Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 22
MORGINBLAÐIÐ Föstudagur 16. marz 1962 22 Þórólfur Litlir fimleikamenn stálu at- hygli frá landsliðsmönnum ÞAB voru ekki Iandsliðsmenn-1 • Knattleikir Irnir í körfuknattleik eða hand- Handknattleikurinn milli FH knattleik sem mesta athygfli I og tR var framan af jafn og FH vöktu á síðasta afmælismóti ÍR, | náði skjótt öruggri forystu. 1 hálf leik munaði þó aðeins þremur mörkum en á síðari hálfleik urðu yfirburðir FH algerir og þeir unnu með 35—22. (Ekki 25—22 eins og stóð í blaðinu í gær). Körfuknattleikurinn var líka daufari en til stóð. Bandaríkja- mennimir mættu ekki og í stað- inn kepptu Ármenningar með styrkt lið á móti ÍR. Það var aldrei spenna í þessum leik né mikið um góð tilþrif Skíðalandið í Hamragili minnir á svlssneska alo» Einar í skotfæri hjá ÍR-markinu Úrslit Á þriðjudagskvöldið fóru fram nokkrir leikir yngri flokka í hand knattleiksmótinu. í 2. flókki urðu úrslit þau að Víkingur vann Fram með 8:5. FH vann Þrótt með 7:2. Valur vann KR 9:4 og Ármann vann Breiðablik með 7:5. f 1. flokki karla vann Þróttur KR með 16:12 og FH vann Ár- mann með 13 •’7 Strákarnir voru líflegir, hikuðu ekki og unnu hugi allra. heldur ungir fimlelkadrengir.^ sem komu fram milli leikanna og sýndu dínustökk. Þeir fengu óspart klappað lof í lófa og hrifn ingin yfir kunnáttu þeirra og getu, sem fer sífellt og ört vax- andi, var sönn og einlæg. Strákamir sýndu ýmis dínu- stökk undir stjórn þjálfara síns Birgis Guðjónssonar. # Bikarinn En hápúnktur þessa atriðis var þegar formaður ÍR afhenti einum piitanna bikar sem Bene- dikt G. Waage hefur gefið og veitast á þeim fimleikamanni í ÍR sem mestan áhugann og fram farirnar sýnir. Bikarinn nú hlaut einn hinna ungu pilta en sennilega sá fim- asti þeirra. Hann heitir Guðjón Helgason. Hann tók við bikarn- um við gífurleg fagnaðarlæti. ÞÓRÓI.FUR Beck, atvinnu- maður í knattspymu. var með al farþega með flugfélagsvél- inni frá Glasgow í gær. Hann er í fríi fram yfir helgi, en. mun halda utan á mánudag. Þórólfur lætur hið bezta yf- ir Skotlandsdvöi sinni og líf- inu hjá St. Mirren. Mirren á að leika í skozku deildarkeppninni á morgun, en. sá leikur hefir enga þýð- ingu fyrir félagið. Af þeim sökum fékfc Þórólfur frí. í lok mánaðarins leikur liðið Hins vegar í undanúrslitum skozku bikarkeppninnar og mætir Celtic, einu sterkasta liði Skota. Sá leikur er þýðingar- mikill, — og Þórólfur fær frí og fararleyfi til að hvilast og vera ánægður með lífið, þegar að þeim leik kemur. 13 mjólk og 5 kók . . . og með þessu ætlum við að fá 13 mjólk og 5 coca cola“, var sagt í danska veit- ingahúsinu Lido á Vesterbro- gade í fyrrakvöld. Þetta var dálítið óvenjuleg drykkjar- föng með kvöldverði í Kaup- mannahöfn, en þeir sem pöntuðu voru 18 íslendingar, m.a. allt unglingalandsliðið í handknattleik, fararstjórinn og með í hópinn hafði sleg- izt sögumaður okkar, Gunn- ar Eggertsson, varaformaður Ármanns. Gunnar sagði að það hefði verið mikill hugur í landsliðs- mönnunum. Eftir kvöldverðinn hefði verið farið í bíó, síðan gengið í halarófu yfir Ráðhús- torgið og að Grand Hotel, þar sem liðið bjó í Kaupmanna- höfn. Þar var snemma gengið til hvílu. í gærmorgun fengu piltarnir tveggja tíma frí, en á hádegi átti að halda til Roskilde, en þar dvelst íslenzka liðið í íþróttaskóla meðan á mótinu stendur. Gunnar sagði að allir hefðu verið vel frískir, engin flenzu- einkenni, og hugur í mann- skapnum. Fyrsti leikur þeirra og jafn- framt fyrsti leikurinn í keppn- inni, verður í kvöld í Köge, þar sem íslendingarnir mæta Svíum. Guðjón tekur við bikarnum ur hendi Slgurjóns ,form. IR. Hann hlýtur hann fyrir ástundun og framfarir. — Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. Skíðaskáli í R opinn alla daga SKÍÐAFÉRÐIR og dvöl á fjöllum er ákjósanleg nú um þessar mund ir. Við skýrðum frá því í gær að við Skíðaskálann 1 Hveradölum mætti finna ákjósanlegt skíða- land fyrir byrjendur en í hinum nýja Skíðaskála ÍR í Hamragili er nægur snjór og_ aðstöðu að finna jafnt fyrir íslandsmeist- arann sem byrjandann. í tilefni fréttarinnar barst blað inu myndin hér að neðan. Hún var tekin s.l. sunnud. er skáli ÍR var opnaður. Sést hin glæsilega bygging í fögrum stað við gilið en vel má sjá hve ákjósanlegt skíðalandið er í kringum skál- ann. Formaður ÍR Sigurjón Þórðar- son skýrði blaðinu jafnframt svo frá að skíðadeildarmenn hefðu í hyggju að hafa skálann opinn til <í>afnota alla daga. Efnt er til ferða upp eftir frá BSR kl. 13,30 og 19,30 mánudaga til föstudaga, á iaugardag eru ferðir kl. 14 og 18 og á sunnudögum eru ferðir kl. 9, kl. 10 og M. 1. ★ .Til sikemmtunar um næstu helgi er réðgerð gönguferð á Hengil og verður fararstjóri Friðrik Daníelsson hinn gamalkunni hreppstjóri frá Kolviðarhóli en hann gerþekkir Henglafjöllin. Hefst sú för kl. 12 frá ÍR-skál- anum. — Skíöalandsgangan er 1 fullum gangi rétt við skálann. Hægt er að fá veitingar, kaffi, kako og kökur í skálanum og brauð en einnig er heimilt að nota skálann og borða þar það nesti er fóik hefur meðferðis. — Skálagjöld eru kr. 10,— fyrir afnot að degi til en fyrir svefn- pláss kr. 25,—.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.