Morgunblaðið - 06.04.1962, Síða 6

Morgunblaðið - 06.04.1962, Síða 6
6 MORCUNBL AÐ1Ð Föstudagur 6. apríl 1962 Stöðugar framkvœmdir hjá R.eykjavíkurhöfn G E IR Hallgrímsson borgar- stjóri upplýsti í umræðum í borgarstjóm Reykjavíkur í gær, að síðan á stríðsárun- um hefðu slcip yfirleitt aldrei þurft að bíða eftir því að komast að bryggju í Reykja- víkurhöfn, enda væri stöð- ugt unnið 'að hafnarfram- kvæmdum. — Bryggjupláss væri nú um þrír kílómetrar en gæti orðið nálægt fjór- um kílómetrum í núverandi höfn. Aftur á móti væru þrengsli og erfið umferð á hafnarsvæðinu, en í sumar yrði Mýrargata breikkuð og malbikuð og unnið væri að skipulagningu alls hafnar- svæðisins. Þá upplýsti borg- arstjóri að Eimskipafélagið hefði átt viðræður við borg- aryfirvöld um vörugeymslu- hús, 1—2 hæða, á hafnar- bakkanum, þannig að hægt væri að koma við meiri hag- kvæmni við uppskipun XJmræðurnar í borgarstjóm epunnust út af tillögu, sem Guð n»undur J. Guðmundsson (K) flutti um athugun á nýjum framkvæmdum við höfnina. Guð mundur gat þess í upphafi máls síns, að hann hefði í desemtoer flutt tillögu svipað>s efnis. Henni hefði verið vísað til hafnar- stjórnar, en aldrei tekin þar til uimræðu. Fór hann mörgum orð um um það, að tilgangslaust væri að senda tillögur til nefnda borgarstjórnar, því að þær sinntu þeim ekkert, eins og dæm ið, sem hann nefndi, sýndi. Misminnti um eigin tiliögn. Geir Hallgrímission, borgar- stjóri, upplýsti ræðumann þá tun það, að tillögu hans hefði verið vísað frá með rökstuddri diagskrá en alls ekiki til hafn arstjórnar. Varð Guðmundur J. Guðmundsson hvumsa við drykk langa stund, en hélt síðan áfram máli sínu. Sagði hann að engum dyldist, að skipulag hafnarinn ar og framkvæmdir hefðu mótazt af happa- og glappaaðferð. Til dæmis væru skrifstofubygging- ar, verzlanir og verkstæði á hafn ars'væðinu. Ræðumaður sagði, að skipa- félögin legðu áherzlu á að vinna etftir hádegi á laugardögum og á sunnudögum, því að þá væri um íerðin greiðari, og í síðari ræðu sinni sagði hann, að Eimskipa- félagið hefði látið vinna alla sunnudaga nema tvo frá jióflí og til september í sumar. Hann sagði, að höfnin sjálf væri nógu stór og hann hefði ekki trú á nýju hafnanstæði næstn tíu ár in. Áherzlu yrði að leggja á að bæta skipulag hafnarsvæðisins, »vo að meiri hagkvæmni yrði við kúsnið. Greiðari umferð. Geir Hallgríms osb,nod mm Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, sagði, að ánægjulegt væri að heyra Guðmund J. Guðmunds- sön mæla með aukinni hag- kvæmni. Hann hefði yfirleitt ekki sýnt mikinn skilning á því að bæta rekstur og kjör á þann hátt. Hann sagði að stöðugt væri unnið að hafnarframlkvæmdum og bryggjurúm vœri nú um 3000 metrar og gæti orðið fjórir km. Skip hefðu ekkj tafizt vegna skorts á bryggjuplásisi og þess vegna væri ástæðulaus sá liður tillögu Guðmundar að hraða þyrfti aukningu bryggjupláss- ins meir en gert væri. Rorgar- stjórj sagði, að verið væri að skipuleggja austurbakka hafnar innar. Brottflutningur Varðar- hússins og væntanlega bráðlega líka gamla verkamannaskýlisins greiddi fyrir umferðinni og breikkun Mýrargötu yrði Mka trl mikiila bóta. Að þessum verk- efnum væri þegar unnið. Þórður Björnsson (F) sagði, að breikkun Mýrargötu væri eitt allra brýnasta verkefni. Hann kvaðst fagna þeirri framkvæmd, ekki sízt þar sem hann hefði á árunum 1050—56 fimm sinnum flutt tillögu nm þetta efni. „Ég lýsi yfir ánægju minni“, sagði ræðumaður, „.yfir því að sjá þetta áhugamál mitt komast í fram- kvæmd“. Skip þurfa þjónustu verkstæða Einar Thoroddsen (S) sagði að sig furðaði á þvi að Guðmundur J. Guðmundsson skyldi tala um það í umvöndunartón að verk- stæði væru við höfnina. Auð- vitað væri nauðsynlegt, að þau verkstæði, sem sinntu skipavið- gerðum, væru á hafnarsvæðinu. Hann benti og á, að meginvanda- málið væri ekki skortur á bryggjuplássi. Þau dæmi væru teljandi, að skip kæmust ekki að bryggju. Hinsvegar lægju þau oft dögum saman án þess að fá af- greiðslu vegna vinnuaflsskorts, sem mjög inikill hefði verið allt • Útvarpið enn Ef flokka ætti niður bréf þau, sem Velvakanda berast, eftir efni, mundi flokkurinn „útvarps,mál“ áreiðanlega vera efst á blaði. í dag ætlar Velvakandi að slá þrjár flug- ur í einu höggi og birta þrjú bréf um þetta efni. • Tónlist og sniðgeng- in útvarsdagskrá „Heimakær" skrifar Velvak anda og viM koma á framfæiri þökkum tij þeirra Gunnars Guðmundssonar fyrir hljóm- plötusafnsþáttinn í útvarpinu og dr. Róberts A. Ottóssonar fyrir söngmálaþátt þjóðkirkj- unnar. Segist hann ekki geta hugsað sér að fara í bíó, þeg- ar þessir þættir eru á ferð- síðasta ár og það sem af er þessu ári. Um togarana væri það sama að segja, þeir kæmust ætíð að bryggju, en hinsvegar vantaði oft vertkamenn til uppsikipunar. Hann sagði tillögu Guðmundar vera til að sýnast og eðlilegt væri að vísa henni frá. Að umræðum loknum var sam- þykkt með 11 atkvæðum gegn 4 eftirfarandi frávisunartillaga: „Með tilvísun til þess, að nú er unnið að verkefnum þeim, sem í tillögu borgarfulltrúa Guðmund ur J. Guðmundisson greinir, á vegum hufnarstjórar, hafnar- stjóra og skipulagsyfirvalda, er tillögunni vísað frá“. Fiskveiðar íslend- inga í frönsku blaði í FRANSKA ritinu „France péche“, sem er eitt vandaðasta og útbreiddasta rit í Evrópu um fisk og fiskveiðar, birtist ný- lega grein um fiskveiðar á ís- landi. Davíð Ólafsson, fiskimála- stjóri, veitir þar miklar upplýs- ingar um íslenzkar fiskveiðar og er greinin prýdd mörgum myndum. í greininni er gerð grein fyr- ir magni því sem veiðist á ís- landi af ýmsum fisktegundum og á ýmsum stöðum og skýrt frá veiðiaðferðum og verkunar- aðferðum sem hér tíðkast og út- flutningi fiskafurða. Einnig er skýrt frá útfærslu landhelginn- ar í 12 milur til verndar fisk- stofninum og frá afstöðu ís- lands til tollabandalagsins. inni, heldur uni hann heima við að hlusta. Hins vegar langar hann til að biðja útvarpsmenn um að umgangaist dagskrána af meiri virðingu. Leiðinlegt sé, þegar dagskrárliður lengist, svo að hann tefur byrjun þess næsta, en verra sé þó að byrja á und- an auglýstri dagsérá. Hann segir: „S.l. miðvikudagsévöld komu gestir heim til mín. Við röbbuðum saman fram eftir kvöldi, ætluðum síðan að hlusta á Sinfóníuihljómsveit- ina leika sinfóniu eftir Moz- art. Hún átti að hefjast kl. 22,40, en þegar við opnuðum viðtækið á réttum tíma, voru tónileikamir hafnir, og mun- um við hafa misst af ujþ.b. fimm mínútna kafla. Þetta er ótækt virðingarleysi við hlust endur og settar reglur, sem ekki ætti að endurtaka sig“. — Borgarstjórn Framh. af bls. 24. tryggja fjármagn til fram- kvæmdanna. Þá skýrði borgar- stjóri svo frá, að ætlunin væri, að FÍI og LÍI kanni sitt í hvoru lagi og í sameiningu, hverjir möguleikar séu á þátttöku í byggingu fjöliðjuvers. Auk þessa iðnaðarhverfis og annarra, sem nú væru í skipu- lagningu, gat borgarstjóri þess, að jafnframt væri ætlunin, að i nánd við þá höfn, sem í fram- tíðinni mætti gera ráð fyrir i Sundunum, yrði gert ráð fyrir iðnaðarhverfum, en þá fyrir þyngri iðnað. Svipaðar fyrirætl- anir væru uppi um byggingu iðnaðarhverfis við Ártúnshöfða. á-Játaði nauðsynina, en þrjóskaðist þó við Guðmundur Vigfússon (K) fylgdi úr hlaði tillögu, sem fyr- ir fundinum lá frá borgarfull- trúum kommúnista um iðnaðar- lóðir. Var efni tillögu þeirra á þá leið, að borgarstjórn sam- þykkti að gera nú þegar nauð- synlegar ráðstafanir til þess að bætt yrði úr skorti á iðnaðar- lóðum með skipulagningu nýs iðnaðarhverfis „á heppilegum stað“, en GV mælti eindregið gegn iðnaðarhverfi við Grensás- veg, þar sem sá staður væri óheppilegur. Jafnframt fólst í til lögu þeirra, að borgarstjóm hæfist sjálf handa um byggingu þeirra stóru sameiginlegu iðn- aðarhúsa, sem áður hafði verið gert skipulag að við Grensás- veg, er síðan skyldu seld smærri iðnaðarfyrirtækjum og iðnaðar- mönnum í fokheldu ástandi. — Taldi GV hér skjótra úrbóta þörf, þar sem sú þróun væri yfirvofandi, að iðnaðarfyrirtæki hrökkluðust úr bænum vegna skorts á lóðum til starfsemi sinnar, en vildi þó fresta öll- um aðgerðum til úrbóta með því að leggja til, að samþykkt borg- arráðs um iðnaðarhverfi við Grensásveg yrði hafnað. Að öðru leyti taldi GV stað- setningu iðnaðarhverfisins við Grensásveg óheppilega af þrem ástæðum; 1) Á þessu svæði væri • Jazzþáttur og frelsun „Eyjasnót“ hefur skrifað Velvakanda og þakkar Jóni Múla fyrir prýðilega jazz- þætti, sem hún kveðst njóta vel og hafa gaman af að hlusta á, ekki síðuir en rödd Jóns, „enda kvenfólk undantekning- arlítið veikt fyrir fallegum karlmannsröddum", eins og hún kemst að orði. Hins veg- ar segir hún, að sér hafi ebki líkað, þegar Jón sagði í ein- um þáttanna, að einhver hefði „frelsazt, eins og það er kall- að“. Seinustu fimm orðin falla henni ekki í geð. — „Eg er aðeins 25 ára. hvergi flokks bundin fyrir utan mína þjóð- kirkju, og hef lifað líkt og flestar aðrar 25 ára stúlkur, en ég veit, að það er ekki rétt að segja „eins og það er kall- að“ um að frelsast. því að frels of djúpt niður á fastan jarð- veg. 2) Svæðið væri of fjarri þeim stað, þar sem gera mætti ráð fyrir Reykjavíkurhöfn í framtíðinni. 3) Svæðið væri mjög vel til þess fallið að vera opið og of nálægt íbúðarhverf- um. — Óæskilegt aíð dreifa iðnaðarhverfum um of Geir Hallgrímsson og Björg- vin Fredriksen (S) svöruðu þessari gagnrýni GV. — 1) Þvi fer fjarri, að það sé ætíð ókost- ur, þótt nokkuð djúpt sé nið- ur á fastan jarðveg, þar sem iðnaður þarf venjulega mikið geymslurými, en kjallara má mjög vel nýta í því skyni. Auk þess hefur borgarverkfræðingur skýrt svo frá, að heppilegra væri að lækka jarðveg um 1 m vegna landslags. 2) Óæski- legt er að dreifa iðnaðarhverf- um um of í bænum, en það svæði, sem hér um ræðir, er í beinu framhaldi af öðru iðn- aðarhverfi við Suðurlandsbraut, Ármúla og Síðumúla. Þar við bætist, að það er fyrst og fremst þungaiðnaður, sem æskilegt er, að staðsettur sé í námunda við hafnir. 3) Á þessum slóðum er mjög vel séð fyrir opnum svæðum, þar sem er Laugardal- urinn, en hins er einnig að gæta, að hér verður um mjög lága byggð að ræða. Að loknum þessum umræðum var borin undir atkvæði tillaga, sem borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins, höfðu ílutt til frávís- unar tillögu kommúnista, og var hún samþykkt. Síðan stað- festi borgarstjórn samþykkt borgarráðs frá 3. apríl sl. um skipulag hverfisins. Slæmt sjóveður AKRANESI, 5. aprll. Sjóveðrið hjá bátunum í gær var hálfgert garg, norðaustan fimm til sex vindstiga stormur, og aflinn var slæmur eins og veðrið, aMs 75 tonn. Aflahæstir voru Sigurður SI með 14,5 tonn og Anna með 11,5 tonn. Margir báitar eru á sjó í dag. — Oddur. unin er undirstaða lífs míns, þíns og hans Jóns Múla. Þótt þú, lesandi góður, tautir e.t.v. með þér, að þetta sé ekki svo alvarlegt, þá er það bæði al- varlegt og lítilsvirðing við þann, sem hefur verið negld- uir á kross fyrir þig og mig, svo að við mætturn frelsast og lifa eftir þetta líf. — Eg er ein af mörgum, sem er hrif- in af passíusálmunum, og ein, hvem veginn fannst mér þetta svo tómlegt, eftir að þeir höfðu hljómað og fyl'lt hvert horn í stofunni með sínum undarlega krafti“. • „Lög' unga fólksins“ Nokkrar stúlkur, sem nefna sig „óánægða útvarpshlustend ur ‘, segjast ekki vera ánægð- ar með þáttinn „Lög unga fólksins“. Þær segjast eiga vini og skyldfól'k úti á landi, sem þær langi til að senda lag, en hafi ekki haft meiri heppni með sér en svo, að f rúmt ár hafi þær skrifað þætt inum öðru hverju, án þess að lög þeirra væru leikin og kveðjur þeirra bærust. Þótt þær viti, að geysimörg bréf berisit þættinum finnst þeim biðin undarlega löng og spyrja Velvakanda ráða, hvernig þær eigi að hljóta náð fyrir augum stjórnenda þátt- arins. — Ja, Velvakandi getuir sennilega ekki gefið ykkur neitt ráð, sem dugar örugg- lega, nema þá helzt það, að skrifa fyrrgreindum þætti sams konar bréf og Velvak- anda, tjá raunir ykkar og vita, hvort hjarta stjórnandana xneymar ekki, þegar hann fréttir um þessa löngiu bið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.