Morgunblaðið - 23.06.1962, Blaðsíða 2
MORCVNTtL AÐIÐ
L,augardagur 23. júnf 1962
Maðurinn stendur við spenninn, sem bilaði í Áburðarverksmiðjunni.
Nýr rafall kemurbíln-
um í gang á veturna
MARGUR bíleiandinn karmast
við það þegar kalt er úti á vet-
urna og aka þarf mikið með
fullum ljósum að rafgeymirinn
— Rusk
Framh. af bls. 1.
að sýna, að þersónulegar viðræð-
ur gæfi betri raun en langar orð
sendingar.
Rusk sagði fyrir sitt leyti, að
viðræðurnar hefðu verið mjög
nytsamlegar og sér væri ánægja
að hlýða á ráð og skoðanir hins
reynda stjómmálamanns.
Stjórnmálafréttaritarar í Bonn
segja, að markmiðið með ferð
Rusk til Ronn hafi verið að koma
á vinsamlegra samibandi Banda-
ríkjamanna og Vestur Þjóðverja.
Vegna tortryggni Adenauers í
garð Bandaríkjamanna í sam-
bandi við viðræður, þeirra við
Rússa um Berlínarmálið hefur
borið á dálitlum stirðleika milli
ríkisstjórnanna. Þess utan telja
fréttaritarar, að Bandaríkja-
stjórn vilji gjarna fá að fullu
úr því skorið, hver sé afstaða
Vestur-Þýzku stjórnarinnar til
aðildar Breta að Efnahagsbanda
Iagi Evrópu.
Meðal þeirra, sem viðstaddir
voru viðræðurnar í dag, voru
Gerhard Schröder, utanríkisráð-
herra V-Þýzkalands og Wilhelm
Grewe, sendiherra V-Þýzkalands
í Washington, sá, er kallaður
var heim til Þýzkalands fyrir
nokkru, er Kennedy Bandaríkja
forseti hafði látið svo um mælt,
að ekki væri hægt að hafa sam-
starf við harm. . ___
tæmist og erfitt er að fá bifreið-
ina í gang á morgnana. Nú er
komin hér á markaðinn nýung,
sem sennilega á eftir að gleðja
margan ökumanninn. Það er nýr
rafall, sem nefnist „Altemator“
og er framleiddur hjá Motorola
Corp. í Bandaríkjunum. Buðu
umboðsmenn fréttamönnum að
skoða þessa og aðrar nýjungar
nýlega.
Alternator þessum er stjórnað
frá transistor-spennustilli, þann-
ig að eldri gerð af straumloku,
eða „cut out“, hverfur. Við
þetta hverfa allar platínur og
hreyfanlegir rofar, svo slit verð-
ur hverfandi, og ekkert þarf né
er unnt að stilla í þessu kerfi.
Annar kostur við þennan rafal
er að hann hleður strax í lausa-
gangi vélar gagnstætt því að aðr-
ar gerðir hlaða ekki fyrr en vél-
in hefur náð nokkrum snúnings-
hraða. Þetta gerir það að verk-
um að rafgeymirinn ætti alltaf
að vera svo til fullhlaðinn og
endast talsvert lengur en áður.
Önnur nýjung frá Motorola er
kveikja, þar sem hvoxki eru plat-
ínUr né þéttir, ein þess í stað lítið
segulkerfi, sem á að endast jafn
lengi og bifreiðin. Auk þess er
kveikjan þeim kosti búin að
kveikjuspennan er algjörlega ó-
háð snúningshraða vélarinnar.
Fyrir tónlistarunnendur má
nefna ný transistor útvarpstæki
í bifreiðir, sem hafa upp á sér-
stök tóngæði að bjóða. En með
þessum tækjum má einnig fá sér-
stakan bergmálsmagnara, sem
bætir mjög hljómburðinn í bíln-
um, þannig að tónlist hljómar
eins og í konsertsal.
NA /5 hnútar w/ SV 50 fjnútor X Snjókoma y ÚS, V Skúrir II Þrumar HfX KuUaski! Hittsh,t H Hmt L Lmet
22.6. /962, ffl.L V? n
Sérfræðingur
kannar bilunina í
Gufunesi
*
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ kem-
ur til íslands sérfræðingur frá
fyrirtæki í Sviss, sem framleið-
ir spennubreyta af þeirri gerð,
sem bilaði í Áburðarverksmiðj-
unni í Gufunesi og mun sérfræð
ingurinn kanna bilunina.
Um hvað er deilt?
Greínagerð frá LIU
MBL. barst í gærkvöldi eftir-
farandi greinargerð frá LÍÚ
um deilu sjómanna og útvegs-
manna um síldveiðikjörin:
Eins og kunnugt er hafa að
undanförnu farið fram samn-
ingaviðræður milli sjómannafé-
laganna víðsvegar um landið
innan vébanda Alþýðusambands
íslands annarsvegar og útvegs-
manna innan LÍÚ hinsvegar
um kaup og kjör sjómanna á
síldveiðum.
Forsaga þessa máls er sú, að
á síðustu tveimur árum hafa
útvegsmenn tekið í þjónustu
sína við síldveiðar ný og full-
komin tæki, sem kostað hafa
útvegsmenn mikið fé. — Tæki
þessi hafa á hinn bóginn stór-
kostlega aukið aflamöguleika
síldveiðiskipanna, og þar með
opnað möguleika til aukinna
tekna hjá sjómönnum, sem síld
veiðar stunda, í fyrsta lagi
vegna aukinna aflamöguleika
og í öðru lagi vegna þess að
unnt hefur verið að fækka
mönnum við veiðarnar.
Þegar síðast voru gerðir
samningar um hlutaskipti sjó-
manna á síldveiðum á árinu
1958, hafði tækni þessi ekki
hafið innreið sína í síldarút-
veginn, og því ekki í huga höfð,
þegar þeir samningar voru
gerðir.
Þar af leiðandi sögðu útvegs-
menn á sl. ári upp samningum
um síldveiðikjör með það fyrir
augum að gerður yrði nýr samn
ingur fyrir þau skip, sem út-
búin voru þessari nýju veiði-
tækni (kraftblökk, sjálfvirku
síldarleitartæki, auk sérstakrar
og dýrrar nótar).
Vorið 1961 hófust svo við-
ræður milli fulltrúa útvegs-
manna og sjómannafélaganna
um þessi mál, en ekki þótti þá
komin nægileg reynsla á gildi
þessara tækja fyrir síldveiðarn-
ar og samningaumleitunum því
frestað til haustsins.
Reynslan af þessum tækjum
sumarið 1961 sýndi að aflaverð-
mæti þeirra skipa, sem búin
voru tækjunum, 'varð rúmlega
tvöfallt aflaverðmæti hinna,
sem engin' tæki höfðu.
Viðræður voru teknar upp á
ný um þessi mál í september
/«/d
12'
U-.f
f/i:
& p V
'«*>
t-íll
/2f
INDUR var hægur á norðaust- NA Færeyjar á hreyfingu NA.
an hér á landi í gær, og lík- SV-land: Breytileg átt, sums
ur að svo verði enn í dag. staðar skúrir, einkum síðdegis.
Ekiki er von, að hlýr loft- Faxaflói. Breiðafjörður og
straumur komi norðan að, miðin: NA gola, víðast úr-
því að sjávarhitinn norður komulaust en skýjað. SA-land
undan er aðeins 1—5 stig. Og go migin; Hægviðri, víða skúr
þegar nær kemur ströndum ir
Grænlands er hafísinn fyrir. Horfnur á sunnudag: Hæg
Um hádegið var hitinn aðeins j^A-læg átt og skýjað en víð-
l wl~lJan Mayen’ °!- a ast úrkomulaust á Norður og
Tobmhofða var ems stigs Austurlandi> Léttskýjað vest-
anlands en hægviðri og sums
Veðrið kl. 10. , staðar smáskúrir með suður-
Fremu,- grunn lægð fyrir ströndinni.
og október 1961, en án árang-
urs.
Nú í vor, þegar öllum samn-
ingum um síldveiðikjör hafði
verið sagt upp af útvegsmönn-
um, voru hafnar viðræður
milli aðilanna með það í huga
að gera heildarsamning fyrir
landið allt.
Krafa útvegsmanna nú er, atf
gerður sé greinarmunur á
hlutaskiptum á þeim bátum,
sem ekki eru búnir hinum
nýju tækjum við veiðarnar og
hinum, sem búnir eru tækjun-
um þannig, að útgerðin njótl
þeirrar aflaaukningar, sem tæki
þessi skapa til jafns við skip-
verjana, þegar tillit hefur ver-
ið tekið til þess kostnaðar, sem
tækin hafa bakað útgerðinni.
Kröfur L.Í.Ú. eru, að skipverj
ar á bátum, sem ekki eru búnir
tækjunum hafi óbreytt hluta-
skipti frá því, sem áður var I
eldri samningum, en breyting
verði gerð á hlutaskiptum á
þeim bátum, sem búnir eru hin
um nýju tækjum.
Samkvæmt skýrslu Fiskifél-
ags fslands um meðalaflaverð-
mæti skipa 70—100 rúmlesta
sumarið 1961 og ef miðað er við
kröfur L.Í.Ú. um hlutaskiptin
’kemur í ljós að:
I. Bátur án tækja aflaðl fyrir
kr. 764.463.00 og reyndist háseta
hlutur þá vera kr. 27.601.90.
II. Bátui með tækjum aflaðl
fyrir kr. 1.461.507.00 og myndi
hásetahlutur skv. tiliboði LÍÚ nú
verða kr. 45.771.74.
Meðalúthaldstími báta reynd
ist á sl. sumri vera 70 dagax og
mánaðarlaun háseta því:
I. á bátum án tækja kr 11.829.38
II. á bátum með tækjum kr.
19.616.46.
Samkvæmt þessu myndi hver
háseti á bátum, sem búnir ertl
tækjunum fá samkvæmt kröfum
LÍÚ 65,8% hærri tekjur en þeir
sem eru á bátum án tækja.
Sommdla í
öllum otríðam
Vientiane, Laos, 22 júní —
AP — NTB.
SOUVANNA Phouma, forlngt
hlutlausra í Laos, tilkynnti í’
kvöld, að nýja samsteypustjórnin
hefði nú komizt að samkomulagi
um öll ágreiningsatriði, varðandi
hina opinberu yfirlýsingu um
myndun stjórnarinnar.
í nýju stjórninni verða nítján
menn, ellefu frá hlutlausum,
fjórir frá þeim, sem hlynntir eru
vesturveldunum og fjórir frá
kommúnistum.
Stjórnin heldur væntanlega
sinn fyrsta ráðuneytisfund á laug
ardag, en á sunnudag heldur
Souvanna Phouma til Phnom
Penh höfuðborgar. Cambodia
Þaðan fer hann aftur á mánudag
til Parísar, til þess að vera við-
staddur brúðkaup dóttur sinnar,
28. júní.
Ekki er vitað, hver verður for
ystumaður stjórnarinnar meðan
Phouma er í burtu en haft er
eftir áreiðanlegum heimildum, að
honum sé þvert um geð að þurfa
að fara frá Laos nú.
Leiðrétting
í FRETT í blaðinu í gær, þar
sem rætt var xrm hæstu síldar-
söltunarstöðvarnar Norðanlands
á s.l. sumri, slæddist inn mis-
sögn. Hæstu stöðvarnar voru Haf
aldan á Seyðisfirði með 17.700
tunnur, Ströndin á Seyðisfirði
með 14.400 tunnur og Hafsilfur
á Raufarhöfn með 13.800 tunnur.