Morgunblaðið - 25.05.1962, Side 3
f Föstudsgur 25- maí 1962
MORGUNBLAÐIÐ
3
,Húrra‘ ,hrópaði
frú Carpenter,
er hun frétti að manni sínum væri borgið
- Söguleg geímferb
, Framh. af bls. 1
vegar hvarf þokan „eins og
dögg fyrir sólu“, á skömmum
tíma, og þremur klukkustund-
um og fjórum mínútum, eftir að
Carpenter steig inn í geimfarið,
rauf gífurlegur hávaði þögnina.
Þúsundir áhorfenda, sem
safnazt höfðu saman, fyrir
vinnutíma, í næsta nágrenni
stöðvarinnar, sáu eldrauðan
bjarma gjósa aftur úr eldflaug-
inni.
Geimskotið var hafið
Atlaseldflaugin, knúin áfram
af öflugum hreyflum, sem gefa
frá sér 362.000 punda þrýsting,
reis hægt í fyrstu, undir þunga
sínum, 120 tonnum. Hraðinn
jókst hins vegar mjög fljótt, og
fyrstu 30 sekundurnar, lyftist
eldflaugin lóðrétt, en tók síðan
stefnu í norðaustur, í áttina til
Bahamaeyja.
I Er hún kom inn í kaldari
loftlög, stóð aftur úr henni
hvítur reykjarstrókur, og brátt
hvarf hún algerlega sjónum
manna.
I Aðeins tveimur og hálfri mín-
útu, eftir að eldflaugin lyftist
írá jörðu, tilkynnti Scott Car-
f enter, geimfari, að allt gengi
s ð óskum. „Ég er í góðu
fistandi", sagði hann.
>■
Á braut kil. 12:50
Fimm mínutum eftir að eld-
flauginni var skotið á loft, eða
kl. 12:50, var tilkynnt, að geim-
farið væri komið á braut. Neðri
þrep eldiflaugarinnar voru þá þeg
ar brunnin út, og geimfarið, sem
nú hafði náð um 28.000 km hraða
komið á braut umlhverfis jörðu.
Hringferð Carpenters hótfst næst
um því alveg á sama stað og
geimferð John Glenns, 20. febr.
sl.
Skömmu siðar tilkynnti Car-
penter hvcr væri þrýstingur í
klefanum^ sagði, að súrefnis-
birgðir væru, eins og til væri
setlazt, og að honum liði sjálf-
um prýðilega.
Þannig hófst fyrsta hringferð
Carpenters, umihverfis jörðu.
17 eftirliststöðvar
Á jörðu niðri voru hundruð
sérfræðinga, reiðubúnir að fylgj
ast með för hans og höfðu þeir
aðalstöðvar sínar á 17 stöðum
umhverfis jörðina þar sem geim
far Carpenters myndi fara yfir.
Eitt af því fyrsta sem Carpent-
er gerði var að snúa geimfarinu
180 gráður þannig að hann sneri
baki í stefnu þá sem geimtfarið
tfór L
Leið Carpenters lá nú því sem
næst yfir Kanaríeyjar en þar
er ein atf eftirlitsstöðvunum.
Hann tilkynnti þé, að hann
stýrði nú geimfarinu sjálfur, þ.
e. að hann hefði tekið sjálfstýri-
búnaðinn úr sambandi.
MALCOLM Scott Carpenter,
geimfari, er fjölskyldumaður.
Kona hans, Rene Carpenter,
og börn, þeirra f jögur, eru hin
t'yrstu í sögunni, sem horfa á,
er eiginmanni og föður er
skotið á loft í geimfari.
Þau dvöldust í gær í Coco
Beaeh, á Fioridaskaga, ekki
langt frá þeim stað, er Atlas-
Skömmu síðar var Carpenter
kominn ýfir Kano í Nigeríu, og
þá sagðist hann enn geta séð
síðasta þrep eldflaugarinnar, sem
blasti við sér, beint fyrir fram-
an gluggann.
Tók Carpenter myndir af því,
með reglulegu millibili, því að
ætlunin var, að reyna að fá úr
því skorið, á þann hátt, hve
mikinn hæfileika menn hefðu til
að dæma fjarlægðir, úti í geimn-
um. Jafnframt því, sem hann tók
myndirnar, talaði hann inn á
segulband, Og gat sér til um
fjarlægð. Samanburður verður
gerður síðar.
Dimmt sem um nótt
Þegar Carpenter var kominn
á braut um jörðina, var
dimmt, sem nótt, umlhverfis
hann. Hins vegar gat hann
greint, er hann var kominn yf-
ir Indlandshaf, að hann var að
koma yfir dimma hluta jarðar-
innar, þar sem nótt var. 45 mín
eftir að hann hófst á loft, var
hann kominn að mörkum dags
og nætur. Á bverri hringferð
kom hann úr degi í nótt og úr
nótt í dag.
Yfir Indlandshafi hafði hann
samband við skip ,og tilkynnti,
að allt gengi að óskum. Skömmu
síðar kom hann yfir Ástralíu.
Þar eru tvær eftirlitsstöðvar,
og skýrði hann þá frá því, að
hann væri á eftir í verkáætlun
þeirri, sem honum hafði venð
lögð fyrir. Hann sagði þá, að
hitinn í búningi sínum væri að-
eins meiri en eðlilegt gæti tai-
izt. Hitastigið varð samt aftur
eðlilegt skömmu síðar.
Sá borgarljós í Ástralíu
Gerðar voru ráðstafanir til
þess að gefa Ijósmerki í Ástralíu,
sem hann skyfldi reyna að
greina. Það tókst þó ekki, í
neinni hringferðanna þriggja.
Hinsvegar sá Carpenter borgar-
ljós, á einum stað, og mun það
hafa verið í Pertih, en íbúarnir
þar höfðu gert ráðstafanir til
þess að láta öll borgarljósin
loga, svo að hann gæti séð þau.
Þetta gerðu íbúarnir þar einn-
eldflauginni, með geimfarinu
var skotið.
Frú Carpenter, og börnin,
biðu í ofvæni, er í ljós kom,
að samband hafði rofnað við
geimfarið í lendingunni, og
það kom ekki niður á réttum
stað.
1 nær klukkutíma biðu þau,
milli vonar og ótta, eftir nán-
ig í vetur, er Glenn var í sínu
geimflugi.
Er Carpenter hafði farið fram
hjá Ástralíu, í fyrsfcu hringferð-
inni, lét hann geimfarið reka
stjórnlaust í 10 mínútur. Tók
hann síðan við stjórn þess aft-
ur.
Ýmsar afchuganir voru gerð-
ar á ástandi Carpenters, í fyrstu
hringferðinni. Blóðþrýstingur
hans var mældur, með sérstök-
um tækjum, og því útvarpað til
jarðar.
Þá snæddi hann grænmeti og
kjöt á leið sinni ytfir Kyirahaf-
ið, og tókst það vel.
Carpenter sá ljósagnir
Sama fyrirbrigði bar fyrir
augu Carpenters, á fyrstu hring
ferðinni, og augu JOhn Glenns,
á sínum tíma. Er hann kom
inn yfir vesturströnd Banda-
ríkjanna, kom hann auga á litl-
ar, lýsandi agnir, sem hann sagði
að mest líktust snjóflygslum.
Engin skýring hefur enn fund-
izt á þessum fyrirbærum.
Hringferð á 94 mínútum
Fyrstu hringferðinni lauk kl.
14,19 efti ísl. tíma, eða eftir 94
mínútur.
Er önnur hringferðin hófst,
var það eitt fyrsta verk Car-
penters að hleypa út belg, sem
blés siig sjálfur út, og var um
75 sm í þvermál. Var hann fest-
ur með nylonreipi við geim-
farið. Tilgangurinn með þessari
tilraun var að reyna að afla upp
lýsinga um mótstöðu í geimnum.
Belgurinn var 6 litur, appelsínu
gulur, hvítur, silfurlitaður, gul-
ur og blágrænn. Ætlunin er að
fá úr því skorið, hvaða litir sjá-
ist bezt frá jörðu. Frá belgn-
um var sleppt plastögnum, og
átti Carpenter að fylgjast með
endurskini frá þeim, ef vera
mætti að það gæti orðið til að
varpa ljósi á hinar dularfullu
sjálflýsandi agnir, sem vart hef-
ur orðið við, en engin skýring
fengizt á.
Belgurinn fylgdi geimfarinu
allan hringinn og mestan hluta
þriðju hringferðarinnar, jafn-
vel alla leið niður í andrúms-
loft jarðar, því að Carpenter
tókst ekki að losa sig við hann.
Lá við, að hringferðirnar yrðu
aðeins tvær.
Er á leið aðra hringferðina,
kom í ljós, að Carpenter hafi not-
að of mikið atf gasi því, hydrogen
þeroxide, sem notað er tifl þess
að rétta afstöðu geimtfarsins, á
fluginu.
Er tvenns konar kerfi, i því,
annað er sjálfvirkt, en hitt í sam
bandi við stýristæki, sem Carpen
ter handlék sjálfur. Virðist hann
hafa þurft að rétta geimfarið af,
það oft, að al'lmikið var gengið á
birgðir gassins.
Er liðið var á aðra hring-
ferðina, var talið, að svo
væri á birgðir gassins gengið, að
ekki nægði til þriðju hringferð-
arinnar. Nauðsynlegt er að nóg
gas sé fyrir hendi, er geimfarið
fer aftur inn í andrúmsloftið, þvi
hafi geimfarinn ekki nægilegt
vald yfir farinu þá, getur það
leitt til þess, að það brenni upp.
Voru gerðar ráðstaíanir ti>l
ari fréttum — og um tíma
var jafnvel álitið, að Carpent-
er kynni að hafa farizt í lend-
ingunni.
Kl. 18:22, eftir ísl. tíma,
barst gleðifregnin um að sést
hefði til Carpenters í gúm-
björgunarbát, og hann myndi
heill á húfi.
Gleði eiginkonunnar var þá
svo mikil, að hún hrópaði
upp, og það, sem hún hrópaði,
var „Húrra. húrra, húrra . . .“
Öll bandaríska þióðin. sam-
gladdist henni, við fréttina
um að allt hefði gengið að
óskum og geimfarinn væri
heill á húfi.
þess að búa geimfarið undir
lendingu, eftir aðra umferðina, en
jafnframt tilkynnt, að ákvörðun-
in yrði tekin, er geimfarið væri
yfir Ástralíu.
Það dróst. Um tíma virtist, sem
geimtferð Crapenters yrði ekki
lengri. Ef geimtferðinni hefði ver
ið hætt þá, hefði orðið að kveikja
á rakettum þeim, sem byggðar
eru inn í geimtfarið, og draga úr
hraða þess, er það fellur inn í
andrúmsloftið.
Kl. 14.45, var hins vegar ljósit,
að nægar bingðir væru etftir, til
þriðju hingferðarinnar, án þess
að lítf Carpenfcers væri í hættu
stofnað, er hann tæ.ki að falla
til jarðar.
10 mínútum síðair, eða kl. 14.55,
etftir ísl. tíma, lauk Carpenter
annaiTÍ hringferð sinni.
í þeirri hringferð, sem í hin-
um tveimur fyrri, hafði Carpen-
ter samband við eftirlitsstöðv-
arnar, er hann flaug yfir þær.
Mörgum sinnum var útvarpað
samtöium hans við menn á jörðu
niðri, og sérfræðingar tfylgdust
allan tímann með líkamsástandi
hans. Ekkert kom fram, sem
bentí til þess, að hann ætti erf-
itt með að athafna sig, í þymgd-
arleysi því, sem ríkir í geimn-
um. Honum gekk einnig vel að
koma niður þeirri fæðu, sem
hann hafði meðferðis.
Er þriðju hringferðinni var að
ljúka og Carpenter tók að nálg-
ast vesfcurströnd Bandaríkjanna,
fór hann að lækka flugið. Hann
hafði þá um hríð samband við
eftirlitsstöðvar í Californiu, og
síðar, er hann kom yfir sjálf
Bandarikin, við Cape Canaveral.
Sambandið rofnar.
Skyndilega rofnaði hiins vegar
sambanddð við hann. Við því
hafði verið búizt, því að er
geimfarið kemur inn í andrúms-
loft jarðar, myndast hitamúr um
hverfis það, sem rýfur allt tal-
samiband.
Þetta er hið hættulega augna-
blik, er allt verður að ganga eft-
ir áætlun. Ef nokkuð bregður
út af brenmur geimfarið upp,
í núningnum við andrúmsloftið.
Hiti nær þá rúmlega 3000 stig-
um á Fahrenheit. Til þess að
mæta slífcum hita, er geimfarið
búdð sérstakri hitahlíf. Hún er
hins vegar ekki það stór, að hún
þeki allt geimfarið, heldur að-
eins hluta þess. Takizt geimfar-
anum ekki, með stjórntækjum,
að haga því þannig til, að hita-
hlífin snúi niður, þá týnir geim-
farimn lítfinu.
Einmitt á þessum augnablik-
um, eða eftir kl. 17.41, er kvikn-
að bafði á rakettum þeim, sem
draga úr fallinu, hætti að heyr-
ast til Carpenters.
Sambandslaust í þrjá stundar-
f jórðunga — óttast um líf Carp-
enters.
Frá því um kl. 17.41 og fram
til kl. 18.22 heyrðist ekkert meira
frá geimfarinu. Olli þetta tals-
verðum ugg, og ekki bætti það
úr skák, að ekkert sást tíl geim-
farsins, frá skipum þeim, sem
voru á því svæði, þar sem geim-
farið skyldi falla í sjó nður.
Ljóst var, að það hafði fallið
niður, utan þess svæðis, en hvort
Carpenter, sjóliðsforingi, væri
Htfs eða ekki, vissi enginn um
sinn.
Framh. á bls. 19.
KortiS sýnir Canaveralhöfða, þaðan sem geimfarinu var
skotið. Tii hægri sést, hvar geimfarið lenti í sjónum, 200
mílur frá Puerto Rico. Áætlaður lendingarstaður var hins
vegar 200 mílur nær Florida skaga, þar sem litli hringur-
inn, með krossinum, er.
STAK8TE1IVAR
Sjálfsíbúðastefna
Sjálfstæðismanna
f útvarpsumræðunum í fyrra-
kvöld ræddi Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra, m.a. hin-
ar ólíku stefnur stjórnmálaflokk
anna í húsnæðismáiunum. Hann
kvað tillögur kommúnista lengst
um hafa miðað að því að bær-
iim byggði sjálfur sem mest at
íbúðum, ætti þær og leigði þær
út. Bæjarbúar ættu helzt allir
að vera leiguliðar hins opinbera
eftir hinum beztu fyrirmyndum
bak við tjaldið. „Leiguliðastefn
an er stefna kommúnista“, sagði
fjármádaráðherra.
Um stefnu Sjálfstæðismanna í
húsnæðismálunum komst Gunn
ar Thoroddsen hinsvegar að or#i
á þessa leið:
„Sjálfstæðismenn hafa aftur á
móti unnið að
því að bæjarbú-
ar gætu átt SÍn-
ar íbúðir. Sjáflfs
íbúðastefnan er
okkar stefna.
Til þess a9
greiða fyrir því,
beittu Sjálfstæð
ismenn á Al-
þingi sér fyriw
þeirri skattalaga
breytingu fyri*
13 árum, að
vinna við smíði eigin íbúða væri
skattfrjáls. Sú löggjöf hefur orð
ið grundvöllur þeirra sfcódkost-
legu by ggingaf ramk væmda í
landi hér, sem byggzt hafa i
eigin vinnu fjölskyldnanna.
Aðstoð við einstaklinga hefur
m.a. verið veitt með því, að borg
arsjóður hefur gert íbúðimar fok
heldar, eða tilbúnar undir tré-
verk, og selt þær þannig með hag
kvæmari skilmálum en annavs
staðar voru fáanlegir.
Þessi stefna sjálfsíbúðanna,
sem Sjálfstæðismenn hófu og
stóðu fyrst einir að, hefur nú
gjörsigrað á íslandi. í engri höf
uðborg annarri munu tiltölulega
jafnmargir íbúar vera sjálfir
eigendur þeirra íbúða, sem þei*
búa í“.
Þeirra eigin orð
Moskvumálgagnið kvartar
mjög undan því, að Morgunblað
ið hafi deiit harkalega á flokk
þess og hinn alþjóðlega komm-
únisma. Sérstaklega eru Moskvu
menn sárir og gramir vegna
Ieyniskýrslnanna, sem Morgun-
blaðið hefur verið að birta og
ritaðar eru af ungum kommúnist
um í Austur-Þýzkalandi. En
kommúnistamálgagnið kemst
ekki fram hjá þeirri staðreynd
að þetta eru þeirra eigin orð.
Það sem kommúnistum svíður
mest undan og Moskvumálgagn
ið kallar „sorpblaðamennsku"
eru lýsingar ungkommúnista
sjálfra á ástandinu undir stjórn
kommúnista í Austur-Þýzka-
landi og Kína ! ! !
Glundroðinn
uppmálaður
Útvarpsumræðurnar um bæj-
armál Reykjavíkur fóru yfir-
leitt hófsamlega fram. Þær báru
annars vegar svip af rökföstum
og jákvæðum málflutningi Sjálf
stæðismanna og einstæðum glund
roða og upplausn af hálfu minni-
hlutaflokkanna. Þeir sökuðu
hver annan um að hafa hindrað
alla „vinstri einingu“ og einn
þeirra boðaði stofnun nýs „rót-
tæks vinstri flokks“ að bæjar
stjórnarkosningunum Ioknum!
Auðsætt er, að flestir hinna
svokölluðu vinstri flokka eru
margklofnir innbyrðis. Það
væri því vissulega mikil ógæfa,
ef þetta sundurleita tætingslið
ætti að fá úrslitaáhrif á stjórn
hinnar glæsilegu ungu höfuð-
borgar á næsta kjörtímabili.