Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.12.1929, Blaðsíða 2
AfcÞYÐUBbABlB Skófatnaðar « sýning m t.i xh. • i dag i Skóverzlua Jðns Stefánssoiar, Langavegi 17. MJélkurmáliift. Fyrir all-löngu vakti Eiríkur Einarsson bankastjóri máls á jm við mig að selja í Alþýðubrauð- gerðinni og búðum 'þeim, sem eíru í sambandi við hana, mjólk og mjólkurafurðir1 frá Mjólkur- félagi Flóamanna, þegar það tæki til starfa.. Tók ég vel í þetta. En spurði þó Eirík, hvort þeir ætluðu að vera í sambandi við Mjólkurfélag Reykjavikur, en hr. E. E. kvað M. F. ætla að vera .algerlega sjálfstætt bæði gagn- vart M. R. og öðrum“. Þegar svo nánar var um þetta talað, sagði hr. E. E. mér, að þeir ætluðu að selja „pasteuriseraða" mjólk frá Flóabúinu í Reykja- vik með samá útsöluverði og nýmjólk er seld þar, eða á 44 aura líterinn. En þessa mjólk sel- ur M. R. á 54 aura. Gerði ég ráð fyrir að taka daglega alt að 150 lítra til að byrja með, en auka það síðaT, ef salan gengi vel. í umtali þessu var ekki minst á það, í hvaða umbúðum mjólk- in ætti að vera, en ég gekk út frá því, að hún yrði á flösk- um, svo sem algengast er um gerilsneydda mjólk. Þegar stjórn M: F. kom hing- að suður rétt fyrir síðustu mánaðamót átti hr. E. E. enn tal við mig um málið; kom það fram í viðtalinu, að ég gekk út frá því, að mjólkin myndi verða afgreidd á flöskum; skýrði Ei- rikur þá frá því, að ætlunin væri að senda hana að „mestu eða almestu leyti“ á brúsum. Sagði ég á því talsverða erfið- leika, þar sem kaupendur myndu ^þá telja sig svikna um það ör- yggi, sem lokuðu ílátin veita. Síðan kom ég snöggvast á fund með stjórn M. F. á „Hótel ísland“ og gerði ég þeim loks það tilboð að selja fyrir þá daglega 50 lítra af mjólk, þótt flutt væri í brús- um, en vildi helzt, að mjólkin væri send og afgreidd á flöskum. Átttl þeir að láta mig vita dag- inn eftir, hvort þeir samþyktu þetta tilboð, en ekki létu þeir neitt til sín heyra; en nokkrum dögum síðar hitti hr. E. E. mig- og spurði, hvort ekki hefði sam- ist. Sagði ég, sem var, að ég hefði ekkert verið látinn vita, enda væri ég nú búinn að gera ráðstafanir til að kaupa annars staðar frá mjólk, er Alþýðubrauð- gerðin gæti nú bætt við sig í bili. Lagði hr. E. E. þá fast að mér, að taka 50 lítra daglega af bú- inu og dróst ég á það, en sagði sem fyr, að ég vildi, að mjólkin yrði send á flöskum. Sagði Ei- rikur, að ég gæti talað um þetta við forstjóra mjólkurbúsins, en hélt, að ekki væru til flöskur til að Senda í útsölustaði. Forstjóri Mjólkurbús Flóa- manna, hr. Jörgensen, kom svo tiJ mín fyrri hluta næstsíðustu viku. Taldi hann engin vandkvæði á því að senda Alþýðubrauðgerð- inni mjólk á flöskum, jafnvel þótt um 150 lítra væri að ræða daglega, eins og ég í upphafi bauðst til að taka. En áreiðan- lega væri hægt að senda á föstudaginn (6. dez.) mjólk á flöskum, en við yrðum að ábyrgj- ast og borga alt það, er brotnaði í okkar vörzlum. Samt vildi hann ekki afráða neitt um þetta, fyr en hann hefði talað við formann stjórnarinnar, hr. Eirík Einars- son. Óskaði ég eftir því að fá að vita þetta símleiðis fyrir hádegi á fimtudag (5. dez.), því þá ætl- aði ég að auglýsa mjólkina til sölu og verðlækkun á geril- sneyddri mjólk. Kl. að ganga 11 fyrra fimtu- dag fæ ég að vita í símtali við hr. Jörgensen, að hr. E. E. hafi samþykt þá ráðstöfun að senda Alþýðubrauðgerðinni mjólk á flöskum, og muni því dag- inn eftir verða sendar til brauð- gerðarinnar 30 heilflöskur og 40 hálfflöskur af gerilsneyddri mjólk. Sagðist ég þá þann dag (5. dez.) auglýsa verðlækkun á mjólkinni, þannig, að gerilsneydd mjólk frá M. F. verði seld á 44 aura, og hafði forstjóri M. F. ekkert við það að athuga, fanst það meira að segja sjálfsagt. Það, sem síðan skeður í mál- inu, er það, að hr. Eyjólfur Jó- hannsson og einhverjir úr stjórn Mjólkurfélags Reykjavikur fara austur í Flóa fyrra fimtudags- kvöld og fengu stjórn M. F. til að brigða gerða samninga við Al- þýðubrauðgerðina og stöðva flöskusendinguna til hennar. Hvaða ráðum hefir til þessa verið beitt, skal ég láta ósagt að svo stöddu. En hitt vil ég segja, að það eru ekki hagsmunir bænda fyrir austan fjall, sem Eyjólfur ber fyrir brjósti. Með því að leggja sig undir M. R. fá þeir enga verulega mjólkursölu í Reykjavík, nema 2—3 sumar- og haust-mánuðina, þegar mjólkurskortur er. En þessa sölu hafa bændur haft, þótt þeir hafi ekki haft neitt mjólkurbú. Enginn veit betur en E. J., að bændur fá a. m. k. 10 aurum meira fyrir hvern líter af mjólk- inni, þegar hún er seld ný, held- ur en ef hún er tekin til „vinslu", sem kallað er. Það er líka afar-hyggilegt af Eyjólfi, — en það er að sama skapi slæmt fyrir Flóamenn, — ef hann hefir verið ráðunautur þeirra um það að hafa að eins eina mjólkurbúð. E. J. er manna kunnastur þvi, að í einni mjólk- urbúð er varla selt meira en 100—200 lítrar á dag, ef vel gengur; nema í elztu búðunum og þeim, sem tru á góðum stöð- um. Þá er Eyjólfur svo göfuglynd- ur að lofa að „yfirfæra“ við- skifti M. R. til M. F. nú, þegar jalt flýtu.rj í mjólk hér í jkeykjavík og hann þykist ekki þurfa á mjólk þeirra að halda. En virðingin fyrir bændunum! Eyjólfttr ætlar að „yfirfæra" viðskifti þeirra. Hann „leggur þá inn“ hjá Mjólkurbúi Flóamanna, alveg eins og þegar bændurnir komá með kindur sínar og „leggja þær inn“ hjá Sláturhús- inu. En alt er þetta með ráðum gert. Með því að selja að eins í einni búð fæst lítil sala á mjólk, en það þýðir lágt verð á „vinslu- mjólkinni"; að „yfirfæra" við- skiftin á Flóabúið, þegar það verður að vinria úr mjólkinni,, þýðir líka lágt verð. Þeir verða því óánægðir, sem von er, bændurnir, og þeir fást síður til að ganga í mjólkurbúið fyrir austan. En ef sundrung vex og óánægja, á M. R. hægara um vik aö hræða þá til að leggja alt á sitt vald. Annars „yfirfærir‘” Eyjólfur aftur viðskiftin til M. R. Meðan mjólkin er svo dýr, sem hún er nú, verður engin veruleg aukning á neyzlunni í kaupstöð- unum (Reykjavík og Hafnarfirði), En af því leiðir aftur, að bænd- ur á áveitusvæðunum austan fjalls auka minna bústofn sinn en ástæða væri til að vonast eftir, því bændur hafa lítið bol- magn til að auka bústofn sinn, ef þeir verða að láta mjólkina til vinslu fyrir 16—20 aura líter- inn. Ólikt betur standa þeir að vigi, ef þeir geta selt verulegan- hluta af mjólkinni í Reykjavík,. þótt útsöluverð væri lækkað t. d. niður í 44 aura líterinn á geril- sneyddri mjólk í sams konar um- búðum og M. R. notar undir gerilsneydda mjólk hér í bænum. ÞaÖ er vegna hagsmuna Mjólkurfélags Reykjavíkur, að austanmjólkinni er bægt frá Reykjavíkurmarkaðinum. Bænd- um austanfjalls er það nauðsyn- legt, að mjólkurneyzlan aukist. hér í Reykjavík og þeir eiga að' geta sætt sig við lægra verð heldur en hinir, sem búa hér í' nágrenni bæjarins og hafa að- stöðu til að senda mjólkina frá heimilinum á sölustaðina i Reykjavík. Hafa þeir og meiii kostnað vegna búanna en bænd- ur fyrir austan. Hvers vegna er þá látin hálf önnur milljón eöa meira í á- veitu (Flóa og Skeiða), mörg

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.