Morgunblaðið - 28.02.1962, Síða 6
6
MUKGUiyBLAOIÐ
Miðvikudagur 28. febr. 1962
Guðmundur H. Garðarsson
endurkjörinn formaður VR
AÐALFUNDUR Verzlúnar-
mannafélags Reykjavíkur var
haldinn í Sjálfstæðishúsinu 20.
J>. m. —
Form. félagsins Guðm. H.
Garðarsson setti fund. Fundar-
stjóri var kjörinn Guðjón Ein-
arsson fyrrv. form. VR.
í upphafi fundarins minntist
formaður Óskars heitins Sæm-
__undssonar, sem setið hefur í
stjórn V.R. frá því 1959, þar til
hann andaðist að heimili sínu
þann 6. febrúar sl., svo og ann-
ara félaga, sem látizt hafa frá
síðasta aðalfundi.
Kjör stjórnar
Aðeins einn listi hafði borizt
um kjör formanns, stjórnar,
trúnaðarmannaráðs og endur-
skoðenda og var hann því sjálf-
kjörinn.
Form. var kjörinn Guðm. H.
Garðarsson, viðskiptafræðingur.
1 aðalstjórn voru kjörnir til
tveggja ára Björn Þórhallsson,
Gísli Gíslason og Ottó J. Ólafs-
son, fyrir voru Eyjólfur Guð-
mundsson og Hannes Þ. Sigurðs
son. I varastjórn voru kjörin:
Einar Ingimundarson, Helgi Guð
brandsson og Stella M. Jóns-
dóttir.
Aðalmenn í trúnaðarmanna-
ráð: Andreas Bergmann, Gunn-
laugur J. Briem, Njóll Símonar-
son, Oddgeir Bárðarson, Sigurð-
Ur Steinsson, Sverrir Hermanns-
son, Sverrir Jónsson, Einar Bim
ir, Markús Stefánsson, Richard
Sigurbaldason og Örlygur Hálf-
dánarson. — Varamenn: Gísli
Einarsson, Helgi Eysteinsson,
Hjörleifur Jónsson, Hreinn Hall-
dórsson, Hörður Felixson, Kjart-
an Guðmundsson og Kristín
Guðmundsdóttir. — Endurskoð-
endur: Aðalmenn: Gunnar
Zöega og Þorsteinn Bjamason.
Varamenn: Bjarni Felixson og
Torfi Tómasson.
Samningar — Kjarabarátta
Form. flutti skýrslu stjórnar-
innar. Komst hann m. a. svo að
orði:
Þegar síðasti aðalfundur var
haldinn 27. febrúar 1961, voru
samningar félagsins við vinnu-
veitendur lausir og drög að til-
lögum til breytinga á samning-
um voru skýrð á þeim fundi.
Aðalfundurinn kaus samninga-
nefnd, sem síðan fullvann kjara
kröfurnar, og voru þær lagðar
fyrir félagsfund 27. maí sl. —
Kröfurnar voru samþykktar ein
róma og sendar þá þegar til
viðsemjenda félagsins. Viðræður
hófust þann 9. júní. — Um
svipað leyti stóðu önnur félög
í samningagerðum og voru sum
þeirra þegar komin í verkfall,
m. a. Dagsbrún í Reykjavík.
Viðræðufundum var stöðugt
haldið áfram milli samningsað-
ila, og leiddi sáttasemjari ríkis-
ins viðræðurnar lengst af. Eins
og félagsmönnum er kunnugt,
tókust sámningar þann 14. júlí
og voru þeir stáðfestir af fé-
lagsfundi skömmu síðar, en tóku
gildi aftur fyrir sig frá og með
I. júlí 1961. SamningaiU'Vegna
afgreiðslustúlkna í apótekum og
söluturnum tókust nokkrum dög
um síðar og giltu einnig frá 1.
júlí. Meginefni kjarasamning-
anna var að kaup hækkaði um
II, 15 og 16%. Reynslutími í viss
um flokkum lækkaði, eftirvinna
hækkaði úr 50 upp í 60%, orlof
London, 26. febr. (NTB)
• Snowdon lávarður, eiginmað-
ur Margrétar prinsessu, er orð-
inn meðlimur brezka blaðamanna
félagsins. Þetta er í fyrsta skipti
sem meðlimur brezku konungs-
fjölskyldunnar gengur í stéttar-
félag.
Guðmundur H. Garðarsson.
kom á yfirvinnu, jafnt sem dag-
vinnu. Voru hækkanir þessar og
aðrar breytingar hliðstæðar því
sem önnur verkalýðsfélög náðu,
þó voru sumir flokkar sem
hækkuðu meira en meðalhækk-
unin almennt. Þá var samið um
að allir launaflokkar skyldu
hækka um 4% þann 1. júní
1962, þ.e.a.s. eftir rúma 3 mán-
uði.
Þá ræddi formaður um launa-
jöfnuð kvenna og karla sem
koma á til framkvæmda á ár-
unum 1962—1967. Kom fyrsti
áfangi þess til framkvæmda 1.
jan. sl. og hefur fréttatilkynn-
ing frá V.R. varðandi það birzt
í dagblöðunum.
Þá gat formaður þingsálykt-
unartillögu um veðtryggingu líf-
eyris, sem Ólafur Björnsson
alþm. lagði fram á yfirstand-
andi þingi. Er þar um mjög þýð
ingarmikið hagsmunamál að
ræða fyrir launþega, sem njóta
frjálsra lífeyristrygginga, svo
sem m. a. á sér stað hjá verzl-
unar- og skrifstofufólki. Þings-
ályktunartillaga þessi er í nefnd
hjá Alþingi, er þess að vænta
að hún fái viðunandi afgreiðslu.
Að lokum greindi form. frá
annarri starfsemi félagsins, svo
sem starfsemi skrifstofu V.R. Út
gáfu afmælisrits V. R. Útgáfu
afmælisrits V.R. sem kom út í
tilefni af 70 ára afmæli félags-
ins á síðasta ári, jólatrésskemmt
un og árshátíð, hlutabréfaeign
launþega í verzlunarstétt í
Verzlunarbanka íslands h.f.,
þingi L.Í.V. sl. vor og athugun
á breytingum á lögum um at-
vinnuleysistryggingar.
Form. lauk ræðu sinni með
því að ræða nokkuð um horfur
í kjaramálum. Sagði hann að
nokkur félög hefðu fyrir all-
löngu sagt upp samningum en
ekkert frekar aðhafst. Taldi
hann að eins og stæði væri ekki
grundvöllur fyrir harðri kjara-
baráttu, enda vafasamt, að mik-
ið ynnist umfram þau 4% sem
samningar eiga almennt að
hækka um 1. júní n. k.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
Gunnl. J. Briem gerði grein
fyrir afkomu Lífeyrissjóðs verzl
unarmanna. Er staða lífeyris-
sjóðsins mjög góð eftir þau 6
ár Sem hann hefur starfað. í
sjóðnum eru nú rúmlegá 1000
sjóðfélagar, og fer þeim fjölg-
andi á hverju ári.
Á síðasta ári jókst höfuðstóll
hans um tæpar 9 milljónir og
er hann kominn upp í rúmar
32 milljónir. Sjóðurinn hefur
veitt ián til 278 húsbyggjenda að
upphæð sem nemur samtals rúm
um 20 milljónum.
Fúndurinn var fámennur, en
veður var mjög slæmt.
Kviksandur verður sýndur í 25. sinn í kvöld kl. 8,30. Þetta
leikrit hefur gengið nr.jög vel og má segja að uppselt hafi ver-
ið síðan á áramótum og ekkert lát á aðsókn ennþá, nema síð-
ur sé. Frábær leikur gerir sýninguna ógléymanlega. Myndin er
af Helgu Bachmann og Steindóri Hjörleifssyni í hlutverkum
sínum.
Flugbjörgunarsveii-
in endurskipulögð
Frá aðalfundi sveitarinnar
NÝLEGA var haldinn aðal-
fundur Flugbjörgunarsveitar
innar í Reykjavík og var
hann fjölsóttur. — Fundar-
stjóri var kjörinn Baldvin
Jónsson hrl., forseti Flug-
málafélagsins, en fundarrit-
ari Helgi Sigurðsson.
Form. félagsins, Sig. M. Þor-
steinsson lögregluvarðstjóri,
flutti skýrslu stjórnar. Sveitin
hafði á árinu verið endurskipu-
lögð og ýmsar lagfæringar og
breytingar á henni gerðar. —
Flokksstjórar æfðu fiokka sína
vikulega og þjálfuðu í öllu er
varðar björgunarstarfsemina.
Þá höfðu verið haldnar 6 æf-
ingar á fjöllum og jöklum, þar
af ein með Björgunarsveit Kefla
víkur flugvallar, en milli þess-
ara aðila hefir ávallt verið góð
samvinna.
Formannaráðstefna
Formaður gat þess að nú ný-
lega hefði verið haldin for-
mannaráðstefna flugbjörgunar-
sveitanna á landinu og hefði
hún tekizt með ágætum. Sýndi
það glöggt þann áhuga er ríkir
hjá sveitunum að veita sem
mestan styrk með starfi sínu til
aðstoðar í nauð, hvenær sem
um er beðið.
Stuðningur víða að
Flugbjörgunarsveitin hefir nú
endurskipulagt alla birgða-
vörzlu og aukið við birgðir,
endurnýjað öll sjúkragögn og
reynt að leysa fjarskiptavanda-
mál leitarflokka. Hefir orðið vel
ágengt í því efni með góðri
samvinnu við Landssímann, er
ætíð hefir sýnt sveitinni velvilja
og veitt henni aðstoð eftir föng-
um. —■
Framhald á bls. 17.
• Bréf frá föður
Faðir hefur skrifað Vel-
vakanda langt bréf með hug-
leiðingum sínum um börnin
og skólann. Þar sem ég hef
orðið var við það, þegar ég
hef lagt spurningar varðandi
barnauppeldi fyrir ákveðið
fólk á sunnudögum, að þetta
er mál, sem fjölmargir hafa
áhuga á og óska eftir að meira
sé skrifað um, þá birti ég bréf
hans þó langt sé, í smáköfl-
um. Hér kemur sá fyrsti:
• Börnin mín
og skólinn
„Nýlega fór ég í heim-
sókn í skóla þá sem ég á
börnin mín í og ræddi einslega
við kennara þeirra. Það voru
gagnlegar viðræður fyrir mig
og trúlega kennarana einnig.
Mér er nær að haida að for-
eldrar geri of lítið af því, að
þiggja heimboðin í skólana til
viðræðna við kennarana um
nám og hegðun barna sinna.
Nú er það svo að æskan er
hið sígilda umræðuefni allra
kynslóða, sem vonlegt er.
Hennar vegna er lifað, og heil-
brigðustu vonir allra foreldra
eru þær að börnum þeirra
vegni vel í jífinu og að þau
verði sem nýtastar manneskj-
ur. En ást foreldranna á börn-
unum er æði oft slegin al-
gjörri blindu á bresti þeirra
og flestum „finnst sinn fugl
fagur“, þótt ekki sé svo í
reynd. Staðreynd er það að
böm geta verið og eru oft
grimmlynd og siæg, en ótrú-
lega siungin í þeirri list að
fara á bak við sína nánustu,
sem þau þarfnast lífsnauðsynja
frá. En foreldrarnir eru ekki
einir um það að ala upp börn-
in sín og mér er ekki grun-
íaust um að öllu oftar séu það
aðrir aðilar, sem hafa öllu
meiri áhrif á athafnir og jafn-
vel lífsstefnu barnanna en
þeir, að minnsta kosti á vissu
aldursskeiði barnanna. Og ein-
mitt þá er mest á ríður, þeg-
ar þau eru að færast yfir á
unglingaaldurinn og trúa því
sjálf að þau geti ráðið sínum
IrV'sJ 'Br
velferðarmálum án tilstilli for-
eldra sinna.
• Að vaxa í augum
félaganna
Of mikið mun um það að
börnin ráði hvert fyrir öðru
með furðulegustu uppátækjum
og er þar skemmzt að minn-
ast þess verknaðar sem nýlega
varð uppvís, þ.e. leikur 12 ára
drengja, er rændu bílum við
eitt kvikmyndahúsanna og
óku um bæinn „eins og þeir
væru stórir menn“. sem meira
að segja „þorðu að láta bílana
„skrensa“ á fljúgandi hálku“,
til þess að vaxa í augum fé-
laga sinna fyrir karlmannleg-
ar aðfarir. Við hrósum happl
þegar við fáum vissu fyrir að
okkar eigið barn hafi ekki
verið með í einhverjum til-
teknum glæfraleik. Þó getum
við ekki með neinu öryggi
sagt: — Mín börn eru svo vei
upp alin að þeim er engin
hætta búin. Á morgun getur
þú orðið að trúa staðreyndum
— sonur þinn hefur framið af-
brot sem hann varð uppvís að.
• Hver verða þá
viðbrögð þín?
Hver verða þá viðbrögð
þín? Barnið þitt er afbrota-
barn? Og þú munt óefað
spyrja sjálfan þig: Er uppeldi
barna minna í einhverju áfátt?“
Seinna mun ég birta fram-
haldið af hugleiðingum þessa
föður.