Morgunblaðið - 17.04.1962, Qupperneq 8
8
WORGUNfty 4*>»»
T'riðjudagur 17. aprfl 1962
latið undan fallast
efnahag þjdðarinnar
Ekkert verður
til að tryggja
Ræða Bjarna BenedSktssonar, dontsmaKaráðherra
SVO SBM endranær hefur sann
azt í hessu.m umræðum, að hverj
um þykir sinn fugl fagur. Lotf
mitt um núverandi stjórn hefur
þess vegna lítið gildi. Hitt hef-
ur meiri þýðingu að heyra, hvað
hinir, sem okkur eru andvígir,
segja, ekiki þegar þeir koma með
tiilbúnar árásarræður eins og nú,
heldur þegar þeir lýsa því, sem
raunverulega býr í huga þeirra.
Samstarf núverandi stjómar-
flokika hófst eftir uppgjöf vinstri
stjórnarinnar. Háttvirtur þing-
maður Strandamanna, Hermenn
Jónasson, lýsti viðskilnaði henn-
ar í sinni eftirminnilegu ræðu
4. desember 1958 í þessum sama
ræðustól, þar sem nú stend ég.
Þá sagði hann m.a.:
„ . . . ný verð'bólgualda er þar
með skollin yfir. Við þetta er
svo því að bæta, að í ríkisstjórn-
inni er ekki samstaða um nein
úrræði í þessum málum, sem að
mínu áliti geti stöðvað hina
háskalegu verðbólguþróun, sem
verður óviðráðanleg, ef ekiki
naest samikomulag um þær raun
hæfu ráðstafanir, sem lýst var
yfir að gera þyrfti, þegar efna-
bagsfrumvarp ríkisstjórnarinnar
var lagt fyrir Alþingi á s.l. vori“.
Þessi yfilýsing Hermanns Jónais
sonar er óhagganleg. Þýðingar-
laust er fyrir Framisó'knarmenn
og kommúnista að bera brigð-
ur á það, að þeir réðu ekki við
vandann heldur flúðu frá hon
um, þegar metst á reyndi.
Storfsfræðsla
ó Akureyri
AKUREYRI, 4. apríl: — Sl. sunnu
dag var haldinn hér að tilhlutan
æskulýðsheimilis templara og
kennara við barnaskólana þriðji
starfsfræðsludagurinn. Mikill
fjöldi leiðbeinenda voru að störf
um, Og leiðbeindu þeir í 96,
greinum, en unglingarnir er leið-
beininga nutu voru 482. Daginn
áður (laugardag) flutti Ólafur
Gunnarsson sálfræðingur erindi
í Borgarbíó og fjallaði það um
greindarmælingar barna, er þau
hefja nám og benti á að skóla-
námið ætti í heild að miða að
ákveðinni manngiildishugsjón.
Fjöldi fólks, einkum kennarar
og æskuiýðleiðtogar hlýddu á er
indið, en að því loknu var sýnd
íslenzk kvikmynd „Sjósókn og'
sjávarafli“ Leíðbeiningarnar í
starfsfræðslunni fóru fram í
Barnaskóla Akureyrar. Þar voru
einnig sýodar kvikmyndir Og
skuggamyndir tiil fróðleiks og
skýringar. Þá var farið í skoðun
artferðir til ýmissa fyrirtækja og
stiofnana svo sem Ullarverksmiðj-
unnar Gefjunnar, Flugturnsins o.
fl. Flestir spurðu um flugnám
og annað í samfoandi við flug
eða alls 220. Um 120 stúlkur
spurðu um hjúikrunarstörf, um
lögreglu og umferðamál 90 piltar,
um Stýrimannaskólann Og sikóla
stjóm rúmlega 50, og 48 um
loftskeytastörf.
Að starfsfræðsludeginum lokn-
um bauð Akureyrarbær leiðbein
endum til kaffidrykkju að Hótel
K.E.A. Þar flutti Stefán Kr.
Kristjánsson ávarp og þaik'kaði
leiðbeinendum vel unnin störf.
. — St. E. Sig.
VILDU VEL
Um réttmæti tflraunarinnar
með vinstri stjórn má endalaust
deila, en eftir þesisa yfirlýsingu
forsætisráðherra hennar um al-
gera upplausn og sundurlyndi
verður að telja það ganga glæpi
næst að óska þjóðinni slíks
stjórnarfars á ný. Engin ástæða
er til að efast um, að aðstand-
endur vinstri stjórnarinnar hafi
vfljað hið bezta og talið sjálfa
sig öðrum hæfari til að koma
því fram. Þess vegna er skiljan
legt, að þeir hafi með nokkurri
svartsýni litið á tflraunir ann-
arra tfl að leysa þann vanda,
sem þeir höfðu sjálfir flúið frá.
Allir kannast við fullyrðingu hv.
þm. Karls Kristjánssonar um
móðuharðindi af mannavöldum
um það bil, sem viðreisnarráð-
stafanirnar voru lögfestar. En
Karl Kristjánsson var ekki hinn
eini, sem þá sýndist svart fram-
undan. Hinn 17. febrúar 1960
gerði miðstjóm Alþýðusamibandis
íslands undir forystu Hanniibals
Valdimarssonar samlþykikt gegn
viðreisnarráðstö'fununum, þar
sem m.a. segir:
„Fær miðstjórnin ekiki ann-
að séð, en að með þessu sé at-
vinnuleysinu — geigvænlegasta
ógnvaldi alþýðuheimilanna —
boðið í bæinn, áður en langt um
líður.“
Og í marz 1960 skrifaði hv.
þm. Hannibal Valdimarsison, for-
seti Aiþýðusambandsins, í mál-
gagni þess, Vinnunni, á þessa
leið:
„Það hygg ég, að etoki sé otf-
sagt, að meginþorri þjóðarinnar
beri hú ugg 1 brjósti um, að
þessar efnahagsráðstatfanir muni
hrinda af sér gífurlegri dýrtáð
aröldu annarsvegar og valda
samdrætti og stöðvun í atvinnu-
láifinu og framikvæmdum".
Hinn 5. febrúar næstan áður
hafði Þórarinn Þórarinsson hald
ið ræðu og sagt, að ráðstafanir
þessar hljóti „að leiða til stór-
minnkaðrar atvinnu“. „Hér getur
verið komið atvinnuleysi fyrr en
varir, ef þessum ráðstöfunum
verður fylgt óbreytt fram“ sagði
Þórarinn og síðan: „þá bætist
við ný stórfelld kjaraskerðing er
væri fólgin í því að menn
misstu fyrst eftirvinnu og auka
vinnu og síðan jafnvel atvinn-
una“. Undir þetta tók Sigurvin
Einarsson og hefir Tíminn hinn
2. marz 1960 eftir honum að
stefna ríkisstjórnarinnar hljóti
„að valda minnkandi atvinnu
manna sem fyrst og fremst bitn
ar á aukavinnu manna, sem
greidd er 50—100% hærra verði
en dagvinna".
Nú skammast þessir sömu
menn yfir að eftirvinnan sé otf
mikil!
HERMANN SPÁÐI Á 4. ÞÚS.
ATVINNULEYSINGJA
Að frásögn Tímans hinn 5.
febrúar 1960 hafði Hermann Jón
asson þá haldið ræðu á fundi
Framsóknarfélaganna í Reykja-
vík og þar sagt:
„Stefna núverandi stjórnar-
flokka er ekkert nýtt fyrirforigði.
Það er í atvinnu- og fjárhags
máilum sama stefnan og olli
heimskreppunni á árunum kring
um 1930. Það er stefnan sem aft
urhaldsstjórn Hoovers boðaði í
Bandaríkjunum, og þar réð ríikj
um þar til Roosevelt braut hana
á bak aftur. Sú stefna ræður og
að verulegu ieyti í Bandaríkjun
um nú með þeim atfleiðingum,
að þar eru á 4. mflilj. atvinnuleys
ingja og svarar það til þess að
þeir væru hér á 4. þúsund. Eig-
um við að innleiða það ástand
hér“.
Síðan Hermann Jónasson
spáði á 4. þúsund atvinnuleys-
ingjum eru liðin rúm tvö ár.
Margt hefur gerzt á því tíma-
foi'li, meðal annars verktföllin,
sem leiddu til hinna miklu og al
mennu kauphækkana í júni s.l.
Skömmu áður en kom tfl þeirra
átaka og samninga SÍS við verka
lýðsfélögin, en ruddu kauphækk
ununum braut, hafði sjálfur for
maður SÍS, Jakob Frímannsson,
sagt í skýrslu KEA:
„Hætt er við, að þær kaupdeil
ur eigi eftir að hrinda af stað
nýrri skriðu dýrtíðar og verð-
bólgu, sem leiðir af sér gengis-
fellingu og enn minnkandi verð
gfldi íslenzku krónunnar".
Af þessum orðum hins glögg-
skyggna formanns SÍS sézt, að
forystumenn þess gerðu sér
Ijósa grein fyrir, hver afleiðing
athafna þeirra hlyti að verða.
„ATVINNA MIKIL“
OG „AFKOMA GÓГ
Hinn 12. júlí næstan eftir að
kauphækkanirnar voru gengnar
í garð, birti Tíminn viðtal við
hv. þm. Eystein Jónsson um á-
standið á Austfjörðum. Þar seg-
ir hann m.a.:
„Atvinna er því miikfl í sjávar
plássum og afkoma góð, þótt heild
ur illa gengi á stærri bátunum
í vetur“.
Þá, nær einu og hálfu ári eftir
samiþ. viðreisnarráðstatfananna
var sem sé hvorki samdráttur
né atvinnuleysi komið á Aust-
fjörðum. að dórni Eysteins Jóns
sonar, þrátt fyrir, að stærri bát
unum hefði gengið heldur illa
og átti þó að liggja við land-
auðn þar að spásögn hans ög
flokk'sbræðra hans vegna kjör-
diæmabreytingarinnar einnar,
jafnvel áður en viðreisnin hófst.
Síðar í sama samtali segir hv.
þm. Eysteinn Jónsson í Tíman-
um hinn 12. júlí.
„En nú horfir tfl samdráttar í
framikvæmdum þar eins Og ann
ars staðar, unz hægt verður að
hnekkja þingmeirihilutanum, sem
nú er“.
Háttvirtur þingmaður fer ebki
leynt með, að hann telur, að það
sé fyrst um hinn 12. júlí 1961,
sem horfi til samdráttar. Eftir
kauphækkanirnar skfldi Ey-
steinn Jónsson jatfn vel og Jaköb
Frímannsson •’hafði gert fyrir
þær, hver afleiðing þeirra hlyti
að verða, — etf ekki væri að
gert. En aðgerðir stjómarinnar
á s.l. sumri forðuðu frá þeirri
verðfoólgu, sem Jakob Frímanns
son hafði sagt fyrir, og frá sam
drættinum, sem hv. þm. Ey-
steinn Jónsson var hinn 12. júli
viss um, að fram undan væri.
Það eru þessir menn og þeirra
félagar, sem bera ábyrgð á að
ríkiisstjórnin neyddist tfl að
grípa til varnaraðgerðanna í
ágúst-byrjun. Þeirra er því sökin
á öllum hinum flilu afleiðingum
gengislækkunarinnar, sem þei-r
bera svo mjög í munni sér.
HVERNIG ER ÁSTAND-
IÐ NÚ?
Auðvitað var illt að þurfa að
fefla gengið. En sú ráðstöfun forð
aði frá að það ástand skapaðist,
sem Jakob Frímannsson og Ey-
steinn Jónsson voru vissir um
að leiða myndi af gerðum þeirra.
Því að hvernig er ástandið nú?
Um þáð er fróðlegt að lesa um
mæli í Þjóðviljanum hinn 3.
apríl 1962 eftir- Jóhann J. E.
Kúld, sérfræðing kommúnista í
atvinnumálum. Hann segir:
„Þegar íslenziku stjórnarherr-
arnir eru að bjóða útlendingom
að stofnsetja bér stóriðnað, þá
er ekiki sú ástæða fyrir hendi að
slíkt skref þurfi að stíga tfl að
bægja frá dyrum atvinnuleysi.
En sú hefur verið ástæðan hjá
Norðmönnum þegar þeir hafa
leyft erlenda fjárfestingu hjá
sér. Hér er ekkert atvinnuleysi
nema árstíðabundið í sumurn sjó
plássum, úti á landi".
Sérfræðingur Þjóðviljans er
ekki einn um þá skoðun að at
vinnuhortfur séu hér góðar, þvi
að hinn 29. marz s.l. birtist í
Tímanum foryistugrein, er netfn
iist: „Góðæri framundan“ og er
vafalaust etftir áibyrgðarmann
blaðisins, Þórarin Þórarinsison. —
Greinin hefst á þessum orðum:
„Margt bendir til þess, að ár
ið 1962 verði íslenzku efnahags
lífi hagstætt ár, eins og sfl. ár
var“.
Síðar í sörnu grein segir:
„Það verkefni, sem nú er ná-
lægast, þegar við blasir góðæri,
er að tryggja réttlétari skiptingu
hinna vaxandi þjóðartekna og
þjóðarauðs".
Hér er vissulega á orðin mikfl
og ánægjuleg breyting. Menn-
irnir, sem fyrir tveimur árum
sáu framundan geigvænlegt at-
vinnuleysi og móðuharðindi atf
mannavöldum lýsa nú yfir því
hver í kapp við annan, að hér
sé ekkert atvinnuleysi og við
blasi góðæri með vaxandi þjóð
artekjum og vaxandi þjóðarauð.
SKILYRÐI SKÖPUÐ TIL AÐ
GÓÐÆRI NJÓTI SÍN
Stjórnarandstæðingum tjáir
ekki að þakka þessar góðu hortf
ur eigin atfrekum á meðan þeir
voru í stjórn fram undir árslok
1958. Hrakspár þeirra, sem ég
las áðan, vorU allar gerðar löngu
eftir að þeir flúðu frá vandan-
um, sem þeir þá töldu óviðráð-
anlegan. Fyrri hluta árs 1960
töldu þeir engin af sínum gömlu
verkum megna að draga úr eða
hindra þau ósköp, sem þeir fuifl
yrtu, að væru framundan. Það
er því óumdeilanlegt, að það er
áranigur núverandi stjórnar-
stefnu, sem lýsir sér í hinum
góðu horfum, sem stjórnarand-
stæðingum verður svo tíðrætt
um. Auðvitað veit ábyrgðar-
maður Tímans, Þórarinn Þórar-
insson, ekki frekar en við hinir
hvað er framundan um veðurfar
og atflabrögð. En hann veit jafn
vel og aðrir, að nú hefur tekizt
að búa svo í haginn í etfnahagis-
málum, að skilyrði eru sköpuð
fyrir því, að góðæri njóti sín
gagnstætt því, þegar vinstri
stjórnin gafst upp.
Þessi er þá dómur andistæð-
inganna, sem áreiðanlega vilja
sízt af öflu fegra málstað núver
andi rikisstjórnar, sem vissulega
er ekki gallalaus fremur en önn
ur mannanna börn. En etftir
þennan dóm er gersamlega ó-
þarft fyrir okfcur, sem í stjórn
inni erum eða stuðningsmenn
okkar að leita eigin orða okkur
til lofs. Qkkur nægir að visa til
ummæla þeirra, sem harðastir
eru í andstöðunni við okkur.
Því að það er rétt hjá andstæð-
ingum okkar, að það hetfur ekki
einungis tekizt að förða frá at
vinnuleysi heldur blasa nú við
vaxandi þjóðartekjur og þjóðar
auður, ef menn kunna sér hótf
og ný skemmdarverk verða
ekki unnin.
ALMENNINGUR HEFUR
FENGDE) NÓG
Menn munu sannarlega festa
sér í minni yfirlýsingu Alþýðu
samlbandsstj'órnar að tryggimg
raunhæfra kauphækkana tfl
lægst launuðu verkamanna væri
ekki í hennar venkaforing.
Svo er að heyra sem kommún
istar hyggist nú reyna að rétta
við hrynjandi fylgi sitt með því
að egna tfl nýs vinnuótfriðar og
alllrar þeirrar ógætfu, sem hon-
um fylgir. Almenninigur befur
þegar fengið nóg af sldku.
Glamur og talnafolekkingaT1
Hannifoals Valdimarssonar, Lúð-
vífcs Jósefssonar og félaga þeirra
í Framsófcn nú er ekfci meira
að marka en fuflyrðingar þeirra
1960 um yfirvofandi atvinnu-
leyisi hafa reyiizt. Þeir verða sa
færri og færri, sem láta blekkj-
ast tfl að fylgja feigðarflani
mannanna, sem réðu stefnunni
frá 1956—58. Ytfirgnætfandi meiri
hluti þjóðarinnar ætlast til þeiss,
að svo sé fram haldið, sem gert
hefur verið hin síðustu misseri.
Forystumennirnir eru til þesa
kvaddir að leysa vanda en ekki
flýja frá honum. ögranir upp-
gjafarmannanna, þeirra, sem
mest hatfa brugðizt þeirn, er
treystu þeim bezt, munu einung
is verða tfl þess að etfla þann
ásetning, að ekfcert verði látið
undan faflast, sem megi verða
til þess að tryggja efnafoag þjóð
arinnar svo, að hér geti litfað
frjálsir Og óháðir einstakilingar
í frjálsu og sjálfstæðu þjóðtfélagi.
Við deilum um margt, en stifl
um deilunum svo í hótf, að við
spillum ekki þeirn möguleifca, að
æviskeiðs þessarar kynslóðar
verði minnzt sem glœsillegasta
tímabfls í íslandis sögu.
Sjónleikur
á Húsavík
HÚSAVÍK, 14. apríl. - Leifcfélai^
Húsavíkur frumsýndi í gærkvöldi
sjónleikinni Gildruna, sakamála-
leikrit í þremur þáttum. Leik-
stjóri er Ragnfoildur Steingríms-
dóttir. Með aðalfolutverkin fara
Kristjén Jónasson, Sigtfús Björns
son, Sigurður Hallmarsson,
Steina Einarsdóttir, Ingimundur
Jónsson cg Þóra Sigunmundsdótt
ir. — Aðsókn var ágæt, fullt
foús, og leik og leikendum mjög
vel tekið. — Fréttaritari.