Morgunblaðið - 03.02.1962, Side 22
22
MORGUNBLAÐ1Ð
L'augardagur 3. febr. 1962
„Það geta allir, konur sem
karlar lært á skíðum“
segir kennarirm sem Skiðaskálinn
hefur á launum án endurgjalds
fyrir gesti
1 FYRSTA sinn er nú rekið
skíðahótel af beztu tegund á fs-
landi — skíðahótel bar sem hægt
er að fá gistin'gu og allan viður
gerning, skíðahótel bar sem hægt
er að stunda íþróttina eins og
hver vill, skíðahótel þar sem
hægt er að njóta tilsagnar fær-
asta kennara, án þess að greiða
nokkurt kennslugjald.
VINSÆLL STAÐUR
Skíðaskálinn í Hveradölum
hefur löngum verið vinsæll af
Reykvíkingum. Þúsundum sam-
an hafa Reykvíkingar flykkzt
þangað um helgar, en dvöl þar
efra að vetrarlagi í dásamlegu
veðri og við fullkomnar aðstæð-
ur hefur ekki komizt í tízku hér
eins og hún er meðal norrænna
þjóða. Þar ytra tíðkast vetrarfrí,
styttri að vísu en sumarfrí, og
fólk flytur að heiman með börn
sín og dvelst nokkra daga í
skíðaskála. Þetta hefur aldrei
verið hægt á íslandi fyrr en nú
að Óli Ólason hefur skapað
aðstæðurnar í Skíðaskálanum í
Hveradölum.
FULLKOMIÐ HÓTEL
Þar efra er nú í hinu gamla
og vistlega húsi 1. flokks
skíðahótel. Það býður upp á
mat við gæði og verð fyrir
alla, það er hægt að fá ódýran
mat og það er hægt að fá dýr-
an og vel íborinn mat og þar
er hægt að halda veizlur fyrir
starfshópa og félög og geta
þeir gestir verið út af fyrir
sig.
En merkasta nýungin nú er
þó að Skíðaskátinn hefur ráð-
ið til sín þann íslending sem
mesta og bezta reynslu hefur
i skíðakennslu og geta menn
notiö tilsagnar hans hvort
kem menn vilja í vikuthna
Sámfleytt, dagstund eða að-
eins stundarfjórðungs. Til-
sögnin er án endurgjalds og
kennarinn er í brekkunni við
skálann frá morgni til kvölds.
Hver sem vill getur fengið
íilsögn.
| VALINN KENNARI
Kennarinn er Steinþór Jak-
obáson. Hann er kunnur skíða-
ma'gjur og hefur unnið mörg afrek
í skíðakeppni. En í 3 ár hefur
iharin kennt við bandarísk skíða-
hófel og hlotið þar óskipt lof
fys|r snjalla tilsögn Byrjendur
jafnt sem lengra komnir geta
leitað hans ráða. Hann hefur á
kennsluárum sínum hlotið mikla
reynslu í tilsögn við karla og
konur, hversu langt sem þau eru
komin á skíðasviðinu. Síðast
starfaði hann þar ytra á einum
vinsælasta skíðahóteli Banda-
ríkjanna Grossinger Country
Club og veitti tilsögn m. a. Jane
Mansfield og Lindu Darnell.
Steinþór hefur að undanförnu
fengizt við kennslu á námskeið-
um íþróttafélaga hér á landi.
Allir sem notið hafa tilsagnar
hans ljúka upp einum muixni um
að áður hafi þeir ekki kynnzt
jafn góðri kennslu hérlendis.
Sjálfur sagði Steinþór við
fréttamenn í fyrrakvöld:
— Það getur hver sem er
lært að fara á skíðum. En
skyldi það henda að einhver
gerði það ekki, þá er það
kennaranum að kenna en
ekki nemandanum.
VEL BÚIÐ HÓTEL
Gestgjafinn í skíðaskálanum
hefur gert þar miklar og góðar
breytingar. Allur aðbúnaður við
gesti hefur verið stórum bættur.
Aðstaða til matkaupa, hvort sem
menn vilja ódýrt en gott — eða
dýrara og meir í borið — hefur
verið sköpuð og húsbúnaður end
urbættur og starfsfólk allt er
boðið og búið til góðrar þjónustu.
Óli gestgjafi sagði að þó
einkennilegt mætti virðast í
skíðaskála væri sumarið aðal-
annatíminn. Hinsvegar hefði það
farið í vöxt að menn notfærðu
sér vetrarfrí og dveldust þá dag
eða daga á fjöllum. Snjór er nú
með bezta móti í skíðaskálanum
sagði Óli og þessvegna réðum
við Steinþór sem kennara og
verður kennsla hans án endur-
gjalds eins óg fyrr segir. Það er
ekkert skíðahótel sem ekki bíður
upp á kennslu, og Skíðaskálinn
á og vill vera gott skíðahótel,
þar sem allir geta fundið það
sem þeir óska.
BOÐ OG MÓT
Óli sagði að hann hefði
boðið einum manni úr hverju
skíðafélagi til ókeypis dvalar í
Skíðaskálanum til að njóta
kennslunnar.
Varðandi Skíðaskálann sjálf
an sagði Óli að það færi
mjög í vöxt að starfshópar og
fjölskyldur kæmu uppeftir
kvöld og kvöld eða um helgi,
stundum til skíðaiðkana stund
um til að njóta lífsins og sjá
aðra.
Skíðakálinn annast veizlur og
samkvæmi og fullnægir óskum
allra í þeim efnum.
Skíðakennarinn Steinþór Jakobs-
son sem kenndi Jane Mansfield
Skíðakennslan verður sem fyrr
segir frá morgni til kvölds. Sér-
stakar skíðaferðir eru á kvöldin
frá BSR en hægt er að komast
upp eftir með rútum á Selfoss
og víðar á ýmsum öðrum tímum
dagsins.
Skálinn ætlar að annast sér-
stakar ferðir uppeftir þegar vel
viðrar svo að sem flestir geti
notið kennslunnar. Til að byrja
með stendur kennsla í 2—4 vik-
ur eftir veðri og aðstæðum öðr-
um, en gangi allt vel þá verður
framhald á.
Skíðaskálinn ætlar einnig á
útmánuðum að efna til móts og
verður þar um keppni að ræða
sem beinist ekki sízt að því að
hinir yngstu og þeir eldri geti
tekið þátt. Hámarksaldur í yngri
flokki verður 12 ár og lágmarks-
aldur í eldri flokki verður 40 ár.
Brautir verða léttar og auðveld-
ar. Mótið á að stp>ðla að því, að
fleiri ungir iðki skíðaíþrótt og að
hinir eldri endurvekji iðkun
sína. í sama anda og þetta mót
er haldið, reynir gestgjafinn 'að
gera allt fyrir alla.
KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKMYNDIR * KVIKM.YNDIR
s
Q
5
K
8
* KVIKMYNDIR
>
SKRIFAR UM:
KVIKMYNDIR *
STJÖRNUBÍÓ:
Stóra kastið.
ÞETTA er nörsk mynd, er gerist
meðal síldveiðimanna í Álasundi,
en þair er, sém kunnugt er mið-
stöð norskra síldveiða, þar sem
höfnin er þéttskipuð síldveiðibát
um og sjómienniomir bíða þess í
óþreyju að síldin komi. Það er
dansleikur í bænum og ungir
vaskir menn og stúlkurnar þeirra
„vanga“ þar aif hjartans lyst.
Bn þegar dansinn stendur sem
hæst berst tilkynning um það að
síldin sé komin. Salurinn tæmist
á svipstundu og sjómennirnir
þjóita um borð í skip sín, því nú
skal haldið án tafar á miðin. Óli,
sonuæ Elíasar á Kongthaugi,
helzta útgerðarmanns staðarins,
er meðal þessara ungu manna.
Hann er vaskur og gerfilegur
maður, en hann er drukkinn
þetta kvöld og gerir usla á dans
leiknum. Ástæðan er sú, að unn
usta hans, Birgit hetfur sagt hon
um upp, rnest fyrir fortölur móð
ur sinnar og vegna nafnlauss rógis
brétfs um Óla, sem henni hefur
borizt. Sigurður, forstjóri og til
vonandi eigandi einnar mestu
síldarverksmiðjunnar í Álasundi
hefur gengið mjög á eftir Birgit
og nú er afráðin gifting þeirra.
Allt þetta kemur Óla gjörsam-
Xega úr jafnvægi. Hann neitar
að vinna á hinu nýja skipi föður
síns „Tema“ af ósætti við Jón
skipstjóra, en fer hinsvagar um
borð í „Hafsúluna", sem er gam
alt skip föður hans. Tekur Óli
að mestu við stjórn sílidveiðanna
á „Hafsúlunni" og hefst nú mik
il og hörð keppni um það hvort
þessara tveggja skipa verði afla
sælla. Ákafi Óla er mikill en for
sjálni ekki að sama skapi. Þess
vegna bíður hann lægri hlut í
keppninni og verður fyrir mörg
um óhöppum. Elías gamli er reið
ur syni sínum fyrir afglöp hans
og tekur heldur þunglega á móti
homum þegar hann kemur í höfn.
En Birgit hefur á síðustu stundu
sagt Sigurði upp, því hún finnur
að hún elskar Óla þrátt fyrir a’lt.
Mynd þesisi er bæði fróðleg og
allskemmtileg. Þeir sem aldrei
hafa séð hversu síldveiða.r fara
fram, kynnast því prýðilega af
þessari mynd. Er só þáttur mynd
arinnar hvorttveggja í senn, lær-
dómsríkur og spennandi. Myndin
er einnig vel leikinn, enda fara
þar þekktir leikarar með aðal-
hlutverkin, svo sem Jaek ’fjald-
sted, er leifcur Óla, Björg Valle,
er leikur Birgit og síðast, en ekki
sízt Alfred Maurstad, er fer með
hlutverk Elíasar. Er hann bráð-
skemmtilegur, enda er hann með
beztu gamanleikurum Norð-
manna.
HAFNARBÓÍ:
Fallhlífarsveitin.
MYND þessi, sem er amerísk, ger
ist í heimsstyrjöldinni síðari.
Bandamienn hafa árið 1942 hafið
innrás í Afrfku og flokkar fall-
hlífarhermanna eru látnir svífa
til jarðar. f einum flokknum er
ungur maður, Charlie að nafni.
Hann er átrauðúr bermaður, en
það er eins og óhöppnin elti hann
í hverju sem hann tekur sér fyr
ir hendur. Meðal annars verður
hann að bana einum félaga sín
um er klæðst hefur þýzkum her-
mannabúningi án þess að Charlie
vissi. Þetta verður Charlie mikið
áfall og nú á hann enga ósk heit
ari en að honum auðnist að vinna
eitthvért mikið afrek þó að það
kosti hann lífið. í innrás Banda
manna á Sikiley síðar fær Char-
lie þessa ósk sína uppfyllta.
Mynd þessi er mjög tilbreyt-
ingalítil og mjög lík öðrum mynd
um af þessu tagi, sem hér hatfa
verið sýndar. Samskonar atriði
eru sýnd hvað etftir annað, svo
sem hérmennirnir stökkva út úr
flugvélinni og svífa til jarðar,
og er þeir læðast um í kjarri til
að komaist sem næst óvinunum.
AHt er þetta hvað öðru líkt, lang
dregið og leiðinlegt, að mér
finnst. Hinsvegar heyrði ég suma
ungia áhorfendurna tala um að
myndin væri góð.
Stútungaskemmtun ú Fluteyri
FLATEYRI, 2. febr. — Mjög
stirð tíð hefur verið hér allan
sl. mánuð, sífelldir umhleyping-
ar. Fjórir bátar reru héðan og
komust þeir aðeins 10—11 róðra.
Fimmti báturinn byrjar nú
róðra næstu daga. Er það Hjálm
ar frá Neskaupstað.
Um síðustu helgi var efnt til
mikillar skemmtisamkomu hér,
sem kallast „stútungur“ og hef-
ur sú skemmtun verið haldin ár
lega í rúm 30 ár.
Skemmtun þessi fór vel fram
að vanda, byrjaði með borðhaldi
og síðan skemmtiatriði og að
Pólitík ógnar
alþjóðamótum
ÝMIS af stærstu alþjóöamótum
vetraríþróttanna eru nú í hættu
vegna pólitískrar togstreitu. —
Halda á íshokkímót í Banda-
ríkjunum, heimsmeistaramót í
skíðaíþróttum í Frakklandi, og
Evrópumeistaramót í Skauta-
íþróttum í Noregi. Öll þessi mót
eru nú umdeild meðal forvígis-
manna sambanda hinna einstöku
landa og ástæða er ein og sú
sama. — A-Þjóðverjar fá ekki
vegabréfsáritun til vestrænna
landa.
HEITT STRÍÐ
Það gerðist nýlega að Banda-
ríkin, Bretland og Frakkland
gerðu með sér samning um að
ekkert landanna skildi viður-
kenna ferðir íþróttamanna sem
keppa í nafni A-Þýzkalands.
Kemur þetta af því að þessi lönd
og reyndar fleiri viðurkenna
ekki A-Þýzkaland sem þjóð.
Og öll áðurnefnd mót riða til
falls af því að í lögum um slík
mót stendur að allir eigi að hafa
greiðan aðgang að því, þ.e.a.s.
þær þjóðir sem teljast til við-
komandi alþjóðasambanda.
Svo getur farið að öll mótin
eða sum verði flutt til svo að all-
ir eigi aðgang að þeim, en stríðið
um þátttökuna og vegabréfin er
þegar orðið langt og strangt.
lokum dansað með miklu fjöri
til kl. 5 um nóttina. Um 180
manns sóttu skemmtunina.
Fyrir rúmum 30 árum komu
nokkrir giftir menn saman og
ákváðu að halda hjónadansleik.
Sneru þeir sér til þáverandi
skólastjóra og hann spurði hvort
þeir vildu ekki lóta þetta heita
eitthvað. Þeir sögðu að hann
skyldi bara kalla þetta „Stút-
ung“ og var þar átt við að þeir,
sem þetta héldu, væru fyrst og
fremst stútungskarlar. — Síðan
hefur nafnið haldizt.
Nokkuð hefur verið um skipa
komur það sem af er þessu ári
og eru það fyrst og fremst tog-
arar, sem leitað hafa hafnar sök
um storma og taka vatn og vist-
ir. —
í dag er hér færeyski togar-
inn Leifur Össurarson að taka
vatn og olíu. Þrír mánuðir eru
liðnir síðan Leifur fór frá Fær-
eyjum og hefur hann aðeins afl-
að 70 tonn af saltfiski, en það
samsvarar rúmum 200 tonnum
af ferskum fiski. Leifur er nýtt
skip um 1000 tonn að stærð.
— Kristján.
GUNNAR JÖNSSON
LÖGMAÐUR
við undirrétti og hæstarétt
hingholtsstræb 8 — Sími 18259
EGGERT CLAESSEN og
GUSTAV A. SVEINSSON
bæstaréttarlögmen .
Þórshamri. — Síroi 1117L