Morgunblaðið - 28.02.1962, Page 13
Miðvikudagur 28. febr. 1962
MORGVISBLAÐIÐ
13
Það er fallegt uppi á sambýlishúsinu hans Agnars Guðmundssonar. þegar vel viðrar —
og hægt að koma þakinu á. Ljósm. Mbl. Ól.K.M.
Nú á að drífa þakið á
FYRIR um tveimur árum fór-
rim við inn fyrir bæ, að okkur
fannst, og spjölluðum við
mann einn sem átti nokkrar
rollur og hafði bú í Kringlu-
mýrinni. Þegar við svo ókum
á þennan sama stað í góða
veðrinu í fyrradag, var orðið
öðruvísi umhorfs. Hálfbyggð
hús, blokkir og smáhús, þekja
allt svæðið. Þar vottar ekki
lengur fyrir grasbletti, en
maður sekkur í ökla í leðjuna
af uppgreftrinum um leið og
stigið er út úr bílnum.
í flestum húsunum sáum
við bregða fyrir vinnuklædd-
um mönnum. Og uppi á þak-
inu á stórri sambyggingu á
Háaleitisbraut 24, hömruðu
smiðir í ákafa. Við klöngruð-
umst upp til þeirra og hittum
byggingarmeistarann Agnar
Guðmundsson. — Nú á að
nota góða veðrið og drífa þak-
ið á. Við Ijúkum því á næstu
dögum, ef við verðum heppn-
ir með veður, sagði hann.
— Hafa óveðrin í vetur taf-
ið ykkur mikið?
— Það hafa orðið nokkrar
tafir á að koma þakinu á og
frostin um áramótin töfðu dá-
lítið steypuvinnuna. Tafirnar
hafa orðið meiri nú en í fyrra,
þegar hægt var að steypa all-
an veturinn.
— Steypan þolir nú talsvert
siðan þið fóruð að nota heitt
vatn, er það ekki?
— Jú, hún þolir anzi mikið,
ef steypt er í þíðu og breitt
strax yfir. Það kom t. d. 15
stiga frost nóttina eftir að
einn steypti hér í nágrenninu
í vetur og það fór allt vel.
Annars er reynt að hafa a.m.k.
tvo örugga daga framundan.
Og það er útilokað að steypa
loft nema hafa 2—3 góða daga.
— En hvernig gengur ykk-
ur að hemja plastið í glugg-
unum í öðrum eins veðraham
og verið hefur í vetur?
V0 i
0 0 0 0 0 0 0-00000000-00 0000-0:0000,00.,\0
Maður er alveg þrælfastur, segir Þorsteinn Bjarnason.
— Plastið hefur dugað vel,
en það þarf að vera vel
strekkt og ég hugsa að það
megi hafa mikið haf. í þess-
ari byggingu hafa verið slegn-
iir upp listar til að minnka
hafið, því gluggarnir eru stór-
ir. Það er mikill munur að
hafa glært plast í gluggum
húsa í byggingu, það gefur
svo góða birtu. Og við vinn-
um allan veturinn.
Agnar segir okkur að hann
sé ásamt tveimur öðrum með
8 íbúðir í byggingu við einn
stigagang í þessu samibýlis-
húsi. En í blokkinni allri séu
Framhald á bls. 17
*0-0:0-00-00 0-0^
HaraMur J. Hamar, blaðamaður, skrifar Vettvanginn í dag og fjallar hann um
mikiivægi hermannabragganna, tilviljanir, sem hafa víðtækar afleiðingar,
hættuástand á Reykjavíkurflugvelli og óvissa framtíð íslenzkra flugmála.
Stöðugt rekum við okkur á það
í daglega lífinju, að það, sem við
köllurn tilviljun, ræður oft miklu
um gengi manna. Margir fara vel
út úr lífisins happdrætti, aðrir
hljóta aldrei vinning — nema
þá kannsiki rétt til þess að spila
frítt. Auðvitað greinir menn á
um það hvað sé tilviljun — og
íhvað ekiki. Einn segir, að allt sé
til orðið fyrir guðlega forsjá,
annar — að lífið sé ein heljar-
mikil feeðja af tilviljunum og
ekkert þar umfram. En hvort
eem við kölluim það hreina tilvilj
un, eða smiáatvik, þá er því efeki
að neita, að slíkir atburðir geta
oft haft harla víðtæikar afleið-
ingar.
Og þetta er vist nóg af svo
góðu. Eg ætlaði nefnilega efeki
að fara út í eilífðarmiálin, held
ur ræða lítillega hvemig smáat
'vík getur komið öllu á annan
endann hér í okkar litla þjóðtfé-
lagi, hvemig braggábruni á
Reykjavíkurflugvelli hefur ork-
að á landsins feður.
Eg var einn þeirra mörgu, er
þustu út á Reykj aví’kurtfl ugvöll,
þegar braggasamstæðan brann
þar á dögunum. Efeki er ástæða
til að telja upp það, sem þar
brann. íslenzk dagblöð hafa
aldrei gert jafnmikið veður út af
hvarfi gamalla hermannabragga
og einmitt í þetta skiptið. En
þegar ég horfði á braggaþökin
falla í eldihafinu varð mér að
orði, að enn frikkaði Reykjavík.
Með þeasu er ég ekki að gera
lítið úr tjóni því, sem Ixxfltleiðir
urðu fyrir. Og þeir verðskulda
sannarlega veglegri húsakynni.
Um margra ára sfeeið hafði hluti
af starfsemi félagsins farið fram
í þessum bröggum, sömiu tegund
ar og þeim sem bæjaryfirvöldin
hafa lagt ofurkapp á að útrýma
— með góðum árangri. Það var
sem sagt kominn tími til að
skipta um húsnæði.
□
f mörg ár hefur verið deilt af
kappi um framtíð Reykjavíkur-
flugvallar. Þetta er mikið hita
mál, sem enn hefur ekki fengið
endanlega lausn. Þessi dráttur,
sem orðið hefur á að marka
stefnuna, fer brátt að hafa s'kað
leg áhrif á þróun íslenzkra fiug
mála, ef efeki nú þegar. Flugfélög
in hafa sprengt flugvöllinn utan
af sér, ef svo miætti segja. —
Stærstu flugvélar íslenzka flot-
ans verða nær daglega að fljúga
frá Reykjavík til Keflavíkur á
leið sinni til útlanda til þess að
taka eldsneyti, þar eð flugbrautir
í Reykjavík leyfa efeki flugtafes
þunga vélanna fullhlaðinna. Hér
er um að ræða Loftleiðavélar.
Félagið heldur samt í aðstöðu
sína í Reykjavík af skiljanlegum
ástæðum, því erfiðleikar Flug-
félags íslands eru ekki þeir sömu
— og flutningur til Keflavíkur
mundi svipta Loftleiðir að veru
legu leyti samkeppnisaðstöðu á
innanlandsmarkaði. — Flug-
félagsmienn eru ófúsir að flytja
til Kefllavíifeur fyrir margra hluta
sakir. Fyrst Og frernst telja þeir
refestur innanlandsflugis frá
Keflaví'kurflugveUi erfiðan. í
öðru lagi væri óhagkvæmt að
skipta rekstrinum. Starfrækja
innanlandsflugið áfram frá
Reykjavík.
Þess vegna vænta Flugfélags-
menn þess, að horfið verði að því
að byggja nýjan flugvöll í ná-
grenni bæjarins, helzt á Álfta-
nesi. Mikill áróður hefur verið
rekinn bak við tjöldin fyrir
Álftanesflugvelli. Hefur m.a. ver
ið stuðzt við álit bandarískra flug
vallasérfræðinga, sem hingað
voru fengnir til þess að gera at
huganir á málinu. Samkvæmt
góðum heimildum bentu þeir ein
dregið á yzta hluta Álftaness sem
lang-heppilegasta flugvallar-
stæði fyrir Reykjavik. Furðulegt
má telja, að niðurstöður þessara
sérfræðinga hafa ekki verið birt
ar almenningi. Er launungin yf-
ir þessari skýrzlu eitt dæmið um
endalaust pukur mieð málefni,
sem engin sjáanleg ástæða er til
að fara í launkofa með. — Og svo
er það nefndin, sem flugmála-
ráðherra skipaðj til þess að gera
tillögur í málinu. Álit hennar
átti að liggja fyrir á síðasta ári
— og alls ekki að dragast fram yf
ir áramót. Nú eru komin febrúar
loik — og efekert heyrist enn frá
nefndinni.
Allur þessi seinagangur hefur
valdið því að íslenzku flugfélög-
in hafa enn efeki getað tekið á-
kvörðun um næsta skrefið í upp
byggingu flugflotans. Flugfélags
menn eru t.d. orðnir óþreyjufull
ir, því eigi þeir ekki að missa af
strætisvagninum þurfa þeir að
ákveða mjög bráðlega hvaða þotu
tegund þeir eigi að velja —
og sömu áhrifa hefur gætt hvað
endurnýjun fiugflotans í innan-
landsflugi snertir. — Allt verður
þetta vitanlega að miðast við að-
stæður í heimahöfn.
Q
Ljóst er, að við núverandi
ástand verður ekki búið í mörg
ár, ef íslenzk flugmál eiga að
halda eðlilegri þróun. Ég hef rætt
þetta mál við fjölda flugstjóra
hjá báðum flugfélögunum og í
sannleika sagt eru flestir uggandi
vegna ástandsins: Heldurðu, að
það hafi verið að ástæðulausu, að
ljósastaurarnir við Hringbrautina
voru lækkaðir í sumar. segja
þeir — og ættu allir að skilja
við hvað er átt-.
Hvað sem uppgefnum tölum
um brautarlengdir og annað því
um líkt viðkemur, þá er það
staðreynd, að flugvöllurinn sikap-
ar hættu, eins og nú er komið
ihálum. En lánið hefur leifeið
við okkur hingað til — og við
skulum vona, að svo verði áfram.
Hins vegar er óvarlegt að treysta
á lukkkuna til eilífðar. Flugvöll-
urinn er aðkrepptur í miðjum höf
uðstaðnum og það eru ekki að-
eins flugstjórarnir, sem eru
áhyggjufuliir Núverandi ástand
er óviðunandi. — Þarfir Reykja-
víkurbæjar fyrir flugvallarsvæð-
ið er svo kapituli út af fyrir
sig, sem ég ætla ekfei að fara út í
hér.
□
Eins og að framan segir, þá
virðast stjór.narvöldin enn ekki
hafa tekið ákvörðun um hvernig
leysa skuli vandann. Miklar
vangaveltur. álitsgerð erlendra
sérfræðinga lokuð niðri í skúffu
— og nefndin, sem átti að gera
tillögur um framtíðarskipan mál-
anna hefur tekið lífinu með
stakri ró. Flugfélögin bíða, slá
gerð framtíðaráætlana á frest.
Fyrirsjáanleg stöðnun.
En viti menn. Á Reykjavíkur-
flugvelli brenna gamlir her-
mannabraggai, sem annað flug-
félaganna hafði tekið í notkun í
algerri neyð. Það er uppi fótur
og fit — og í einu hendings kasti
er hóað saman fundi: Við byggj-
um nýtízku flugstöðvarbyggingu.
Hún kostar milljónir, en hvaða
máli skiptir það? Loftleiðir
braggalausir!
Segjum svo, að slökkvilið flug
vallarins hefði átt nokkra vatns-
dunka til viðbótar, fleiri slöngur,
eða einhver tæki til að ráða við
magnaðan eid — og tekizt hefði
að slökkva i bröggunum áður en
wisky og varahlutir brunnu. Það
hefði verið gert við braggaræfl-
ana í rólegheitum — og senni-
lega aldrei byggð flugstöð. Nú,
eða að braggarnir hefðu brunnið
fyrir 5 árum. Þá væri flugstöðv-
arhúsið sennilega að komast und-
ir þak um þessar mundir — og
yrði fullbúið í þann mund, er
flugvöllurinn yrði lagður niður.
Það valt sem sé á gömlum af-
dönkuðum hermannabröggum
hvort nýtízku flugstöð yrði byggð
á Reykjavíkurflugvelli, eða ekki.
„Systemið er gott.
En ekki ætla ég að halla réttu
máli — og þess vegna ber að
taka skýrt fram, að af hálfu hins
opinbera er sett skilyrði: Þessi
flugstöðvarbygging verður að
Framhald á bls. 14.