Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 1

Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 1
Þriðjud. 17. april 1962 Stjórnarstefnan gjörbreytir kjðrum almennings til hins betra á fáum árum Ræba Ólafs Thors forsætisráðherra Herra for.seti! Einu sinni var kveðið: „>að getur komið annar verri, en ómögulega tvelr“. Ég held þetta eigi ekki við um ræðu hv. þm. Eysteins Jónssonar. Ég hygg, að ihér e'igi fremur við orð Njálu: „Að þá væri eigi hins verra eftir ván, er slíkur fór fyrir“. Ég held áreiðanlega að jafnvel hv. þm. , Lúðvík Jósefsson geti ekki leik- ið staðreyndirnar ver en Ey- steini Jónssyni tókst að gera. Er þó margt líkit orðið með þeim, enda ganga þeir hér í sölum Al- þingis undir heitinu „samvöxnu auslfirzku tvíburarnir". Þykir þó Eysteinn nökkru æstari og fullt eins skeleggur í að espa launþega til kröfugerðar. Er sagt, að þetta stafi af því að Lúðvík sé gamalreyndur verka- lýðsleiðtogi og kommúnisti, en Eysteinn nýr af nálinni, og þurfi jþví að sýna til hvers hann dugi. Hv. þrn. Eysteinn Jónsson opn- ©ði hlustendum innsýn í reiða sál. Ég hygg, að þessi Sársauki stafi mest af því að hv. þm. hef- ir orðið þess var, að það, sem Ihann þráir, völdin, er ekki í aug sýn. Þjóðin metur meir stór- virkar aðgerðir ríkisstjórnarinn ar á öllum sviðum þjóðiífsins, heldur en neikvætt nöildur þessa hv. þm. og annarra. stjórnarand- stæðinga. Laet ég mér það vel líka, og vildi semja við hann í hroðerni um að hann segi allt, sem hann vill, satt og logið, en ég ráði fremur því, sem gert er. Ég tel engum til gagns að ég ifari að karpa við hv. þm., enda eiun fremur til þess ætlazt af mér, að ég leitist við á þeim stutta tíma, sem ég hefi til um- ráða, að útskýra stærstu drætt- ina í stefnu og aðgerðum ríkis- stjórnarinnar og þá ekki sízt hvers vegna gengisfellingin á síðast liðnu sumri var óumflýjan leg eftir hinar miiklu kauphækk- anir, sem þá fóru fram. Ljót en sönn lýsing Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, hafði stjórn Em- i3s Jónssonar, er við tók eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar í érslok 1058, með bráðabirgða- ráðstöfunum tekizt að forða frá öngþveiti í bili. Sjálfur kjarni vandamálanna beið hins vegar núverandi rikisstjórnar, sem við tók síðla árs 1&59. Rannsókn leiddi í ljós, að arfleifð vinstri stjórnarinnar var miklu ugg- vænlegri en menn höfðu gert sér grein fyrir. Er sú saga svo imargrakin, að ég læt nægja að minna á, að efnahags'kerfið var allt úr Skorðum gengið og fjár- mála- og atvinnuiífið lamað eft- ir langvarandi verðþólgu, upp- bótakerfi, höft og bönn. Stöðug- ur halli á viðskiptuhum við út- lönd hafði tæmt aila gjaldeyris- ejóði og gjöreyðilagt lánstraust þjóðarinnar. í fæstum orðum sagt, blasti ekkert við nema öng- þveiti og upplausn inn á við og greiðsluþrot út á við. En yfrr vofði öllum sýnileg geigvænleg óðaverðbólga. Það er þessa drauga, sem nú- verandi stjóm hefir síðan þurftt að glíma við og furðu vel tekizit að fcveða niður, þrátt fyrir það ítð stjórnarandstaðan hefir leit- azt við að veikja þá upp og magna að nýju, nær aldrei lagt hönd að neinu, sem til bóta hefir verið, en virzt hrósa happi yfir öllu, sem aukið hefir örðugleika þjóðarinnar, ef það hefir gert stjórninni erfiðara um vik. Þetta er ljót lýsing, en hún er þvf miður sönn. Skjóts bata ekki að vænta Ríkisstjórnin tók strax til ó- spilltra málanna. Þarf ég ekki að lýsa ráðstöfunum hennar í einstökum atriðum. Markmið þeirra var skýrt og á- kveðið: að skapa grundvöll fyrir heilbrigðu efnahagslífi, framför- um og bættum lífskjörum í land inu. Samskonar ráðstafanir höfðu verið gerðar í fjölda landa síðast liðinn áratug og þá fyrst og fremst í nágrannalöndum ökkar í Vestur-Evrópu. Þær höfðu allsstaðar stuðlað að því að styrkja fjárhag landanna út á við, örva vöxt þjóðarfram- leiðslunnar, og stórbæta kjör al- mennings. Ríkisstjórninni var það ljóst að skjóts bata af þessum ráðstöf- unum væri ekki að vænta, jafn slæmt og ástandið var orðið. Henni var einnig ljóst, að á því tímabili, sem liði áður en já- kvæður árangur færi að koma í ljós, myndu ráðstafanirnar hafa í för með sér erfiðleika fyr ir bæði almenning og atvinnu- reksturinn. Úr þessum erfiðlei'k- um var reynt að draga með ým- iskonar hliðarráðstöfunum, án þess að spilla fyrir því, að höfuð markmiðin gætu náðst. Álit þjóðarimnar erlendis endurreist Reyndin varð sú, að óvenju erfiðar ytri aðstæður torvelduðu viðreisnina á fyrsta ári hennar. Þrátt fyrir þetta var ljóst. að miðað hafði í rétta átt. Um mitt ár 1961 var svo kom- ið, að gjaldeyrisstaðan hafði batnað milkið, enda þótt gjald- eyrisforðinn, sem orðinn var 150 millj. kr., væri enn alltof lítiil. Inn'lendur sparnaður hafði vax- ið 67% meira á mánuði hverj- um, frá apríilmánuði 1960 tiil júnímánaðar 1961, heldur en 'hann hafði gert á árinu 1959. Jafnframt hafði tekið fyrir of- þenslu bankaútlána. Frjáls inn- flutningur hafði veitt bæði at- vinnufyrirtækjum og ^ almenn- ingi aukið hagræði. Álit þjóð- arinnar erl'endis hafði verið endurreist. Það reið á mifclu, að sá grund- völlur, sem þannig hafði verið lagður, yrði ekki eyðilagður, iheldur þvert á móti treystur enn meira. Aðeins með því móti var hægt að gera ráð fyrir, að í landinu gætu orðið eðlilegar framfarir og vaxandi velmegun á komandi árum. Þegar svona stóðu sakir, gerðu samtök launiþega kröfur um miklar og almennar kauphækk- anir. Ég mun ekki rekja hér gang kaupdei'lnanna og verkfallanna á sl. stimri, en vil í staðinn, að gefinu tilefni, snúa mér að við- horfumum eins og 'þau blöstu við, að kaupdeilunum loknum. Sjávarútvegurinn illa farinn Kauphækkanimar, sem samið v«r um, svöruðu til þess, að launakostna ður atvinnuveganna ykist um 13—19% og peninga- tekjur manna um a. m. k. 500—600 millj. kr. á ári. Hvernig stóðu nú atvinnuveg- irnir að vígi til þess að taka á sig slíkar hækkanir? Á svarinu veltur hvort gengislækkunin var óumflýjanleg, eða ekki. Höfuðatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sjávarútvegurinn, var illa farinn eftir langvarandi verð- bólgu og hafði á undanförnu ári orðið fyrir einu mesta verðfalli aíurða, sem átt hefir sér stað á síðari árum. Síldarvertíðin ‘sumarið 1960 hafði brugðizt og nýafstaðin vetrarvertíð hafði verið slæm sérstafclega fyrir Suðurlandi. Togararnir áttu við meira aflaleysi að etja en nokkru sinni um meira en 20 ára skeið. Verð á afurðunum hafði að sönnu aítur farið hækk andi á fyrstu mánuðum ársins 1961, en þó ekki nægjanlega til að vega upp á móti fyrri verð- læ'kkunum, þannig að meðalút- flutningsverð sjávarafurða var Ólafur Thors forsætisráðherra enn nokkru lægra en það hafði verið í árslok 1959. Engum manni gat því dottið í hug, að sjávarútvegurinn gæti í einu vet fangi tekið á sig launahækkanir, sem svöruðu til fimmfaldrar þeirrar aukningar afkasta á mann, sem búast má við, að eigi sér stað á ári hverju. en við það er viðurkennt, að kauphækk anir verði almennt að miðast. Stjórnarandstaðan hefir bá líka sízt gert lítið úr erfiðleikum sjávarútvegsins, þegar það hefir hentað. Geta atvinnuveganna könnuð til hlítar En hvað þá um aðrar atvinnu- greinar, iðnað, 'ærzlun og sigl- ingar? Gátu þær tekið á sig launahækkanirnar, án þess að hækka verð á þeim vörum, sem þær fromleiða og þeirri þjón- ustu, sem þær inna af hendi? Hér á landi hefir verið verð- lagseftirlit 1 meira en tvo ára- tu'gi. Verðlágseftirlitið hefir átt að fylgjast með því, að sérhver vara væri seld því sem næst á því verði, sem það kostaði að framleiða hana og dreifa henni, og sérhver þjónusta á því verði, sem kostaði að inna hana af hendi. Hafði þá verðlagseftirlitið brugðizt svohrapallega hlutverki sinu, að iðnaður, verzlun og sigl- ingar gætu allt í einu tekið af gróða sínum upphæð, sem svar- aði til 5 ára meðalaukningar af- kasta? Rlkisstjórnin krafðist að fá úr þessu skorið. Geta þessara atvinnugreina til að greiða hinar umsömdw kauphœikkanir var því könnuð til hlítar. í þessu skyni fóru fram umfangsmiklar athuganir á vegum verðlags- nefndar og Viðskiptamálaráðu- neytisins á s.l. sumri. Ful'ltrúar þessara atvinnugreina mættu einnig á fundum nefndarinnar og voru spurðir spjörunum úr. Á meðal þeirra voru einnig full- trúar samvinnuhreyfinigarinnar. Niðurstaða þessara athugana var sú, að yfirleitt væru fyrir tækin þannig á vegi stödd, að ágóði þeirra nægði ekki einu sinni til þess að standa undir eðlilegri endurnýjun þeirra fjármuna, sem í þeim væru bunidnir. Verðlagsnafnd taldi af þessari ástæðu ekki annað kleift en leyfa verðhækkanir, er svör- uðu til launahækkananna. Ein- staka sinnum sá nefndin sér meira að segja ekki annað fært en ganga enn lengra en þetta. Einasta undantekning frá þessu var sú, að nok'kur hluti þess iðn- aðar, sem framleiðir fyrir inn- lendan markað. sýndist betur á vegi staddur og þá fyrst og fremst vegna hagstæðra áhrifa frá gengis'lækfcuninni í ársbyrj- un 1960. Þessar iðngreinar gátu tekið á sig a. m. k. nokkurn hluta launahækkananna og voru fúsar til þess. Launahækkanirn- ar hafa því ekki leitt til hækk- unar vöruverðs í bessum iðn- greinum nema að nokkru leyti. Alls staðar blasti sama myndin við Með þeirri einu undantekn- ingu, sem ég nú hefi nefnt, blasti allsstaðar við sama mynd- in. Atvinnuvegirnir gátu ekki borið þær kauphækkanir, sem samið hafði verið um. Gi'lti þetta jafnt um fyrirtæki samvinnu- hreyfingarinnar sem önnur fyrir tæki, enda stóð ekki á þeim, fremur en öðrum að hagnýta sér ítrustu heimildir til verðhækk- ana. Þetta er augljós og ómót- mælanleg staðreynd. sem stjórn arandstaðan hefir ekki getað borið brigður á og raunar held- ur ekki talið sér það nauðsyn- legt. Hún hefir nefnilega þótzt eiga í fórum sínum annan miklu vænni lurk til að lemja harð- stjórana í ríkisstjórninni með. Hún hefir talið sig geta sannað þjóðinni úlfúð okkar og ilit inn- ræti með því að sýna fram á, að við réðum yfir öbrigðulum Kínalífs Elexír, sem væri alira meina bót, aðeins ef við viidum rétta hann að þjóðinni úr okkar náðarhendi, sem við þó auðvitað ekki fengjumst ti'l af meinfýsni einni saman. Þarf ég ekki að segja hv. hlust endum, að ég á hér við vextina, þessa „geigvænlegu okurvexti“, „'þessar drápsklyfjar á þeim skuldugu“. „Léttið vaxtabagg- ana“ skrifar, talar, hrópar stjórn arandstaðan látlaust dag og nótt, „þá er leikur einn ð bera kaup- hækkanir síðasta sumars og gengisfelling með öllu ástæðu- laus“. Þetta er viðlagið í öllu rauli þeirra í vöku og svefni, svo oft kveðið, að sérhver fuli- Rœður I sjálfstœðismanna \ í útvarpsumrœð- unum á Alþingi j tíða maður kann það og margir trúa án efa, að þar sé fólginn mi'kilvægur sannleikur. ^ í- Andar köldu til sparifjáreigenda Ég skal ekki fjölyrða um, að í öllum þessum vaxtavaðli stjórn arand'stæðinga hefir andað ákaf- . lega og óskiiljanlega köldu til sparifjáreigenda, svo mjög sem hlutur þeirra hefir lengi verið fyrir borð borinn. Ég sný mér að hinni hliðinni, vaxtaokrinu, sem þeir kaila, og viðurkenni, að stjórnarliðið hafi ef til vilí gert of lítið tii að varpa ljósi yfir þessa höfuðrökvillu andstæð inganna. En vilji menn sjá hvil- lik endemis firra hér er á ferð, nægir að nefna örfáar og auð- skildar tölur. Er þá fyrst að minna á, að launahækkanirnar nema 550—600 millj kr. á ári* Það er þessum bagga, sem á að létta af atvinnuvegunum með! einhverri læk'kun á voxtunum. Bftir því skyldi maður ætla, að véxtirnir næmu þúsundum mil'ljóna króna. En hvað eru þá 'þessir vextir miklir? Eru þeir f "raun og veru þúsundir miiljóna 'króna á ári? Nei. Því fer víðs fjarri. Allar vaxtagreiðslur af útlánum allra banka og spari- sjóða á öllu landinu námu á öliu síðast liðnu ári aðeins broti af þeirri upphæð eða ekki nema einum 400 mllj. kr., þ. e. a. s, miklu lægri upphæð en kaup- hækkanirnar. Þætti mér nú fróð legt að vita 'hvernig auðið er að bæta atvinnurekstrinum upp 550—600 millj. króna útgjalda- auka með því að létta af honum einhverju broti af 400 millj. króna, eða svo sem 70—80 millj. kr. og , er þá miðað við uppá- stungu sjálfra stjórnarandstæð- inga um vaxtalækkun. Þetta er eitthvað skrýtinn út- reikningur og væri andstæðing- unum h'öliara að fara í einka- tírna í samlagningu og frádrætti ef einhver þeirra skyldi ætla að reyna landspróf eða þó ekki væri nema fenmingarpróf í vor. Hvað sjávarútveginn sér- staklega varðar verður þessi vis dómur andstæðinganna enn fjar stæðukenndari. Áukinn vaxta- kostnaður ú'tvegsins, miðað við það sem Var áður en vaxtahækk unin gekk í gildi í ársbyrjun 1960, nemur nefnilega aðeins mil'li 15 og 20 millj. kr., sem eru ’hreinir smámunir í þessu sam- bandi, eða innan við 1% af fram leiðsluverðmæti þessa atvinnu- vegar. Gengislækkunin óumflýjanleg Sést af þessu, að vaxtalækk- unin var sáralítil meinabót móti kauphækkiunum, og umbúða- laust sagt eru þessi falsrök and- stæðinganna svo auðsæ, að það er blátt áfram árás á almenning Framh. á blis. °

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.