfirlýsingarinnar og
Karl Marx. Hann ei ekki kom-
múnisti, en mikill aðdáandi
Sovétrikjanna og Kína. Hann
í 750.
Kommúnistar reyna að
vísu að hugga sig við það,
að enn kjósi þá mikill meiri
hluti Dagsbrúnarmanna. —
Hins vegar verður þeim
svarafátt, þegar bent er á,
að í 20 ár hefur aðeins fjölg-
að um nokkur hundruð menn
í Dagsbrún, enda þótt félag-
ið launi nú fjóra starfsmenn.
Störf þeirra virðast sem sagt
beinast að því að halda verka
mönnum utan verkamanna-
fél. Dagsbrúnar í stað þess,
sem ætti að vera hlutverk
þeirra, að tryggja að engir
aðrir en fullgildir Dagsbrún-
arverkamenn ynnu verka-
mannavinnu.
Að sjálfsögðu vita allir
hvernig á þessu stendur. —
Kommúnistum er nákvæm-
lega sama um hagsmuni fé-
lagsins og verkamanna. Þeir
hugsa um það eitt að geta
haldið pólitískum yfirráðum í
Dagsbrún og misnota þau í
þágu heimskommúnismans.
Verkamenn og launþegar
almennt eru nú sem óðast að
gera sér grein fyrir þessum
starfsaðferðum kommúnista.
Þess vegna eru kommúnist-
ar byrjaðir að tapa fylgi í
verkalýðshreyfingunni. Og
um Dagsbrún er það að
segja, að því félagi tapa þeir
í fyrstu kosningum, eftir að
verkamenn almennt hafa sótt
rétt sinn og gerzt fullgildir
félagar. Þá eru kommúnist-
ar í miklum minnihluta.
KJARABÓTA-
STEFNAN
jPnginn efi er á því, að nú
orðið aðhyllast launþeg-
ar kjarabótastefnuna, en
hafna verkfallastefnu komm-
únista. Það sýna úrslitin í
verkalýðsfélögunum og eins
hitt, að kommúnistar sjálfir
eru nú á yfirborðinu hlaupn-
ir burt frá verkfallastefn-
unni og þykjast kjarabóta-
menn.
En gallinn er sá, að þegar
allir þingmenn sameinuðust
um að samþykkja þingsálykt
unartillögu, sem miðar að
því að koma hér á kjarabóta-
stefnu, þá er eins og komm-
únistar missi allan áhuga á
málinu og reyni með öllum
ráðum að drepa því á dreif.
í stað þess að fylgja eftir
efni þingsályktunartillögunn
ar snúa þeir sér til ríkis-
stjórnarinnar með gömlu til-
lögurnar um það að hægt sé
að fella niður svo og svo
mikla skatta og' tolla, þótt
litlir tilburðir væru í þá átt,
meðan þeir sjálfir réðu í rík-
isstjórn.
Hitt er þó athyglisverðara
að þeir óska þess við ríkis-
stjórnina, að hún lögbindi
kaup í landinu; ákveði hvað
hver maður skuli bera úr
býtum fyrir átta stunda
vinnu og afnemi þannig
samningsrétt verkalýðsfé-
laga. Við slíkri tillögu hefðu
menn ekki búizt frá þeim,
sem ráða í launþegasamtök-
unum. En hún sýnir, hve
kommúnistar eru orðnir ráð-
villtir og hve hræddir þeir
eru um fylgi sitt. Þeir lýsa
því beinlínis yfir, að það eigi
að vera hlutverk ríkisvalds-
ins að ákveða öll kjör. En
síðan á að kenna ríkisstjórn-
inni um það, að kjarabætur
hafa hér ekki orðið nægilega
miklar, þótt orsökin sé að
sjálfsögðu verkfallastefna sú,
sem fylgt hefur verið.