Morgunblaðið - 24.02.1962, Page 16
16
MORGUN BL AÐIÐ
Laugardagur 24. febrúar 1962
Barbara James:
35
Fögur
og feig
Hvað þurfið þér þá að vita
um hana? spurði hún, tortryggin.
Það er nú kannske Ijótt að
segja það um hana — en — hafði
hún stelsýki?
Hún virtist vera hissa. Svo að
þér vitið það?
Nei, ég vissi það nú ekki fyrir
víst. En ég er að rekja feril hlut-
ar, sem getur hafa gengið gegn
um hennar hendur, en varðar
hana annars ekki neitt, persónu-
lega.
Nú er það ekki? Það var ég
nú annars hrædd um. Hún er kom
in heim til fólksins síns í Shef-
field. Hún átti alls ekki heima
i London og leikhúsaheiminum.
Hafði enga hæfileika til að þola
það loftslag, sem þar ríkti. En nú
er hún vist sezt um kyrrt, og það
væri* leiðinlegt, ef farið væri að
róta upp í fortíð hennar.
Hvað varð henni til foráttu?
Þetta, sem þér nefnduð — stel-
sýki. Hún hnuplaði hinu og
þessu. En aldrei neinu dýrmætu.
Ég bjó með henni bæði á ferða-
lagi og í London. Ég átti ein-
hverja smávægMega skartgripi og
skildi þá oft eftir á glámbekk, en
hún tók aldrei neitt þessháttar
og heldur aldrei peninga. Hins
vegar varð ég þess vör, að hún
hafði tekið frá mér tvær greiður
og ilmvatnssprautu.
Vissuð þér alltaf, að hún hefði
þennan ágalla?
Nei ég vissi'það ekki fyrr en
seint — ekki fyrr en ferðalagi
okkar var lokið og við vorum
komin til London aftur. Við leigð
um þá sitt herbergið hvor í húsi
í Earls Court. Þar sá ég einn
daginn nokkuð á snyrtiborðinu
hennar, sem kom mér kunnug-
lega fyrir sjónir. Það var púður-
dós, sem var talsvert sérkennileg
og ég vissi, að var eign stúlku,
sem var í sama flokknum og við.
Og seinna þekkti ég nokkra aðra
hluti úr annarra eigu..
Sögðuð þér nokkuð við hana
um þetta?
Já, það gerði ég, en hún þrætti
alltaf fyrir það og sagðist hafa
fengið þessa hluti að gjöf. En ég
sá á öllu að hún vissi vel, að ég
vissi, að hún var að segja ósatt.
Og svo var hún auðvitað gripin
áður en lauk.
Var það?
Já. Hún fékk einhverja bráða-
birgðaatvinnu í stórri verzlun.
Það var nú hér um bil það ó-
heppilegasta sem hugsazt gat.
Þar var hún kærð fyrir að hafa
stolið leðurbelti, nokkrum eyrna-
lokkum og hinu og þessu smá-
vægilegu, sem ekkert var margra
peninga virði.
Fór hún þá í fangelsi?
Nei, hún slapp með áminningu
og kom undir eftirlit. Og þá fór
hún heim til sín. Sem betur fór
vakti' þetta ekki neina teljandi
eftirtekt, af því að hún var kærð
undir sínu raunverulega nafni,
Clementine Withers. Ég held, að
varla nokkur maður í leikhúsinu
hafi vitað um þetta. Þessvegna
er mér svona illa við að vera að
segja yður frá því, frú Day. Þetta
var í rauninni bezta etú'ilka, ög
sízt vildi ég verða til þess að
koma henní í vandræði.
Það skal ekki koma henni í
nein vandræði. Líklega er ég
meira að segja á alveg skökku
spori. Það sem ég er að grennslast
eftir getur alveg eins vel verið
án alls sambands við Tinu Hall.
Ef svo er, þá er það eingöngu
vegna þess, að hún stal þessum
hlut fyrst. Hann getur hafa geng-
ið margra milli síðan.
Hvaða hlutur er þetta?
Það er skammbyssa.
Hún greip andann á lofti. Það
er nú hlutur, sem er auðveldur
að komast yfir fyrir hvern, sem
einhverntíma hefur verið aðstoð-
ar-leiksviðsstjóri. Hafði hún
byssu í fórum sínum?
Ég vissi alveg með sjálfri mér,
að hún vissi eitthvað meira.
Hún getur vel hafa haft það,
svaraði hún hikandi.
Þér verðið að segja mér, ef þér
vitið eitthvað um þetta. Mér er
það afskaplega áríðandi að vita,
hvað orðið hefur af þessari byssu.
Ég gekk á hana með ákafa. Hún
horfði niður í sérríglasið en svar-
aði engu
Þér verðið að segja mér það,
bað ég.
Þér skiljið, frú Day, að ég vil
ekki koma Tinu í neina bölvun,
frekar en orðið er. Og ennþá síð-
ur kæri ég mig um að lenda í
henni sjálf, sagði hún dræmt.
Hvemig gæti það orðið. Nema
þá, ef önnur hvor ykkar hefur
verið í vináttu við Crystal Hugo.
Crystal Hugo? Eigið þér við
stúlkuna, sem var að skjóta sig
um daginn. Hún var í sýningu
með manninum yðar.
Já. Þekktuð þér hana nokkuð?
Nei, og hafði meira að segja
aldrei heyrt hana nefnda fyrr en
hún var dáin.
Hún var vinkona okkar, sagði
ég og ekki alveg í samræmi við
sannleikann. Hún var skotin með
skammbyssu, sem ætlað var að
væri komin frá sýningunni á
„Gullársöngnum“. Og þar var
Tina Hall. Við Rory þurfum
nauðsynlega að vita, hvernig hún
hefur náð í þessa byssu — ekki
til að segja það lögreglunni, held
ur aðeins okkar sjálfra vegna.
Þetta var nú heldur veikburða
saga, og ég sá líka, að henni
fannst svo vera.
Ég get ekki skilið, hversvegna
það stendur ykkur á svo miklu.
Það gerir það nú samt, þó að
ég geti ekki sagt yður hvers
vegna. Nú leit hún á mig bláu
augunum og ég gat séð, að hún
sá, hversu áhyggjufull ég var.
Það er nú kannske ekki skyn-
samlegt af mér, en ég sé, að yður
stendur þetta á miklu. Jú, það
er rétt, Tina hafði skammbyssu.
Ég sá hana í einni skúffunni
hennar innan um vasaklúta. Hún
lá þá í inflúensu og ég var að
snúast kring um hana. Ég spurði
hana, hvar hún hefði fengið
þessa byssu, og hún svaraði bara,
að hún hefði einhversstaðar kom-
izt yfir hana. Ég sagði, að hún
gæti verið hættuleg að hafa í
fórum sínum, og ég man eftir, að
hún tók alveg undir það. „Ég
hata hana, en hún töfrar mig ein-
hvernveginn. Hún liggur þarna
og ógnar mér. Ég hef það ein-
hvernveginn óhugnanlega á með-
vitundinni, að hún verði notuð,
fyrr eða síðar — kannske til þess
að dTepa einhvern“. Já, hún var
alltaf með hinar og þessar ímynd
anir. Við skulum láta þig hætta
þessari vitleysu, sagði ég. Ég
skal taka hana og losa þig við
Hana.
Og gerðuð þér það?
Já, ég tók hana, en einhvern
veginn gat ég nú ekki fengið mig
til að fleygja henni, og svo er það
heldur ekki alltaf svo auðvelt.
Og hvað gerðuð þér þá við
hana?
Ég gaf hana kunningja mínum.
Vilduð þér segja mér, hver
hann var?
Hún þagði og það var eins og
ég ætlaði ekki að ná andanum,
meðan sú þögn stóð yfir.
Það var leikari, sem ég var
með í bendingaleik, þá um jólin.
Við bjuggum á sama stað og vor-
um góðir kunningjar. Ég sagði
honum frá Tinu og sýndi honum
skammbyssuna. Hann sagðist
gjarna vilja eiga hana og ég
vildi gjarna losna við hana. En
svo getur hann náttúrlega hafa
gefið hana einhverjum öðrum.
Það er ótrúlegt. Og hver "ar
hann?
Hann hét Tony Wingrove.
XVIII.
Við lásum um morð í blöðun-
um dag eftir dag, en það er nú
samt óskiljanlegt alvanalegri
manneskju eins og mér, að mað-
ur, sem maður þekkir geti verið
morðingi, jafnvel þó að hann sá
nú enginn vinur eða sérstakur
kunningi. Ég ók úr Prince’s Av-
enue í hálfgerðum svima og gat
enn ekki trúað mínum eigin eyr-
um. Tony Wingrove, þessi uppá-
haldssonur Vandy og eiginmað-
unnn sem Lísa tilbað. Þær
mundu springa af harmi ef þær
vissu það. En þær skyldu nú
aldrei komast að því fyrir mitt
tilstilli, en jafnframt fannst mér
það rangt, ef h£inn slyppi frá
svona hryllilegu morði. Ég ósk-
aði þess heitast, að ég hefði
aldrei lagt svona hart að mér
til að grafa upp sannleikann. Það
hafði verið kvöl að vita ekkert,
en nú var ennþá verra að vita.
Ég var svo niðursokkin í þessar
hugsanir, að ég var rétt búin að
aka á rautt ljós, en áttaði mig
á síðustu stundu og stanzaði með
rykk. Og það var eins gott, því
að í sama bili kom svartur lög-
reglubíll frá hægri og þar sat
Wood lögreglufulltrúi í aftursæt-
inu. Eg sneri og sá, að þessi
bíll beygði einmitt í áttina, sem
ég var að koma úr.
Jæja, málið var þá úr mínum
höndum. Það hafði líka verið
heimska að halda, að lögreglan
gerði sér þessa sjélfsmorðssögu
að góðu. Og þegar hún væri bú-
in að tala við Daphne Blount
væri öllu lokið. Tony hlaut að
verða tekinn fastur.
Ég varð að segja Rory þetta.
Ég ók beint til íbúðarinnar. Þar
var hann ekki og ég hafði enga
hugmynd um, hvar hann var að
finna. Ég hringdi í skrifstofu
Leós og náði sambandi við Joan
Wilson.
Ég held, að Leó sé nýfarinn í
hádegismatinn. Get ég nokkuð
gert fyrir þig, Rosaleen?
Nei, þakka þér fyrir. Þú skyld-
ir ekki vita, hvar hann hefur
ætlað að borða Mér er afskap-
lega áríðandi að ná í hann.
Hver veit nema ég geti náð í
hann. Bíddu!
Ég beið heila eilífð, að mér
fannst, en í rauninni var sú ei-
lífð ekki nema tvær mínútur. En
svo létti mér líka þegar ég heyrði
rödd Leós.
Halló, Rosaleen.
Guði sé lof, Leó.
Það munaði ekki nema einum,
að þú næðir í mig. Ég var að
hverfa inn í lyftuna, þegar Joan
náði í skottið á mér.
Fyrirgefðu, en ég verð að segja
þér það. Nú veit ég allt — og það
gerir lögreglan líka!
Segðu ekki meira í símann.
Hvar ertu?
í íbúðinni.
Ég kem eins og skot.
Já, en ég verð að segja Rory
þetta líka og ég veit ekki, hvar
hann er. Ég var að vona, að þú
vissir það.
Ég held, að hann hafi verið að
æfa einhver ný atriði hjá Carna-
by og hefur svo líklega farið í
maí með honum. Láttu mig um
það. Ég skal finna hann, sagði
Leó rólega.
Þakka þór fyrir Leó.
Hafðu engar áhyggjur. Vertu
kyrr þar sem þú ert, og svo kem
ég þangað eins fljótt og ég get.
Enn einu sinni var ég fegin að
geta treyst Leó. Þegar ég var bú-
in að tala við hann, fann ég núm
er Tonys í vasabókinni minni.
Ætti ég að reyna að vara hann
við? Kannske var það þegar um
seinan. Ég gat ekki þolað að
hugsa til Lísu, sem fengi ný-
fengna ástarsælu sína í rúst á
svo hryggilegan hátt. Ég hringdi
— það var á tali. Ég reyndi aftur
nokkrum sinnum, en loksins þeg-
ar ég fékk samband, var mér
sagt, að Wingrove-<hjónin væru
ekki heima.
Vandy? Hvernig gat ég dregið
úr þessu reiðarslagi, sem yfir
henni vofði? Hún tilbað Tony.
Það virtist ekki sanngjarnt, að
eftir alla þá erfiðleika, sem hún
hafði barizt við í lífinu," skyldi
slíkt sem þetta þurfa að koma
fyrir hana, þegar hún virtist loks
geta fagnað öryggi og vellíðan.
Mér fannst ég ætti að hringja
til hennar og búa hana undir
þetta, en hvað gat ég sagt?
Hvernig gat ég fært henni þær
fregnir, að elskaður sonur henn-
ar væri morðingi? Nei, ég skyldi
bíða þangað til Rory kæmi. Hon-
um þótti vænt um Vandy. Hann
mundi vita hvað hann ætti að
segja við hana.
Ég áttaði mig á því, að í fyrsta
sinn síðan þetta leiðindamáil
hófst, var ég farin að treysta á
Rory. Líka ég var farin að líta
til hans eftir styrk og huggun.
Ég óskaði þess, að Leó og Rory
færu að koma. Ég þoldi ekki við
alein í íbúðinni — nú orðið
fannst mér eins og þar væri
draugagangur. Mér fannst ég allt
af hafa ilminn af „Jolie Mad-
ame“ í nösunum og svo vindling-
ana og svo lagið eftir Chopin i
eyrunum. Hvað sem öllu öðru
liði, yrðum við að losa okkur
við þessa íbúð. Ég beið með óþol-
gflíltvarpiö
Laugardagur 24. febrúar.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfiml. — Tónleikar —•
8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar —
9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónl.)
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12.25 F- 'ttir og tilkynningar),
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig«
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Frétt.)
15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn«
laugsson).
16.00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
(Stefán Guðjohnsen).
16.30 Danskennsla (Hreiðar Ástvalds*
son).
17.00 Fréttir. — Þetta vil ég heyrat
Þórður Einarsson fulltrúi velur
sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning á
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja*
heimilið“, eftir Petru Flagestad
Larssen; XII. (Benedikt Arn*
kelsson).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Tómstundaþáttur barna og ung*
linga (Jón Pálsson).
18.55 Söngvar í léttum tón. — 19.10
Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar:
a) Arnold van Mill bassasöngv*
ari syngur óperuaríur eftip
Mozart og Verdi.
b) Tékkneska fílharmoniusveit*
in leikur slavneska dansa eft*
ir Dvorák. Stjórnandi: Václav
Talich.
20.30 Leikrit: ,,Á þakinu** eftir John
Galsworthy, í þýðingu Árn*
Guðnasonar cand. mag. — Leik-
stjóri: Helgi Skúlason.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.10
Passíusálmur (6).
22.20 Danslög. — 24.00 Dagskárlok.
2671
/ ■/ / /
— Þvílík heppni, að ég skyldi ekki eyðileggja neitt.
X- >f X*
GEISLI GEIMFARI
X- X- X-
BESIPEÖ, TWE ^OOMER WE SELL,
THE ^OONER LURA PRE5TON AND
I OAN 5PLIT THAT B/6, SW£ET
SC//VP£-£ or MOW£Y/
— Ég er ekki viss um að Dura-
billium sé hæft til notkunar, Vandal.
Ég held að við verðum að halda
áfram tilraunum. Ef við létum það
frá okkur og svo kæmu fram gallar
í því, hefðum við unnið til einskis!
— Hvaða vitleysa, John. Þú ert ó-
þarflega hræddur. (Og því fyrr sem
við seljum, því fyrr getum við Lára
skipt með okkur fjárhæðinni)