Morgunblaðið - 06.04.1962, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.04.1962, Qupperneq 20
20 MORCVlSBLjÐtÐ Föstudagur 6. april 1962 GEORGE ALBERT CLAY: Saga samvizkulausrar konu ----------- 28------------ Jæja, ég er orðin dauSþreytt á þessu öllu, sagði Gina, Dauð- þreytt á þessum svikum hans og lygum. Ég væri vel til í að heimta peninga og fara svo til Bandaríkjanna með son minn. Don Diego mundi borga vel fyrir að vera laus við mig. Reyndu ekki að mótmæla mér, barn, sagði gamla konan. Don Diego er rausnarlegur maður, en hann mundi aldrei stinga hend- inni djúpt í vasann eftir að þú hefur gert gabb að honum og fjölskyfeu hans. Hann gæti haft margar hægari aðferðir til að fleygja þér út. Hún hikaði og bætti svo við: Og mundirðu vilja fara með hálf-kínverskt barnabarn til hennar mömmu þinnar Hann er hálf-amerískur. Já, það kynni að koma í ljós siðarmeir, en það gerir það ekki enn. Ef þú vilt vinna manninn þinn til þín aftur, verður þú að finna ráð til þess. Svo var gamla konan sofnuð. Og það gerði Gina, enda þótt það væri ný Gina, sem hitti Vic- ente í herberginu hans og sallaði óskum sínum á hann. Nú var hún kona sem var að berjast fyrir velferð sinni og þoldi engum neitt, sem stóð í vegi hennar. Og hún var reiðubúin að greiða hvaða verð, sem vera vildi og fórna allri sjálfsvirðingu sinni og velsæmi. Ég hef játað, að þú áttir ekkert i barninu, sagði hún. Hvað ætl- arðu að gera í því máli? Losna við þig! hvæsti hann, og þakka guði fyrir daginn þegar það verður. Ef þú vissir nokkra leið til þess, værirðu búinn að fara hana íyrir löngu, sagði hún upp á von og óvon, en mundi þá orð gömlu konunnar: En það geturðu ekki gert án þess að verða að almennu athlægi í allri borginni. Borgin hefur hlegið að mér fyrr. En að fjölskyldunni þinni. Hef- ur borgin fyrr hlegið að henni? Ég býst ekki við, að hann faðir þinn verði sérlega ríflegur við þig, ef hann getur ekki komið inn í Spænska Klúbbinn, án þess að kunningjar hans fari strax að pískra. Haltu kjafti, skepnan þin. Hann stikaði fram og aftur um gólfið hálfklæddur, því að Gina hafði sætt færi að skjótast inn í herbergið til hans, þegar hann hélt, að það væri þjónninn að koma njeð morgunkaffið. Hvað viltu mikið? spurði hann snögg- lega og stanzaði fyrir framan hana. Hún hvorki svaraði né horfði á hann. Ég spurði hvað þú vildir mik- ið! Allt í einu fékk reiðin vald á honum og hann gaf henni utan undir. Ó, guð minn, hvað ég hata þig! æpti hann. Guð minn almátt- ugur! Þetta geturðu ekki gert, Vic- ente, svaraði hún rólega og vildi ekki einu sinni lofa honum að njóta höggsins. í>ú hefur um ekk- ert að velja. Ég held, að hann mundi kasta þér út og það aura- lausum. Liklega mundi ungi Diego fá allt eftir hann. Hún sá, að hann náfölnaði. Og hverju stingur þú upp á? Ég vil fá þig til mín aftur, Vicente. Það færðu aldrei. Ég var einmana, sagði hún, en orðin voru litlaus og máttlaus til þess að lýsa því, sem gerðist forðum við sundpollinn. Við vor- um einu sinni hamingjusöm sam- an og við gætum vel orðið það aftur. Faðir þinn er orðinn gam- all, og hann er farinn að venjast mér. Hann vill, að við séum hamingjusöm og við gætum vel látizt vera það. Ég hef einu sinni áður „látizt“ með þér, minnti hann hana á. Þú gætir lifað eins og þú vild- ir, Vicente sagði hún, og ég skyldi ekkert reyna að halda í þig. Það þyrfti ekkert að vera milli okkar en við skyldum láta föður þinn halda að allt væri í lagi, og svo þegar þú ert búinn að erfa hann, mundi ég fara. Nei, þegar að því kemur yrð- irðu búin að finna upp eitthvert annað bragð. Hún stóð upp. Þú átt um ekk- ert að velja, Vicente. Þú veizt mæta vel að faðir þinn má aldrei fá að vita þetta. Hún þagði og horfði á hann. Jæja þá? Ég ætla að hugsa um það. Hann þaut út úr herberginu. Ennþá veit ég ekkert. Tíminn líður á sumum stöð- um en á öðrum hleypur hann, en í hitabeltinu er hann svo óákveð- inn, að stundum virðist hann alls ekki vera til. Önnur jól Ginu í Cebuborg voru komin áður en hún vissi af. Það voru ríkmann- leg jól þótt ekki væru þau á- nægjuleg og gömlu hjónin reyndu að bæta upp það, sem skorti á hamingju hennar með gjöfum. Frú Lolyta gaf henni gimsteina og tengdafaðir hennar nýjan bíl. Meira að segja fékk hún gamlan hring með svart- steini frá frú Tiu. Fyrir einu ári hefðu svona gjafir komið tárun- um fram í augu hennar en nú hafði hún enga ánægju af þeim af því að jólin færðu henni ekki Vicente. En þau færðu henni annan í staðinn:Tim. Það var snemma á gamlárs- kvöld, að frú Lolyta kom að dyr- unum hjá Ginu. Hún var að klæða sig, en án alls áhuga, því að hún ætlaði að fylla hópinn í Spænska Klúbbnum um kvöldið og kveið eiginlega alveg jafnmik- fyrir því eins og hún hefði kvið- ið fyrir að vera heima. Komdu niður og fáðu þér kok- teil sagði frúin. Við bíðum eftir þér og ætlum að gera þig hissa. Þegar frúin var farin út aftur, datt Ginu [ hug, að nú mundi Vicente vera kominn heim, svo að hún lauk við að klæða sig í snatri og flýtti sér niður í salinn. Hún var næstum búin að kalla upp nafn Vicentes þegar hún kom auga á Tim, sem stóð milli gömlu hjónanna með glas í hendi rétt eins og hann væri þarna heimamaður. Gina, sagði hann, og greip hönd hennar. Gina! Ég skil ekki, hvemig þú getur verið hingað kominn, Tim. Hvað ertu að gera hérna? Rétt sent\ stendur er ég að drekka ágætis kokteil. Hann hló. Því gerir þú ekki sama? Síðan var gengið til borðs og Gina gat varla orði upp komið, bœði vegna undrunar og svo vegna borðsiðanna. Ég hlakka til að sjá Diego aft- ur, sagði Tim, — enda þótt ég efist um að hann þekki mig lengur. Já, auðvitað hafið þér þekkt hann í San Francisco, sagði frú Lolyta sakleysislega. Ungi Diego á heima á Leyte. Ég býst varla við honum í heimsókn hingað fyrr en i vor og kannske ekki einu sinni svo snemma. Ég áitti við manninn hennar Ginu. Ungi Diego er fóstursonur minn, reyndi Don Diego að út- skýra. Hann sér um kúabúið í Leyte. Gina er gift Vicente syni mínum. Já, þetta er allt dálítið flókið, reyndi Gina að útskýra, til þess að forða vandræðum fyrir gömlu hjónunum, sem sendu henni biðjandi augnaráð. Ég skal skýra þetta fyrir þér seinna. Seinna, þegar þau voru á leið- inni í Ameríska klúbbinn, beidd- ist hann skýringa af henni, og þegar Gina eyddi því með því að hrósa nýja Packardinum sín- um, gekk hann enn fastar á hana. Það er ósköp einfalt mál, Tim. Hún reyndi að hlæja. Mér sner- ist hugur, það var nú allt og sumt. Þú veizt hvað mér getur verið fljótt að snúast hugur og ég giftist Vicente í stað Diegos. Ég varð snögglega ástfangin af honum. Var það fyrir eða eftir, að þú vissir hvor þeirra var ríkur? Tim! Sjáðu til, Gina! Þú veizt að ég er Tim og það þýðir ekkert að reyna að ljúga að mér. Þú sakar mig um að hafa gifzt til fjar. Ég er elckert hrifin að því, Tim. Tim hló. Þið stúlkurnar reynið eftir því sem þið getið að giftast til fjár, og svo þegar ykkur hefur tekizt það, hafið þið ekki við að æpa út um allar jarðir, að þið hafið ekki gert það. Já, ég get ekki annað en hlegið, svei mér þá. Svo að þú fleygðir Diego og giftist erfingjanum. Hvar er hann annars í kvöld? Hann er í burtu í verzlunarer- indum, sagði Gina. Á gamlárskvöld? Já. Hann vildi nú ekki fara, en komst ekki hjá því. En hvað er um þig, Tim? Hvað ert þú að gera hér, og hvað verðurðu hérna lengi? Ég var fluttur hingað, sagði hann, blátt áfram. Ég geng út frá, að þér sé það allt kunnugt, en gamli Diego er að kaupa mikl- ar eignir í Ameríku og hefur fengið marga sem unnu hjá hon- um þar, hingað, til skrafs og ráðagerða. Ég hef staðið fyrir San Francisco-deildinni undan- farið ár, eins og þú veizt sjálf- sagt. Ég vona, að ég verði aðal- forstjóri með tíð og tíma, eins og ég var að reyna að segja þér forðum, þú manst! í samkvæminu var mikið hleg- ið og mikið drukkið af kampa- víni, og Gina kastaði sér út í kætina og skemmti sér prýðilega fram undir morgun. Þarna kom Vicente ásamt Luisu Sffredo og fjöida af verndarvættum. Hún benti Tim á manninn sinn, og hafði nú alveg gleymt verzlunar- ferðinni, sem hann átti að vera í. Við skulum fara til hans, sagði Tim. Mig langar að heilsa upp á hann. Nei. Nei, Tim. Ég vildi helzt vera laus við það. Okkur kemur ekki vel saman. Nú, er það svo Tim leit aftur á hópinn og Gina tók eftir því, að hann horfði mikið á Luisu. Þetta erindi, sem tók hann frá mér um nýárið, lítur ekki sér- lega illa út, sagði hún. Hún er mjög falleg, samþykkti Tim. Mig langar til að kynnast irenni < Eftir þetta var lrvöldið eyði- Xegt fyrir Giinu og skömmu seinna heimtaði hún að fara heim. Tim skildi við hana við dymar heima hjá henni og þegar hún svo horfði á hann fjarlægj- ast húsið í bílum hennar, tók hún að hugsa um, hvað hefði breytzt milli þeirra, því að hann hafði ekki einu sinni reynt að kyssa hana. Og, það sem verra var: það leit ekki út fyrir, að hann lang- aði neitt til þess. Hún hafði hall- að sér upp að honum, þegar hann stöðvaði bílinn, og beið eft- ir örmum hans, að þeir umvefðu hana, beðið eftir, að varir hana kitluðu eyru hennar og leituðu að hexmar vörum. Góða nótt, frú — sé þig 4 morgun, hafði hann sagt og síðan ekið burt. Hún hitti Don Diego í forsaln- um. Guð minn góður! sagði hún. Þér eruð þó ekki að fara í skrif- stofuna í dag? Á nýársdag! Á hverjum degi. Hann vav iþreytulegur Veiztu ekki, að þa3 hófst ófriður í Evrópu í septem- ber síðastliðnum? Já, í Evrópu. Það snertir eklcl okkur. Ég á líka eignir I Evrópu. Auk þess verðum við áður en lýkur varir við allan ófrið hér, hvar sem hann svo hefst. Fáðu þér kaffi með mér. aitltvarpiö j Föstudagur f. aprflU 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.08 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar —8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleika*, — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 14 12.25 Fréttir og tilkynningar), }j 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. p 13.25 „Við vinnuna**: Tónleikar. 15.00 Síðdegistónleikar (Fréttir. tilk. Tónl. — 16.30 Veðurfr. — TóniL 17.00 Fréttir. — Endurtekið tón« listarefni). 17.40 Framburðarkennsla i esperanto og spænsku. 18.00 „I>á riðu hetjur um héruð“: Gufl mundur M. Þorláksson talar un» I>orstein uxafót. 18.30 Þingfréttir. Tónl. 18.50 Tilkynu* ar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Tómas Karlsso* og Björgvin Guðmundsson). 20.35 Frægir söngvarar; XX: Mariaa Anderson syngur. 21.00 Ljóðaþáttur: Kristinn Kris4« mundsson stud. mag. les kvæðl eftir Pál Ólafsson. 21.10 Tvö verk eftir Chopin: Kínverskl píanóleikarinn Fu Ts’ong leikur noktúrnu í E-dúr op. 62 nr. 8 og pólska fantasíu op. 61. 21.30 Útvarpssagan: „Sagan um Ólaf Árið 1914“ eftir Eyvind Johnson; V. (Árni Gunnarsson fil. kand). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.18 Passíusálmar (40). 22.20 Upplestur: „Myndin'*, smásaga eftir Guðmund L. Friðfinnsson; síðari hluti (höfundur les). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassisk tónl. a) Anna Moffo syngur aríur eftir Mozart. b) Fílharmoníusveit Vlnarborg* ar leikur vinsæla þætti úr sin« fóníum; André Cluytens stjórnar, 23.25 Dagskrárlok. Laugardagur 7. aprll. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0® Morgunleikfimi — 8.15 Tónleikar —8.30 Fréttir. 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. —• j 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndis urjónsdóttir). 14.30 „Vér, hinir blindu í veröldinni,* samfeld dagskrá flutt að tilhluit* an alþjóða heilbrigðismálastofn-» unarinnar. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Guðmundfur Am* laugsson). 16.00 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn* sen). 16.30 Veðurfregnir. — Danskennsln (Hreiðar Ástvaldsson). 17.00 Fréttir. — I>etta vil ég heyrat Halldór Þorsteinsson kennari vei ur sér hljómplötur. 17.40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin a® loftsteininum*' eftir Bernhard Stokke; VIII. (Sigurður Gunnan son). 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður* * fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Leikrit: „Varið yður á málnlng* unni“, gamanleikur eftir René Fauchois, í þýðingu PáJs Skúla- sonar. — Leikstjóri: Indriðl Waage. Leikendur: Brynjólfur Jóhannesson, Arndís Björns- dóttir, Anna Guðmundsdóttir, Jón Aðils, Klemens Jónsson. Margrét Guðmundsdóttir, Helga Löve o.fl. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. — 22.1fl Passíusálmar (41). 22.20 Danslög. — 24.00 Dagskiárkdc. 1 { X- X- * GEISLI GEIMFARI X- X- Xr v Áður en Vandal getur skotið, kast- ar John durabilium-stönginni að honum.... og hleypin' á brott. — (Ég verð að komast undan. Láta öryggiseftirlit jarðar vita um durabilium.... Og um hvað Vandal og Lára Preston ætla að gera við peningana).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.