Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 2
2
M0KCVWBZ1Ð1Ð
ÞriSyiuiSágtcr 17. aprffl 1962
— Ræða Ólafs
Framh. af bls. 1
í landinu að bera þau á borð
fyrir hann. Hins vegar hefði
vaxtalækkun, eins og á stóð á
síðastliðnu sumri, aukið verð-
bólgu'hættuna og stuðlað að óhag
stæðum greiðslujöfnuði. Þetta
vita stjómarandstæðingar lika
vel. Kröfur þeirra um vaxta-
læk'kun eru því fremur sprotnar
af úlfúð í garð sparifjáreigenda
en umhyggju fyrir atvinnurekstr
inum.
Þá hafa stjórnarandstæðingar
verið að tæpa á öðrum leiðuim
til lækkunar framleiðslukostnað
ar. Því skal ekki neitað, að marg
ir kostnaðarliðir sjávarútvegs-
ins, eins og t. d. tryggingargjöld,
eru óeðlilega háir hér á landi.
Hitt er barnaskapur einn að láta
sér detta í hug að í einu vet-
fangi sé hægt að lækka slíka
kostnaðarliði hjá sjávarútvegin-
uim og öðrum atvinnuvegum um
upphæðir, sem nema hundruð-
um milljóna króna.
Allt ber því að einum brunni.
Atvinnuvegirnir voru þess með
öllu ómegnugir að taka á sig
hinar miklu kauphækkanir og
hvorki gat vaxtálækkun né önn-
ur framkvæmanleg útgjalda-
lækkun bætt þeim nema sáralít-
inn hiuta þeirra 550—600 millj.,
sem búið var að hlaða á þá. Af
því leiðir að gengislækkunin var
eina úrræðið og því allsendis
óumflýjanleg.
Of stórstígar kauphækkanir
leiða til ófarnaðar
Margar aðrar þjóðir skilja
þessi miál miklu betur en við.
Til fróðlei'ks skal ég nefna síð-
asta vitni meðal nágrannaþjóð-
anna -þessu til staðfestingar,
Ýmsir hilustenda minna munu
sjálfsagt hafa te’kið eftir fregn,
sem lesin var hér í útvarpinu
fyrir nokkrum dögum þar
sem skýrt var frá launasamning
um á milli verkalýðsfélaga og
aitvinnurekenda í Svíþjóð. Þessir
samningar voru tii tveggja ára,
eins og þeir saminingar, sem
gerðir voru hér á landi á s.l. ári.
Þeir fólu í sér á milli 2 og 3%
1 a u naihækk u n hvort árið,
auk hækkaðrar greiðslu { líf-
eyrissjóði. Samningar þessir
höfðu náðst eftir langvarandi
samningaumleitanir, og þeir
höfðu verið gerðir skömmu eftir
að ríksstjórnin hafði hækkað
söluskatt í smásölu úr 4% í 6%.
Nú vi'l ég spyrja: Hvaða mun-
ur er það á þjóðarbúskap ís-
lendinga og Svía, er geti gert
íslenakum þjóðarbúskap fært að
standa undir 13—19% kauphækk
un eitt árið og 4% næsta árið,
þegar verkamenn og atvinnu-
rekendur í Svíþjóð eru sammála
uan, að sænskur þjóðarbúskapur
þoli ekki meira en 2—3% kaup-
hækkun á ári? Skyldi þjóðar-
framleiðslan á mann vaxa hrað-
ar á íslandi en í Svíþjóð? Nei,
þvert á móti. Þjóðarframleiðslan
á mann hefir vaxið um 3% á ári
í Svíþjóð s.l. fimm ár, en aðeins
um 2% á íslandi. Eða hefir þá
bannske gróði íslenzkra atvinnu
fyrirtækja verið svona miklu
meiri að til’tölu en gróði sænskra
afcvinnufyrirtækja? SLíikt hvarfl-
ar ekki að nokkrum manni. Eða
loks, — var þá gjaldeyrisstaða
íslendinga svo miklu sterkari en
gjaldeyrisstaða Svía, að þjóðar-
Aðalfundur Félags
bifvélavirkja
AÐALFUNDUR Félags bifvéla-
virkja var haldinn 29. marz s.l.
í stjórn félagsins voru kjörnir:
Sigurgestur Guðjónsson, form;
Karl Árnason, varaform; Krist-
inn Hermannsson, ritari; Eyjólf
ur Tómasson, gjaLkeri; Guðmund
ur Óskarsson, varagjaldikeri. —
Árni Jóhannesson er gjaldkeri
Styrktarsjóðs.
Hagur félagsins er góður. Úr
Styrktarsjóði félagsins voru veit/t
ir styrkir á liðnu starfisári, sam
tals að upphæð kr. 60.269,00. —
Fólagismenn eru nú um 160.
búið geti borið um nokkurt skeið
þann halla, sem af miklum kaup
hæk’kunu'm getur hlotizt? Því er
fljótsvarað. Gjaiideyrisvarasjóð-
ur íslendinga á s.l. sumri, þegar
ákvörðun var tekin um geng-
islækkunina, svaraði til hálfs
mánaðar innflutnings, en gjald-
eyrisvarasjóður Svía svarar til
fjögurra mánaða innfilutnings.
Nei, það er sannarlega ekkert
í þjóðarbúskap okkar íslend-
inga, sem réttlæti stórfelldari
kauphækkanir en með Svíum.
Það, sem veldur mismunandi að-
gerðum þeirra og okkar og gæfu
muninn gerir, er þroska- og
þekkingarleysi okkar á sviði
efnahagsmálanna. Sænska verka
lýðshreyfingin skilur og veit
það, sem við eigum eftir að læra:
að sígandi lukka er bezt og raun-
ar hin eina lukka í þessum efn-
um, vegna þess að of stórstígar
kauphækkanir leiða alltaf til ó-
farnaðar og gengisfellingar.
Hinn jákvæði árangur ketnur
æ betur í Ijós
Þetta er kjarni málsins. Það
eru einmitt þessar staðreyndir,
sem ég nú hefi tilgreint ,sem úr
skera í deilunni milli stjórnar-
innar og andstæðinganna. Þær
sýna, svo ekki verðui um deilt,
að það er eingöngu vegna þess
að ríkisstjórnin hikaði ekki við
að gera tafarlaust það, sem gera
þurfti, þ.e.a.s. að feltla gengið,
að í stað hallareksturs, atvinnu-
leysis og þess ófarnaðar sem í
kjölfar kauphækkananna hlaut
að sigla, hefir atvinnulíf lands-
ins verið rekið með eðlilegum
hætti síðan í fyrrasumar og at-
vinna hefir víðast verið meiri en
nokkru sinni fyrr. Hinn jákvæði
árangur viðreisnarinnar hefir
komið æ betur í Ijós, sú tiltrú,
sem viðreisnin hafði skapað inn
•anlands og utan á efnahagsmál-
um þjóðarinnar, hefir haldizt og
sá grundvöllur, sem með henni
var lagður að framtíðarvekneg-
un þjóðarinnar, hefur verið
treystur.
Jafnframt halda launþegar
eftir sem raunverulegri kjarabót
nokkrum hluta launahækkan-
anna. Hækkun framfærsluvísi-
tölunnar síðan 1. júlí s.l. er nú
10%, en almennast voru launa-
hækkanirnar frá 13—15%. í við-
bót við þetta kemur svo. að at-
vinna hefir á undanförnu ári
verið meiri en áður. Þess vegna
hafa raunverulegar tekjur vaxið
meira en þessar tölur benda til.
Að vísu eru ekki öll verðhækk-
unaráhrif launahækkananma og
gengislækkunarinnar enn komin
fram, en sú 4% launahækkun,
sem framundan er 1. júní, þarf
ekki nema að litlu leyti að koma
fram í verðlaginu, og verður því
að mestu leyti til kjarabóta.
Snúast eins og vindhanar á bust
Þegar hér er komið sögu,
bregður allt í einu svo kynlega
við, að stjórnarandstaðan, sem
fram að þessu hefir ekki viljað
viðurkenna jákvæðan árangur
viðreisnarinnar, vendir sínu
kvæði í kross og segir, að þessi
árangur sé svo mikill, að hann
sýni, að ekki hafi verið þörf
neinna aðgerða á s.l. sumri.
Ég hefi þegar afsannað þessa
staðhæfingu og gseti þó fært
fram ýms fleiri töluleg rök, sem
hér vinnst þó ekki tími til. En
ekki get ég stillt mig um að
minna á, að fyrst sögðu þessir
menn, að viðreisnin hefði farið
út um þúfur. Síðan, að hún væri
að fara út um þúfur. Þar næst,
að hún myndi fara út um þúfur,
og loks nú, að hún hafi tekizt
svo vel, að slíks séu engin for-
dæmi í efnahagslífi íslendinga
og þótt víðar væri leitað. Minna
má nú gagn gera.
Er nokkuð torskilið, að mað
ur kjósi fremur að reyna að
leysa vandamál þjóðarinnar en
að standa í stöðugu karpi við
þá, sem hoppa þannig og skoppa
frá réttu til rangs og daglega
snúast eins og vindhanar á bust.
Réðumst gegn vandanum
Megintilgangur allra aðgerða
ríkisstjórnarinnar í efnahags-
NÝLEGA var haldinn aðal-
fundur Félags íslenzkra
■flugumferðastjóra. í félaginu
eru 54 félagsmenn starfandi
víðsvegar á landinu, fjöl-
mennastir í Reykjavík og
Keflavík.
Jafnaðarlega getur eíkki nema
helmingur félagsmanna setið
fundi, þar sem helmingur félags
manna er alla jafna bundinn
við skyldustörf. Undir flugum-
ferðastjórnina hér heyrir allt
flug yfir norðanverðu Atlants-
hafi, auk innanlandsflugsins, og
er af þessum söku«i varðgæzla
allan sólarhringinn allt árið um
kring.
Stjómarkjör
Allsherjaratkvæðagreiðsla fer
Stjórna flugi yfir
N.-Atlantshafi
fram innan félagsins um stjórn
og trúnaðarstöður. Kosnir voru
að þessu sinni Valdimar Ólafs-
son formaður, Kristinn Sigurðs-
son varaformaður, Árni Þor-
grímsson ritari, Guðjón Ingvars
son gjaldkeri og Guðni Ólafsson
meðstjórnandi. Auk þess fóru
fram önnur venjuleg aðalfund-
arstörf.
Félagið var eitt af 12 félög-
um, sem stofnuðu Alþjóðasam-
töli flugumferðastjóra í Amster-
dam í október sl.
Mikilvæg alþjóðasamtök
Félagsskapur þessi hefur
mörgum og mikilvægum verk-
efnum að gegna. Innan vébanda
hans er rætt um allar tæknileg-
ar nýjungar á sviði flugumferða
stjómar og flugöryggis. Haft er
náið samstarf við Alþjóðasam-
málunum hefir frá öndverðu
verið sá, að leggja grundvöllinn
að vaxandi velmegun í landmu.
Vaxandi velmegun byggist á
vaxandi framleiðslu. Vaxandi
framleiðsla á heil'brigðu jafn-
vægi 1 efnahagslífinu. Kaup-
hækkanir eins og þær, setm áttu
sér stað á s.l. sumri, stuðla ekki
að kjarabótum fyrir einn eða
neinn. Það eina. sem þær £á á-
orkað, er að skapa efnahagslegt
öngþveiti, verðbólgu innanlands
og greiðsluhalla við önnur lönd.
Með þessu móti eyðileggja þær
beinlínis tækifærin til að ná
bættum lífskjörum, svo framar-
lega sem öf-lugar ráðstafanir eru
ekki gerðar þegar í stað til þess
að afstýra slíkum afleiðingum.
Þegar ríkisstjórnin gerði einmitt
þetta á s.l. sumri, var hún þar
með að vinna fyrir hagsmuni
launþega og alls almeninings í
landinu.
Ég hefi með þessum fáu orð-
um lertt athygli að því, að nú-
verandi stjómarflokkar tóku við
þjóðarbúinu í rúst, að við réð-
umst tafarlaust gegn vandanum
með einörðum og réttum ráð-
stöfunum, að á miðju síðasta ári
hafði viðreisnin borið mikinn og
sýnilegan árangur, þrátt fyrir ó-
hagstæð ytri skilyrði, að kaup-
hækkanimar, sem þá fóru fram
hefðu lagt al’lt í rúst að nýju, ef
ekki hefði verið að gert, og að
þær ráðstafanir, sem þá .voru
gerðar, hafa þegar borið ríkuleg
an ávöxt, sem meðal annars má
sjá af stöðugri atvinnu, stór
auknu sparifé, sívaxandi gjald-
eyrissjóðum, jákvæðum greiðslu
jöfnuði og þeirri heillavænlegu
endurreisn lánstrausts þjóðarinn
ar erlendis, sem af þessu hefir
leitt. Og er þá þess ógetið, að mik
ill hluti þeirra yfirdráttarlána,
setm tekin voru erlendis í árs-
l byrjun 1960, hefir verið endur-
greiddur.
Merkar fyrirætlanir
á prjónunum
Samfara þessu hefir stjórnin
fengið til meðferðar venju frem
ur mörg og vandasöm viðfangs-
efni, jafnt á sviði utanríkis- sem
innanríkismála, sem hún hefir
borið gæfu til að leysa farsæl-
lega, en jafnframt beitt sér fyrir
alhliða löggjöf til sóknar og
varnar. Nefni ég þar til aðeins
sem dæmi björgun lánasjóða
landbúnaðarins frá yfirvofandi
vanmætti eða jafnvel gjaldiþroti,
aðstoð, við togaraflotann, heild-
arendurskoðun skattalaga, marg-
víslega löggjöf til að tryggja hag
ríkissjóðs, margþætta og merka
löggjöf á sviði dómsmála, heil-
brigðismála, menntamála, félags
mála, útvegsmála, landbúnaðar-
mála og samgöngumála o. s. frv.
Hika ég ekki við að staðhæfa,
•að engin íslenzk ríkisstjóm hefir
verið svipað því jafn risihá og
mikilvirk í þessum efnum sem
núverandi stjórn.
Stjórnin hefir nú á prjónun-
um merkar fyrirætlanir um nýj-
•ar framkvæmdir, þ.á.m, stórvirtkj
anir og stóriðju. Ber því allt að
einum brunni um það að þjóðin
geti vænzt góðra og batnandi
lífskjara, ef hún sýnir biðlund
og ber gæfu til að forðast for-
tölur þeirra, sem láta annarleg
sjónarmið stjórna gerðum sín-
um, hvort heldur er sjúkleg
valdafíkn eða þjónkun við óþjóð
leg öfl.
Trúi því, að við höfum borið
gæfu til að gera hið rétta
Stjómarandstöðuna læt ég
sjálfa um að lýsa sér. „Högg,
högg, högg“ æpti hv. þm., sem
áðan talaði móti tómum stólum
deildarinnar, nýverið. „Hefnd,
hefnd, hefnd“ hrópa aðrir.
Hefnd? En vfir h,verium og fyrir
tök flugmanna, Alþjóðasamtöle
flugfélaganna og Alþjóða flug«
málastofnunina. Á þessu stofn-
þingi var að sjálfsögðu fyrst og
fremst rætt um lagasetningar og
starfsreglur samtakanna og
ýmsar starfsnefndir skipaðar til
úrlausnar aðkallandi vandamál*
um og munu þær skila áliti á
fyrsta aðalfundi samtakanna,
sem haldinn verður í París 25.—«
27. apríL
FuIItrúar 30 landa
Sem fyrr greinir voru stofn.
lönd samtakanna tólf talsins, en
gert er ráð fyrir að mörg fileiri
muni nú ganga í samtökin og er
gert ráð fyrir að fulltrúar fast
að 30 landa mæti á aðalfund«
inum.
Af íslands hálfu munu þeir
Valdimar Ólafsson og Árni Þor«
grímsson sitja aðalfundinn.
Samtökin gefa út tímarit, sem
kemur út fjórum sinnum á ári
og nefnist „The Controller“,
enda er eitt af höfuðverkefnum
samtakarma að kynna störf
flugumferðarstjóra, sem almenn«
ingi eru lítt kunn.
hvað? Ég verð að játa, að mig
hryilir við sálarástandi manna,
sem svona tala, ef hugur fylgdi
máli. Ég spyr: Hefir nokkur svo
bölvuð stjórn nokkru sinni farið
með völd á íslandi, að hún telji
refsivert, að fólkið leitist við að
bæta lífskjör sín, og fylltiist fyrir
það heift og hefndarhug? Ég
staðhæfi, að því fer víðsfjarri.
Allar stjórnir hljóta fegnar að
vilja bæta kjör þjóðfélagsþegn«
anna. Ágreiningurinn er aðeina
um getuna, og gæfumunurinn
er, hvort menn finna rétt úrræði
og þora að gera það, sem þjóð-
inni er fyrir beztu, án bliðsjónar
af stundarvinsældum, eða líta
undan og lyppast niður í von
um fylgisauka.
Núverandi ríkisstjórn hefir
ekki skort þrek til að fylgja
sannfæringu sinni. Ég trúi því,
að við höfum borið gæfu til að
gera hið rétta og hvergi gengið
lengra en nauðsynlegt var, til að
bjarga þjóðinni frá yfirvofandi
voða. Ég trúi því lí'ka, að miikill
meiri hluti þjóðarinnar sé á
sama máli. Og loks held ég, að
andstæðingar okkar gangi þessa
ekki duldir, og það sé einmitt
þess vegna sem þeir eru nú al-
’gjörlega úr skorðum gengnir,
rétt eins og efnahagslíf þjóðar-
innar var, þegar þeir skildu við,
í þessu ljósi bið ég háttvirta
hlustendur að skoða æsingar
þeirra, öfgar of rangfærslur, en
jafnframt vona ég, að þjóðin
veiti ríkisstjórninni brautar-
gengi, — mátt og megin til að
halda áfram að vinna að aukn-
um skilyrðum fyrir góðum og
batnandi lífskjörum allra manna
í þessu landi í nútíð og framtíð.
Ég lýk máli mínu með því að
staðhæfa, að fái núverandi stjórn
arstefna að ráða hér ríkjum
muni lífskjör almennings gjör-
breytast til hins betra á einuiai
einasta áratug.