Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 5

Morgunblaðið - 17.04.1962, Síða 5
ÞriSjudagur 17. aprTT 1962 WOnGTJNBL^ÐlÐ 5 Flóttinn úr sveitunum helzt stöðvaöur með því að byggja upp trausta lánastofnun Ræða Ingólfs r 1 Herra foriseti, góðir áheyrend- Ur. Það kom greinilega fram í útvarpsumræðunum í gaerkvöldi að stjómarandstaðan er málefna laus. Hennar verkefni eru að rífa niður og reyna að gera ráðstaf- anir stjórnarflokkanna tortryggi legar. Stjórnarándstaðan reynir enn að telja almeningi trú um, að hagur þjóðarinnar hafi verið góður í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin gafst upp. Háttvirtur þingmaður, Eysteinn Jónsson, hefir sagt, að ekkert hafi verið að á þessum tíma, nema það, að ekki var ráðið við vísitöluna og dyrtíðina. Þessi játning Iþing- imannsins er mikiis virði og sann ar það áþreifanlega, að sú dýr- tíð. sem nú er talað um, er arfur' frá vinstri stjórninni. Þegar stjórnarandstaðan talar nú um Ihátt verðlag og gefur í skyn, að múverandi ríkisstjórn eigi sök á því, er gott að hafa í huga það, sem Eysteinn Jónsson segir um vísitöluna og það sem Hermann Jónasson sagði, þegar hann lýsti uppgjöfinni og taldi, að óðaverð þólga vseri skollin á. Það hefir tekizt eftir vonum að stöðva dýrtíðina og koma atvinnuveg- unum á starfsgrundvöll á ný, en eins og kunnugt er, var allt geng ið úr .skorðum í árslok 1958 vegna vísitölunnar og verðbólg- tmnar. Með bjargráðunum 1958 var krónan felld um 55%. En í árslok hafði krónan fallið miklu meira vegna stöðugt hækkandi verðlags á árinu. Núverandi ríkisstjóm gerði ráðstafanir til þess að skrá krónuna á réttu verði í ársbyrjun 1960. Efnahags aðgerðirnar, sem þá voru gerðar, voru nauðsynlegar til þess að forða þjóinni frá gjaldþroti, Það kemur úr hörðustu átt, þegar stjórnarandstaðan, sem ber á- byrgð á því, hvernig komið var, setur sig á háan hest og er að vanda um við stjórnarflokk- ana vegna þess, að verðlag hef- ur hsekkað og nokkurrar óþæg- indi geta af því stafað, meðan jafnvægi er að nást. Stjómarandstaðan talar mik- ið um að illa sé búið að atvinnu vegunum, en sanmleifcurinn er sá, að giftusamlega hefur tekizt að forða þeim frá stöðvun, mið- að við það ástand, sem orðið var, þegar vinstri stjórnin skilaði af sér. Bændum tryggt fullt verð fyrir útflutningsvöruna Hér skal nokkuð vikið að því, á hvaða vegi landbúnaðurinn er í dag. Vissulega á hann við mokkra erfiðleika að etja eins og fleiri atvinpugreinar. Vafalaust hafa margir bændur gert sér tfulla grein fyrir því, hver hagur þeirra væri, ef vinstri stefnan hefði verið lengur ráðandi og miálefni landtoúnaðarins í hönd- tiim Framsóknarmanna. Afurða- sölulögin frá 1947 hafa Fram- sóknarmenn lengi talið vera lög Framóknarflokksins og beztu lög, sem landbúnaðurinn gæti tfengið til þess að tryggja rétt verð á afurðumum. Verðlagning landbúnaðarvara hefur farið fram samkvæmt afurðasölulö0'- nnum með sama hætti síðan þau lög urðu til. Sá galli var á lög- wnum að þau tryggðu ekki fullt verð fyrir þær vörur, sem flutt- «r voru úr landi. Annar megin- galli var einnig á lögunum, að ekki métti breyta verðlagi bú- vara nema einu sinni á ári, þótt kaupgjald og verðlag hefðu htækkað. Afleiðingin af þessu varð sú, að bændur biðu stóran halla vegna útfiuttra búvara og einnig biðu þeir mikið tjón af bwií að biða aJJit aJS huí oJ.ir ár Jónssonar landbúnaðarróðherra eftir verðhækkun búvörunnar. Árið 1958 ræddi búnaðarþing um þessi mál og það tjón, sem bændur biðu af útflutningnum. Framsóknarmenn voru í ríkis- stjórn og gerðu emgar tillögur um, að bændum yrði bættur þessi halli. Það vár ekki fyrr en núverandi ríkisstjórn var mynduð, að lögunum var •breytt og bændum tryggt fullt verð fyrir útflutningsvöruna. Greiddar voru 18 millj. króna úr ríkissjóði fyrir s.l. verðlagsár í þessu skyni og væntanlega miklu hærri upphæð á yfirstandandi verðlagsári. Ef Framsókn hefði ráðið, mættu bændur enn bera þann halla, sem leiðir af lágu verði á útlendum markaði. Enn væri eftir að breyta því ákvæði laganna, að 'heimila verðhækkun ársfjórðungslega eins og nú er igert, í stað þess að bíða eitt ár eftir verðbreytingu, eins og áður var. . Verðgrundvölluirinn aldrei verið réttur Á s.l. hausti náðist ekki sam- komulag í sex manna nefnd um verðlagningu búvara og hefir því verið haldið fram, að verð- grundvöllurinn sé lakari nú en áður. Um það skal ekki dæmt að þessu sinni, en geta má þess, að ýmsir forsvarsm. bænda telja vafasamt að verðgrundvöllurinn, sé lakari nú en hann hefur oft áður verið. Hitt mun rétt vera, að grundvöllur búvörunnar hefur aldrei verið réttur Það mun aldrei hafa verið tekið fullt tillit til allra útgjaldaliða við bú reksturinn. Það er verkefni Framleiðsluráðs, að færa sem skýrust rök fyrir sínu máli og ná settu marki með þeim hætti. Sá er munurinn nú frá því sem áður hefur verið, að bændur fá nú að fullu grundvallarverðið og •bera ekki halla af því, sem selt er fyrir lægra verð úr landi eftir að verðtryggingin var lögfest. Bændur hefur oft vantað mikið •á mjólkurverðið, eitt árið 22 aura á lítra. Einnig hefur oft vantað á kjötverðið og hafa þetta verið stórar upphæðir hjá ihverjum bónda sum árin. Ann- ar þáttur verðlagsmálanna má segja að sé leystur á farsælan hátt. Hinn þátturinn að fá alla útgjaldaliði viðurkennda inn í verðgrundvöllinn, ætti einnig að leysast, með rökum og staðreyd reyndum í sex manna nefnd eða í sambandi við úrskurð yfirdóms þegar til þess kemur að hann úrskurðar verðið. Framsóknar- menn eru stundum að gera sam anburð á verðlagi búvara annars vegar og verðlagi rekstrarvara hins vegar. Sá samanburður, sem lesinn var upp í gærkvöldi, er að ýmsu leyti mjög hæpinn. Dæm ið um vextina og afborganir af lánum er einnig athugavert, þar sem vaxtahækkunin hefir að miklu leyti verðið tekin inn í verðgrundvöllinn og er nú reiknað með kr. 16.579,00 en sá liður var 11,614,00 1959. Ekki er heldur rétt að reikna með 15 ára lánum, þar sem yfirlýst er að þau verða eftirleiðis til 20 ára. Meðan verðlagningin fór fram eftir þeim lögum, sem Framsóknarmenn hafa kallað sín lög, framleiðsluráðslögin ó- endurbætt, töldu þeir að rekstr- arvörurnar og vélaverðið kæmi inn í grundvöll búvöruverðsins og á þann hátt fengju þeir það bætt í gegn um verðlagið. Með endurskoðun tollskrárinnar verða aðflutningsgjöld af land- búnaðarvélum tekin til end- umkoðxmar. — Það hef- ir einnig oft heyrzt á bændafund uoql að ibað væri ekfci ibeirra hag- ur að greiða niður fóðurbæti úr ríkissjóði vegna þess að hækk un á fóðurbæti fengist bætt með hækkuðu verði á mjólk og öðr- um afurðum. Hafi þessi skoðun Framsóknarmanna verið rétt áður en lögin voru endurbætt, ætti hún miklu fremur að vera rétt nú, eftir að bændum er tryggt að fullu það verð, sem reiknað er með að þeim beri að fá samkvæmt verðlagningu sex manna nefndar eða yfirdóms. Búnaðarsjóðimir hafa alltaf haft of lítið fé. Um lánasjóði landbúnaðarins hefir verið mikið rætt á þessu þingi. Framsóknarmenn fullyrða að vel hafi verið að þeim búið þar til núverandi ríkisstjóm kom til valda, Það sanna er, að sjóðirnir hafa alltaf haft of lítið fé til útlána. í lögum um sjóðina er heimilt að lána allt að 75% af kostnaðarverði fram- kvæmda. Vegna fjárskorts hefur í mörgum tilfellum ekki verið unnt að lána meira en 25—30% Ingólfur Jónsson Iandbúnaðarráðherra af kostnaðarverði. Heimilt hefir verið að lána út á vélar, bústofn, jarðakaup, súgþurrkun og ýms- ar aðrar framkvæmdir varðandi landbúnaðinn, en vegna fjár- skorts hefir ekki verið unnt að sinna brýnustu þörfum bænda í lánamálum og hafa þeir því orð ið að taka víxla og safna lausa- skuldum vegna hinna miklu framkvæmda, sem ráðizt hefur verið í undanfarin ár. Þetta eru staðreyndir, sem sjálfsagt er að hafa í huga, þegar rætt er um hvernig leysa eigi mál búnaðar- sjóðaana til frarabúðar. Það er of mikil nægjusemi að láta 25—30% nægja, eins og oft hefir verið áður. Með bjargráðunum 1958 ihækkuðu erlendu skuldir sjóð- anna um marga milljóna tugi. Þegar Framsóknarmenn tala um að sjóðirnir hafi átt skuldlausa eign í árslok 1958, 105 millj. kr., gleyma þeir að draga frá þá skuldaraukningu, sem varð vegna yfirfærslugjaldisins. Þeir 'gleyma einnig að taka tillit til þess, að töp sjóðanna voru orð- in miklu meiri en þetta í árs- lok 1958, þegar óðaverðbólgan hafði orðið til þess að fella krón- una í það, sem hún var skráð samkvæmt efnahagsmálalöggjöf- inni £ febrúarmánuði 1960 Bún- aðarsjóðirnir áttú því í rauninni engar eignir í árslok 1958, þeg- ar þetta er tekið með í reikning- inn. Það verður að teljast undr- unarefni að reynt skuli vera að setja dæmið algjörlega skakkt UiPd frammi fvr-ir aibióð. S.l. tvö ár hefir búnaðarsjóð- unum verið útvegað innlent fé til útlána. Vegna þess hvemig afkoma þeirra er og sýnt að slíkt getur ekki haldið áfram með sama hætti, ber brýna nauð- syn til að bæta úr þessu nú þeg ar með það fyrir augum, að land •búnaðurinn fái víðtækari aðstoð í lánamálunum en verið hefur. 1960 voru veitt 199 lán úr bygg ingasj., að upphæð 13.310.000,00. Úr ræktunarsjóði var veitt á þvi ári 863 lán, að upph. 49.657.000,00 krónur. Það þykir rétt að benda á þetta, þar sem fram hefir kom ið í nefndaráliti og ræðum Fram sóknarmanna, að meðan Fram- sóknarmenn voru í ríkisstjórn 1947—’58 hafi veri veitt til jafn- aðar 600 lán árlega úr ræktun- arsjóði oig 170 lán úr byggingar- sjóði. Stofnlánadeildin verður traust stofnun Frumvarp um stofnlánadeild landbúnaðarins, sem væntan- lega verður að lögum á þessu þingi, er' mikilvægt spor í upp- byggingu þess atvinnuvegar og mun með því móti vera á far- sælan hátt tryggðir stórum aukn ir lánamöguleikar fjrrir bænd- •ur. Með frumvarpinu er lagt til, að ríkissjóður greiði að fullu gengishalla sjóðanna, sem er á- ætlaður að vera um 9 millj. króna á ári. Gert er ráð fyrir að rífcissjóður leggi fram sem stofn fé 60,5 millj. króna, en það jafn gi'ldi 8—9 millj. króna vöxtum á ári næstu 12 ár eftir því með tovaða vaxtaifæti er reiknað. Auk þess leggur ríkissjóður fram 4 millj. kr., sem verið hafa áður í fjárlögum. Auk þess er lagt á útsöluverð búvörunnar 0.75%, sem áætlað er að gefa allt að 6 mililj. krónur á ári. Gert er ráð fyrir að bændur greiði 1% af verði búvara til stofnl'ánadeildar. Er sú upphæð áætluð árlega rúmlega 8 millj. króna. Á móti þessu greiði ríkissjóður jafnháa upphæð. Á þennan hátt rná reifcna með að árlegar tekjur stofnlánadeildarinnar verði, auk vaxtatekna, sem nemur um 35 millj. króna. Á þennan hátt byggir stofnlánadeildin sig upp og verður traust stofmm og mik ilsmegandi. Eftir örfá ár verður eigið fé deilidarinnar til útléna á ári um 100 millj. króna. Árið 1875 verður eigið fé til árlegra útlána um 150 milj. króna, og eiginn höfuðstól yfir 500 millj. 'króna. Ger.t er ráð ilyriir að toækka lán til íbúðarhúsa til muna frá því sem verið hefur, auk þess sem styrkur er veittur samkvæmt lögum fré 1960 til þeirra sem verst eru settir. fbúð arlónin verða til 42 ára, vextir eru nú 6%. Gert er ráð fyrir að veita aukin lán til margs kon- ar framkvæmda, sem ekki hefir verið hægt að sinna, svo sem vélakaupa, og verða þau lán með 6% % vöxtum, og til 20 ára yfirleitt, nema lán til véla- kaupa. Óskiljanleg afstaða Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikiLs virði það er fyrir landbúnaðinn, að stofnlánadeild in verður efld. Þess má vænta að víxillán og lausasfculdir hjá bændum verði mun minni en áð- ur, þegar stofnlánadeildin hefur fengið það fé, sem henni er ætl- að. Stofnlánadeildin verður að tryggja sér fé að láni fyrstu ór- in, en það mun verða miblu auð- veldara en áður var, þar sem auðvelt er að sýna fram á, að deildin getur staðið í skilum með skuldbindingar sínar. Það merkilega hefur skeð, að meiri- hluti búnaðarþings hefur mót- mælt frumvarpi um uppbygg- Ín£fU stc>fn.L'LLLadifti IrLar in rujj' Mi u» það aðallega vera 'vegna 1% gjalds á búvöruna. Þetta er enri merkilegra vegna þess, að sami meirihluti búnaðarþings hefur óskað eftir því að fá lögfest að nýju % % gjald á búvörur bænda vegna bændahallarinnar í Reykjavík. Þetta er óskiljan- leg afistaða! Á móti hallargjald- inu kemur ekkert fé annars stað ar frá og bændur hafa ekki enn komið auga á, hvers vegna á þá er lagður skattur til þess að byggja hótel, sem þeir sjálfir munu lítið eða ekkert nota. Með 1% gjaldinu til stofnlánadeildar- innar fæst mifcið fé annars stað- ar frá til þess að byggja upp sjóð ina, eins og áður hefir verið fram tekið. Framsóknarmenn á Alþingi hafa tekið sömu afstöðu og meirihluti búnaðarþings. Þetta er ábyrgðarlaus afstaða og markast af skammsýni, eins og síðar mun sannast. Það er ekki í fyrsta skipti að góð mál mæta andstöðu, eins og sagan greinir, ef flett er upp í henni. Reynslan mun sýna að hér er um gott mál að ræða. Stofnlána- deildin mun verða feer um að ýta undir aukna framleiðslu og bættan hag í landbúnaðinum. Flóttann úr sveitunum verður að stöðva Framsóknarmenn tala um landbúnaðinn eins og vonlausan atvinnuveg. Þeir tala um fólks- flutninga úr sveitum landsins og fullyrða, að jarðir séu að fara í eyði. Þeir tala um samdrátt í ræktun og framkvæmdum. Hvað er hæft í iþessu? Það er að vísu sannleikur að undanfama ára- tugi hefir verið fólkstraumur úr sveitunum. Á árunum 1950—’60 fækkaði fólki í sveitum landsins um 390 manns árlega að meðal- tali. Jarðir fóru þá einnig í eyði Framsóiknarmenn voru við völd á þessum árum og þeim var um megn að stöðva flóttann. Þenn- an flóta verður að stöðva og það verður bezt gert með því að byggja upp trausta lánastofnun, sem er fær um að veita fjár- magni í þennan atvinnuveg. Samkvæmt frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um stofnlánadeild ina er gert ráð fyrir nýju utan- aðkomandi fjármagni, sem flutt verður inn i sveitirnar sem nem- ur yfir 20 millj. króna árlega. S.l tvö ár mun eitthvað af fólki hafa flutt úr sveitum Iandsins, en sízt meira en áður. Nokkrar jarðir munu einnig hafa farið í eyði, en þó færri en áður. Ný- býli eru stofnuð árlega og vegur það á móti gömlu jörðunum, sem í eyði fara, sem er oft vegna þess að þær eru illa í sveit settar. Hvað er með framkvæmdimar og samdráttinn, sem Fram- sóknarmenn tala svo mikið urn? Á árunum 1950—’60 var rækt- unin til jafnaðar 3600 ha á ári. Árið 1961 var ræktunin 3960 toa, eftir því sem Arnór Sigur- jónsson hefir komizt nsest. Framræsla hefir minnkað nokk- uð af eðlilegum ástæðum, þar sem grafið hefir verið í heilum sveitum nægilega mikið nokkur ár fram í tímann. Jarðræktin er undirstaða velgengni í landbún- aðinum og vaxandi framleiðslu. Jarðræktarlögin hafa verið í endurskoðun og verða væntan- legatekin til meðferðar á næsta þingi. í hinum nýju jarðræktar lögum verður kornræktinni að sjálfsögðu gerð viðeigandi skil, með það fyrir augum að rækta sem mest fóðurkorn í landinu. Rætt um lífeyrissjóð bænda við stofnlánadeildina Byggingaframkvæmdir voru miklar í sveitum landsins s.l. ár og er augljóst að meðal bænda er sem betur fer ekkert vonleysi, Fnatruh á bdis 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.