Morgunblaðið - 28.02.1962, Side 14
14
AIORGUIVBLAÐlh
Miðvikudagur 28. febr. 1962
Biblíu-
dagur
Á SUNNUDAGINN kamur er
Ihinn árlegi biblíudagnr. Biblíu-
félagið hefur um nokkur undan
farin ár haft þennan dag til þess
að vekja athygli á tilveru sinni
og kal'la til liðsinnis við starf
sitt. Verkefni félagisins er að sjá
um útgáfu Biblíunnar, vinna að
útbreiðslu hennar og kynningu
meðal landismanna. Félagið er nú
á mikilvægum tímamótium, því
að það hefur nýverið tekið á sig
alla ábyrgð á útgáfu íslenzku
biblíunnar. Um langt skeið hafði
íslen^jka biblían verið prentuð ^r
lendis, og nutum við um það
stuðning hins brezka biblíufélags.
Nú er þetta komið í annað og
eðlilegra horf, þar sem útgáfan
er flutt inn í landið og komin
í ofltkar hendur að öllu leyti. Til
þess að standa straum af útgáfu
biblíunnar. Um langt skeið hafði
um búningi þarf Biblíufélagið
injög að eflast og heitir það nú
enn á góða menn að styðja það
með því að gerast félagar og með
því að láta gjafir af hendi rakna.
Gjöfum verður veitt móttaka við
guðsþjónustur á sunnudag. Prest
ar munu einnig eins og endranaer
taka við gjöfum og nöfnum nýrra
félaga. Ennfremur geta menn
snúið sér titl Bókaverzlunar Snæ-
bjarnar Jónssonar og til Biskups
skrifstofunnar í Arnahvoli.
f KVÖLD verður síðasta sýn-
ingin á leikritinu Húsverðin-
um, sem þjóðleikhúsið hefur
sýnt að undanförnu. Þetta er
12 sýningin á leiknum. Hús-
vörðurinn hefur vakið mikla
athygli og þykir þetta vönd-
uð og sérstæð sýning. — Mynd
in er af Bessa Bjarnasyni og
Val Gíslasyni.
Af Snæfellsnesi
HELLNUM, 20. febr. — Síðan
snemma í janúar hefir verið hér
hin versta tíð, og sjaldgæft mun
vera að svo langur ótíðarkaíli
komi, með jafn hörðum veðrum
og verið hafa undanfarið, snjóar
hafa þó ekki komið teljandi og
vegir yfirleitt greiðfærir, en
svellalög eru nú mikil og vegir
illir yfirferðar. Áætlunarbílilinn
hefir ekki farið um Útnesveg til
Sands síðan um áramót, en mjólk
urbíll fer hér á milh daglega.
Vegurinn norðvestur með jökl
inum er aðeins ruddur og því
villugjarn í hrlðarbyljum. Lenti
mjólkurbílstjórinn fyrir stuttu í
hinurn mestu hrakningum á þess
ari leið, varð hann viðskila við
bílinn í náttmyrkri og hríð, en
leitarflakkar frá Sandi og Helln
um fundiu hann, en þá hafði hann
verið um 12 klst. á leiðinni. En
frá Hellnum til Sands er um
klukkutíma akstur. Þorri hefir
nú kvatt og munu fáir harma
hann, svo harðneskjulegur sem
hann hefir verið.
Hér var haldið veglegt þorra-
blót í félagsheimili hreppsins að
Arnarstapa, Breiðvíkingar buðu
Staðasveitungum og kornu þaðan
70 manns, veittur var alíslenzkur
matur og dagskráratriði cll, svo
sem leikþáttur, kveðskapu-r,
gamnvísur, söngur o.fl. allt fmm
samið og flutt af ungu fólki hér
heima. Dansað var fram undir
morgun, og þótti þetta hin bezta
skemmtun.
Þjáðir
ÞAÐ gladdi mig að sjá að Dagur
Sigurðarson hefur loksins fengið
inni fyrir sálarafurðir sínar í
Þjóðviljanum. Hver veit nema
rætist úr þessu svonefnda
„vandræðabarni", eins og Jó-
hannes úr Kötlum titlaði hann
einu sinni í Tímariti máls og
menningar. „Tungutak götu-
stráka er stundum notað út í
æsar“, stendur einnig þar um
ljóð Dags.
Um daginn tók Dagur sig til
og skrifaði í Þjóðviljann. Tilefn-
ið var grein mín um islenska nú-
tímaljóðagerð í Morgunblaðinu.
En þar sem ég hældi honum ekki
nógu mikið og er þar að auki
ekki sammála honum að öllu
leyti um hlutverk ljóðagerðar
velur hann mér og skoðunum
minum eftirfarandi vitnisburð:
„gervispekingur Morgunblaðsins,
moð, fúsk, heilsíða af bulli, hálf-
kæringur og hugleysi, lopi vis-
vitandi lygi, glórulaus langloka,
lágkúruskapur.“ Jóhannes úr
Kötlum er vissulega skarpur
maður.
Grein Dags er samin fyrir fólk
sem hræðist Morgunblaðið meira
en djöfulinn. Allt sem þar birtist
er vitanlega runnið frá því illa í
þess augum. Sannar greinin að
Dagur er tæplega læs. Hann álít-
ur það örþrifaráð hjá mér að
segja er á líður mál mitt „að
iþað er ekki ljóðformið sem úr-
slitum ræður, heldur hugsunin,
sýnin.“ Fyrri hluti greinar minn-
ar er saminn í þeim tilgangi að
sanna þetta, og ætti að vera öll-
um vitibornum mönnum Ijóst.
Degi ber að þakka fyrir þá
Hláka í N-ís.
ÞÚFUM, 24. febr. — Nú er góð
menn
vitneskju áður ókunna: „að Jón
; frá Pálmholti hafi orðið fyrstur
manna til að yrkja á lipru og
ljóðrænu máli um íslenskt sveita-
líf einsog það gerist eftir striðið.“
Mér þykir leitt að hafa nefnt
þennan prúða pilt (Nýlega ga£
hann þekktu dönsku skáldi og
Ijóðaþýðanda nafnbótina „idjót,“
í Þjóðviljanum. Það heiti hefur
Paul M. Pedersen unnið sér með
því að vinna árum saman að þýð-
ingum og kynningu íslenskra
ljóða í Danmörku. Vera má að
hann hafi ekki skilið gildi
skáldsins frá Pálmholti, því ekki
'hefur hann þýtt ljóð þess svo mér
sé kunnugt. Varla er það samt
skýringin á reiði Jóns í garð
Pedersens?) í sömu setningu og
hinn kempulega Lárus Salómons-
son, lögregluþjón, og geri hér
með bragarbót. Skyldi bók sú
sem Dagur Sigurðarson bendir
mér á að sé að koma út hjá
Ragnari í Smára jafnast á við
hina skemmtilegu bók Leikur
lífsins, eftir Gisla Kristinsson á
Hafranesi.?
Annars er það undarlegt með
þá leikbræður, Dag og Jón, að
það er eins og enginn vilji nýta
krafta þeirra. Jón frá Palmholti
ásakar Matthías Jóhannessen fyr-
ir það að hann skuli vera í rit-
stjórastöðu og geta leyft sér að
eiga bíl. Degi verður tíðrætt um
að ég „hafi notið þeirrar náðar
að afgreiða í bókabúð hjá auð-
valdinu og skrifa í morgunblaðið
þess“. Vonandi kemur hjörðin
rauða skjótlega auga á þessa
afreksmenn sína eg lætur þá hafa
starfa, þótt ekki væri nema á
þaki Vegamóta. Einnig færi þeim
vel einkennisbúningur piccoloa.
Sjálfslýsing Dags er brýn áköll-
un:
Þökkum innilega sanmðarkveðjur við fráfall og
jarðarför
ÁSTRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR
prestekkju.
Vandamenn.
Útför eiginmanns míns og sonar okkar
HILMARS GUÐMANNSSONAR
frá Skálabrekku,
fer fram frá i ossvogskirkju fimmtudaginn 1. marz
kl. 3 síðd. — Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir,
sem vildu minnast hins látna láti Blindrafélagið njóta
þess.
Astbildur F. Sigurgeirsdóttir,
Regína Sveinbjömsdóttir,
Guðmann Ólafsson.
Móðir okkar
SÆUNN SÆMUNDSDÓTTIR
frá Nikulásarhúsum í Fljótshlíð,
lézt í Landsspítaianum aðfaranótt sunnudagsins 25. þ.m.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börn hinnar látnu.
Konan mín
MARGRÉT ANDREA HALLDÓRSDÓTTIR
Njálsgötu 31,
verður jarðsungin fimmtudaginn 1. marz n.k. kl. 1,30
e. h. frá Fossvogskirkju. — Blóm afbeðin, en þeir, sem
vildu minnast hinnar látnu eru beðnir að láta það renna
til Slysavarnafelags íslands.
Magnús Bergmann Friðriksson.
Útför mannsins mins, föður, tengdaföður og afa
GÍSLA JAKOBSSONAR
frá Hofsstöðum,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 2. marz
kl. 2 e.h. — Athöfnin hefst með húskveðju að heimili
hins látna Hoftúni Garðahreppi kl. 1.
Sigrún Sigurðardóttir,
dætur, tengdasynir ofe barnabörn.
Það slys vildi til s.l. sumiudag,
að húsfreyjan í Öxl Anna Ólafs
dóttir lærbrotnaði er húp datt
á svelli, var hún að koma frá
kirkju á Búðum er óhappið vildi
til. Var hún strax flutt í sjúkra-
húsið á Akranesi. Anna er rúm
lega fertug og 15 barna móðir.
— K. K.
VETTVANGUR
Frh. af bls. 13.
vera þannig úr garði gerð, að
hægt verði að nota hana fram-
vegis þó flugvöllurinn verði lagð-
ur niður. Þetta réttlætir að ýmsu
leyti leyfisveitinguna sjálfa, enda
þótt tilviljun hafi ráðið því að
forráðamennirnir neyddust til að
taka ákvörðun. Hins vegar má
fullvíst telja, að flugstöð þurfi
meiriháttar breytinga við áður
en hún er tekin til annarra nota.
Alvarlegast er ssimt það, að
ákvörðunin um að reisa flugstöð
á Reykjavíkurflugvelli verður
líklega til þess að dregið verður
enn lengur að leysa hið margum
rædda vandamál: Hvar á að fá
flugflotannm sanaastað — til
frambúðar?
Vitanlega dettur engum í hug
að loka Reykjavíkurflugvelli frá
og með einhverjum tilteknum
mánaðamótum. Þess æskir eng-
inn. En það verður að skapa
íslenzkum flugmálum ákveðinn
grundvöll til þess að byggja á í
framtíðinni. HvOrt sem það verð
ur Keflavík eða Álftanes. Ég
ætla ekki að fara út í þá sálma.
En vafalaust væri hyggilegra að
verja þeim milljónum, sem lagð-
ar verða í flugstöð á Reykjavíkur
flugvelli, til að bæta aðstöðu ís-
lenzku félaganna á Keflavíkur-
flugvelli, til flugvallargerðar á
Álftanesi, eða til þess að byggja
varavöll fyrir þotur austan
lands eða norðan. íslenzku fé-
lögunum reynist erfitt — ef ekki
ógerlegt — að taka þoturnar í
sína þjónustu ef ekki verður
hláka og leysing, en tíðarfar
stormsaimt og úrkomur miklar.
Eru því komnir góðir hagar og
vegir greiðfærir, en sveill mikil,
svo varúðar þarf að gæta á veg-
uim.
Rækjuveiðar eru byrjaðar aft-
ur hér í djúpinu. —- P.P.
gerður varavöllur fyrir þær á
öðru landsnorni. Það fé, sem nú
verður lagt í flugstöð, keraur
fluginu því ekki að haldi nema
taikmarkaðan tíma.
□
Alloft hefur því verið haldið
fram, að við hefðum ekki efni á
að leggja Reykjavíkurflugvöll
niður. Við hefðum fengið hann
okkur að kostnaðarlausu. Þetta
væri fundið fé. Ýmsar tölur hafa
verið nefndar í sambandi við
áætlaðan byggingarkostnað ann-
ars flugvallar fyrir Reykjavik,
allt frá 150 milljónum upp í 1,000
milljónir — og hafa menn til-
tekið þessar uppbæðir allt eftir
því hver afstaða þeirra hefur
verið til nýs flugvallar. — En úr
því að við höfum ekki efni á
að leggja Reykjavíkurflugvöll
niður. Hvers vegna höfðum við
efni á að leggja gamla flugturn-
inn niður.
Jú, rétt er það. Byggingarköstn
aður nýs flugvallar og flugturns
er lítt sambærilegur. Við urðum
að byggja nýjan turn af því að
sá gamli fullnægði ebki kröfum
tímans. Hann var orðinn of lítill
fyrir starfsemina, sem þar var
rekin og þeir erlendu aðilar, sem
greiða að töluverðu leyti kosn-
aðinn við flugumferðarstjómina
(Alþjóða flugmálastofnunin)
kröfðust þess beinlínis að betur
yrði að starfseminni búið. Sama
er að segja um Rey'kjavíkurflug-
völl. Hann er orðinn of lítill fyrir
okkar flugflota hann fullnægir
ekki kröfum tímans. Þar að auki
skapar hann höfuðstaðnum ýms-
„Hví vantar mig þrótt
til að lifa og syngja ?
Hví geng ég sljór
um götur og torg?“
Að sparka í húsveggi og
hrækja á gangstéttir má ekki
verða ævistarf þessa gáfumanns.
Jóhann Hjálmarsson,
an vanda og hættur nú orðið —•
og það væri ákaflega hæpið að
lappa upp á Reykjavíkurflug-
völl m. a. með því að lengja eina
flugbrautina þvert yfir Skerja-
fjörð yfir í Digranesodda eins og
bent hefur verið á til úrbóta. ViS
höfum efni á að leggja Reykja-
víkurflugvöll niður um leið og
hann stöðvar framþróun ís-
lenzkra ílugmála. Þetta varðar
vitanlega fyrst og fremst milli-
landaflugið þ.e.a.s. þoturnar. Og
þó að stóru vélarnar yrðu fluttar
frá Reykjavikurflugvelli, þá
væri ekki þar með sagt að þær
litlu yrðu líka að hverfa þaðan
samstundis.
□
Ef við værum rík þjóð og öflug
byggðum við að líkindum flug-
vöU á utanverðu Álftanesi og fær
um að ráðum færustu sérfræð-
inga. En Keflavíkurflugvöll höf-
um við fengið upp í hendurnar
okkur að kostnaðarlausu alveg
eins og Reykjavíkurflugvöll.
Væri hægt að vinna aksturtím-
ann þangað upp að einhverju
leyti með hreðfleygari flugvélum
í innaniandsflugi? Hve mikið
mundi flugvöllur á Álftanesi ann-
ars kosta? Hvernig verður þess-
um málum bezt borgið. Það eru
þessar og aðrar spurningar sem
æskilegt væri að fá svar við mjög
fljótlega. Það er kominn tími til
að gera eina heildaráætlun um
framtíðaruppbyggingu flugmál-
anna. Og vonandi verða það eng-
ar tilviljanir eða óhöpp sem þar
ráða úrslitum. Jafnvel ekki
braggabruni.