Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 20
20 MORGinsni. 4 Ð1Ð Þriðjudagur 17. april 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu -------37 ------ Ég held ekki, að hún hafi farið framhjá okkur viljandi, sagði Diego og svo hristi hann höfuðið. En í dag er svo margt, sem ég veit ekki. Kannske hún hafi séð okkur. Þá hefur að minnsta kosti einhver úr fjölskyldunni stóran bíl ennþá, Diego. Ég býst við, að Gina komi alltaf til með að hafa stóran bíl, svaraði hinn. Osaka lautinant sat i bílskúrn um í Klettahúsinu og var að smyrja beltið sitt og samgleðj- ast sjálfum sér með að hafa lokið erindi sínu með góðum árangri. Þegar þessi ríki Spán- verji, de Aviles, hafði komið þarna akandi fyrir nokkrum mínútum, hafði hann þakkað honum fyrir að vernda húsið sitt. Kannske segði hann her- námsstjóranum, hversu vel Osaka hefði staðið í stöðu sinni, og það gæti þýtt sama sem hækkun í tign. En þá heyrði hann neyðaróp og hljóp út í garðinn og bjarg- aði - Önnu frá hálfnöktum dátan um. Hann barði dátann með belt inu sínu og hringjan gerði stórt sár á kinnina á honum. Dátinn féll á kné og síðan á bakið, en beltið áfram að dynja á honum, og reif skinnið svo að blæddi. Mannskepnan æpti og beiddist vægðar, en hann hélt áfram að berja hann þangað til bakið á honum var alblóðugt, og hætti ekki fyrr en Anna bað honum vægðar. Dátinn var nær dauða en lífi, sem ekki var nema sann- gjamt, þar sem hann hafði dirfzt að móðga heimilisfólk spæpsks samverkamanns, Vic- ente de Aviles. XXII. Gina steig út úr bílnum við dyrnar á húsi de Aviles, og var enn náföl og utan við sig af reiði við bjánann, sem hafði dirfzt að skjóta á hana, þegar hún ók gegn um vegarlokuna. Það var snemma kvölds og hún þaut inn um dyrnar, inn í hálf- dimmuna í þögla húsið. Nú var ekkert rafmagn lengur og eina birtan, sem þarna var, stafaði frá tunglinu. Hún þorði ekki að kalla hátt, því að hún vissi ekki, hvað nú kynni að vera í húsinu, en leit- aði þar til hún fann frú Lolytu í setustofunni. Frúin hreyfði sig ekki og bakhái stóllinn huldi hana að mestu, þar sem hún sat með hendurnar fram á borðið, ofurlítið álút og með lokuð augu. Fjögur eða fimm kerti skirptu í stjaka á borðinu, og báru litla birtu, en Lolyta þarfnaðist held- ur ekki mikillar birtu, því að hún var að rifja upp endurminn- ingar í huga sínum. Þú ert heil á húfi! Ó, frú Lolyta! Gina hljóp til og kyssti hana á kinnina. Já, mér er borgið, barnið gott. Lolyta vaknaði úr móki sínu. En ég veit ekki um Diego. Og Vicente? Ég hþf ekki séð hann allan daginn, 'sagði Gina. Komu Jap- anirnir hingað? Hún leit kring um sig í stofunni, þar sem ekk- ert hafði verið úr lagi fært, en var kyrr og róleg eins og endra- nær. Þeir hafa ekki skaðað neinn? Þeir komu hingað, svaraði — Hugsaðu þér. Allir nágrannarnir hafa lagt fram peninga svo að dóttir okkar geti stundað söngnámið í eitt ár í Róm. frúin. Og ekki skoðuðu þeir neitt nema bókasafnið. Þeir brenndu það, þegar þeir gátu ekki kveikt eld í arninum öðruvísi. Þá heyrðist hávaði við dyrnar og Lolyta stóð upp þreytulega og hlustaði, en Gina færði sig nær henni. Þeir eru komnir aft- ur! æpti hún. Ég held ekki. Kannske er þetta Diego. Ég hef verið að hlusta eftir þessu í þrjá stundar- fjórðunga. Lolyta litla! sagði hann þegar hann kom inn í birtuna. Lolyta mín litla! Diego! Þá stóð hann við hliðina á þeim og þær sáu, hve þreyttur hann var, ekki síður en þær sjálfar. Voru þeir hérna? Eruð þið öll heil á húfi? En þjónustufólkið? Þeir gerðu okkur ekkert mein. Sumt af fólkinu er hér enn, sumt er farið. Jæja þá. Hann reyndi að hlæja. Húsið stendur þó að minnsta kosti enn. Það er meira en sagt verður um sum önnur. Þeir komu hérna tvisvar, sagði Lolyta. í annað skiptið brenndu þeir bókasafnið Æ,.... .*... og einu sinni kom þessi kynblendingur, Banos, hingað. Hann kom ekki inn né heldur stóð neitt við. Hann var að leita að Ginu. Að mér? Til hvers? Hann nefndi það ekkert. Hún sneri sér aftur að manni sínum. Varstu gangandi? Já, þeir tóku bílinn minn. Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því, Don Diego, sagði Giná. Hann skuluð þér fá aftur strax í fyrramálið. Hann sneri sér að henni, en það var ekkert bros á andlitinu. Þú ættir heldur að láta það ógert, Gina Ég ætla mér ekki að nota mér áhrif mannsins þíns. En Sffredo-fjölskyldan? spurði hann Lolytu. Ég veit ekkert um þau, svar- aði hún afsakandi. Ég hef haft svo margt að hugsa. Þessi brenna þeirra.... Það er bezt að ég skreppi þang að snöggvast — það heyrðist á rödd hans, að þessi spölur yrði honum erfiður — og ég kem strax aftur. Ég hef ekkert fengið að borða í dag. Frú Lolyta fékk Ginu kerti úr stjakanum og hélt því um leið fast upp að andlitinu á henni, svo að hún gæti séð vel framan í hana. Farðu niður í kjallara, sagði hún. Tim er þar. Hann hefur sjálfsagt gaman af að sjá þig. Hérna? Hefur hann verið hérna allan tímann? æpti Gina og allir hinir hryllulegu við- burðir dagsins komu upp í huga hennar. Hún flýtti sér út úr stofunni og undir eins og hún var laus við Lolytu, tók hún á sprett. Þegar hún var komin niður í kjallarann, kallaði hún til hans, en fékk ekkert svar. Þá hljóp hún eftir aðalgangin- •um og í framhluta kjallarans, en rak höfuðið í bita í loftinu og kertið datt á gólfið, og slokkn aði á því. Allt í einu stóð hann frammi fyrir henni í einum dyr- unum. Tim! Hún greip utan um hann. Ó, Tim ég hef haft svo miklar áhyggjur af þér. Ég hef leitað þín allsstaðar! Jæja, þú ert þá búin að finna mig. Ég var svo áhyggjufull. Hún hélt enn utan um hann. En nú er allt í lagi. Ó, Tim! Hún lagði höfuðið að brjósti hans, Það er gott að vita, að þú ert óhultur, en við þurfum að flýta okkur. Flýta okkur hvert? í Klettahúsið, auðvitað. Hann seildist til og losaði hendur hennar af hálsinum á sér. Til hvers ætti ég að fara heim til þín? spurði hann. Til þess að vera öruggur, sagði hún. Skilurðu það ekki Tim, að þeir dirfast ekki að hreyfa við húsinu mínu. Þú get- ur falið þig í bílnum og ég get komið þér þangað. Nú, þegar ég hef fundið þig, þarftu engar áhyggjur að hafa. Ég hef engar áhyggjur, Gina, sagði hann, og ég fer ekki til Klettahússins. Ferðu ekki? bergmálaði Gina. Til hvers heldurðu að ég hafi komið til borgarinnar í dag? Til hvers heldurðu, að ég hafi lagt mig í alla þessa hættu? Hún var nú orðin rólegri, því að hún varð að gera honum skiljanlegt, að hún gæti verndað hann. Og hann varð líka að skilja, hversu mikið hún hafði lagt í sölurnar fyrir hann. Þú veizt ekki, hvað komið hefur fyrir mig í dag, og allt þín vegna. Ég meiddi fólk úti á þjóðveginum og ég rak einn mann í gegn... .ég hef víst drepið hann. Ó, það var svo hræðilegt! Ekkert af þessu hef ég beðið þig um, Gina. En ég vildi bara gera það. Ég vildi hjálpa þér. Skilurðu ekki hvað ég er að reyna að segja þér, Tim? Segðu, að þú skiljir það. Láttu mig ekki þurfa að segja það. Þegar það gerðist var ég ekki að hugsa um neinn nema þig. Þetta var alltsaman mis- skilningur, að ég skyldi fara að giftast Vicente. Nú veit .ég hvað ég vil, hélt hún áfram óða- mála. Ég vil þig og ég þakka guði, að ég skyldi koma nógu fljótt til að bjarga þér. Ekki er ég ríkur. Segðu þetta ekki, Tim, sagði hún snöktandi. Segðu það ekki! Hann svaraði með því að fara aftur inn í herbergið þar sem kertaljósið logaði og Gina sá um leið, að Luisa lá á hnjánum úti í einu horninu og var að herða ólar að leðurtösku. Ég held ég hafi fundið það allt, sagði hún við Tim, rétt eins og Gina vær þarna ekki. Þú þarft víst ekki fleira. En lítið er það, Tim. Hvað ertu að gera? spurði Gina. Tim ætlar upp í fjöllin, sagði Luisa lágt. Hann ætlar að ganga þar í lið með mönnunum — iþessum,1 sem eru menn og gefa okkur landið okkar aftur þegar þar að kemur. Nei! Nei, Tim. Hún þaut til hans og hefði kastað sér um hálsinn á honum, ef hann hefði ekki haldið henni frá sér. Já, svona er það, Gina. Og hversvegna ferðu ekki aftur til japönsku vinanna þinna? Þú getur þetta ekki, Tim! æpti hún í örvæntingu. Komdu með mér, þá er þér óhætt. Þá getum við verið saman. Það er engum óhætt neins staðar, sagði hann, og verður X- X- * Ég veit ekki hver hefur sagt yður að ég ætlaði Láru Preston illt .... En það er ósatt, Geisli höfuðs- maður! GEISLI GEIMFARI — Harvey.... Ég hlustaði á orð- sendingu yðar á segulbandi! — Svo það er þannig. Sennilega hefur Vandal tekizt vel að klippa * X- * það til. En úr því þér eruð kominn hingað getið þér komizt að hinu sanna. heldur ekki meðan þú og mað- urinn þinn og aðrir föðurlands- svikarar ganga lausir. Hún sá, að hún yrði að vera róleg, og gera honum skiljan- lega afstöðu þeirra Vioentes, Hann varð að skilja hana. Við erum ekki föðurlandssvikarar, reyndi hún að segja, en við lit- um raunsæjum augum á ástand- ið. Við vitum, að við getum ekki varizt Japönunum, og eina ráðið til að hjálpa löndum okkar er að varðveita völd okkar og.... Þú hefur lært þetta vel, svar- aði hann.' En heimurinn þekkir bara þig og þína líka og þið fáið makleg málagjöld áður en yfir lýkur. Þetta er ekki nema satt, tók Luisa fram í. Þú lætur þetta afskiptalaust, öskraði Gina. Þetta varðar ekki aðra en okkur Tim. Hún sneri sér að honum aftur. Finnst þér ekki Vicente hafi leyfi til að gera eins og honum bezt líkar? SHÍItvarpiö Þriðjudagur 17. apríl. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. 8.35 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Siðdegistónleikar (Fréttir, tilk. — Tónl. — 16.30 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endur- tekið tónlistarefni). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.20 Þingfréttir. — Tónl. — 18.50 Til- kynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir óg útvarp frá landsmóti skíðamanna. 20.00 Tónleikar: Tvær rapsódíur op. 79 eftir Brahms (Rita Boulidi leik- ur á píanó). 20.15 A förnum vegi í Skaftafellssýslu; Jón R. Hjálmarsson skólastjóri talar við Kjartanleif Markússon bónda í Suður-Hvammi 1 Mýr- dal. 20.45 Amerísk tónlist: Leifur Þórarins- son tónskáld flytur erindi með tóndæmum; III. 21.15 Ný ríki í Suðurálfu; V. erindij Efri-Volta (Eiríkur Sigurbergs- son viðskiptafræðingur). 21.40 Tónleikar: Svíta nr. 9 í c-moll eftir Rosenmuller (Hljóðfæraleik arar úr saxnesku ríkishljóm- sveitinni leika, Kurt Liersch stjórnar). 21.50 Söngmálaþáttur þjóðkirkjunnar (Dr. Róbert A. Ottósson söng- málastjóri). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 2S&.10 Passíusálmar (47). 22.20 Lög unga fólksins (Úlfar Svein- björnsson). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. april. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.0S Morgunleikfimi — 8.15 Tónleik- ar. — 8.30 Fréttir. 8.35 Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.00 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar, — 16.30 Veðurfr, — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar). 17.40 Framburðarkennsla i dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Leitin að loftsteininum' eftir Bernhard Stokke; XI. (Sigurður Gunnars- son þýðir og les). 18.20 Þingfréttir. — Tónl. — 18.50 Til- kynningar. — 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir og útvarp frá landsmótl skíðamanna. 20.00 Varnaðarorð: Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri talar um um- ferðarmál. 20.21 Tónleikar: Jerry Murad og munn hörpuhljómsveit hans leika. 20.20 Lestur fornrita: Eyrbyggja sagaf XVII. (Helgi Hjörvar rithöf- undur). 20.40 íslenzk tónlist: Lög eftir Jón Leifs. 21.00 Frá gráti til grallarsöngs: Svip- myndir úr háskólanum. Umsjón- armenn dagskrárinnar; Björn Friðfinnsson stud. jur., Bolli Gústafsson stud. theol. og ÓlafuF B. Thors stu<J. jur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.1® Passíusálmar (48). 22.20 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson oand. mag.). 22.36 Næturhljómleikar: Brezka tón- skáldið Fredrick Delíus 100 ára, Baldur Andrésson cand. theol, flytur inngangsorð að tónlist eft- ir hann. a) ,„Song of the High HiUs*« (Luton kórinn syngur. Einsöngv- arar: Leslie Jones og Freda Hart). b) Konsert fyrir fiðlu og hljóm- sveit (Jean Pougnet og Konungl* fílharmoníusveitin i Lundúnuna leika; Sir Thomas Beecham stjórnar). 23.45 Dagskrárlolc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.