Morgunblaðið - 06.04.1962, Page 12

Morgunblaðið - 06.04.1962, Page 12
12 MORGVN POnií) Föstudagur 6. apríl 1962 Otgeíandi: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augi'ýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. VIÐSKIPAFRELSIÐ EYKST CJmám saman er nú verið að ^ auka viðskiptafrelsið. — Nýjar og nýjar vörutegund- ir eru settar á frílista, þann- ig að hver sem er getur keypt þœr, þar sem hann óslcar. I kjölfar viðskiptafrels isins hefur fylgt aukið vöru- framboð. í verzlunum eru nú hetri vörur en áður og í mörgum tilfellum ódýrari. Vegna aukins framboðs og vöruúrvals koma verð- hækkanir af gengisfellingu ekki eins þungt niður og ella hefði orðið. Menn geta nú keypt þá vöru, sem bezt hentar og fengið hana þegar þeir óska, en þurfa ekki að sæta óhagkvæmum innkaup- um. Þannig fer eins hér og allsstaðar annarsstaðar, þar sem frjálsræði ríkir í við skiptaháttum, að það stór- bætir kjör manna. Hér í blaðinu hafa verið nefnd ýms dæmi þess, hve mjög neytendur hafa skaðazt af því að þurfa að kaupa lélegar og dýrar vör- ur í vöruskiptalöndunum, einkum ríkjunum austan jámtjalds. Þar með er þó ekki sagt, að vörukaup það- an þurfi að leggjast niður, því að reynslan hefur orðið sú, að vöruverð hefur verið lækkað í þeim viðskiptum, þegar þeirri einokun, sem kommúnistaríkjunúm var sköpuð til að selja vöruteg- undir hingað. var aflétt. í allmörgum tilfellum er ástæða til að ætla, að heil- brigð viðskipti geti þróazt milli íslendinga og kommún- istaríkjanna, ef hin síðar- nefndu eru neydd til að selja vöru sína á réttu verði, vegna þess að ella yrðu þær keyptar af öðrum.. Með hinum miklu tolla- lækkunum, sem framkvæmd- ar voru í haust, bötnuðu kjör manna líka verulega, því að fjölmargar vöruteg- imdir stórlækkuðu þá í verði. — Heildarendurskoðun tollalaga hefur verið boðuð, og má gera ráð fyrir að þá verði einnig um verulegar tollalækkanir að ræða, sem örva munu viðskiptin enn meir en orðið er. Allt stefnir þetta í rétta átt og miðar að því að koma hér á svipuðum háttum í ut- anríkisviðskiptum og eru í nágrannalöndunum. Má með sanni segja, að furðulega skjótt hafi gengið að lina á viðskiptafjötrunum, þótt enn séu ýmsir hnútar óleystir. En með tilliti til þess, að við- skipti okkar við útlönd hafa aldrei síðan á styrjaldarár- unum verið eins hagkvæm og síðustu mánuðina, má gera ráð fyrir því, að skammt sé að bíða algers viðskiptafrelsis. íslenzki gjaldmiðillinn hef- ur verið treystur, þrátt fyrir tilraun / þá, sem gerð var síðastl. sumar til þess að hindra hina heilbrigðu efnahagsþróun. Þess vegna er íslenzka krónan nú að verða jafn traustur gjald- miðill og peningar nágranna- landanna, og kann svo að fara áður en mjög langt líð- ur, að óhætt verður talið að hafa hindranalítil skipti á ís- lenzkum peningum og er- lendum. AUKINN FERÐA- MANNAGJALD- EYRIR Fhns og frá hefur verið skýrt, hefur gjaldeyrir til þeirra íslendinga, sem ferðast vilja erlendis, þegar verið stóraukinn. Þetta var talið unnt að gera, vegna hinnar bættu gjaldeyrisstöðu og heilbrigðra utanríkisvið- skipta. Um langt skeið voru yfir- færslur til ferðamanna með þeim hætti, að beinlínis var gert ráð fyrir að þeir yrðu sér úti um gjaldeyri á svört- um markaði til þess að geta farið til annarra landa. Var þetta einn þáttur þeirrar vinstri-spillingar, sem hér var landlæg. Með hinum nýju reglum um ferðamannagjaldeyri á þessi spilling að verða upp- rætt, enda óverjandi að gera hvern þann mann að lög- brjót, sem þarf að fara utan. OAS-GLÆPIR l^asistafélagsskapurinn OAS * heldur áfram glæpaverk- um sínum í Frakklandi, og einkum þó í Alsír. Hámarki náðu þessir glæpir, þegar OAS-menn myrtu sjúklinga í einu sjúkrahúsa í .Alsír, og er talið að það framferði hafi opnað augu margra þeirra, sem áður töldu of- Deldisverkin réttlætanleg vegna þeirrar stefnu að hindra frelsi Alsírbúa. Enda þótt de Gaulle og frönsku stjórninni hafi enn UTAN UR HEIMI i TeSur sig geta unnið bug á sjúkdóm, sem þjáir 150 milljonj manna Danskur vísindamaður gerir merka uppgötvun I>r. Manú: M Barth heldur hér é einum af þeim rúmlega 20 þús. sniglum, sem hann fékk nýlega senda, til rannsókna sinna á hitabeltissjúkdónum. AÐSTOÐ viS vanþróuð lönd hef ur verið ofarlega á dagskrá á Norðurlöndunum, að undanförnu. Er hér baeði um að ræða fjór- hagsaðstoð til uppbyggingar at- vinnuveganna, auk ýmissa ráð- stafana til að bæta heilbrigðis- ástandið. Nú virðist. sem dansk- ur vísindamaður, dr. Mandahl Barth, hafi fundið ráð til að stemma stigu við hitabetlis- sj úikdómi, sem þjáir um 150 milljónir manna, í Afrfku Og As- íu. Sjúkdómurinn heitir bilíhar- ziose, og honum valda ormar, sem kamast inn í meltingarfæri manna, og gera þá óstarfhæfa um allan aldur. Segja má, að sjúkdómurinn eigi uppf.ök sín í vatnasniglum á hitabeldssvæðunum. Ormarn- ir, sem um er að ræða, og valda skemmdum á mannslíkamanum, lifa í sniglunum fyrsta hluta skeiðs síns og geta rnn 12.000 ormar nærzt í einum snigli. Síð- an berast ormarnir út í vatnið, og þaðan inn í húð þeirra sem baða sig í því. Þaðan berast orm arnir um allan líkamann, en haf- ast helzt við í þvagrásum og melt ingarfærum. Um sex vikur líða frá því, er sjúklingurinn smitast, og þar til sjúkdómseinkenna fer að verða vart. Þau lýsa sér þannig, í fyrstu að sjúklingurinn fer að finna til ógleði og höfuðverkja, og blóðs verður vart i þvagi. Síðan hrakar heilsu manna, jafnt og þétt, Og einkum bitnar þetta á starfsorku þeirra. Ormarnir geta lifað allt að sjö áruin í meltingarfærunum, og má sjúkdómurinn heita ó- læknandi. fbúarnir á hitabeltis- svæðunum ganga margir álf- reka við vatn Þetta hefur í för með sér, að ormarnir berast aft- ur til þeirra snigla, sem ósýktir kunna að vera, og þannig er hringrásin fullkomnuð. Dr. Mandahi Barfh telur sig nú hafa fundið það ráð, sem dugar, til að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins. Hann heíur fundið sniglateg- und, sem sr ónæm fyrir þeirri ormategund, sem sjúkdómnum veldur, og það sem meira er, þessi snigill virðist útrýma þeim sniglum sem ala ormana. Þegar uppvíst varð um upp- götvun Dr. Barths, veitti sjóður Knud Höjgard hálfa milljón d. króna til byggingar rannsóknar- stofu, sem starfa skal í samráði við danska sjódýrasafnið. Til starfrækslu rannsóknar- stöðvarinnar þarf að auki milli 100 og 150 þús danskar krónur. Danska ríkið hefur boðið frám 50 þús. kr. af þessari fjárhæð, en hefur bundið fjárveitinguna því skilyrði, að ebki fáist samsvar- andi framlag frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni, en um það hafði verið sótt. Þykir mörgum þetta súrt í broti, og sjálfur hefur Dr. Barth látið þau orð falla, að það sé í sjálfu sér stórt skref, að veita fé til efnahagslegrar uppbygging ar vanþróaðra landa, en á hinn bóginn, hljðti það að vera frum- skilyrði íil þess, að hægt sé að nýta slík fjárframlög, að heil- brigt fólk sé fyrir hendi x þess- um löndum. Á meðan málið er á þessu stigi heldur Dr. Barth áfram rannsóikn um á heimili sínu, og hefur ný- lega fengið senda milli 20 Og 25 þús. snigla, erlendis frá, í því skyni. Hann hyggur á frekari sam- vinnu við Alþjóðaheilbrigðismála stofnunina, og telur, að sá snigill sem hann hefur fundið, muni einkum reynast vel í baráttunni við sjúkdóminn, í Egyptalandi og Mið-Austurlöndum. r ItalsSviir námsslyrkur. 00, ITOI.SK stj órnarvöld hafa ákveð ið að veita Íslendingi styrk tii náms við háskóla eða listaháskóila á Ítalíu skólaárið 1962—63. Styrk tímabilið er átta mánuðir, og nemur styrkurinn samtals 552.800 ítölskuim lírum. Umsóknir um styrk þennan sendLst menntamálaráðuneytinu, Stj órnarráðshúsinu við Læk j ar- torg, fyrir 25. apríil n.k. í umsókn ska gerð grein fyrir námsferli umsækjanda og hvaða nám hann hyggst stunda á Ítalíu. Þá fylgi og staðfest afrit pfófskírteina, tvenn meðmæli, vattorð urn ítölskukunnáttu, heilbrigðisvott. orð og þrjár áritaðar Ijósmyndir af umsækjanda. Sérstök umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneytinu. ekki tekizt að uppræta þenn- an óaldarflokk, virðist Frakk Iandsforseti hafa töglin og halgdirnar í baráttunni fyrir því að friða Alsír og varla þarf lengur að efa að honum mun takast að kveða niður OAS-fasistana. KJARNORKU- TILRAUNIR egar Rússar rufu hléið, sem varð á kjarnorku- sprengjutilraununum og sprengdu hverja helsprengj- una á fætur annarri í haust, var kjamorkusprengjukapp- hlaupið hafið að nýju. Rússar þóttust réttlæta þessar sprengingar sínar með því, að þeir ættu á hættu kjarnorkuárás frá lýðræðis- þjóðunum. — Auðvitað vita þeir jafnvel og aðrir, að eng- in slík hætta vofði yfir, enda datt engum í hug að gera slíka árás á Ráðstjórnarríkin meðan lýðræðisþjóðirnar ein- ar höfðu kjarnorkuvopn og miklu takmarkaðri hernaðar- aðgerðir þurfti til að gjör- sigra Rússa. Hitt vita menn því miður, að á meðan ógnarstjóm hef- ur yfir að ráða ægisprengj- um, er ætíð hætta á árás, og eingöngu nægilegur hemað- arstyrkur fær hindrað of- beldismenn í því að leggja til atlögu. Þess vegna var vitað, að sprengingar Rússa gætu orðið til þess að lýð- ræðisþjóðimar teldu sig knúðar til að hefja tilraunir ofanjarðar. Allir góðir menn vona í lengstu lög, að samkomulag náist um bann við kjamorku sprengjutilraunum og nægi- legt eftirlit með því að bann- ið sé haldið. Annars er gert ráð fyrir að Bandaríkjamenix telji nauðsynlegt að hefja til- raunir, þótt þær verði ekki jafnmiklar og eins hættuleg- ar og ógnarsprengingar Rússa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.