Morgunblaðið - 23.06.1962, Side 8

Morgunblaðið - 23.06.1962, Side 8
8 Laugardagur 23. júní 1962 r MORGVNBLAÐIÐ Stefnuleysi Adenau- ers veldur ergju Eftir Rawle Knox DEAN RUSK, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hefði vart getað valið óheppilegri stund til þess að koma til Bonn, ef erindi hans er að kynna sér stefnumál þýzku stjórnarinnar. Það ríkir ó- rói í höfuðborg V-Þýzka- lands um þessar mundir. —» Adenauer, kanzlari, þykir þegar vera farinn að seýna það í verki, að ellin hefur dregið úr stefnufestu hans. Þeir, sem líklegastir eru til þess að leysa hann af hólmi, bíða tækifæris til þess að grípa til þeirra vopna, sem þeir vona að færi þeim völdin. Handan landamæranna, i Austur-Þýzkalandi, er Bonn almennt kölluð „Ríkisþorp- ið“ (Bundesdorf). Valdabar- ótta og deilur stjórnmála- manna í Bonn eru í al- gleymingi. Dr. Ludwig Er- hardt, efnahagsmálaráðherra, og dr. Heinz Starke, fjár- málaráðherra, hafa vart yrt á kanzlarann síðan hann ákvað að veita starfsmönn- um járnbrauta og pósts 6% launahækkun, án þess að tilgreina hvernig afla skyldi fjár til að standa undir kostnaðinum. Von Brentano, fyrrv. utanríkisráðherra, hef- ur safnað um sig hópi harð- skeyttra manna í utanríkis- ráðuneytinu, sem er svo valdamikill, að hann gengur almennt undir nafninu OAS (Organisation Anti-Scröder; Schröder er nú utanríkisráð- herra). Schröder er einnig í ónáð hjá Adenauer, sem tel- ur það utanríkisráðherran- um að kenna, að sendiherra Bonnstjórnarinnar í Washing ton, Grewe, lenti í erfið- leikum við ráðamenn vestan hafs, og var kallaður heim. Ef einhverjir þrír ráðherr- ar Bonnstjórnarinnar væru spurðir sömu spurningarinn- ar, myndu svörin sennilega verða á jafn marga vegu. Þess utan myndi kanzlarinn vafalaust hafa fjórða svarið á reiðum höndum. Innan Kristilega demó- krataflokksins er hópur valdasterkra manna, sem vilja styrkja samstarfið við Frjálsa demókrata (sambúð- in er ekki sem bezt um þess- Ludvig Erhardt ar mundir), með því að taka völdin úr höndum Adenau- ers. Það var kanzlarinn, sem stofnaði Kristilega demó- krataflokkinn, cins og kunn- ugt er. Þessi innanríkisdeilumál geta haft sínar afleiðingar erlendis. Dr. Erich Mende, foringi Frjálsra demókrata, sem telur afstöðu Adenau- ers til Rússa mjög vafasama, hefur átt langar viðræður við sendiherra Rússa, Alex- ei Smirnow. Meðal þeirra, sem lengst hafa verið stuðn ingsmenn kanzlarans, eru nú margir, sem bíða eftir því, að Adenauer geri ein- hverja stórfellda skyssu í alþjóðamálum — ef til vill í væntanlegri Frakklands- ferð sinni, er hann mun ræða við de Gaulle — sem muni auðvelda þeim að krefjast þess, að kanzlarinn láti af embætti.. Venjulega leiðir það til deilna, þegar stjórnmálafor- ingi segist muni draga sig í hlé, en lætur ekkert uppi um hvenær það muni verða, né hver eigi að verða eftir- maður sinn. 1 V-Þýzkalandi er ástandið sérstaklega erf- itt, því að þegar Adenauer lætur af embætti, breytist stjórnarfarið úr því, sem í Bonn gengur almennt undir nafninu „Kanzlara-lýðræði“ (þ.e. sterk perósnuleg stjórn Adenauers) í venjulegt lýð- ræði. Vara-kanzlarinn, dr. Erhardt, eða dr. Franz josef Strauss, landvarnaráðherr- ann, eða þá jafnvel dr. Schröder gætu orðið eftir- menn Adenauers, en til þess þyrfti viðkomandi að bera sigur úr býtum í kosningum innan flokksins. Því er á- standið bak við tjöldin eins og raun ber vitni. Þýzkaland hefur aldrei bú- ið við lýðræði, nema á árun- um 1919—1933 (Weimar-lýð- veldið. Vart er hægt að segja, að valdatími dr. Aden- auers, undanfarinn áratug, hafi verið góður undirbún- ingstími, ef nú skal tekið upp lýðræði. Þar sem aðalandstöðuflokk ur Kristilegra demókrata, Sósíaldemókratar, hefur misst nær öll sósíalísk ein- kenni, er vart hægt að líta á hann sem vinstri flokk lengur, og því ekki ósenni- legt, að Kristilegir demó- kratar muni ganga með sig- ur af hólmi í næstu kosn- Konrad Adenauer ingum. Hins vegar er erfið- ara að spá nokkru um það, hver verði valdamesti mað- urinn innan flokksins. Dr. Adenauer hafði lofað því, að hann myndi ræða um væntanlegan eftirmann sinn, á flokksþingi Kristi- legra demókrata, nýlega. — Hins vegar stóð kanzlarinn ekki við þau orð sín. Það er þess konar óákveðni — sem gætir á fjölmörgum sviðum — sem hefur valdið svo mikilli óánægju meðal stjórnmálamanna í Bonn. — Mörgum finnst það mundu verða farsælla, ef kanzlar- •inn segði af sér strax nú, í stað þess að bíða með valda- afsal sitt þar til seint á næsta ári. Það eina, sem sjálfur kanzlarinn hefur sagt um þessi mál er: „Ad- enauer-tímabilinu er enn ekki lokið“. Observer — öll réttindi áskilin. Reikningar Reykja- víkur til umræðu A FUNDI borgarstjórnar í fyrra dag voru reikningar Reykjavik- urborgar 1961 til síðari um- ræðu. Guðmundur Vigfússon (K) taldi rétt hafa verið stefnt í því að minnka skuldir borgarsjóðs. Þá kvað hann og lofsverðan á- huga borgarstjóra á að draga mjög úr skrifstofukostnaði og gæta hófs í honum. Hins vegar gagnrýndi hann nokkur atriði, sem getið verður hér á eftir í svari borgarstjóra. Björn Guðmundsson (F) taldi rekstrarafgang Jaorgarsjóðs og fyrirtækja bongarinnar of mik- inn. Þá sagði hann erfitt fyrir nýliðana að kynna sér einstök atriði og átta sig á þeim, svo að þær gætu gagnrýnt þau, en síð ar kæmu dagar og kæmu ráð. Þó kom í ljós að hann hafði kynnt sér eitt atriði gaumgæfi- lega, því að meginhluta máls síns varði hann í að kvarta und an því, hve laun borgarstjórnar manna væru lág, þannig að fyrir hverja fundarsetu væru þeir verr launaðir en lægst launuðu verkamenn. Þá þótti honum kynd ugt, að reikningar s.f. Faxa væru ekki birtir með borgarreikning- um. Gelr Hallgrímsson, borgarstjóri kvað G.V. hafa talað um það, að tekjur borgarsjóðs væru yfir leitt of lágt áætlaðar. Borgar- stjóri kvað skynsamlegra að á- ætla þær ekiki of hátt, til þess að borgarsjóður væri reiðubúinn að mæta óvissum útgjöldum. Þótt tekjur færu umfram áætl un, væru það ekki peningar í kassa. T.d. voru enn óinnheimtar 26 millj. kr. af útsvörum, þegar gengið var frá reikningnum. Á borgarsjóð falla ýmsar greiðslur vegna óumflýjanlegra ábyrgða hans, og minnti hann i því sam- bandi á afkomu B.Ú.R. á sl. ári. Þótt afkoma bæjarútgerðarinn- ar hefði verið betri en togaraút gerða almennt, þá hefði orðið á henni halli, vegna klössúnar skipa o.fl. og vegna þess að afli á árínu var undir meðalársafla. B.Ú.R. væri dæmi um útgjöld, sem ekki yrði fyrir séð, en borg arsjóður gat greitt vegna meiri tekna en áætlaðar höfðu verið. G.V. hefði minnzt á, að útgjöld til gatna og holræsa hefðu verið undir áætlun. Þetta væri rétt hvað snerti viðhald, en nýbygg ingar hefðu hins vegar farið 2 millj. kr. fram úr áætlun. Um rekstrarkostnað Sorpeyð- ingarstöðvarinnar væri, það að segja, að sala á áburðinum hefði orðið mun minni en vonazt hafði verið til, en reynt yrði að auka sölu hans, þar sem vitað væri að hann hefði mikla áburðarhæfni. Hins vegar yrði að geyma hann til þess að gera hann lyktarlaus an. Á halla á rekstri sjúkrahúsa borgarinnar væri mjög erfitt að gera samanburð. Þá væru t.d. ríkisspítalarnir dýrari í rekstri yfirleitt en borgarsjúkrahúsin. Viðleitni væri fyrir hendi að spara án þess að draga úr þjón- ustu. Um skuld ríkissjóðs við borg- arsjóð væri það að segja, að bótt G.V. fyndist hún ekki i._ ■ minnkað nóg, þá hefði hún samt lækkað úr yfir 20 millj. kr. er vinstri stjórnin skildi við og nið ur í rúmar 14 millj. kr., og væri það umtalsverð lækkun á ekki lengri tíma. Um gagnrýni G.V. á rekstri Rafmagnsveitu Reykjavikur mætti ýmislegt segja. Erfitt væri að gera mun á nýbyggingum og viðhaldi, en enn erfiðara væri að átta sig á samanburði end- urskoðanda Alþýðubandalagsins á borgarreikningnum (sem var til þessa Ingi R. Helgason) og 1........ i » i i|i ii» ii samanburfii fulltrúa Alþbl. í borgarstjórn. Endurskoðandinn hefði í athugasemd talið, að skrif stofukostnaður RR hefði hækk að um 100%. Sýnt var fram á, að hér var um algeran misskiln ing að ræða, hann hefði einungis hækkað um 6,6%. G.V. gerði nú ekki tilraun til þess að hnekkja þessu, en kæmi með nýjan sam anburð, sem ekki væri hægt að rannsaka núpa, en myndi senni- lega vera álíka öruggur. Að lokum minntist borgarstjóri á aðfinnslur Björns Guðmunds- sonar. S.f. Faxi væri fyrirtæki í skilum, eins og flestum myndi kunnugt, og ekki hefði verið venja að birta reikninga þessa fyrirtækis með borgarreikning- um. Rekstrarafgangur fyrirtækja borgarinnar væri ágætur og gerði þeim kleift að bæta hag sinn og bogarbúa í heild. Þá kvað hann það og rétt, að tímakaup borgar- stjórnarfulltrúa væri nú undir Dagsbrúnarkaupi. Kviksandur á Sauðárkróki SAUÐÁRKRÓKI, 21. júní. — Komu með Kviksand frá L. R. á þriðjudagskvöld og sýndu í fé- lagsheimili Bifröst fyrir troð- fullu húsi 'og við ágætar undir- tektir í gær héldu þeir svo til Ólafsfjarðar og ætluðu að sýna þar í gærkvöldi — Jón. Sýslufundur Vest- ur-Barðastranda- sýslu SYSLUFUNDUR Vestur Barða- strandarsýslu var haldinn á Pat- reksfirði dagana 9. til 11. maí sl. Um 60 mál voru afgreidd á fundinum. Nokkrar samþykktir, sem gerðar voru: Samin og samþykkt reglugerð um eyðingu svartbaks. Lýst yfir óánægju með strand ferðir ríkisskipa og ítrekaðar fyrri áskoranir og samþykktir þess efnis, að byggt verði sérstakt skip, sem annist að mestu sam- göngur við Vpstfirði. Skorað á flugmálastjórnina að hraða byggingu flugvallar í Pat- reksfirði svo sem frekast er kost ur. Lýst yfir óánægju yfir því, að ekki skuli þegar verið byrjað að leggja veg frá Vestfjarðavegi nið ur í Trostansfjörð. Til sýsluvega var veitt 137 þús. kr., en á sl. ári var unnið í sýlu- vegum fyrir 350 þús. kr. Niðurjafnað sýslugjald var kr. 330 þús. Helztu gjaldliðir eru þessir: | a) Til menntamála 10 þús. kr. b) Til heilbrigðismála 272 þús. kr. þar af til sjúkrahússins á Patreksfirði 250 þús. kr. c) Til atvinnnmála kr. 21 þús. d) Til samgöngumála o.fl. 12 þús. kr. — Trausti. Kappreiðar og góðhestasýning á Ahureyri AKUREYRI, 7. júnf. — Hesta- mannafélagið Léttir á Akureyri efndi til kappreiða og góðhesta- sýningar á dkeiðvellinum við Eyjafjarðará um síðustu mán- aðamót. Þátttaka var allgóð. Voru skráð 18 hross til góðhesia sýningar, 14 allhliða góðhross og 4 klárkross með tölti. 24 voru tskráðir til keppni, Keppt var i skeiði 250 m. vega- lengd, 300 og 350 m. stökki, Veður var ekki hagstætt, úr- koma og dimmviðri í góðhesta- keppni sigraði Ófeigur Halls Jó- Ihannessonar. Ait klárlhrossum var$ Brúnika Þorsteins Jónsson- ar í fyrsta sæti. 300 m. stökki varð fyrstur Funi Ölmu Magn- úsdóttur, tími 23.6 sek., önnu? Snekkja Sverris Sverrissonar, tími 23.6, en sjónarmunur, þriðji Borgfjörð Magnúsar Jónssonar, tími 24.3. Á 350 m. spretti var fyrsur Stjami Gísla Jónssonar í Hvammi á 26.6 sek.( hesturinn er 6 vetra), annar Haukur Pét- urs Steindórssonar á 27,7, þriðja Ljóska eigendur Hugi Kristjáns son o. fl. tími 27. Á 250 m. spretti varð fyrstur Léttir Þor- leifs Þorleif^sonar á 20,4, annar Jarpur Jóns Matthiassonar á 20,4 (sjónarmunur) þriðji Neisti Gests Jóhannessonar á 21 sek. — St. E. Sig. Fiskiskip dregið til Noregs ALESÚND, 21. júnf (NTB) — Fiskiskipið „Nokkve“ frá Finn- ey í Romsdal hefur verið tekið í drátt af bátnum „Skomvær Il“, eftir að hafa orðið fyrir vélar- bilun á fslandsmiðum. — Skipin eru væntanleg til Blesund á föstudagsmorgunn. GUNNAR I-ÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti oq hæstarétt hingholtsstrjeti 8 — Simi 18259

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.