Morgunblaðið - 24.02.1962, Side 19

Morgunblaðið - 24.02.1962, Side 19
Laugardagur 24. febrúar 1962 MOnGVNBLÁÐiÐ 19 BLAÐINU hafa borizt úr- klippur úr enskum blöð- um, þar sem skýrt er frá nýjum rétti, sem Bretar muni innan stundar standa til boða, léttreyktu ís- lenzku lambakjöti. Undir þriggja dálka fyrir- sögn á kvennasíðu stórblaðs- ins Daily Telegraph „Smoked Icelandic Lamb for Britain". (Reykt, íslenzkt lambakjöt á Bretlandsmarkaði) segir m.a.: — Brezkar húsmæður munu bráðlega eiga þess kost að bera á borð steikt, léttreykt læri og hrygg af lambi. Eg bragðaði hið fyrsta, sem flutt er inn frá Islandi hingað til Þorvaldur Guðmundsson t.h. sem á matsölur og matvöruverzl London, ritar Claire Butler. aniir á íslandi, sést hér á myndinni ir.sð' Louis Cipolla, yfirbryta á Carlton Tower, þar sem þeir eru að framreiða léttreykt íslenzkt lamb í veizlu, sem haldin var til kynningar — Bragðið er óvenjulegt milt og frábærlega gott einkennandi fyrir íslenzkt " á því. — Myndin birtist í The Hotel and Restaurant lambakjöt og má þakka það Management. Bretar láta vel yfir léttreykta kjötinu hinum grænu fjalllendum, sem féð gengur á. Gestir, sem heimsækja ísland, biðja jafn- an um þennan þjóðarrétt, en íslendingar hafa saltað og reykt þetta kjöt í aldaraðir. — Ég hef í mörg ár unnið að tilraunum á að léttreykja lambakjötið fyrir útflutnings markað, hefir greinarhöfund- ur eftir Þorvaldi Guðmunds- syni í Síld og Fisk, sem kynnti þennan rétt í Bret- landi nú fyrir skemmstu. Febrúarhefti tímaritsins The Hotel and Restaurant Manage ment birtir meðfylgjandi mynd af Þorvaldi Guðmunds syni og forstjóra Carlton Tower, þar sem þeir eru að gera sér gott af þessum ágæta rétti. í heftinu segir að ís- lendingar séu sérfræðingar í framleiðslu þessa réttar gegn um marga mannsaldra. Hin víðfeðmu haglendi gera það að verkum að bragð kjötsins er sérstaklega gott, segir blaðið. — Alþingi Framhald af bls. 1. í samráði við ríkisstjórnina. Endurskoðuð i heild í athugasemdum við frumvarp um verkamanmabústaði segir m. •., að á undahfömum árum hafi starfseml Byggingarsjóðs verka- manna verið ýmsum annmörk- Uir. háð. „Hefur því ríkisstjórnin talið nauðsynlegt að láta fara fram heildarendurskoðun laga um verkamannabústaði. Hinn 9. sept ember 1960 skipaði félagsmála- ráðherra 5 menn í nefnd til að endurskoða lög um húsnæðis- málastofnun, lög um verkamanna bústaðl o. fl. varðandi húsnæðis- mál. í nefndina voru þessir menn skipaðir: Eggert G. Þorsteinsson •lþingismaður, formaður nefnd- — /ð/o Framh. af bls. 1 stofu Iðju, Skipholti 19 og er kosið I dag frá kl. 10—19 og á morgun kl. 10—22. Þess hefur orðið greinilega vart imdanfarna daga, að verk- smiðjufólkið fylkir sér nú um frambjóðendur B-listans. — Sú etefna, er þeir hafa rekið undan farin ár í stjóm Iðju, þ. e. að kjarabætur skuli nást án verk- falla hefur fengið mikinn hljóm l grunn meðal fólksins. Stefna kommúnistanna, er bjóða fram A-listann, er hins vegar sú, að reyna að koma á verkföllum og sem mestri ringulreið. Það vill ekki verksmiðjufólkið. Það vill kjarabætur án verkfalla og því mun það í kosningunum í dag og á morgun fylkja sér um B-llstann. Kosningaskrifstofa B-listans er f hcimili V.R. við Vonarstræti 4. Simar 19044 og 19360. X — B arlnnar, Jóhann Hafstein, banka- stjóri, Ragnar Lárusson, forstjóri Tómas Vigfússon, húasmíðameist ari og Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, lögfræðingur. Hinn 20. sept. 1960 var bætt í nefndina fulltrúa frá Veðdeild Lands- banka íslands, Hauki Vigfússyni bankafulltrúa.“ „Þegar lögin um verkamanna- bústaði voru sett árið 1929, var því lýst í greinargerð, að tilgang urinn með lagasetningunni væri, að gera verkalýð bæjanna kleift að fá hollar og ódýrar íbúðir með þægindum nútímans. Því var haldið fram, að þetta mundi seint takast, nema með aðstoð hins opinbera. í framkvæmd hafa lögin á síðustu þrem ára- tugum veitt mikla aðstoð til að ná þessu marki. Hins vegar eru það aðrar ástæður, sem mestu hafa valdið á þessum tíma um þá gerbreytingu, sem orðið hafa á húsakosti þjóðarinnar. Þar um veldur hin mikla aukning, sem orðið hefur á framleiðsluafköst- um og þjóðartekjum. Þannig hafa um 16000 íbúðir verið byggð ar í bæjum og kauptúnum á tíma bilinu 1930—1959, en þar af eru íbúðir verkamannnabústaða að- elns 1108. Á þessu tímabili, einkum síð- ari helmingi þess, hefur þjóðin haft efni á að bæta húsakost sinn stórlega. Þar hafa allar stéttir fylgzt að, verkalýðurinn sem aðr ar stéttir. Verkin sýna merkin. Þjóðin hefur raunverulega haft efni á þessu. Það sýna fram- kvæmdirnar, sem orðið hafa. Vandinn hefur hins vegar verið fólginn í lánsfjárskorti til hús- bygginga. Sá vandi verður rak- inn til efnahagskerfisins og þró- unar peningamálanna almennt. Á undanförnum árum hafa verið gerðar tilraunir til að leysa þenn an vanda. En þrátt fyrir það, hefur ekki enn náðst það tak- mark, sem nefndin telur að setja verði, þ. e. að hægt sé að full- nægja eftirspurninni eftir íbúð- arlánum. Hinsvegar gefur stefna núverandi ríkisstjórnar í efna- hagsmálum og peningamálum fyrirheit um, að svo geti orðið. Telur nefndin, að þegar komið er á jafnvægi milli framboðs og eft- irspurnar á þessum lánamarkaði, þá megi ætla að hægt sé að tryggja eðlilegar lánveitingar, svo að almenningur geti búið við svo góðan húsakost, sem efna- hagur landsins frekast leyfir." Til hjálpar þeim, sem verst eru settir ,,En þá er eftir sá þáttur hús- næðisvandamálsins, sem liggur i því að tryggja, að enginn þjóð- feiagsþegn þurfi að búa við húsa kost, sem ekki svarar ákveðnum lágmarkskröfum um gæði og rými. Gera verður ráðstafanir til að veita sérstaka aðstoð af opinberri hálfu þeim þegnum þjóðfélðagsins, sem búa við erfið astar aðstæður eða vegna ómegð ar og sjúkdóma nægir ekki sú fyrirgreiðsla, sem hið almenna lánakerfi veitir. Telur nefndin, að í þessum tilgangi eigi að starfrækja Byggingarsjóð verka- manna. Hann á að nota til hjálp- ar þeim, sem verst eru settir í þjóðfélaginu. Þegar lögin um verkamanna- bústaði voru sett, var verkalýðs- stéttin í heild flokkuð hér undir. Sem betur fer er svo ekki leng- ur, enda viðurkennt af öllum, að þessari fjölmennu stétt þjóðfé- lagsins verði að búa þau kjör, sem geri henni yfirleitt mögulegt að koma sér upp viðunandi íbúð um. En þegar svo er ástatt, ætti að geta orðið þeim mun hægara að aðstoða þá þegnana, sem raun veruleg eru verst settir. En til þess að svo geti orðið er tvennt nauðsynlegt: 1. Takmarka fyrirgreiðsluna við ákveðið tekju- og eignahá- mark þeirra, sem hennar geta notið. 2. Veita nægilega mikla aðstoð, svo að hún komi að fullu gagni þeim, sem njóta eiga.“ Segir m. a. 1 greinargerðinni, að 1957 hafi svo verið ákveðið um þá, sem fyrirgreiðslu geta notið samkvæmt lögunum, „að miðað sé við 50 þús. kr. árstekj- ur að viðbættum 5 þúsund krón- um fyrir hvem ómaga og 75 þús. króna skuldlausa eign. Það var ákveðið, að tölur þessar skyldu breytast í samræmi við vísitölu framfærslukostnaðar. Um leið var gerð sú breyting, að hér var miðað við meðaltal þriggja síðustu ára fyrir lánveit ingu í stað meðaltals þriggja ára fyrir inngöngu í byggingafé- lag. Nefndinni virðist að þær tölur, sem miðað er við frá 1957, hafi ekki verið fjarri réttu lagi. Hér er hins vegar um svo mik- il grundvallaratriði að ræða, hvar setja skuli takmörkin fyrir því, að mega njóta þeirra fríð- inda, sem lögin veita, að nefnd- in hefur talið æskilegt, að end- anleg ákvörðun um þetta atriði sé byggð á sem traustastri und- irstöðu. I því skyni hefur nefnd- in látið fara fram hagfræðilega athugun á gmndvelli árlegrar úrtaksathugunar á atvinnutekj- um launþega, hvemig launþegar skiptast eftir upphæð atvinnu- tekna og ómagafjölda. Þessa at- hugun hefur Framkvæmdabanki íslands annazt og er þar um að ræða athugun á atvinnutekjum launþega árið 1959. Kemur þar í ljós, að 9,3% launþeganna hafa 50 þúsund krónur eða minna í tekjur á árinu. Hér er aðeins reiknað með atvinnutekjum og fjölskyldubætur ekki meðtaldar. Nú hafa fjölskyldubætur hækk- að svo mikið að taka verður til- lit til þeirra, þegar hámark árs- tekna er ákveðið. Með tilliti til þessa leggur nefndin til, að tekju hámarkið verði hækkað úr 50 þúsund króna árstekjum I 60 þúsund krónur. Reiknar nefnd- in þá með, að fyrirgreiðsla Bygg ingarsjóðsins geti náð til um 10% launþega í kaupstöðum og kauptúnum. Einnig leggur nefnd in til, að eignahámark laganna verði hækkað úr 75 þúsund krón ur upp í 150 þúsund krónur.“ „Eins og nú er ástatt, eru meg- in vandkvækin á framkvæmd laga um verkamannabústaði þau, að þeim, sem verst eru staddir fjárhagslega og ótvíræðast full- nægja því ákvæðum laganna um efnahag og tekjur, hafa ekki bol magn til að byggja með þeim lánum, sem nú eru veitt. Úr þessu verður að bæta með því að hækka lánin og bæta láns- kjörin. í fyrstu lögunum um verka- mannabústaði var ákveðið, að árlegt gjald af lánum þeim, er veitt yrðu skyldi vera 6% af allri lánsupphæðinni í 42 ár, og svar- ar það til 5,3% árlegrar vaxta- greiðslu. Á árinu 1933 var gjald þetta lækkað í 5% og svarar það til 4,06% ársvaxta. Árið 1941 var gjald þetta enn lækkað, í 4%, og jafngildir það 2,686% vöxtum á ári. Árið 1946 var svo vaxta- ákvæðunum enn breytt og ákveð ið, að þeir skyldu vera 2% árs- vextir. Helzt svo til ársins 1955, þegar teknir voru upp 3%% árs- vextir, er stóðu til síðastliðins árs, þegar þeir voru hækkaðir upp í 6%. Þá var í upphafi svo ákveðið, að lánsupphæðin skyldi nema 85% af byggingarkostnaðinum. Var svo i framkvæmd fram um 1940. Á næsta áratug lækka lán- in smám saman úr 85% bygging- arkostnaðar niður í um 75%. Þessi þróun hélt svo áfram síð- asta áratuginn með auknum hraða, þannig, að árið 1959 eru lánin komin niður í um 50% byggingarkostnaðar og á síðast- liðnu ári gekk þróunin enn nið- ur á við.“ „.Nefndin telur að þessi þró- un í lánveitingum Byggingar- sjóðs hafi smám saman gert lán- in algerlega ónóg til þess að gera þeim mönnum kleift að byggja íbúð, sem fjárhagslega voru svo settir, að eiga rétt á þessari fyrirgreiðslu. Þær hug- myndir eru því uppi hjá nefnd- inni, að lánin þurfi að vera álíka stór hluti byggingarkostnaðar og í upphafi var eða að minnsta kosti 75% byggingarkostnaðar." Þá segir í greinargerðinni, að hin föstu framlög ríkis og sveitar félaga hafi verið megin tekju- stofninn. Að visu hefur verið heimild fyrir sjóðina til að taka lán til starfsemi sinnar og hefur hann gert það, svo sem áður greinir. En nefndin vekur athygli á þeim vandkvæðum, sem þeirri tekju- öflun fylgir vegna óhjákvæmi- legs vaxtataps, sem fylgir því að fá fjármagn með hærri vöxt- um en það er svo aftur lánað út fyrir. Sér því nefndin engin betri úrræði en að reisa tekjuöflun Byggingarsjóðs á hinum föstu framlögum rikis og sveitarfélaga, eins og alla tíð hefur aðallega verið gert. En til að mæta þeim þörfum, sem nefndin telur eðlilegt, að Byggingarsjóður verkamanna geri, þá telur nefndin nauðsyn- legt að auka hið fasta framlag stórlega. Leggur nefndin því til, að lágmarksframlag sveitarfé- laga sé aukið úr 24 krónum á íbúa, sem það nú er í, í 40 krón- ur og hámarkið úr 36 krónum r 60 krónur. Nefndin bendir á, að hyggi- legt sé að veita sveitarfélögun- um nokkurt svigrúm til að ákveða hvað þau leggi af mörk- um. Ýmis sveitarfélög hafa með höndum byggingarframkvæmdir til að aðstoða fólk, sem býr við verst húsnæðisástand. Þau sveit aifélög, sem vilja halda þeirri starfsemi áfram myndu þá að öðru jöfnu frekar kjósa að ákveða framlag sitt til Bygging- arsjóðsins nær lágmarkinu. Hin sveitarfélögin, sem frekar kynnu að vilja minnka sínar eigin fram kvæmdir, en telja heppilegra að auka starfsemi byggingarfélaga, myndu geta stuðlað að því með því að ákveða sem hæst fram- lar til Byggingarsjóðsins. Hefðu sveitarfélögin nokkurt valfrelsi í þessum efnum. Mannfjöldi í þeim sveitarfé- lögum, þar sem nú eru starfandi byggingarfélög verkamanna er um 130 þúsundir. Miðað við það framlag á íbúa, sem hér er lagt til að gangi til Byggingarsjóðs- ins gætu tekjur sjóðsins af fram- lögum minnst orðið 10,4 millj. kr. á ári, ef öll sveitarfélögin væru raunhæfir þátttakendur, og náð allt að 15,6 millj kr upp- hæð.“ Framh. af bls. 20. það hafi orðið Má til lífs að fólkið heyrði köll hans, enda sagði hann sjálfur síðar að hann hafi verið að þrotum kominn. Leit var þegar hafin að Haf- steini, en hún bar ekki árangur fyrr en klukkan 11:30 í morgun er farið var að slæða í höfninni. Hafsteinn Bjömsson Fossdal var 41 árs gamall, sjómaður að atvinnu. Lætur hann eftir sig konu og fjögur böm. Elzta barn- ið á að fermast í vor en hið yngsta er níu ára. — Þórður. —- Stuðlaberg Framhald af bls. 1. yngsti þeirra aðeins 17 ára. Þeir voru feður, eiginmenn, bræður og synir. Þessar síðustu vikur hefur hvert sjóslysið rekið ann- að, og skörð orðið í hóp ís- lenzkra sjómanna. Þess má þó minnast og þakka, að við höf- um stundum getað fagnað giftu- samlegri og hetjulegri björgun á úrslitastund, eins og skammt er að minnast. A undanfömum þrem mánuð- um hafa 20 íslenzkir sjómenn farizt. Hraustir menn hafa týnt lífinu við nauðsynleg störf fyrir þjóð sína og áhættusöm störf við að afla sér og sínum bjarg- ar. Ég vil biðja hv. þingdeildar- menn að gera svo vel og heiðra minningu hinna látnu sjómanna, og votta ástvinum þeirra samúð með því að rísa úr sætum. Blaðið hefur nú fengið þær upplýsingar að auk þeirra barna sem getið var í gær að misst hefðu föður sinn á Suðlaberg- inu eru 8 böm Birgis Guð- mundssonar, matsveins og eitt barn Stefáns Elíassonar háseta. Áttu skipverjar því samtals 21 barn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.