Morgunblaðið - 28.02.1962, Page 20
20
MU RGL /V BL AÐIÐ
Miðvikudagur 28. febr. 1962
Barbara James: 38
r ••
rogur
og feig
miklu betur en ef það sýndi sig,
að Crystal hefði farið að skjóta
sig þín vegna.
Það væri meiri huggunin, svar-
aði Rory háðslega.
Hvað mig snertir, þá held ég
ekki, að ég fengi harðan dóm.
Joan getur rekið skrifstofuna fyr
ir mig, meðan ég er fjarverandi,
og svo má segja, að umboðsmað-
ur leikara hafi heldur lítlu mann
orði fyrir að fara.
Ég verð nú fegnust þegar þetta
er allt af staðið og það versta
er komið fram, sagði ég.
Ég býst ekki við, að þess verði
langt að bíða. Leó stóð upp.
Jæja, það er ekkert við þessu
meira að gera, svo að það er bezt
að fara að koma sér að einhverju
verki. Ég vil líka helz,t hafa allt
í lagi hjá mér, áður en ég fer
í sumarfríið mitt í Steininn.
Þú tekur þessu furðu rólega,
Leó —en þess var líka von af
þér. Ég harma þetta — en er þér
líka þakklátur um leið. Annað
eða meira get ég ekki sagt.
Það er líka alveg nóg. Leó
brosti og lagði höndina vingjarn-
lega á öxl Rorys. Um leið og
hann fór út heyrðum við í lykli
í skráargatinu á framdyrunum.
XIX.
Vandy kom inn og horfði á
okkur öll þrjú með dálitlum
undrunarsvip.
Halló, elskurnar! sagði hún.
Ekki datt mér í hug, að þið vær-
uð hér öll. Og ekki ætla ég að
ónáða ykkur. Ég kom bara til að
:sækja skóna mína. Komið þér
sælir, hr. Gunter.
Komið þér sælar.
Ég verð ekki mínútu. Ég er að
fara í te hjá Tony og Lísu. Hann
hringdi í dag og sagðist hafa
nokkuð merkilegt að segja mér
Ida og Albert eru bæði heima hjá
börnunum, svo að ég vissi, að
mér væri óhætt að skreppa í
borgina.
Auðvitað var þér það.
Hún leit á alvarleg andlitin á
okkur með áhyggjusvip.
Jæja ég ætla ekki að tefja ykk
ur. Ég sé, að þið eruð upptekin.
Rétt að skipta um skó. Ég geymi
hérna hælaháa skó, sem ég nota
í höfuðstaðnum. Þá get ég komizt
til borgarinnar án óþæginda,
sagði hún við Leó, eins og til
þess að segja eitthvað. Hún var
svo blátt áfram og alvanaleg,
klædd eins og venjulega og vand-
lega snyrt og máluð. Hún sneri
svo fram í forstofuna og lokaði
á eftir sér.
Ég þoli þetta ekki, sagði ég.
Hvað eigum við að gera?
Við ættum að segja henni það,
sagði Leó.
En til þess erum við ekki nógu
viss um, að það sé Tony. Ég hélt
það áður. en svo hefur Rory kom
ið ýmsum efasemdum inn hjá
mér aftur.
Ég skal sjá um það sagði Rory
og var nú einbeittur. Farðu ekki
alveg strax, Leó.
Hann opáaði dyrnar aftur.
Vandy hafði tekið gömlu ferða-
töskuna sína fram úr skápnum,
og hún stóð nú opin á gólfinu.
Vandy sat á háum stól og var að
troða fótunum í fína skó með
pinnahælum.
Þeir drepa mig alveg ef ég er
lengi í þeim, sagði hún, en ég
j get ekki farið í boð í þeim göm,lu.
Ertu mikið að flýta þér,
Vandy? sagði Rory. Hún leit á
úrið sitt.
Ég hef svo sem hálftíma enn,
svaraði hún. Því spyrðu?
Okkur langaði til að tala ofur-
lítið við þig
Allt í lagi. Ég ætla bara að
koma þessu fyrir.
Hún stakk gömJu skónum í
töskuna og setti hana svo inn í
skápinn aftur.
Hvenær hringdi hann Tony til
þín? spurði ég.
Það var meðan ég var að gefa
börnunum að borða um hádegið.
Klukkan hefur víst verið langt
gengin eitt.
Ég sá, að þetta hafði verið rétt
eftir að Daphne Blount hafði
hringt til hans, en þó áður en
hann hafði komið til mín og
frétt, að lögreglan var á hælun-
um á honum.
Mér dettur í hug, að hann
muni ekki geta hitt þig í te, eins
og umtalað var, sagði ég.
Hversvegna ekki? spurði hún
steinhissa.
Láttu mig um þetta, Rosaleen,
sagði Rory. Komdu og settu þig
niður, Vandy. Röddin var mjúk,
Hún skynjaði, að eitthvað var
um að vera og leit á okkur á víxl,
eins og hún botnaði ekki upp né
niður í þessu.
Hvað er að? Hefur eitthvað
komið fyrir Tony?
Ég skal segja þér, Vandy, að
lögreglan er búin að rekja feril
byssunnar, sem Crystal var skot-
in með, til Tonys.
Hræðslan skein út úr svipnum
á Vandy. Hræðsla en ekki undr-
un
Hvað áttu við? Tony kom
hvergi nærri þessu.
Byssunni var stolið frá sýningu
á „Gullársöngnum“ og seinna
gefin Tony.
Hvað kemur það málinu við?
Crystal skaut sig sjálf. Það vitum
við öll mætavel.
Kannske hefur hún gert það,
sagði ég. Ef til vill hefur Tony
gefið henni byssuna, einhvern
tíma fyrir löngu.
Hann hlýtur að hafa gert það.
Þið eruð væntanlega ekki að
gefa neitt annað í skyn, eða
hvað? Þið haldið ekki ....að
Tony.. Nei..ó, nei. Svipurinn á
Vandy var aumkunarverður á að
líta.
Það eru miklar líkur til, að
lögreglan geti haft grun um, að
Tony sé eitthvað við þetta rið-
inn. Þó ekki væri annað, hafði
hann gilda ástæðu til þess.
Þið þekkið ekki hann Tony
minn — hann gæti ekki gert
flugu mein, svaraði hún móðguð.
Það þýðir ekki annað en segja
þér það eins og það er, Vandy,
sagði Rory. Tony er í mikilli
hættu staddur, sagði hann, fast-
mæltur.
Hann getur ef til vill hreinsað
sig af þessu, sagði ég.
Já, en þið hafið enga trú á, að
hann geti það. Ég sé, að ekkert
ykkar hefur það. Þið trúið, að
hann hafi gert það. Þið trúið því
raunverulega, að hann hafi gert
það. Röddin gaf til kynna, að
hún væri alveg að sleppa sér.
Það hefur engin áhrif á málið,
hverju við trúum, sagði Rory.
Við höfum algjörlega misst þetta
úr höndunum og í hendurnar á
lögreglunni.
Hann myrti hana ekki. Ég veit,
að hann gerði það ekki!
Hún greip í bríkurnar á stóln-
um og andlitið vár afmyndað.
Ekkert okkar hinna sagði orð.
Rory! bað hún. Þú getur eitt-
hvað gert. Þú þekkir Tony og
ert vinur hans. Þú veizt alveg,
að hann gerði það ekki.
Já, ég veit það, svaraði Rory
lágt.
Já, veiztu það — veiztu það?
Ljósbláu augun í henni voru allt
í einu orðin eins og leiftrandi
logar.
Já, Tony myrti hana ekki. Þú
gerðir það, Vandy!
Nei nei! æpti ég og Leó hrökk
við. Andlitið á Vandy varð eins
og máttlaust. Á einni svipstundu
var hún orðin gömul kona.
Þú myrtir hana, Vandy, hélt
Rory áfram í rólegum en vægð-
arlausum róm. Aftur færðist
þessi óhugnanlega þögn yfir
þessa íbúð, sem var orðin mér
svo óþolandi. Við biðum hreyf-
ingarlaus eftir því, að hún segði
eitthvað.
Hvernig veiztu það? söurði
hún, svo lágt, að það rétt heyrð-
ist.
Það skiptir engu. Tony gaf þér
skammbyssuna, og þú skauzt
hana með henni.
Já. Hún gat aðeins hvíslað orð-
inu og nú lét hún höfuðið síga.
Hvað ætlið þið að gera? spurði
hún loksins
Segðu okkur af þessu, Vandy.
Segðu okkur, hvernig þetta
gerðist.
Það var rétt eins og Rory
væri að tala við krakka.
Það varst þú, sem komst því
öllu af stað, sagði hún og nú rétt
eins og bráði af henni. Þú varst
að gera Rosaleen óhamingju-
sama með því að vera að dingla
við svona dræsu. Þið áttuð þá
indælustu ævi, sem ég hefði get-
að hugsað mér — þið höfðuð
allt, sem þið óskuðuð og svo
ætlaðir þú að setja það allt út
um þúfur fyrir svona manneskju.
Það var nú strax fullslæmt, en
svo var eins og Crystal Hugo
ætlaði að verða alstaðar í veg-
inum fyrir mér, því að næst
gerðist það, að Tony giftist Lísu.
Það var vitanlega ágætt að öllu
leyti nema því, að þau höfðu
ekkert að koma undir sig fót-
unum með. Tony var atvinnu-
laus og félaus, en ef Crystal hyrfi
úr sögunni, var þeim borgið fyr-
ir lífstíð
Þú hefur þá hugsað þetta allt
út? sagði Rory.
Nei nei, alls ekki. Ég vildi
henni ekki beinlínis neitt illt, en
ég gat ekki annað en hugsað til
þess, hvað það væri dósamlegt
ef hún dæi — til dæmis í bílslysi
eða flugslysi. Nei, ég lagði aldrei
nein ráð á. En svo kom þessi
morgunn, þegar myndin af ykk-
ur var í blaðinu. Þá var mér allri
lokið, sagði hún með miklum
viðbjóði. Rosaleen sleppti sér,
sem eðlilegt var, og talaði jafn-
vel um að skilja við þig. Sagði,
að ef þú kærðir þig ekki um
hana, þá kærði hún sig heldur
ekki um þig. Þetta gat ég ekki
þolað. Heimilið okkar og börnin
— mér fannst ég eiga Tim og
Júlíu með ykkur.... að sjá
þetta allt tví&trast.... Það gat ég
ekki þolað.
Sú Vandy, sem nú talaði, var
ekki sú, sem ég þekkti. Mér hefði
aldrei getað dottið í hug, að hún
ætti til svona ákafar tilfinningar
undir rólegu ytra borði.
Haltu áfram, sagð Rory. Þetta
var á þriðjudaginn var. Þú sást
myndina Hvað gerðirðu svo
Rosaleen ætlaði til London. Ég
ráðlagði henni að tala við þig og
gera út um málið Nei, hún vildi
það ekki. Hún sammældist svo
hr. Gunter í hádegisverð — og
ég gat nú ekki séð, að það' gæti
gert mikið gagn. Hún leit fyrir-
litningaraugum á Leó.
Svo að þú ákvaðst að fara líka
tl borgarinnar?
Ekki alveg strax. Undireins og
Rosaleen var farin, skildi ég börn
in eftir hjá Idu og Albert og fór
í leikfangabúðina á staðnum.
Ég var búin að panta uppblásna
hvolpa til að gefa Tim í afmæiis-
gjöf. En þeir höfðu ekki getað
útvegað þá í tæka tíð — ekki
eins og ég vildi hafa þá. Ég vildi
ekki láta Tim verða fyrir von-
brigðum svo mér datt í hug að
skreppa til borgarinnar til að ná
í þá. Eg hringdi á Idu og sagði
henni, hvert ég ætlaði, en bað
hana að nefna það ekki við neinn.
Svo náði ég í lestina 12.23. Ég
fékk mér eina samloku á járn-
brautarstöðinni. Svo komst ég i
búð og fékk það, sem ég ætlaði
að kaupa.
En hversvegna fórstu ekki
beint heim. Hvað kom þér til að
fara í íbúðina? spurði Rory.
öll viðkvæmnin hvarf úr svip
hennar og hún hleypti brúnum.
Alla leiðina var ég að hugsa
um Crystal og þetta illvirki, sem
hún hafði með höndum. Svona
ómerkileg skepna, sem engum
SHUtvarpiö
Miðvikudagur 28. febrúar.
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —•
12:25 Fréttir og tilkynningar).
13:00 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl. — 16:00 Veðurfr. — Tón
leikar — 17:00 Fréttir — Tónl.).
17:40 Framburðarkennsla í dönsku og
ensku.
18:00 Útvarpssaga barnanna: „Nýja
heimilið" eftir Petru Flagestad
Larsen; XIII. (Benedikt Arnkels
son).
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir
— Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Útvarp frá Alþingi:
Umræður um tillögu til þingsá-
lyktunar um afturköllun sjón-
varpsleyfis o. fl. — Hver þingfl.
hefur til umráða þrjá stundar-
fjórðunga, er skiptast í tvær
umferðir, 25-30 mín. og 15-20
mín. — Höð flokkanna:
Alþýðubandalag,
Alþýðuflokkur,
Sj álfstæðisf lokkur,
Framsóknarflokkur.
Dagskrárlok nokkru eítir kL
23:00.
Fimmtudagur 1. marz
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —•
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —
12:25 Fréttir og. tilkynningair).
13:00 „Á frívaktinni14; sjómannaþáttur
(Sigríður Hagalín).
15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk.
—Tónleikair — 16:00 Veðurfregn
ir — Tónleikar — 17:00 Fréttir
— Tónleikar).
17:40 Framburðarkennsla í frönsku og
þýzku.
18:00 Fyrir yngstu hlustenduma (Guð
rún Steingrímsdóttir).
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfréttir
—Tónleikar.
19:00 Tilkynninga-r — 19:30 Fréttir.
20:00 Af vettvangi dómsmálanna (Há
kon Guðmundsson hæstaréttar-
ritari).
20:20 íslenzkir organleikarar kynna
verk eftir Johann Sebastian
Bach; IV.: D.r. Páll ísólfsson leiúk
ur sálmaforleik og partítuna
„Þú mikli, mildi Guð". Á undan
segir hann nokkur orð.
20:45 Erindi: Skelfisktekja og skel-
fiskeitroin (Dr. Sigurður Péturs-
son gerlafræðingur).
21:10 Rökkursöngvar: Roger Wagner
kórinn bandaríski syngur.
21:25 Þýtt og endursagt: Hildur Kal-
man flytur létt hjal um leikara,
lófatak og leikskáld.
22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10
Passíusálmur (9).
22:20 „Leyndarmálið", smásaga eftir
Hugrúnu (Skáldkonan les).
22:36 Harmonikuþáttur (Henry J. Ey
land og Högni Jónsson).
23:10 Dagskrárlok.
— Eins og ég sagði þér í símamim í gær, þá er það þessi
giuggi, sem festist.
John Harvey og Vandal Grant, — Vandal, John. Dásamlegar frétt-
Eyrrverandi aðstoðarmenn Prestons ir! Geimskipafélagið hefur boðið
prófessors, koma heim til Láru, fimm milljónir fyrir einkaleyfi á
ekkju prófessorsins .... durabilium!
—^ Bíddu með að taka boðinu,
Lára. Við getum ekki afhent það
strax.