Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 20
20
MORCVISBZ 4Ð1Ð
Föstudagur 16. marz 1902 ^
GEORGE ALBERT CLAY:
GINA
Saga samvizkulausrar konu
. 10 -----------
fyrir utan giluggann. Gina horfði
á hana og fann til öfundar. Hafði
hún logið og blekkt til að öðlast
allt þetta? Hafði hún gift sig til
fjár?
Frú Lolyta ýtti frá sér matar-
leifunum og laut fram á borðið,
með hankalausan bolla í báðum
höndum. Hún horfði fram fyrir
sig, rétt eins og hún væri í leiðslu
og starði á ekkert en sæi þó allt.
Jómfrú Alverez var að lesa sund-
ur póstinn rétt hjá henni.
f sama bili kom frúin auga á
Ginu og benti á auðan stól við
hiið sér. Ég hafði verið að vona,
að þú gætir sfcoðað garðinn með
mér, sagði hún, en maður sefur
þegar máður þarf að sofa, og
þetta gerir ekkert til eða frá.
Garðurinn er aldrei eins tvo
daga í röð, og ef maður gleymxr
honum, nær maður aidrei í hann
aftur. Og samt breytist hann
aldrei raunverulega.
Ég ætlaði snemma á fætur,
sagði Gina, en svo hélt eitthvað
vöku fyrir mér í nótt, svo að ég
svaf yfir mig.
Ég vaknaði líka snemma, sagði
frú Lolyta. Það hefur víst verið
einhver, sem hefur villzt inn á
brautina hingað heim. Hún leit
á Ginu, rétt eins og hún væri að
mana hana til að mótmæla þessu.
Þér verðið að tala við dyra-
vörðinn. Hún sneri sér að jóm-
frú Alverez. Hliðið getur e'kki
hafa verið lokað.
Jú. það var það, svaraði mey-
kerlingin, einbeitt Þetta hlýtur
að hafa verið einhver, sem hafði
lykil.
Enginn hefur lykil nema fjöl-
skyldan, svaraði frúin í aðfinnslu
tón. En Það var bíll inni á braut-
inni og enginn hefur lykil. Það
er ósköp einfalt mál Þessvegna
hefur ekki verið lokað. Þér nefn-
ið þetta við dyravörðinn.
Það var ekki fyrr en efcix
marga mánuði, að Gina skildi,
hvað þarna var átt við. Báðar
konurnar vissu, að þarna hafði
Vicente verið á ferðinni, en ekki
neinn óviðkomandi, og báðar
vissu, að dyravörðurinn mundi
engar skammir fá, en með bess-
um aðfinnslum tókst frúnni að
gleyma hegðun sonar síns.
Kannske vildirðu fó tesopa,
sagði frúin allt í einu. eftir að
jómfrúin var farin
Ég er búin að borða morgun-
verð, svaraði Gina. Anna færði
mér hann í rúmið. Hún horfði
á garðyrkjumennina við verk
sitt, og henni leið vel, að öðru
leyti en því, að hún var í vand-
ræðum, hvað hún ætti að segja
við Diego þsgar hann kæmi að
vitja hennar.
Veiztu, hvenær Diego kemur?
spurði hún nú. Mig er farið að
langa til að sjá hann.
Frú Lolyta saug fast í vind-
lingamunnstykkið og brosti, svo
að fíngerðu hrukfcurnar við aug-
un komu betur í ljós. Auðvitað
ertu óþreyjufull, sagði hún, en
Diego... .hver veit það? En hann
ætti alveg að fara að koma. Don
Diego kann að hafa fengið skila-
boð frá honum. Við fáum að vita
það, þegar hann kemur til há-
degisverðar. En nú verð ég að
fara. Hún stóð upp. Húsið er
stórt og ann mér engrar hvíldar.
Gina sat eftir við borðið og
fékk sér seinna te í bolla. Hún
vissi enn ekki, hvað hún ætti að
segja unga Diego. Eitthvað varð
— Þú getur rétt ímynðað þér, að Andi er ánægður yfir upp-
finningunni minni.
hún að' segja, sem kæmi efcki í
veg fyrir, að hún gæti verið
þarna áfram og athugað málið,
hvað Vicente snerti, en hinsveg-
ar varð hún að vera ákveðin og
gera honum ljóst, að hún gæt:
ekki gifzt honum. Hún komst
efcki að neinni niðurstöðu, en á-
fcvað að bíða bara þangað tii
Diego kæmi sjálfur — þá mundi
henni detta eitthvað í hug.
Það var rólegt við hádegis-
verðarborðið í litlu borðstofunni.
Þau voru ekfci nema þrjú við
borðið. hún sjálf og búsbændurn
ir. Vicente hafði ekki látið sjá
sig. Hann hafði þotið út úr hús-
inu eftir eintal við föður sinn, og
verið sýnilega reiður þegar hann
þaut burt í bílnum, sem þeytti
frá sér möl og sandi, er hann
lagði af stað.
Annars spillti ekfcert gleðinni
við máltíðina, nema hvað Don
Diego tilkynnti, að hann hefði
frétt frá Leyte að ungi Diego
i mundi koma um kvöldði. Og nú
varð Gina í standandi vandræð-
um, hvað hún gæti sagt við hann.
Henni fannst þessi siður, að
leggja sig eftir mat þægilegur,
og nú hafði húsbóndinn skipt um
föt og farið i steypibað og var
farinn til vinnu sinnar, þegar
hún vaknaði aftur og féfck að
vita, að Luisa Sffredo biði niðri
í forsalnum. Erindi hennar var
að bjóða Ginu «ð koma í heim-
sófcn í landsstjórahöllina síðdeg-
is. Landsstjórahöllin var þarna
næsta hús og Gina lék þarna
tennis, en gaf sér tíma til að at-
huga Luisu og reikna út, hversu
harðri baráttu hún mundi berj-
ast fyrir Vicente.
Loksins var kominn tími til að
fara heim og búa sig til kvöld-
verðar. Gina h*fði lokið því og
beið þegar frú Lolyta kom til
hennar og af&akaði við hana, að
þau hjónin yrðu að fara út, en
jómfrú Alverez mundi verða
henni xil aflþreyingar. Og svo
væri von á unga Diego rétt strax.
Hún fullvissaði frúua um, að sér
mundi ekki leiðast og gekk síðan
eftir langa ganginum til borð-
stofunnar.
Það er gaman að borða með
yður, jómfrú Alverez, sagði hún
þegar hún var setzt við borðið.
Þá getum við kynnzt betur. Þér
hafið verið hérna talsvert lengi,
er ekki svo
Jú, allmörg ár.
Þér hljótið þá að líta á húsið
sem heimili yðar. Það kenndi öf-
undar, jafnvel gagnvart ráðs-
konu, sem gat kallað þetta hús
heimili sitt, en jómfrúin virtist
ekki vita af því. Hún leit á Ginu
með fyrirlitningarsvip.
Þetta er mín atvinna, sagði hún
í beizkjutón.
Þær þögðu og sú þögn var ekki
rofin fyrr en ábætirinn kom á
borðið, þá sagði jómfrúin: Ungi
Diego ætti bráðum að iara að
koma. Þér eruð svei mér heppin
að verða fyrir valinu hjá öðrum
eins manni.
Það er ég sannarlega, svaraði
Gina. Henni fannst ekki tími til
kominn að segja sannleikann og
sízt kerlingunni.' Yður þykir
mjög vænt um Diego, er ekki
svo?
Ég lít á hann sem son minn.
Orðin sjálf voru ósköp blátt
áfram, en Gina þóttist merkja
[ einhvern vonbrigðatón. Þér lítið
i víst á bæði Vicente og hann sem
, syni yðar? sagði hún.
Hann! Það var eins og svarið
; klyfi loftið. Það ætti enginn að
í nefna hann í sömu andránni og
; unga Diego. Það lítur kannske
. enginn mínum augum á það mál,
■ en hér verður einhvern daginn
sprenging og þá....
Hún snarþagnaði og leit til dyr
anna. Gina hrökk við og leit
þangað líka og nú vissi hún, að
■ hún mundi þurfa á öllu hugrekki
sínu að halda, því að ungi Diego
stóð í dyrunum og b»osti til
hennar
VII.
Ungi Diego gekk beint inn og
til jómfrú Alverez. Harm var
svartur af sólbruna og hafði hor-
azt. Hann var í óhreinum vinnu-
buxum og fleginni skyrtu, svo að
sólbrunnið brjóstið kom í ljós,
með ilskó á fótum. sokkalaus.
Hann var útataður eins og hafn-
arverkamaður.
Það er fiskilykt af þér, væni
minn, sagði jómfrúin, er hann
laut fram og kyssti hana á kinn-
ina.
Það er heldur ekki úr vegi,
svaraði hann og hló, svo að
glumdi um alla stofuna. Ég kom
hingað á fiskibáti Þeir voru illa
menntir, svo að ég léði þeim
hönd.
Spánverji gefur höndina en
Ijær ekki, sagði jómfrúin ávít-
andi. Þú ert búinn að vera of-
lengi í Ameríku.
Diego svaraði með hlátri og
gekk kring um borðið til Ginu,
sem fann sig hrökkva í kút, því
að hann var næstum enn meir
framandi en henni hefði getað
dottið í hug. Hann var sólbrennd
ur og óhreinn og hávær. Það var
rétt eins og fárra mánaða dvöl á
Leyte hefði þuirkað af honum
alla menninguna, sem hann hafði
öðlazt í San Franiisco.
Þú ert þá komin sagði hann, og
rétt snerti kinnina með vörunum.
Svo stóð hann yfir henni og
horfði á hana eins og krakki á
I jólagjöf. Þakka iþér fyrir, að þú
komst, Gina. En svo hristi hann
sig upp úr hugleiðingum sinum
og hlátux hans fyllti stofuna aft-
ur.
Þei, þei! sagði jómfrú Alverez.
Þú mátt ekki halda, að þú sért
úti í sveit að hóa á kýrnar!
Fyrirgefðu! sagði hann bros-
andi, en á ég að standa eins og
betlari? Hvað er orðið að gest-
risninni í húsi de Aviles?
Jómfrú Alverez hætti hugleið-
ingum sínum um uppáhaldið sitt,
og stóð upp. Ég skal ná í mat
handa þér, sagði hún afsakandi.
Bara kaffi. Ungi Diego hló að
henni. Bara kaffi, frænka. Eg
borðaði með fiskimönnunum.
Hann dró stól að sæti Ginu,
glennti út fæturna og lagði
hrammana fram á borðið. Ég
vissi ekki, hvort þú mundir
koma, Gina en mig langaði svo
til að þú kæmir og venjulega fæ
ég það, sem mig langar í. Og svo
þegar draumurinn rætist, er ég
hvergi nærri til að taka á móti
honum. Ekkert hefði getað sett
mig aftur nema Drottningin. Við
vorum hræddir um, að hún ætl-
aði að drepast og ég gat ekki
yfirgefið hana. Ég kom með
Drottninguna með mér frá Banda
ríkjunum. Hún á að hjálpa mér
að koma upp nýjum nautgripa-
stofni.
Hún er þá belja, sagði Gina
* *
*
GEISLI GEIMFARI
X-
IN IO PAY5/ HAVIN6 ”
HELPED PROF PRESTON
DISCOVER DURA8ILLIUM,
MR.GRANT, YOU5HOULD
KNOW HOW EASY
TWE ALLOY IS TO
WORK WITH/
' — Þá er því lokið frú Preston. Fyr-
ir fimm milljón dali fær geimskipa-
félagið einkarétt á durabillium.
. — Hvenær verður fyrsta tilrauna
geimskipið yðar tilbúið, herra Jason?
•— Eftir 10 daga. Þar sem þér unn-
uð með Preston prófessor að dura-
billium, herra Grant, vitið þér hve
auðvelt er að vinna úr blöndunni. Og
þegar smíðinni er lokið verður dura-
billium geimskipið nákvæmtega eins
og þetta þama!
hlæjandi, og kenndi beizfcju 1
hlátrinum. Það var þá rétt, sem
Vicente sagðj — þetta var veik
belja!
Vicente? Hvað hefur hann ver-
ið að segja. Þú ættir ekki að vera
að hlusta á hann, Gina. Hann
er....
O, kærðu þig kollóttan.
Þú skilur það, Gina, er ekki
svo? Röddin var orðin biðjandi.
Það er ekki góð mjólk hér á Fil-
ipseyjum eða Leyte^ og fólkið
iþarfnast mjólkur. Eg verð að
hafa almennilegan kúastofn og
helzt á hverri eyju.
Ég skil og það er allt i lagi,
Diego. Ég er ekki reið við þig
heldur Vicente fyrir að fara
svona nærri um þetta. En nú vil
ég annars ekki tala um beljur,
heldur um okkur.
SHUtvarpiö
Föstudagur 16. marz
8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —
.8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón»
lei’ ).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar),
13:15 Lesin dagskrá næstu viku. í
13:25 „Við vinnuna": Tónleikar.
15:00 Síðdegistónleikar (Fréttir, tilk.
— Tónl. - .u :00 Veðurfr. — Tónl.
— 17:00 Fréttir — Endurtekið
tónlistarefni).
17:40 FramburðarkenniSla í esperanto
og spænsku.
18:00 „I»á riðu hetiur um héruð". Ingl
mar Jóhannesson segir frá Auðni
vestfirzka.
18:20 Veðurfregnir — 18:30 Þingfrétt*
ir. — Tónleikar.
19:00 Tilkynningar — 19:30 Fréttir.
20:00 Daglegt mál (Bjarni EinarssoQ
ea T. mag.).
20:05 Efst á baugi (Björgvin Guð-
mundsson og Tómas Karlsson).
20:35 Kórsöngur: Neeber-Schuler karla
kó Inn í Frankfurt syngur. -m
Söngstjóri: Paul Zoll.
20:45 Erindi: Konferensráðið í Kaup-
mannahöfn: Birgir Kjaran al-
þingistmaður.
21:15 Tónleikar: Sónata I c-moll nr. 9
fyrir fiðlu og píanó eftir Hein
rich von Biber (Louis Gabowit*
og Harriet Parker Salemo leika).
21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satúrnua
ar“ eftir J. B. Priestley; XXI.
— sögulok. (Guðjón Guðjónsson
þýðir og les).
22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 20:10
Passí usálmur (22).
22:20 Um fiskinn (Stefán Jónsson
fréttamaður).
22:40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón-
list.
a) Pólonesa nr. 2 í E-dúr eftir
Liszt (Frantisek Rauch leikur
á píanó).
b) Austurrískir einsöngvarar og
kór syngja lög úr óperettunni
„Leðurblakan'* eftir Johann
Strauss.
c) Slavnesk rapsódía nr. 3 op.
4i> eftir Dvorák (Konunglega
fíl’ moníusveitin í Lundún
um leikur; Rafael Kubclik
stjórnar.
23:25 Dagskrárlok.
Laugardagur 17. marz
8:00 Morgunútv^ p (Bæn — 8:05 Morg
unleikfimi — 8:15 Tónleikar —«
8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —
9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón-
leikar).
12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar
12:25 Fréttir og tilkynningar).
12:55 ÓskaJög sjúklinga (Bryndís Sig
urjónsdóttir).
14:30 Laugardagslögin — (15:00 Frétt-
ir).
15:20 Skákþáttur (Ingi R. Jóhannsson)
16:00 Veðurfregnir. — Bridgeþáttur
Hallur Símonarson).
16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds-
son).
17:00 Fréttir — I»etta vil ég heyra:
Ragnar Jónsson forstjóri velur
sér hljómplötur.
17:40 Vikan framundan: Kynnig á dag
skárefni útvarpsins.
18:00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin
að loftsteininum“ eftir Bernhard
Stokke; II. (Sigurður Gunnars-
son þýðir og les).
18:20 Veðunfregnir.
18:30 Tómstundaþáttur bama og ungl
inga (Jón Pálsson).
18:56 Söngvar í léttum tón. — 19:10
Tilkynningar.
19:30 Fréttir.
20:00 Strengir í stjörnuskini: Holly-
wood Bowl hljómsveitin leikur
lög eftir Bach og Tjaikovsky;
Felix Slatkin stjómar.
20:15 Leikrit Leikfél ags Reykjavtkurj
, Sex eða sjö“, gamanleikur eft
ir Lesley Storm. Þýðandi: Ingi
björg Stephensen. — Leikstjórij
Hildur Kalman. Leikendur: Rita
Larsen, Valdimar Lárusson,
Helga Valtýsdóttir, Porsteinn Ö,
Stephensen, Guðmundur Páls-
son, Regína í>órðardóttir, Bryn-
jólfur Jóhannesson og Birgir
Brynjólfsson.
22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:10
Passíusálmur (23).
22:20 Dansað í góulokin: I»ar leika
m.a.: HH-kvintettinn á Akur-
eyri og Divie-sextettinn. Söng-
fólk: Ingvi Jón og Gyða Þór-
hallsdóttir.
02:00 Dagskrárlok.